Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 2
2 E SUNNUDAGUR 9. JÚNl 1996 MORGUNBLAÐIÐ HÚSIÐ OG GARÐURINN Efnisyfirlit 4Ævintýragarður í Kópavogi SKryddjurta- og kálrækt 4 Nýjungar í * ^ sumarblómum + Eiturefni í ■ garðinn 4 /I Viðhald 1 ** húsa_________ 1 3 ' akur- eyrskum garði Umhirða trjáa 21 Fánadagar Ræktun er fyrir alla Dagstund með 24 grjótflutninga- manni 26 Sa9a w Alþingisgarðsins OO Pottarækt og kryddlist Skipulag w V leiksvæða Höfundar efnis f blað- inu: Aðalheiður Högna- dóttir á Hellu, Helga Kristín Einarsdóttir, Jón Sigurðsson á Blönduósi og Margrét Þóra Þórs- dóttir á Akureyri. Upp- lýsingar um meðferð á garðplöntum eru fengn- ar í óútkomnum bækl- ingi frá Gróðrarstöðinni Mörk. Verkfæri á bak- síðu voru fengin að láni hjá Gróðurvörum. Ljósmyndir: Árni Sæ- berg, Asdís Ásgeirs- dóttir, Áslaug Snorra- dóttir og Þorkell Þor- kelsson. Auk þess eru nokkrar myndir í blað- inu í einkaeign. Útlit: Magnús Axelsson. Forsíðumynd: Ásdís Ásgeirsdóttir. Ljósmynd á forsíðu: Oline Lefolii - Þjóð- minjasafn fsiands. Margir komnir með stofuna út ígarð AUÐUR Sveinsdótt- ir landslagsarki- tekt byrjaði að skipuleggja garða fyrir um aldarfjórðungi og segir að stundum fari um hana þegar hún sér byrjendaverk sín á bólakafi í gróðri. Auður segist líka efast um að íslendingar vilji yfirleitt hafa skóga; undrast fjölbreytileikann í görðum ná- ungans, lofar fjarveru sauð- kindarinnar úr þéttbýlinu og segir draumagarð landans ekki í samræmi við breiddargráðu. - Hvað er garður? „Gar.ður er svæði innan girð- ingar. Hann er reitur sem manneskjan helgar sér og leit- ar skjóls í; eða hlýju, hvíldar og fallegra hluta. Maðurinn ræktar garð, til að finna frið, birtu og fegurð. Garður merkir í raun afmörkun, og hefur þekkst sem slíkur frá því að maðurinn hóf fasta búsetu, markaði sér reit og setti upp girðingar til að halda dýrum frá. í fyrstu voru ræktaðar plöntur til nytja og síðar einnig til yndisauka. Garður er mjög gamalt orði í tungumálunum." - Hvað einkennir garð- menningu fyrri alda í Evrópu? „í görðunum eru ákveðnir grunnþættir sem endurtaka sig alls staðar en einnig má segja að þeir hafi mótast af stjórn- skipulagi hvers lands. í Frakk- landi voru stóru garðarnir á dögum Loðvíks XIV og XVI mið- aðir við þarfir hefðarfólksins; með breiðum stígum sem hægt var að keyra eftir í hest- vögnum, og hefðarfrúrnar gátu rölt eftir í krínólínunum. Þar voru, bekkir, tjarnir og gos- brunnar. í Englandi voru snyrtir garð- ar í kringum hallirnar, en þeir lögðu að öðru leyti áherslu á að náttúran væri látin óáreitt. Línur voru ‘bogadregnar, trén óklippt og grasflatir stórar með lækjum og vötnum. Áherslan var lögð á að nýta landareign- ina til útreiða og veiða. Fyrstu al- menriingsgarð- arnir koma raunar fram hjá AUÐUR Sveinsdóttir Morgunblaðið/Ásdís Grikkjum en síðan eru þeir eig- inlega óþekktir þar til Central Park garðurinn er búinn til í New York undir lok síðustu ald- ar, um 1880.