Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Aðalfundur Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda Vaxandi þorskstofn getur skert rækju- veiðiheimildir NÁIST að byggja þorkstofninn þannig upp, að hægt verði að veiða úr honum um 350.000 tonn árlega gæti leitt til lækkunar í rækjuveiði úr 60-70 þúsundum niður í um 25 þúsund lestir á ári. Árleg aukin þorskveiði um 200 þúsund lestir gæti kostað 40 þúsund lestir í rækjuveiðum. Þessar hugleiðingar komu fram hjá Þorsteini Pálssyni, sjávarútvegsráðherra, á aðalfundi Félags rækju- og hörpudiskfram- leiðenda í gær. Þorsteinn vildi ekki segja hver úthafsrækjukvótinn yrði á næsta fiskveiðiári, en fiskifræð- ingar hafa lagt til 13% skerðingu á honum frá því, sem er í ár. „Mönnum hér er væntanlega vel kunnug ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunarinnar í öllum aðalatrið- um,“ sagði Þorsteinn. „Mesta at- hygli hefur vakið að við höfum náð þeim árangri í stjórnun þorskveiða að sú aflaregla sem ríkisstjómin hefur samþykkt að fylgja við þorsk- veiðarnar gefur nú 30 þúsuiid tonna hækkun frá ráðgjöf síðasta árs, miðað við 155 þúsund tonna gólfíð í reglunni en 46 þúsund tonna hækkun miðað við það sem sjálf hlutfallsreglan mælir fyrir um, þ.e. að taka 25 af hundraði veiðistofns, hefði gefíð. Rækjan of dýrt fæði í þorskinn? Varðandi hámarksafla rækju- veiða er nú farin sú leið í ráðgjöf- inni að leggja til árskvóta, 55 þús- und lestir, sem er frábrugðið því sem var á síðasta ári er tillaga var um 40 þúsund lesta upphafskvóta. Ákvörðun var þá tekin um 63 þús- und lesta heildarkvóta. Það bar á góma á þessum fundi á síðasta ári, að mig minnir í fyrir- spurnarhlutanum, hvort rækjan væri ekki alltof dýrt fæði í þorsk- inn. Hvort að það væri í raun ein- boðið að byggja hann upp svo sem fyrirhugað væri. Einhveijir kunna að hafa tekið slíku tali sem gamansemi fyrir ári en í raun er þetta háalvarlegt við- fangsefni og tillit til samspils teg- unda er eitt af lykilatriðunum sem hafa verður í huga við ákvörðun hámarksafla. Aukið mikilvægi rækjuveiða fyrir okkar þjóðarbúskap ýtir undir vangaveltur af þessu tagi sérstak- lega varðandi samspil rækju og þorsks. Útflutningsverðmæti rækju 15,4 milljarðar Útflutningsverðmæti rækju var á síðasta ári 15,4 milljarðar króna og hafði hækkað úr 12,4 milljörðum árið áður. Hlutur rækju í heildar- verðmæti sjávarvöruútflutnings á síðasta ári var 18,4 af hundraði og er hún í öruggu öðru sæti á eftir þorski en verðmæti útflutnings þorskafurða nam á síðasta ári 24,9 milljörðum króna sem var 29,7 af hundraði verðmætanna. Loðna og karfí sem koma þama næst skila um 10-11 milljörðum í útflutnings- verðmæti hvors um sig. Vissulega hafa verið blikur á lofti varðandi markaðsaðstæður en eftir síðustu fréttum að dæma virðast þær ætla að verða viðunandi í nán- ustu framtíð. í svokallaðri blárri skýrslu vinnu- hóps um nýtingu fiskistofna, sem Brynjólfur Bjarnason veitti forystu, lögðu m.a. saman krafta sína hag- fræðingar Þjóðhagsstofnunar og sérfræðingar HAFRÓ, eru menn einmitt að velta fyrir sér samspilinu á milli þorsks, rækju og loðnu og leggja niður fyrir sér hver muni vera arðsamasta veiðisamsetningin. Auðvitað er þetta óvissu háð og rækjuveiði búin að vera í allt öðrum skorðum á undanförnum misserum en menn gerðu sér í hugarlund fyr- ir aðeins fáum árum. Þorskur á kostnað rækju í skýrslunni er þó sett fram sú spá að ef veiðireglu þorsks yrði fylgt væri hægt að byggja veiðistofninn upp þannig að árleg veiði næði 350 þúsund lestum og að það gæti leitt til lækkunar í rækjuveiði úr 60-70 þúsundum niður í um 25 þúsund lestir. Menn setja það með öðrum orðum fram að aukin árleg þorsk- veiði um 200 þúsund lestir geti kost- að 40 þúsund lestir í rækju. Ef við skoðum þetta út frá verðmæti sjáum við að rækja þyrfti að vera sem þessu nemur verðmætari en þorsk- ur, ef spáin um líffræðilegt sam- hengi er rétt til að það borgi sig að halda þorskstofninum niðri og raun- ar meira vegna mikillar kostnaðar- lækkunar í þorskveiðum þegar stofninn stækkar," sagði Þorsteinn. Mikil aukning á Flæmska hattinum Þorsteinn vék síðan að veiðum á Flæmska hattinum og sagði, að á þessu ári myndi rækjuafli okkar þar verða verulega umfram það, sem kvótasetning og sóknardagar hefðu heimilað okkur að veiða, hefði slík stjóm verið á veiðunum nú. „Hvern- ig okkur gengur að beijast fyrir auknum hlut á grundvelli þessa skal ósagt látið. En við finnum glöggt fyrir því, að mikil samstaða virðist vera um það meðal annarra ríkja að þjóðir sem mótmæla veiði- stjórnuninni njóti þess ekki í samn- ingum að auka nú veiðar í svo mikl- um mæli meðan aðrar þjóðir eru bundnar við sóknardaga. Þannig að þar getur orðið við ramman reip að draga.