Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ IVIINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ1996 49 KRISTRUN JÓHANNSDÓTTIR + Kristrún Jó- hannsdóttir fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1927. Hún lést á Landspít- alanum 10. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Stein- dóra Camilla Guð- mundsdóttir frá Sólheimum í Hruna- mannahreppi og Jó- hann Guðmundsson frá Dalbæ í sömu sveit. Börn þeirra voru, auk Kristrún- ar: Gyða, Guðmund- ur og Hörður og er Gyða nú ein á lifi. Þá ólu þau upp fóstur- dóttur, Önnu Sigurðardóttur. Hinn 8. febrúar 1947 giftist Kristrún Halldóri V. Sigurðs- syni frá Akranesi, fyrrv. ríkis- endurskoðanda, f. 13.7. 1924, d. 27.10. 1993. Foreldrar hans voru Valgerður G. Halldórs- dóttir og Sigurður Símonarson. Börn þeirra voru: 1) Sigi’ún Hin langa þraut er liðin, nú ioksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Camilla, f. 10.6. 1947, búsett á ísafirði, sambýlis- maður Heiðar Guð- mundsson, hún á þijú börn. 2) Jó- hann, f. 15.4. 1951, búsettur í Hafnar- firði, maki Guðrún Siguróladóttir og eiga þau þijú börn. 3) Halldór, f. 18.12. 1952, búsettur í Hafnarfirði, sam- býliskona Margrét Sigurðardóttir og á hann eina dóttur. 4) Sigurður Valur, f. 3.2. 1954, d. 26.4.1994. 5) Valgerður Guð- rún, f. 14.10. 1965, búsett í Reykjavík. Kristrún lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla íslands 1945 en starfaði alltaf sem hús- móðir. Útför Kristrúnar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Amma er farin eftir erfið veikindi. Fyrst þegar ég man eftir mér, átti amma heima í Sólheimunum með afa, Sigga frænda og Völu frænku. Þar var alltaf gaman og oft mikið af fólki. Haustið 1992 fluttu amma, afi °g Siggi út til Brussel og ég var svo heppin að fá að heimsækja þau þangað. Þau ætluðu að vera þar í fjögur ár, en amma og Siggi fluttu heim og í Espigerðið þegar afi dó. Amma var sterk baráttukona fram til síðasta dags, þrátt fyrir að missa bæði afa og Sigga með hálfs árs millibili. í tíu ár hafði amma þurft að fara í nýrnavél, en reyndi samt alltaf að vera kát og glöð og hugsa vel um okkur börnin sín. Síð- ast sá ég ömmu daginn áður en hún dó og við kvöddumst með bros á vör. Elsku Sigrún, Jóhann, Vala og pabbi. Megi guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Það er komið að kveðjustund og ég ætla að enda þessi orð svona: Elsku amma mín. Takk fyrir allar stundirnar okkar saman. Eg bið að heilsa afa og Sigga. Þín sonardóttir, Þorgerður María. Vinátta, dýrmæt sem gull. Þú átt hana og gefur í senn. Vinátta, einstök sem demantur, endist um aldur og ævi. Vinirnir hverfa, en vináttan deyr ekki, hún lifir áfram í perlum minn- inganna sem við eigum um vinkonu okkar Kristrúnu Jóhannsdóttur, sem við kveðjum í dag með söknuði. Langt er síðan við kynntumst þeim hjónum Halldóri og Dúnu, er þeir unnu saman Bergur og Halldór og þau nýflutt aftur til Reykjavíkur frá Akranesi, þar sem þau höfðu búið fyrstu hjúskaparár sín. Við höfum átt ótal ánægjulegar samverustundir á heimilum hvors annars. Á öllum hátíðarstundum innan fjölskyldunn- ar var sjálfsagt að þau væru með okkur, enda minnast börnin okkar þeirra sem okkar bestu heimilisvina. Eins áttum við ótal hátíðarstundir á þeirra heimili, sem eru okkur ógleymanlegar. Kristrún var fædd í Reykjavík og ólst þar upp í faðmi elskulegra for- eldra, þeirra Steindóru og Jóhanns, ásamt systkinum sínum Gyðu og Guðmundi og fóstursysturinni Önnu. Anna kom á heimilið kornung og leit Dúna alltaf á hana sem „litlu systur“ og jafnvel sem dóttur því nokkur aldursmunur var á þeim. Ung giftist hún Halldóri. Þau höfðu kynnst í Verslunarskólanum og áttu þaðan marga sameiginlega vini. Þau eignuðust fimm mannvæn- leg börn. Dúna var einstakur fagurkeri og unni öllu sem fagurt var, enda ber heimili hennar þess glöggt vitni. Allt Iék í höndum hennar. Sjálf var hún ákaflega