Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mikil eftirspurn er eftir lóðum á hafnarsvæðinu MIKIL aukning hefur verið á um- sóknum um lóðir á hafnarsvæði Reykjavíkurhafnar, einkum við Sundahöfn. Bæði er um að ræða fyrirtæki sem vilja bæta stöðu sína gagnvart flutningum og aðila á svæðinu sem vilja stækka við sig, svo sem olíufélögin, skipafélögin og fyrirtæki sem tengjast rekstri þeirra, að sögn Jóns Þorvaldsson- ar, forstöðumanns tæknideildar hjá hafnarstjóra. Lóðagjöld nokkur hundruð milljónir Reykjavíkurhöfn úthlutar lóðum á svonefndum lóðagjöldum sem er fermetragjald, og er það hið sama alls staðar á hafnarsvæðinu, alls rúmar 3.000 krónur á fermetra. „Lóðagjöid af þessu svæði nema nokkur hundruð milljónum króna, en kostnaðurinn við þróun landsins nemur svipaðri tölu. Það að taka land í notkun, ekki síst á hafnar- svæði þar sem talsvert er um fyll- ingar í sjó fram, kallar á gatna- gerð, byggingu holræsakerfa og annað slíkt sem er kostnaðarsamt. I raun er eingöngu verið að skapa þeim fyrirtækjum sem hér starfa aðstöðu og olnbogarými á heppi- legum lóðum til rekstrar," segir hann. Jón kveðst telja efnahagsbata í íslensku þjóðfélagi helstu ástæðu aukinnar eftirspurnar. „Margir aðilar, sem hafa verið að spá í framkvæmdir, þurfa að stækka aðstöðu sína og staðsetja sig á betri stöðum í borgarlandinu. Fjölda fyrirtækja er vegna starf- semi sinnar nauðsyn að vera nærri hafnarsvæðinu og sérstaklega flutningahöfninni í Sundahöfn, í stað þess að flytja vörur sínar lang- ar leiðir,“ segir hann. „En þótt heilmikil eftirspurn sé eftir lóðum, er ekki fullvíst að allar umsóknir standi þannig að til úthlutunar komi.“ Hægt að sinna flestum Hann kveðst telja sýnt að hægt verði að sinna flestum þeim sem sækja um og í lok júní og á næstu vikum þar á eftir verði teknar ákvarðanir um þorra úthlutana. „Þarna er aðallega um ýmis svæði í Sundarhöfn að ræða, en einnig um lóðir í Vesturhöfn. Við höfum þetta sem þróunarsvæði, sumt af þessu landi er til í dag en annað er fyllingar í sjó, þannig að talsvert verk er eftir við að búa þar í haginn fyrir frekari stækkun fyrirtækja og uppbyggingu," segir hann. Bowie til * Islands í dag BRESKA rokkstjarnan David Bowie kemur til landsins í dag ásamt fylgdarliði, alls 25 manns, og heldur hann tónleika í Laug- ardalshöll annað kvöld. Tónleik- arnir eru á Listahátíð í Reykja- vík en fyrirtækið Tin stendur að þeim. Bowie kemur hingað til lands frá Rússlandi þar sem hann lék í Moskvu og St. Pétursborg. Ragnheiður Hansson hjá Tin seg- ir að í samtali við Bowie á sunnu- dag frá Rússlandi, hafi hann bor- ið ástandinu þar illa söguna vegna kosninga til embættis for- seta landsins og lýst yfir mikilli tilhlökkun sinni yfir fyrirhugaðri Islandsferð. „Hann sagðist ekki geta beðið eftir því að koma til íslands," segir Ragnheiður en Bowie hefur ekki komið hingað til lands fyrr, fyrir utan stuttar viðdvalir vegna millilendinga. Fyrir skömmu var 500 miðum MIKIÐ var um að vera í Laugardalshöll í gær þegar uppsetning