Morgunblaðið - 07.06.1996, Page 23

Morgunblaðið - 07.06.1996, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ1996 23 ERLENT Samkomulag um friðarviðræður á Norður -Irlandi Þátttaka Sinn Fein nær útilokuð London, Belfast. Reuter. BRETAR og írar tilkynntu í gær að samkomulag hefði náðst um fyr- irkomulag friðarviðræðna allra flokka á Norður-írlandi, sem hefj- ast eiga í Belfast á mánudag. Bandaríkjamaðurinn George Mitch- ell, fyrrverandi öldungardeildar- þingmaður, mun stýra viðræðunum. Sinn Fein, stjórnmálaarmur írska lýðveldishersins (IRA), fær ekki að taka þátt í viðræðunum, nema IRA fallist á vopnahlé að nýju en það var rofið í febrúar sl. Mitchell þykir góður sáttasemjari sem komi fram af hreinskilni og hafa kaþólikkar og mótmælendur að mestu lýst sig sátta við hann. Hins vegar brást Ian Paisiey, klerk- ur og leiðtogi hins lýðræðislega bandalags sambandssinna, hinn versti við skipan Mitchells og sagði hana „forkastanlega". Útilokaði hann ekki 'að flokkur sinn drægi sig út úr friðarviðræðunum. Þá lét einn þingmaður breska íhaldsflokksins, Terry Dicks, í ljós megna óánægju með afskipti út- lendings af breskum innanríkismál- um og tilkynnti Dicks John Major, forsætisráðherra Bretlands, að hann íhugaði að segja af sér vegna málsins. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein hefur krafist þess að flokkur sinn fái aðild að viðræðunum, segir þær ekki standa undir nafni ella. Lýsti IRA því yfir á miðvikudag að af- vopnun kæmi ekki greina fyrr en friðarsamkomulag lægi fyrir á Norður-írlandi. Deilt um fyrirkomulag viðræðna Bretar og Irar hafa ekki verið á eitt sáttir um það hvernig viðræðun- um verði háttað og hvernig taka eigi á deilunum um afvopnun. Sætt- ir um flest atriðin náðust hins veg- ar á fundi Sir Patrick Mayhew, Ir- landsmálaráðherra, og Dick Spring, utanríkisráðherra, á sunnudag. Í gær var tilkynnt að Micthell myndi stýra viðræðunum, auk þess sem hann mun fara fyrir nefnd sem fjallar um afvopnun stríðandi fylk- inga á Norður-Irlandi. Kanadamað- urinn John de Chastelain, hershöfð- ingi á eftirlaunum, stýrir viðræðum um tengsl Norður-írlands og ír- lands og Harri Holkeri, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, mun einnig fara fyrir umræðunefndum í viðræðunum. Meðal þess.sem rætt verður eru stjórnmálatengsl á milli flokka á Norður-írlandi, samskiptin á milli stjórnvalda í Dyflinni og London, svo og afvopnun og fjár- málahlið friðarsamninga. Yarað við afleiðmgum ofveiði í höfunum Genf. Reuter. ÞJÓÐUM heims stafar hætta af yfirvofandi hörmungum sem hlotist geta af ofveiði í höfunum, segir í skýrslu sem náttúruverndarsam- tökin World Wide Fund for Nature (WWF) sendu frá sér í gær. Hafi ofveiðin leitt til mikllar hnignunar fiskistofna og hætt sé við að þær deilur, sem risið hafa vegna fisk- veiða, geti orðið að alvarlegum átökum ríkja í milli. í skýrslu WWF segir að einungis beinskeyttar aðgerðir ríkisstjórna, sem ekki láti stjórnast af „gullæðis- hugarfari" iðnaðarins, geti komið á jafnvægi á ný, og tryggt framtíðar- störf fyrir þær milljónir manna, sem eigi hagsmuna að gæta. a AMMNN gröfur og beltavagnar BROT AF ÞVÍ BESTA... B08 smágrafa, 800 kg, m/stillanlegum undirvagni kr. 1.390.000 án vsk. B19-2 beltagrafa, 2010 kg, m/húsi, miðstöð og skóflu kr. 2.290.000 án vsk. C-10R-3 beltavagn, burðargeta 850 kg og hliðarsturtur kr. 890.000 án vsk. <m. fótóselIu) (Heildarverö) Núna er rétti tíminn til að huga að útilýsingu fyrir haustið og veturinn. Vertu í réttu Ijósi þegar sól lækkar á lofti. '•rir alla snjall Holtagörðum við Holtaveg Póstkröfusími 800 6850 Fæst í hvítu og svörtu. ** Fæst í hvítu, svörtu og grænu 10 ára ryðvarnarábyrgð á öllum stálljósum Afton Afton

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.