smekkleg í klæðaburði og til þess tekið, þegar börnin voru lítil, hversu fallega klædd þau voru. Það hefur þurft mörg handtök að útpijóna allar þær peysur sem hún prjónaði á þau og allt sem hún saum- aði, því þá var ekki alltaf farið í búðir að kaupa fatnað. Hún var heimavinnandi og sjálfsagt að nota hveija stund fyrir heimilið. Halldór og Dúna voru einstaklega glæsileg hjón og var alltaf tekið eft- ir þeim hvar sem þau komu. Þau voru einstaklega samhent og báru mikla virðingu hvort fyrir öðru og var sérstaklega ánægjulegt að vera með þeim hvort heldur var á heimili þeirra eða á mannamótum, innan- lands eða erlendis, þar sem við áttum margar ánægjulegar stundir og eignuðumst marga vini. Ekki hefur líf Dúnu verið leikur einn, en þau stóðu ávallt saman sem einn maður. Þegar Halldór veiktist og þurfti að fara í hjartaaðgerð til Bandaríkjanna, fór Dúna með hon- um eins og vænta mátti og stóð með honum eins og kiettur. Dúna var einstök kona og allir sem kynntust henni vel, elskuðu hana og báru mikla virðingu fyrir henni. Hún var vel greind og ákaflega minnug. Hafði lifandi áhuga á öllu sem var að gerast, bæði innanlands og utan, hvort heldur voru stjórnmál, íþróttir eða listir. Hún var mikill tónlistar- unnandi og dáði allt sem fagurt var og vel var gert, hvort heldur var klassískt eða popp. Hún var ákaflega minnug á nöfn þeirra sem sköruðu fram úr. Hún hafði mikinn áhuga fyrir ættfræði og ef hún kynntist fólki, var hún ekki ánægð fyrr en hún hafði fundið einhver deili á for- eldrum eða ætt. Þetta var fróðleiks- fýsn, sem ekki allir skilja. En maður gat alltaf spurt Dúnu, ef maður mundi ekki nöfn eða langaði að vita eitthvað meira, en því miður átti hún orðið erfitt með lestur því hún hafði misst sjónina á öðru auga og þreytt- ist því fjótt og margar bækur voru of þungar fyrir þrek hennar. Alltaf var jafn ánægjulegt að koma í heim- sókn til Dúnu. Þótt hún væri illa farin af erfiðum sjúkdómi tók hún ákaflega vel á móti öllum. Ávallt glöð, aldrei kvartaði hún yfir veik- indum sínum, en vildi heldur vita hvað hinir voru að upplifa sér til ánægju. En margt breyttist þegar hún varð fyrir þeirri sorg er Halldór dó snögglega þar sem þau bjuggu í Brussel vegna starfa hans. Þar höfðu þau búið sér yndislegt heimili ásamt Sigurði syni þeirra, sem fluttist með þeim og var þeim einstakur styrkur þar sem Dúna hafði þá þegar hafið baráttuna við sín erfiðu veikindi. Eftir lát Halldórs flytur Dúna heim og eignast íbúð í Espigerði 4 og einnþá tekst henni að byggja upp fallegt heimili með góðri aðstoð barna sinna og þar ætla þau Sigurð- ur sonur hennar að búa, en sorgin kemur ekki ein. Hún á margar syst- ur, nú er Siggi sóttur heim. Hann veikist aðeins nokkrum mánuðum síðar af illvígum og ólæknandi sjúk- dómi. Sex mánuðum eftir andlát Halldórs er Sigurður dáinn. Ennþá stendur Dúna eftir, en hún er aldrei ein. Hún átti sína sterku trú, þangað sækir hún styrk sinn. Hún bar hvorki t Eiginkona mín, systir og mágkona, KATRÍIM EINARSDÓTTIR HUDSON, Juliette, Atlanta, USA, lést á heimili sínu 21. maí. Útför hefur farið fram, frá Fossogs- kapellu, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Robert Hudson, systkini og makar. t Útför elskulegs sonar okkar, bróður, mágs, frænda og dóttursonar GUNNLAUGS SIGURBJÖRNSSONAR bifreiðasmiðs, verður gerð frá Kópavogskirkju fimmtu- daginn 20. júní kl. 13.30. Þeir sem hafa hug á að minnast hans er bent á Hjúkr- unarþjónustu Caritas. Sigríður Gunnlaugsdóttir, Sigurbjörn Bjarnason, Bjarni Sigurbjörnsson, Sóley Jakobsdóttir, Ingvar Örn Sigurbjörnsson, Sigurbjörn Bjarnason, Guðrún Finnbogadóttir. Lokað fimmtudaginn 20. júní vegna jarðarfarar GUNN- LAUGS SIGURBJÖRNSSONAR bifreiðasmiðs. Bifreiðasmiðja Sigurbjörns Bjarnasonar. sorg sína né trú á torg, en kunni þeim mun betur að fara með það og vinna úr því sem henni var ætl- að. Og börnin hennar fjögur og