Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIDVIKUDAGUR 19. JÚNÍ199G 39 AÐSENDAR GREINAR • FORSETAKJÖR Olafur Ragnar segir ósatt ÓLAFUR Ragnar Grímsson hefur að und- anförnu alloft verið krafinn svara um trú- arsannfæringu sína og skyldi engan undra. Ekki svo að skilja að undirritaður telji máli skipta hverrar trúar Ól- afur Ragnar er, en það hljóta þó aliir að vera sammála um að tölu- verðu skiptir hvort frambjóðandi til forseta segir satt eða hvort hann fer með ósannindi til að auka líkur sínar á að ná kjöri. Því miður er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en einmitt þeirri að Ólafur Ragnar hafi brugðið á síð- amefnda ráðið þegar hann hefur ver- ið spurður út í trú sína. í þættinum Þriðja manninum á Rás 2 fimmtánda október síðast liðinn var Ólafur spurður hvort hann væri enn þeirrar skoðunar sem fram hafí kom- ið í viðtali í Helgarpóstinum fyrir fimmtán áram að hann væri „nokkuð sannfærður um að guð væri ekki ti!“. í þættinum staðfesti Ólafur þessa skoðun sína og sagði það eitt hafa breyst síðan þá, að hann hafi í gegn- um ferðalög sín til útlanda lært að bera virðingu fyrir trúarbrögðum, lífssýn, siðum og menningu sem þeim eru tengd. Hann sagði jafnframt að „voðalega erfítt“ væri að sannfæra sig um að einn af þeim guðum sem trúað er á, það er sá sem ríki í kirkj- unum hér heima, sé hinn eini rétti. Aðspurður hvað hann trúi á, sagðist hann eiginlega ekki vita það, en hann héldi að hann tryði „svona einna helst á manninn". En þrátt fyrir þessa skoðun sem hann lét í ljós bæði síðast liðið haust og fyrir fímmtán árum segir hann í þætti á Stöð 2 hinn ellefta þessa mánaðar, að- spurður um það hvort hann trúi á guð: „Auð- vitað er ég kristinn mað- ur eins og þorri þjóðar- innar og hef verið í þjóð- kirkjunni, skírður og fermdur og trúi á þann guð sem að sérstaklega amma mín kenndi mér að trúa á.“ Hann fer mörgum orðum um mikla trúarlega reynslu sína í æsku og þeir sem á þetta svar hans hlýða geta ekki verið í nokkrum vafa um að hann vill með því taka af allan vafa um að hann sé og hafi alla tíð verið afar trúaður maður. Bæði svör Ólafs á Rás 2 og Stöð 2 eru afskaplega skýr og verða ekki misskilin. Gallinn er hins vegar sá, að þau eru algerlega ósamrýmanleg, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. í október 1995 trúði Óiafur Ragnar ekki á guð og hafði að minnsta kosti ekki gert í fímmtán ár. í júni 1996 er Olafur ákaflega trúaður maður og leggur mikla áherslu á sina „persónulegu og nánu trúarlegu reynslu" í æsku. Hafi Ólaf- ur Ragnar ekki frelsast um áramótin fer hann að minnsta kosti í öðru við- talinu með hrein ósannindi. Þetta er dapurleg en einföld og óhrekjanleg staðreynd. Höfundur er háskólanemi. Haraldur Johannessen Að gera sér mat úr að nudda sér utan í Krist „EF ALLT þetta fólk fær í gullsölum himn- anna gist sem gerir sér mat úr að nudda sér utan í Krist, þá hlýtur sú spuming að vakna hvort mikils sé misst ef maður að síðustu lendir í annarri vist“. - Jón Helgason. Hinir ólíklegustu einstaklingar eiga það til að vilja sýnast að- hyllast kristin trúar- brögð og trúa á Guð, „nudda sér utan í Krist“. Nú hefur það gerst þessa vordaga, að einn frambjóðand- inn til forsetaembættisins, sem hingað til hefur að eigin sögn trúað á „manninn“ og aðhyllst kenningar sem teljast vart til kenninga kristn- innar, lýsir því yfír að hann sé í þjóðkirkjunni og hafí að þvi er virð- ist gengið til altaris og þegið önnur sakramenti kristinnar kirkju. Aftur á móti virðist hann eiga fremur erfítt með að svara spurningunni, hvort hann trúi á Guð, og leitast við, í stað beins svars, að drepa öllu á dreif með orðhengilshætti og áferðarfallegum útúrsnúningum. En hann er í þjóðkirkjunni og neyt- ir sakramentanna við Drottins borð. Þessi tregða og flótti frá afdrátt- arlausu svari við spurningunni eru einkennileg. Sem kunnur að því að geta auðveldlega hagrætt sannleikanum að hentisemi hvetju sinni mætti ætla að hann ætti auðvelt með að taka af skarið og lýsa því yfir klárt og kvitt að hann hefði tumast til trúar á Guð og þar með „frelsast“. En hann veigrar sér við því. Astæðurnar eru sjálfsagt marg- víslegar, þar á meðal sú, að ef hann tæki af skarið og teldi sig „frelsaðan" myndu væntanlegir kjósendur hans, líklega gjörvallur stuðningsmannahópur Alþýðu- bandalagsins, taka að ókyrrast og hvað þá þeir innan þess hóps, sem skilja og aðhyilast þá kenningu marxista að trúarbrögðin og þar með fyrst og fremst kristnin sé steinlím hins kapítalíska þjóðfélags og þær kenningar beri að rústa sem grundvelli „borgaralegs réttarrík- Siglaugur Brynleifsson Sumarnámskeið í glerlist Jónas Bragi, glerlistainaður heldur námskeið, annars vegar í steindu gleri og hins vegar í glerbræðslu. Nánari upplýsingar í símum 562 1924 og 554 6001. is“. En frambjóðandinn veit einnig að kristindómurinn er, ef svo má segja, inngróinn íslensku þjóðarþeli - auðvitað að undanskildum kommúnistum - og því verður að fara varlega í kosningabaráttunni, ■ þ.e. að særa ekki þá kristnu kennd meginþorra þjóðarinnar. Hann veit . einnig að sýndarkristni alþýðu- bandalagsmanna er fals eitt og sýndarmennska sem flestir lands- menn hafa skömm á. Því verður frambjóðandinn að leika tveim skjöldum, vera í senn sýndarkrist- inn og aðhyllast „vísindalegan sós- íalisma" og almenna félagshyggju. Þessvegna eru öll svör hans með ótal fyrirvörum til inntaks krist- innar trúar, trúarinnar á Guð. Eftir stendur að frambjóðandinn -> til forseta íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gerir nú tilraun til þess að „gera sér mat úr að nudda sér utan í Krist“, og afla sér með því þeirra atkvæða sem hann telur sér nægja, ekki til þess að gista himna- sali, heldur til þess að fá að gista í sölum Bessastaða. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON. Höfundur er rithöfundur. Mikiá úrvd of fallegum rúmfatnaái SkóUvöröustlg 21 Simi 551 4050 Reykiavik. I Til eigenda spariskírteina sem koma til innlausnar 1. júlí og 10. júlí 1996 Móttaka spariskírteina er hafin hjá Landsbréfum og umboðsmönnum í öllum útibúum Landsbanka Lslands Tryggið ykkur bestu kjörin tímalega! «* , LANDSBREF HF. Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. SUÐURLAN , 108 REYKJAVIK, SIMI 588 9200, BREFASIMI 588 8598 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.