Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ1996 63 TRUFLUÐ TILVERA I HÆPNASTA SVAÐI LESLBE NIELSEN Fulltaf kvenfólki. Fullt af átökum. Úrlitið af skynsemi, THX DIGITAL ísl. tal. Enskttal. S4MBIO S4MBÍO Grínsprengja ársins er komin. Leslie Nielsen (Naked Gun) er njósnarinn Steele, Dick Steele og nú geta illmennin farið að pakka saman. Aðalhlutverk: Leslie Nielsen, Andie Griffith, Nicolette Sheridan og Charles During. ANTONIO Banderas og Melanie Griffith í hlutverkum sínum. Stjörnubíó sýnir myndina Einum of mikið Aginn úr klassíkinni er ómetanlegnr Morgunblaðið/Golli ROBERT Wells við píanóið á Hótel íslandi um helgina. STJÖRNUBÍÓ hefur hafíð sýningar á rómantísku gamanmyndinni Einum °f mikið eða „Two Much“ með An- tonio Banderas í aðalhlutverki. Auk þess leika með honum Melanie Grif- fith, Daryl Hannah, Danny Aiello, Joan Cusack og Eli Wallach. Leik- stjóri er Fernando Trueba. Antonio Banderas leikur fyrrver- andi listamann (Art Dodge) sem gafst upp á listmálun en sneri sér bess í stað að rekstri litagallerís í suðrænni Miami. Reksturinn gengur UPP og ofan. Art Dodge er svika- hrappur hinn mesti því eina leiðina sem hann finnur til að hafa ofan í s'g og á er að afhenda ekkjum auð- manna stöðluð málverk og svimandi háa reikninga. Ekkjurnar borga feikningana fúslega þar sem þær trúa því ekki að svona skjallandi ungur og myndarlegur maður eins °g Art Dodge sé eins lúalegur og hann í rauninni er. Art Dodge þarf líka að hugsa um Gloríu (Joan Cusack) en hún leikur hinn skilningsríka ritara sem vinnur hjá honum. En hún hefur ekki feng- ið útborgað í nokkurn tíma. Einn daginn verður heppnin með Art Dodge svo um munar. Bettý Kerner (Griffith) sér ekki sólina fyrir Art Dodge, hún verður yfir sig hrifin af hinum suðræna sjarmör. Og það sem meira er Bettý er milljónamæringur sem býr í eðalvillu á besta stað í Miami. Art Dodge er þar með borgið - ijárhagsáhyggjur ef til vill fyrir bí eða hvað? Bettý er nýskilin við mafíuforingjann Gene Paletto (Ai- ello) sem lítur hinn nýja vonbiðil hornauga. Bettý er búin að ákveða gifting- ardaginn en það renna á Art Dodge tvær grímur þegar hann hittir systur Bettýar, Lis Kerner (Hannah) sem er forkunnarfögur og vel menntuð. En Art er reynsluríkur svikahrappur, hann býr bara til nýja persónu, Bart Dodge, sem á að vera tvíburabróðir Arts. Með þessu móti slær hann tvær flugur í einu höggi. SKEMMTANIR Ilötcl ísland ROBERT WELLS Tónleikar sænska píanóleikarans Roberts Wells ásamt h(jómsveit á Hótel íslandi föstudagskvöld 14. júni. PÍANÓLEIKARINN Robert Wells gerir Beethoven og Billy Joel jafnhátt undir höfði og spilar að auki sínar eigin lagasmíðar. Á tónleikum á Hótel Islandi um síð- ustu helgi fóru áheyrendur á tíma- flakk um tónlistaheiminn með Wells og meðleikurum hans. Wells stundaði hefðbundið píanónám og lauk einleikaraprófi frá sænsku tónlistarakademíunni með hæstu einkunn. Að eigin sögn hafði hann þörf fyrir að færa út kvíarnar og sinna tónlistinni á breiðari grundvelli, en í því tilliti skírskotar hann til gömlu meistar- anna, sern lögðu mikið upp úr spuna. „Ég vildi varpa af mér ailri forskrift sem manni er eðlilega innrætt í tónlistarnámi, en ég er alæta á tónlist og vildi ekki láta binda mig við eitthvert eitt svið tónlistar," segir Robert. Nú um stundir er ríflega helmingur af efn- isskrá Roberts hans eigin lög en jafnframt er markmið hans að brúa bilið milli nútímans og fortíðar. „Ég lít ekki á mig sem neinn merk- isboðbera, en þegar ég finn fyrir þakklæti meðal áhorfenda fyrir viðleitni mína að miðla tónlist t.d. Chopins og Beethovens samofna kröftugu rokki eða djassi, þá unni ég mér ekki hvíldar,“ segir hann. Robert gaf blaðamönnum dæmi um meðferð sína fyrir tónleikana, settist við píanóið og lék Mínútu- valsinn eftir Chopin í sinni upp- runalegu mynd og vatt sér síðan út í rífandi raggie. „Klassískt tónlistarnám innrætir manni aga sem er ómetanlegur og hefur líklega átt sinn þátt á að halda mér frá spillandi líferni sem oft fylgir bransanum. Ég einbeiti mér alfarið að tónlistinni sjálfri og skeyti lítt um ímyndir,“ segir Rob- ert. Robert æfir sig stöðugt á píanó- ið, en jafnframt hefur hann ýmis- konar tölvur sér til aðstoðar. „Mér gengur samt betur að semja lög innan um fólk, þótt tölvurnar séu ágætartil síns brúks.“ Á tónleikum hefur Robert gjarnan sinfóníundir- leik af bandi en auk þess að leika með sinni eigin tveggja manna hljómsveit hefur hann leikið píanó- konserta með sinfóníuhljómsveit- um t.d. þriðja píanókonsert Beet- hovens og a-moll konsertinn fræga eftir Grieg. Á tónleikunum á Hótel íslandi sveif andi tortryggni yfir vötnum fyrsta hálftímann. Áheyrendur vissu ekki svo gjörla hvernig ætti að meðhöndla Robert. Fagmannleg framkoma Roberts og ósvikin píanósnilli hans átti hinsvegar greiða leið að hjörtum áheyrenda, en upphaf tónleikanna var ekki síst merkilegt fyrir þá sök að hér var algerlega óþekktur tónlistar- maður, sem átti hvorki athvarf í nafni sínu né persónu, að sanna sig. Og það tókst svo um munaði. Vonandi heimsækir þessi geðþekki og fingrafimi píanisti íslendinga aftur að ári. Örlygur Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.