tengdadætur stóðu með henni og sýndu henni einstaka umhyggju og hjálpsemi. Ekki tel ég að á neinn sé hallað þótt Sigrúnar sér sérstak- lega minnst, því hún stóð sem klett- ur með móður sinni í öllu mótlætinu og ráðstafaði öllum hlutum eins og best mátti. Nú hefur Dúna lagt í sína hinstu för, en hún er ekki ein á ferð. Ég er þess fullviss að Halldór og Siggi hafa verið tilbúnir að taka á móti henni, þar sem hún fær að njóta hvíldar og friðar eftir sín löngu og erfiðu veikindi. Sjálf vissi hún að hveiju dró, hún kveið ekki vistaskipt- unum. Trú hennar veitti henni vissu urn að fá að hitta ástvini sína sem á undan voru farnir. í dag er mér þakklæti efst í huga fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman í gegnum árin. Ég bið börnum hennar, tengda- börnum og ömmubörnunum allrar blessunar og megi Guð styrkja þau og hjálpa þeim að standa saman í minningu góðrar móður og ömmu. Margrét Stefánsdóttir. Vorið 1945 markaði tímamót í veraldarsögunni. Síðari heimsstyij- öldinni lauk og hörmungar stríðsins voru á enda. Við vorum 60 skólasystkini, sem laukum prófi úr 4. bekk Verslunar- skólans þetta vor. Löngu og þreyt- andi prófstriti var lokið, hugurinn léttur og framundan skólaferðalag. Síðan tæki við alvara lífsins, lífs- starfið sjálft. í tímans rás hefir maðurinn með ljáinn höggvið stórt skarð í þennan ágæta hóp skólasystkina og nú er svo komið að 19 eru látin. Oneitan- lega er það mikil reynsla að sjá skólafélagana hverfa af sjónarsvið- inu. Eftir stendur tómarúm í lífs- mynstrinu og lífsmyndin verður önn- ur. Nú síðast sjáum við á bak kærri skólasystur, Kristrúnu Jóhannsdótt- ur, sem er látin eftir langt og erfitt veikindastríð. Kristrún var um ára- bil haldin erfiðum nýrnasjúkdómi og þurfti stöðugt að leita ásjár lækna og hjúkrunarliðs. Hún dvaldi af þeim sökum af og til á sjúkrahúsi þar sem hun naut reglubundinnar meðferðar. Eftir lát eiginmannsins, Halldórs V. Sigurðssonar, ríkisendurskoð- anda, þess góða drengs, naut hún aðhlynningar barna sinna, einkum þó sérstaklega yngsta sonarins, Sig- urðar, sem bjó hjá henni þar til hann lést í blóma lífsins eftir skammvinn veikindi. Ég minnist Kristrúnar meðal glæsilegustu stúlknanna í bekknum. Hún var góðum gáfum gædd, dug- legur námsmaður og samviskusöm, enda námsárangur eftir því. Hún var glaðsinna og kát á góðri stund. Hún var kjarkmikil kona, sem ekki lét bugast og bar harm sinn í hljóði, þegar andstreymi lífsins sótti að henni. Rétt um það bil ár er síðan við héldum upp á 50 ára útskriftaraf- mæli. Á slíkri stundu er horft til baka til æskuáranna, minningar frá skólaárunum rifjaðar upp og glaðst yfir gömlum dögum og góðum kynn- um, slegið á létta strengi. Kristrún lét sig ekki vanta í hóp- inn þrátt fyrir veikindin og naut þess að vera með. Átta skólasystr- anna hafa haldið sérstökum vináttu- tengslum allt frá skólalokum. Þær hafa skipst á að hafa saumaklúbb og haft náin samskipti og vinátta eflst og dafnað með þeim í rás tímans. Ein úr hópnum var Kristrún. Hennar er nú sárt saknað af þeim sem eftir lifa. Nú að leiðarlokum flytja þær sérstakar kveðjur og þakkir fyrir allar góðu og ánægju- legu samverustundirnar. Góð kona er gengin. Við skóla- systkinin kveðjum góðan skólafé- laga. Börnunum og öðrum ástvinum sendum við hugheilar samúðarkveðj- ur. F.h. bekkjarsystkinanna, Þórliallur Arason. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góðþjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HIITEL LÖFTLKIBIR LAUGAVEGS APÓTEK Laugavegi 16 HOLTS APÓTEK Álfheimum 74 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Laugavegs Apótek LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 - sími 587 1960 á legsteimim úr graníti, marmara o.fl. teg. Verð frá kr.2Q 340 S ÓLSTEINAR Opið kl. 13- I 8 alla várka daga Nýbýlavegi 30, Datbrekkumegin, Kópavogi, sími 564 3555.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.