“ - Hvenær fer að bera á skrautgörðum hjá almenningi á íslandi? „Nytjagarðar hafa þekkst um langan alduren skrautgarð- ar fara ekki að gera vart við sig fyrr en upp úr 1920-30 þeg- ar stærri hús fara að byggjast og lóðirnar stækka. í þessum görðum er mikið af trjám sem fara að falla þá og þegar og því þarf að meta mjög rækilega hvað á að gera við þá. Heilu hverfin bera keim af gróður- setningu og meðferð þessa tíma, til dæmis í Þingholtunum og sums staðar í Vesturbæn- um. Borgaryfirvöld þyrftu að leggja línurnar hvernig á að standa að varðveislu þeirra svo heildarsvipur hverfanna haldi sér." - Eru miklar tískusveiflur milli ára í vali á garðagróðri? „Já, og eitt af því sem við höfum vanrækt mjög er að planta trjátegundum sem verða mjög stórar svo afkom- endur okkar geta notið. í stað þess er plantað víðitegundum og öspum, sem þjóta upp eins og illgresi því við megum ekki véra að því að bíða.“ - Eru þeir sem til þín leita oft og tíðum í leit að einhvers konar skyndigarði? „Já, það gerir stressið. Auð- vitað er gott og bless- að að planta víðitegund- um til þess að búa til skjól en í litlum görðum passar sú teg- und ekki. Það getur líka verið hluti af skýringunni að við höf- um verið í mikilli tilraunastarf- semi til fjölda ára með garða- gróðurinn. Síðustu árin höfum við hins vegar öðlast talsverða reynslu í tegundavali. Við sjáum að gróðurinn stækkar, blómstrar, og vex okkur jafnvel yfir höfuð. Við höfum kannski plantað of þétt sums staðar eða vitlaust á sínum tíma en eigum enga afsökun lengur." - Hvernig eru garðar ólíkir eftir tímabilum? „Hús og garðar sem byggð voru frá 1955-65 eru miðuð við allt aðrar þarfir en eru nú. Inn- keyrslan var steyp't, stéttin lögð með þessum dæmigerðu, ferköntuðu 50x50 hellum, lim- gerði á lóðamörkum og eitt til tvö tré. Kannski voru nokkrar hellur lagðar til þéss að setja á tvo stóla og borð. Og lítill nytjagarður í einu horninu. Ég get nefnt sem dæmi garða í Bústaða-, Laugarneshverfi, Norðurmýrinni og Hlíðunum. Ef fólk vildi vera í garðinum á þessum tíma, var bara skellt út teppi þegar vel viðraði og skjólgirðingar þekktust ekki. Þessi hverfi hafa hins vegar mjög sterk einkenni, Norður- mýrin með sína steyptu veggi og skrautgirðingarnar í Lækjar- hverfi, sem mikilvægt er að halda í. í dag eru þarfirnar allt aðrar. Þekking og reynsla er meiri. Það er hægt að byggja skjól- veggi og sólpalla úr timbri og við þurfum að geta haft heilu sófasettin úti á palli fyrir stór matarboð. í sumum tilfellum er engu líkara en að búið sé að færa stofuna út í garð. Þá þurfum við rými fyrir heita pottinn, tvo til þrjá bíla, og leik- svæði inni á lóðinni sem engum datt í hug áður. Það var í mesta lagi einn sandkassi í garðinum. Þar að auki þarf garðurinn að vera viðhaldsfrír, því enginn hefur tíma, vegna vinnu, ferða í sumarbústaðinn eða erlendis. Þetta eru einkennin á nútíma- garði. Einnig er til mikið meira af steyptum einingum og alls kyns gróðri og sumir fara á hreint efnisfyllerí, blanda öllu saman og hugsar ekki um heildina. Það sem mér þykir Ííka slæmt er hvað lítið mið er tekið af teng- ingu húss og lóð- ar við hönnun. Það er sorglegt að hanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.