Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FORSETAKJÖR ’96 1. Hvern af eftirtöldum frambjóðendum vildir þú helst fá sem næsta forseta íslands? 2. Þau sem sögðu „veit ekki“ voru spurð áfram: En hvern telurðu líklegast að þú munir styðja? +/— 4,2% 43,9% +/-3,6% 40,4%) Ólafur Ragnar Grímsson Þau sem tóku afstöðu 1. spurning 1. og 2. spurning +/- 3,8% +/- 3,3% 30. maí-5. júní 14.-17. júní 69,7% 64,1% 83,6% 84,8% Pétur Kr. Guðrún Guðrún Hafstein Agnarsdóttir Pétursdóttir Astþór Magnússon Óráðnir, skila auðu, kjósa ekki, neita að svara 35,9% Fylgi einstakra frambjóðenda skipt eftir kyni og aldri Niðurstöður úr 1. og 2. spurningu Guðrún Guðrún Ólafur Ragnar Grímsson Pétur Kr. Hafstein Agnarsdóttir Pétursdóttir Karlar liteiSagl^ÍÍ^^^ 49,4% Mj - jj 30,1% Konur 60-75 ára 45-59 ára 35-44 ára 25-34 ára 18-24 ára Ástþór Magnússon 6,9% 1 2,2% Guðrún Agnarsdóttir, Pétur og Ástþór bæta við sig fylgi Guðrún Agnarsdóttir bætir mest við sig Forskot Ólafs Ragnars Grímssonar hefur heldur minnkað samkvæmt nýrri skoðana- könnun Félagsvísindastofnunar á fylgí forsetaframbjóðenda. Hann er þó enn efstur með 40,4% fylgi. Guðrún Agnarsdóttir bæt- ir við sig mestu fylgi, eða 3 prósentustigum. Pétur Kr. Hafstein bætir við sig 1,2 prósentustigum. Egill Olafsson kynnti sér skoðankönnunina. GUÐRÚN Agnarsdóttir bætir mestu fylgi við sig í nýrri skoðana- könnun sem Félagsvísindastofnun Háskólans hefur gert fyrir Morg- unblaðið um fylgi forsetafram- bjóðenda. Pétur Kr. Hafstein og Astþór Magnússon bæta einnig við sig, en fylgi Ólafs Ragnars Grímssonar og Guðrúnar Péturs- dóttur minnkar hins vegar frá síð- ustu könnun. Ólafur Ragnar nýtur áfram mests fylgis, eða 40,4% þeirra sem afstöðu tóku. Skoðanakönnunin var gerð dag- ana 14.-17. júní. Stuðst var við slembiúrtak úr þjóðskrá sem náði til 1.200 manna á aldrinum 18-75 ára af öllu landinu. Viðtölin voru tekin í síma. Alls fengust svör frá 854, en það er 71,2% svarhlutfall. Néttósvörun, þ.e. þegar frá upp- haflegu úrtaki hafa verið dregnir þeir sem eru nýlega látnir, erlend- ir ríkisborgarar og fólk sem er búsett erlendis, er 72,9%. Tvær spurningar voru lagðar fyrir svarendur. Fyrst var spurt: Hvern af eftirtöldum frambjóð- endum hyggst þú kjósa í forseta- kosningum í júní næstkomandi? Þeir sem sögðu „veit ekki“ við þessari spurningu voru spurðir áfram: En hvern telurðu líklegast að þú munir kjósa? Sem svar við fyrri spurningunni sögðust 28,1% ætla að kjósa Ólaf Ragnar, 19% Pétur, 10,3% Guð- rúnu Agnarsdóttur, 3,6% Guðrúnu Pétursdóttur og 3% Ástþór Magn- ússon. 32,7% svöruðu „veit ekki“ og 3,2% ætluðu ekki að kjósa, skila auðu eða neituðu að svara. Þegar svör við fyrstu og ann- arri spurningu eru lögð saman fær Ólafur Ragnar 34,3%, Pétur 25,2%, Guðrún Agnarsdóttir 14,4%, Guðrún Pétursdóttir 7% og Ástþór 4%. Óákveðnir eru 10,9%. Ef eingöngu eru teknir þeir sem taka afstöðu fær Ólafur Ragnar 40,4%, Pétur 29,7%, Guðrún Agn- arsdóttir 17%, Guðrún Pétursdótt- ir 8,3% og Ástþór 4,7%. Athyglisvert er að þeir sem svara „veit ekki“ við fyrri spurn- ingunni eru heldur fleiri en í síð- ustu könnun sem gerð var um síð- ustu mánaðamót. Þá var þetta hlutfall 26,7%, en 32,7% nú. Óákveðnir eftir seinni spurning- una voru 11,8% síðast, en 10,9% nú. Kjósendur misánægðir með valið Kjósendur voru spurðir hvort sá eða sú sem þeir nefndu væri sá frambjóðandi sem þeir vildu helst sjá sem næsta forseta. 87,7% svöruðu spurningunni játandi, en 12,3% neitandi og þar af nefndu 2,9% einhvern annan. Stuðnings- menn Ólafs Ragnars og Guðrúnar Agnarsdóttur virðast nokkuð ánægðir með sitt val, því 91,7% stuðningsmanna Guðrúnar Agn- arsdóttur svara spurningunni ját- andi og 91,3% stuðningsmanna Ólafs Ragnars. 