Morgunblaðið - 07.06.1996, Side 10

Morgunblaðið - 07.06.1996, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1996 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Sendiherraembættið í Brussel Samkeppnisráð um Rydenskaffi Morgunblaðið/Sverrir Hnykkt á banni við „bestu í bænum!“ SAMKEPPNISRÁÐ hefur bannað Rydenskaffi hf. að auglýsa Maarud- kartöfluflögur með slagorðinu „þær bestu í bænum!“ að viðlögðum sekt- um samkvæmt XIII. kafla sam- keppnislaga. I lok nóvember í fyrra var at- hygli Samkeppnisstofnunar vakin á auglýsingum á Maarud-kartöflu- flögum þar sem sagði að þær væru „þær bestu í bænum!“. I kjölfarið sendi Samkeppnisstofnun Rydens- kaffi hf. erindi þar sem greint var frá því að samkvæmt túlkun sam-' keppnisyfirvalda á samkeppnislög- um væri óheimilt að auglýsa með lýsingarorði í efsta stigi nema aug- lýsandinn geti á auðveldan hátt fært sönnur á fullyrðingar sínar. Jafnframt var fyrirtækinu gefinn kostur á að sanna fullyrðinguna. Svar barst frá íslensku auglýs- ingastofunni hf. þar sem sagði m.a.: „Hugsun auglýsingastofunnar með orðalaginu snerist algjörlega um módelin á myndunum sem telja má fullvíst að markhópur auglýsing- anna (yngri en 25 ára) þekki. Það er rétt ábending að neytandi, sem ekki þekkir gjörla til stúlknanna á myndunum, kann að tengja orða- lagið við Maarud-flögurnar fremur enmódelin." í kjölfar bréfsins var auglýsing- unum breytt á þann veg að nú var komið spurningarmerki í stað upp- hrópunarmerkis. Sumar auglýsing- anna héldu þó áfram að birtast óbreyttar og voru tilmælin ítrekuð. Jafnframt var vitnað til þess að Samkeppnisráð gæti bannað at- hafnir sem brytu í bága við sam- keppnislög og að því mætti fylgja með dagsektum. Óbreytt í fleiri mánuði í ársbyijun á þessu ári var aftur haft samband við auglýsingastof- una þar sem auglýsingar voru enn að birtast í upprunalegri mynd, m.a. í kvikmyndahúsum, dagblöð- um og á bíl Rydenskaffis og í niður- stöðum Samkeppnisráðs um málið kemur fram að svo var enn í maí. Niðurstaða málsins varð sú að Samkeppnisráð bannaði auglýsing- ar Rydenskaffis á Maarud-kartöflu- flögunum þar sem fram kemur að þær séu „þær bestu í bænum!“ Verði banninu ekki fylgt innan tíu daga nema dagsektir 50.000 kr. Stöðvuðu sjóbúning í Rotterdam ALÞJÓÐASAMBAND flutninga- verkamanna stöðvaði vinnu við Brú- arfoss og Reykjafoss í Rotterdam í fyrradag. Ástæðan er sú að samtök- in vilja að verkamenn í landi sjóbúi farm fyrir brottför, segir Hjörleifur Jakobsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips. Eimskip er með samning við hollenskt þjónustu- fyrirtæki í Rotterdam og hafa háset- ar hingað til fengið að sinna sjóbún- ingi án vandkvæða að hans sögn. Fyrir skömmum boðaði Alþjóða- samband flutningaverkamanna hertar aðgerðir í Rotterdam gegn skipafélögum sem eru ekki með samning sem þau viðurkenna.' ís- lenskir hásetar eru aðilar að Al- þjóðasambandi flutningaverka- manna. „Það var ákveðið eftir sex klukkustunda málþóf að hásetarnir fengju að klára sjóbúning og að málið yrði útkljáð innan viku,“ seg- ir Hjörleifur. ------» ♦ ♦---- Aður verið flogið með kartöflur LÁRUS Óskarsson, innkaupastjóri Hagkaups, segir að Hagkaup hafi flutt flugleiðis 2,5 tonn af kartöflum frá Kaliforníu 19. ágúst sl. og jafn- mikið magn viku síðar. „Hagkaup hefur í gegnum tíðina flutt inn kart- öflur með flugi, um leið og var heim- ilt að flytja þær inn,“ segir hann. Hann segir því ekki rétt sem sagði í frétt Morgunblaðsins í gær að ekki hafi áður verið fluttar kartöflur til landsins flugleiðis. Ástæðan fyrir því að Hagkaup flytti ekki inn kartöflur frá Afríku, Möltu eða öðrum svæðum umhverfis Miðjarðarhaf væru ströng skilyrði Hollustuverndar. Þá hafi nýjar kartöflur ekki verið að fá í Evrópu. Kartöflurnar frá Kaliforníu hafi hins vegar verið með vottorðum um að jarðvegurinn sem þær voru úr hafi verið pestarfrír. Hann segir að í næstu viku fái Hagkaup kartöflur frá Frakklandi. „Við munum að sjálfsögðu flytja inn kartöflur svo lengi sem þær eru betri miðað við verð og gæði en ís- lenskar," segir hann. Veðranarþol í Vinaskógi GIRÐING við Vinaskóg í Kára- staðalandi á Þingvöllum var í gær endurnýjuð með nýjum rafgirð- ingarstaurum sem Hampiðjan lagði til að beiðni Sveins Runólfs- sonar landgraeðslustjóra. Girðing- arstauramir eru úr endurunnu polyethylen-plasti sem m.a. er fengið úr ónýtum trollnetum. Staurarnir, sem kallast Girðir, eru íslensk uppfinning. Hönnuður er Einar Harðarson en Hampiðjan hefur tekið að sér framleiðslu og sölu. Staurarnir hafa að sögn framleiðanda ýmsa kosti umfram