hófst á tækja- og sviðsbúnaði vegna tónleika Davids Bowie annað kvöld, en vegna þeirra eru sjö tonn af búnaði flutt hingað til lands. H^ssxá «.1 W*; 'lB 1 \ 1! á tónleikana bætt við þá 5.000 sem voru uppseldir, og um miðj- an dag í gær voru rétt rúmlega 100 miðar eftir af viðbótinni að sögn Ragnheiðar. Ljóst er því að uppselt verður á tónleikana. Vegna tónleikanna eru flutt inn sjö tonn af margvíslegum búnaði. í fylgdarliði Bowies má nefna auk hljóðfæraleikara, líf- vörð hans, öryggissljóra tónleik- anna, einkaritara ofl. Bowie heldur af landi brott á föstudag. Vegna tónleikanna kemur hingað til lands tökulið MTV- sjónvarpsstöðvarinnar sem hýggst gera þátt um dvöl Bowies á íslandi. Borað eftir gulli við Hafravatn BORUN eftir gulli á jörðum Þor- móðsdals og Búrfells í nágrenni Hafravatns hefst í dag á vegum fyrirtækisins Melmis hf. en Jarðbor- anir hf. munu annast borunina. MEÐ blaðinu í dag fylgir fjög- urra síðna auglýsingablað frá BYKO. Gull hefur fundist í kulnuðum jarð- hitaæðum á þessum stöðum og verða á næstunni boraðar 5-10 100-150 metra djúpar holur. Að sögn Guðmundar Ómars Friðleifs- sonar jarðfræðings ættu niðurstöð- ur borananna að liggja fyrir í lok ársins. Eigendur Melmis eru Málmís hf., sem er í eigu Kísiliðjunnar og Iðn- tæknistofnunar, og erlendir hlut- hafar frá Kanada, Ástralíu og Sví- þjóð. Leit að gulli hófst á vegum Orkustofnunar, Kísiliðjunnar og Iðntæknistofnunar 1989-1990 á svæðinu frá Borgarfirði og austur um land að Eyjafirði og stóð leitin í þrjú ár. Síðan hafa verið unnar skýrslur um niðurstöðurnar og leit- að samvinnu við erlenda aðila um fjármögnun frekari rannsókna sem nú eru að hefjast. Grafið var eftir gulli í landi Þor- móðsdals og Búrfells á árunum 1911-13 og 1923-25 og stóð Einar Benediktsson skáld að þremur fé- lögum sem unnu að gulíleitinni, en niðurstöður hennar lágu aldrei end- anlega fyrir. Andlát ENGELLUND ENGEL LUND söng- kona lést í Landspítal- anum laugardaginn 15. júní síðastliðinn, á 96. aldursári. Hún var af dönskurn ættum en fæddist á Islandi 14. júlí árið 1900 og ólst hér upp til ellefu ára aldurs. Foreldrar hennar voru Michael Lars Lund, lyfsali í Reykjavíkurapóteki, og lcona hans, Emilie Marie Magdalene Hansen. Engel Lund var oft nefnd Gagga. Hún lauk stúdents- prófl I Kaupmannahöfn árið 1919 og lagði síðan stund á söngnám í Kaupmannahöfn, París og Þýska- landi. Frá árinu 1933 var hún á nær stanslausum tónleikaferðalög- um, en hún settist að í London í síðari heimsstyijöldinni og starfaði lengi þar. Hún var þekkt sem þjóð- lagasöngkona víða um heim og hafði það fyrir sið að ljúka öllum tónleikum sínum á íslensku þjóðlagi og oftast varð lagið Litlu börnin leika sér fyrir vaiinu. Engel fluttist aftur til íslands þegar hún hætti að syngja opin- berlega árið 1960. Hún var lengi kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og kenndi nemendum sínum heimavið framundir nírætt. Árið 1960 gaf hún út plötu og bók um íslensk þjóðlög og skýringar við þau. Einnig má nefna að