88% stuðnings- manna Guðrúnar Pétursdóttur svaraði þessari spurningu játandi, 85,4% stuðningsmanna Péturs og 83,9% stuðningsmanna Ástþórs. Dregur úr fylgi Olafs Ragnars meðal kvenna Karlar eru meirihluti stuðnings- manna Ólafs Ragnars og Ástþórs, en konur styðja frekar Guðrúnu Agnarsdóttur og Guðrúnu Péturs- dóttur. Pétur mælist hins vegar með jafnt fylgi frá báðum kynjum. Athyglisvert er að sú fylgisminnk- un, sem mælist hjá Ólafi Ragnari, kemur öll fram meðal kvenna og fylgisaukning Guðrúnar Agnars- dóttur kemur öll fram meðal kvenna. 25,3% kvenna segist ætla að kjósa hana, en aðeins 7,8% karla. Breyting á fylgi frambjóðenda til embættis forseta íslands á milli skoðanakannana 30. maí-5. júní 14.-17. júní 40,4% 29,7% Niðurstöður úr 1. og 2. spurningu Ólafur Ragnar Grímsson Pétur Kr. Hafstein Guðrún Agnarsdóttir Guðrún Pétursdóttir Ástþór Magnússon Hvaða frambjóðanda hyggjast menn kjósa sem næsta forseta íslands?, greint eftir því hvað menn kusu í síðustu Alþingiskosningum I I Ástþór Magnússon I Guðrún Agnarsdóttir |MH Guðrún Pétursdóttir 3) Ólafur Ragnar Grímsson II Pétur Kr. Hafstein Höfðu ekki kosningarétt, neita/muna ekki, kusu ekki 38,9% Kusu Alþýðuflokk Kusu Sjáifstæðisklokk Kusu Kvennalista Lítill munur á Ólafi og Pétri í Reykjavík Ólafur Ragnar mælist með mest fylgi í öllum landshlutum, en fylgi hans er greinilega minna í Reykja- vík og á Reykjanesi en á lands- byggðinni, þar Sem það er 52,3%, sem er meira en í síðustu könnun. Fylgistap Ólafs Ragnars kemur nær allt fram á Reykjanesi, þar sem það fer úr 50,4% niður í 40,6%. Fylgi Ólafs Ragnars er innan við prósenti meira en fylgi Péturs í Reykjavík. Líkt og í síðustu könnun mælist fylgi Ólafs Ragnars meira meðal eldri kjósenda en þeirra sem yngri eru. Fylgi annarra frambjóðenda er nokkuð jafnt í öllum aldurshóp- um, en Ástþór og Guðrún Péturs- dóttir fá þó áberandi meira fylgi úr yngsta aldurshópnum. Könnun Félagsvísindastofnunar staðfestir niðurstöðu fyrri könnun- ar, að Ólafur Ragnar nýtur meira fylgis meðal þeirra sem hafa litla menntun en þeirra sem hafa lokið stúdents- eða háskólaprófi. Pétur nýtur hins vegar heldur meira fylgis meðal menntamanna en meðal hinna sem litla menntun hafa. Munurinn er þó ekki áber- andi. Fylgi Guðrúnar Agnarsdótt- ur er hins vegar greinilega mun meira meðal menntamanna en meðal þeirra sem litla menntun hafa. Pólitík ræður nokkru um valið Líkt og í síðustu könnun nýtur Ólafur Ragnar mests fylgis meðal stærstu kjósendahópanna, af- greiðslufólks og verkafólks. Fylgi Péturs er nokkuð jafnt í öllum starfsstéttum og jafnara en í síð- ustu könnun. Bæði Pétur og Guð- rún Agnarsdóttir njóta meira fylg- is meðal sérfræðinga en Ólafur Ragnar. Pólitísk afstaða manna skiptir greinilega talsverðu máli þegar kjósendur taka afstöðu til fram- bjóðenda. 60-70% þeirra sem kusu Framsóknarflokk, Alþýðubanda- lag og Þjóðvaka í síðustu kosning- um ætla að kjósa Ólaf Ragnar. Hann fær 41,8% fylgi frá alþýðu- flokksmönnum og 23,6% frá sjálf- stæðismönnum. 56,3% af þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í síð- ustu kosningum ætla að kjósa Pétur, sem er nokkuð hærra hlut- fall en í síðustu könnun. Honum hefur hins vegar ekki tekist að auka stuðning við sig meðal stuðn- ingsmanna annarra flokka að öðru leyti en því að stuðningur við hann meðal alþýðuflokksmanna hefur aukist um 2,5%. Þriðjungur stuðn- ingsmanna Kvennalistans lýsti stuðningi við Guðrúnu Pétursdótt- ur í síðustu könnun, en nú mælist fylgi hennar meðal kjósenda Kvennalistans aðeins 7,1%- 50% stuðningsmanna Kvennalistans ætla að kjósa Guðrúnu Agnars- dóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.