hefðbundna girðingarstaura, m.a. þá að þeir eru léttari, hafa meira veðrunarþol og eru endingarbetri. Á myndinni sjást Árni Kristjáns- son og Sverrir Gíslason, starfs- menn Landgræðslunnar, stinga niður staurum í Vinaskógi í gær. Morgunblaðið/Sverrir FRÁ úthlutun skógræktarstyrkja Skeljungs hf. í gróðurstöð Skógræktarfélags Reykjavíkur í Foss- voginum. Magnús Gíslason frá Sameignarfélagi Arnarholts í Stafholtstungum, Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs hf., Jón Leifsson skógræktarstjóri, Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfé- lags Islands, og Þorvaldur S. Þorvaldsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hannes Hafstein hættir um áramót Skeljungur hf. styrkir félög og einstaklinga Þrjár milljónir til skógræktar HANNES Hafstein, sendiherra ís- lands í Brussel, mun að óbreyttu láta af því starfi um næstu áramót og taka sæti í stjórnarnefnd Eftirlits- stofnunar EFTA (ESA), en Bjöm Friðfinnsson hefur gegnt þeirri stöðu síðustu ár. Ekki er frágengið hver eftirmaður Hannesar verður, að sögn Benedikts Jónssonar, skrifstofustjóra í utanrík- isráðuneytinu, en hann kveðst telja þörf á að það liggi fyrir fljótlega. Benedikt segir engar ákvarðanir STJÓRNMÁLASAMTÖK, sem buðu fram við síðustu sveitarstjórnakosn- ingar og alþingiskosningar, fengu 85% afslátt frá símgjöldum. Samtals eru þessar ívilnanir metnar á 4,7 milljónir króna í al- þingiskosningunum 1995 o'g 3,7 milljónir í sveitarstjómakosningun- hafa verið teknar enn sem komið er um fleiri breytingar innan utan- ríkisþjónustunnar. Björn Friðfinnsson tekur við fyrra starfi sínu sem ráðunejdisstjóri við- skiptaráðuneytis, en Þorkell Helga- son hyggst snúa aftur til kennslu og rannsókna í Háskólanum, þar sem hann er prófessor í stærðfræði. Þorkell segir að þegar hann fékk leyfi frá HÍ árið 1991 hafi verið gert ráð fyrir að Björn myndi snúa aftur til starfa. um 1994. Þetta kemur fram í svari sam- gönguráðherra á Alþingi við fyrir- spum Kristínar Halldórsdóttur Kvennalista. Þar kemur einnig fram að einungis gild framboð samkvæmt kosningalögunum geti notið slíks styrks. SKELJUNGUR hf. veitti 3 millj- óna króna styrk til einstaklinga og skógræktarfélaga í landinu í gær, en það er einn liður í sam- starfsverkefni Skógræktar ríkis- ins og Skeljungs hf. „Skógrækt með Skeljungi" sem staðið hefur sl. 3 ár. Að þessu sinni fá 32 skógræktarfélög styrki og um 100 einstaklingar. Stærsti einstaki styrkurinn kom í hlut Skógræktarfélags Reykjavíkur, en það verður 50 ára í ár. Styrkurinn sem er 500 þúsund krónur rennur til upp- byggingar á aðstöðu fyrir al- menning í gömlu gróðrarstöðinni í Fossvögi. Skógræktarfélag ís- lands hlaut 1 milljón króna styrk sem mun renna til 31 aðildarfé- lags þess af um sextíu alls. 1,5 milljónir renna til um 100 eiii- staklinga og annarra samtaka í landinu og hlaut Sameignarfélag Arnarholts í Stafholtstungum af því 150 þúsund króna styrk. Frá því samstarf Skógræktar ríkisins og Skeljungs hf. „Skóg- rækt með Skeljungi“ hófst um mitt ár 1993, hefur Skeljungur hf. styrkt skógrækt í landinu um 30 milljónir króna. Fyrir þetta fé hefur meðal annars verið gróðursettar hundruð þúsunda platna og lagðir tugir kílómetra skógarstíga. Á þessu ári bætir félagið 10 milljónum við átakið og meðal verkefna er að styrkja gerð göngustíga í Þórsmörk og á Hallormsstað og grisjun í Hrafnagjárhallinu á Þingvöllum. Meginmarkmið skógræktar- átaksins „Skógrækt með Skelj- ungi“ er að efla almennan áhuga á skógrækt og skógræktarstarf í landinu i þeim tilgangi að stækka skóglendi Islands. í upp- hafi samstarfsins var lögð áhersla á verkefnið „opnun skóg- anna“ sem fólst fyrst og fremst í að bæta aðgengi almennings að skóglendum Skógræktar rík- isins. Lagðir voru göngustígar, komið fyrir merkingum og án- ingarstöðum. Unnið hefur verið í Vagla- skógi, Grundarreitum í Eyja- firði, Reykjarhólsskógi í Varma- hlíð í Skagafirði, Jafnarskarðs- skógi við Hreðavatn í Borgar- firði, Stálpastaðaskógi í Skorra- dal, Mógilsá á Kjalarnesi, Hauka- dalsskógi í Biskupstungum, Tumastöðum í Fljótshlíð og í Hallormstaðaskógi á Héraði. í tengslum við opnun þessara skóga hafa verið haldnir skógar- dagar sem mörg þúsund manns hafa sótt skógardagana. Skógræktarfélögin hafa feng- ið um 5 milljónir króna á sam- starfstímanum og hafa þessir styrkir m.a. farið til opnunar skógarreita. Einstaklingar sem stunda skógrækt i eigin löndum hafa margir Iagt út mikið fé til að girða lönd sín og búa til skóg- ræktar. 85% afsláttur af síma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.