“ Loks sagði Þorsteinn að íslend- ingar teldu eftirlitið við veiðarnar á Flæmska hattinum óþarflega umfangsmikið og unnið yrði að því að draga úr því, enda væri þess ekki þörf í þeim mæli, sem nú væri. Sunnudaginn 16. júní nk. mun sérblaðið Ferðalög verða helgað sumarfríum á íslandi. í blaðinu verður sagt frá ýmsum ferða- og gisti- möguleikum og athyglisverðir áningarstaðir skoðaðir. Gönguferðum, veiði, golfi o.fl. verða gerð góð skil og til nánari glöggvunar verða birt ýmis upplýsingakort. Þá verður fjallað um undirbúning fyrir fríið, viðlegubúnað, útbúnað bílsins og húsbílsins. Til gagns og gamans verða birtar grilluppskriftir, krossgátur fyrir börn og fullorðna og þrautir fyrir þau yngstu. Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blahauka, er bent á at> tekih er vih auglýsingapöntunum til kl. 12.00 mánudaginn 10. júní. Anna Elínborg Gunnarsdóttir og Arnar Ottesen, sölufulltrúar í auglýsingadeild, veita allar nánari upplýsingar í síma 569 1171 eba meb símbréfi 569 1110. -kjarni málsins! „Efast um þörf á lækkun kvótans“ TILLÖGUR Hafrannsókna- stofnunar um 13% lækkun á heild- arafla af úthafsrækju, eða um 8.000 tonn, valda rækjuframleið- endum nokkrum áhyggjum. í fyrra var heimilaður afli 63.000 tonn. Endanleg ákvörðun sjávarútvegs- ráðherra um leyfilegan úthafs- rækjuafla á næsta fiskveiðiári er væntanleg í dag. Tryggvi Finns- son, fráfarandi formaður stjórnar Félags rækju- og hörpudiskfram- leiðenda, sagði á aðalfundi félags- ins. í gær, að innan félagsins væru uppi efasemdir um þörf á þessari lækkun, þótt flestir væru sammála um að rækjustofna yrði að nýta með eðlilegri gætni. Tryggvi sagði, að samkeppni milli rækjuverksmiðja hefði verið mikil undanfarin ár og myndi væntanlega harðna enn, ef kvótinn yrði lækkaður. Vertíðarbragur á rækjuveiðum? „Það er„ annað áhyggjuefni þessu tengt, sem nefnt hefur verið á fundum félagsins á árinu. Menn telja sig hafa tekið eftir vaxandi tilhneigingu til þess að rækjuveið- ar fái á sig aukinn vertíðarbrag. Sumir óttast að rækjuveiðar færist allar yfír á fyrstu fimm til átta mánuði hvers kvótaárs og sú hætta er auðvitað meiri eftir því sem heildarkvótinn minnkar. Á þann hátt má ef til vill ná fram einhverri hagræðingu í veið- um en á móti kemur óhagræði í vinnslunni. Þetta er eðlileg afleið- ing af því skipulagi að kvótar skuli alfarið bundnir við skip, en ítök vinnslunnar í kvótanum lítil. Ekki er hægt að komast hjá því að benda á þetta með vonum um að ráðamenn skoði sinn hug hvort þróunin sé sú, sem ætlað var,“ sagði Tryggvi. Niðurstaða Þjóðhags- stofnunar fjarri lagi Tryggvi ræddi einnig afkomu í rækjuvinnslunni og þróun á verði rækjuafurða: „Þjóðhagsstofnun gaf út niðurstöður um afkomu hinna ýmsu greina sjávarútvegsins í vetur. í þessari könnun var fjallað um rækjuveiðar og rækjuvinnslu í einu og var það niðurstaða Þjóð- hagsstofnunar sú, að þessar grein- ar væru reknar með 24% hagnaði í ár. Þessi athugun byggðist á upp- lýsingum úr skattframtölum ársins á undan og mati á aðstæðum, sem breytzt höfðu síðan þá. Rækjuvinnslan hefur vissulega fagnað breytingum til batnaðar í rekstrarumhvefí sínu. Því fer þó Qarri að rekstrarafkoma greinar- innar sé í nokkru samræmi við nið- urstöður Þjóðhagsstofnunar og full nauðsyn á að fara ofan í saumana á þeim vinnubrögðum, sem þar er beitt. Ekkert varð úr eigin könnun á afkomunni Félagið reyndi á árinú að efna til könnunar á afkomu rækju- • vinnslu hliðstæðri könnun, sem gerð var á árinu 1993, en þátttaka reyndist ekki nægileg ti! að hægt væri að fara af stað með hana. Það er miður að svo skyldi fara, en ástæður þess eru án efa að ætlazt var til talsverðrar vinnu af hálfu framleiðenda, sem þeim hefur ugglaust vaxið í augum. I þessu sambandi er þó vert að minna á að verðþróun skelflettrar rækju var með afbrigðum óhag- stæð allt frá árinu 1987 til ársins 1994. Ég hygg að það verði talið undrunarefni að rækjuvinnsla hafí ekki lagzt af í meiri mæli en raun varð á á þessu tímabili. Forráða- menn rækjuverksmiðja hafa með útsjónarsemi og dugnaði náð að aðíaga sig aðstæðum og eru nú að nýta sér bætt rekstrarskilyrði til þess að búa sig undir framtíð- ina,“ sagði Tryggvi Finnsson. Tryggvi gaf ekki kost á sér til endurkjörs í stjóm félagsins, þar sem hann er nú að hætta störfum hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Formaður í hans stað var kjörinn Lárus Ægir Guðmundsson frá Skagaströnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.