Sigurður Nordal skrif- aði um hana þekkta grein sem hann kallaði Litla stúlkan í apótekinu í sam- bandi_ við fyrstu tónleikaferð henn- ar á íslandi, en greinin birtist upp- haflega í Ungu íslandi árið 1947 og síðan í Félagsbréfum Almenna bókafélagsins 1961. Engel Lund var sæmd riddara- krossi hinnar íslensku fálkaoi'ðu m.a. fyrir kennslustörf og þátt sinn í að kynna íslensk þjóðlög á er- lendri grund. Engel var ógift og barnlaus en hún átti marga vini og velunnara á íslandi. Áætlunar- flug hafið til Berlínar FLUGLEIÐIR hófu áætlunar- flug til Berlínar í gær, þriðju- dag, og verður flogið einu sinni í viku fram til 10. september. Flugleiðir hafa samvinnu við þýska flugfélagið LTU á þess- ari leið og flogið er á flugnúm- erum beggja félaga. Þota, sem Flugleiðir nota til Berlínarflugsins, er af gerðinni Boeing 737-400 og tekur 153 farþega. Flugtími frá Kefiavík til Berlínar er um þijár klukku- stundir og 15 mínútur. Halldór Blöndal samgönguráðherra opnaði flugleiðina formlega á Schönefeld-flugvelli í gær. Að sögn Margrétar Hauks- dóttur hjá upplýsingadeild Flugleiða eru bókanir góðar og eru þær langflestar frá Þýska- landi, sem er einn mikilvægasti markaður Flugleiða fyrir ferða- menn til íslands. Flugleiðir fljúga nú áætlun- arflug til fimm borga í Þýska- landi. Reykjanesbraut Lýsing fyrir árslok VEGAGERÐIN hefur óskað eftir tiiboðum í lögn strengja og skurðgröft á Reykjanesbraut milli Kapelluhrauns og Leifs- stöðvar. Fyrsta útboðið verður opnað 1. júlí. Áætlað er að verk- inu verði að fullu lokið l. gept- ember, en þá tekur viðmppsetri- ing ljósastaura. Jónas Snæbjörnsson, for- stöðumaður Reykjanesumdæm- is Vegagerðarinnar, segir að fjárveiting til lýsingar á Reykja- nesbrautinni sé 130 milljónir. Stefnt sé að því að verkinu verði að fullu lokið 1. desember. Auk fyrrnefnds útboðs verða tvö önnur á vegum Vegagerðar- innar vegna þessa verks. Annars vegar er útboð á efniskaupum, ljósastaurum og lömpum, á Evr- ópumarkaði og hins vegar útboð á uppsetningu ljósastauranna. Sprengdu kínverja í flösku TVEIR piltar á 18. ári voru handteknir á Selfossi í fyrra- kvöld fyrir að sprengja heima- tilbúna sprengju í íbúðarhverfi. Rúða brotnaði I húsi en engum varð meint af. Að sögn lögreglu hefði sprengjan þó hæglega getað valdið skaða á fólki. Piltarnir sprengdu fyrst tvo kínveija, að öllum líkindum úr flugeldum, í nágrenni við Ölfus- árbrú. Þeir settu svo kínveija í glerflösku og sprengdu hana á bak við Fossnesti. Aðra slíka sprengju sprengdu þeir síðan inni í íbúðarhverfi í nágrenni Fossnestis. Glerbrot úr flösk- unni þeyttist í glugga nærliggj- andi húss og braut rúðu. Mikið slasaðir eftir árekstur IVEIR ungir piltar slösuðust alvarlega þegar bifhjól sem þeir tvímenntu á ók í veg fyrir fólks- bifreið á mótum Vulhúsabraut- ar og Hæðarbrautar um klukk- an 19 í gær. Annar piltanna, sem eru bræður, brotnaði illa á fæti en hinn slasaðist m.a. á baki. Báð- ir gengust undir aðgerð í gær- kvöldi á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.