Morgunblaðið - 19.06.1996, Page 56

Morgunblaðið - 19.06.1996, Page 56
56 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREF HL BLAÐSINS Dýraglens Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Tjarnarskóli Ferdinand r/-wv. <CU, YOU KNOUi UUMAT? I DON'T TMiNK THAT'5 A 60LDEN RETRIEVER.. ' j 'i- j * * •»;? ■/ 'Þ// \ *’ '‘if.V Veistu hvað? Ég held að þetta sé ekki Golden Retriever... Tjarnarskóli við hestaheilsu Frá Margréti Theodórsdóttur og Maríu Solveigu Héðinsdóttur: OKKUR þykir rétt að minna á að skólastarfið í Tjarnarskóla verður í fullum gangi næsta vetur eins og síðastliði n 11 ár. í umræðunni um gamla Miðbæj- arskólahúsið, nýja Fræðslumiðstöð, húsnæði Miðskólans og Tjarnar- skóla, hefur talsvert borið á þeim misskilningi að Tjarnarskóla hafi verið úthýst úr Miðbæjarskólanum. Hið rétta er að síðastliðin 9 ár hefur Tjarnarskóli haft aðsetur í gamla Búnaðarfélagshúsinu í Lækjargötu 14b, (við hliðina á Iðnó). Hins vegar höfum við haft aðgang að íþrótta- sal, smíðastofu, saumastofu og að- stöðu fyrir heimilisfræðikennslu í Miðbæjarskólanum, en skólinn var alfarið þar til húsa frá 1985-1987 (tvo vetur). Sennilega má rekja mis- skilning um staðsetningu skólans til þessara ára þegar skólinn hóf göngu sína og þeirrar umræðu sem farið hefur fram undanfarna mánuði um notkun á húsnæði Miðbæjarskólans. Farsælu vetrarstarfi Tjarnarskóla lauk nú í lok maí. Fullskipað er í alla bekki skólans næsta vetur (8., 9. og 10. bekk) en aðsókn að skólan- um hefur farið vaxandi með hverju árinu, þannig að nú er biðlisti í alla bekki. Að marggefnu tilefni viijum við koma þessum upplýsingum á fram- færi. MARGRÉT THEODÓRSDÓTTIR og MARÍA SOLVEIG HÉÐINSDÓTTIR, skólastjórar Tjarnarskóla. Skandall í Laugarnesinu Frá Jóni Karli Árnasyni: MIG langar til að vekja athygli Laug- arnesbúa, sem annarra, á þeim vinnu- brögðum sem viðhöfð eru í bygginga- framkvæmdum hér í borg. Það sem við okkur blasir hér í Laugames- hverfi er að mikið rask er nú hafið við Kirkjusand. Það sem hneykslar okkur mest er að þetta svæði er ekki skipulagt sem íbúðarbyggð og ekkert leyfi er fengið enn til að byggja þama en samt er hafist handa. Það er meira en mánuður síðan farið var að selja íbúðir í þessum húsum og byrjað að grafa fyrir gmnnum. Laugarnesbúar, eruð þið búnir að gera ykkur grein fyrir að þarna er meiningin að hola niður 6, 7 og 9 hæða blokkum, alit í allt 75 íbúða byggð? Þessi hæð á húsunum er í hróplegu ósamræmi við þau hús sem fyrir eru í nágrenninu. Þessir háu herrar, sem eru svona framkvæmda- glaðir, eru líka að selja útsýni. Mér er spurn, hvað með þá sem fyrir eru í hverfinu, eiga þeir ekki lengur rétt til að horfa til hafs eða á kvöldsólar- lagið án þess að leggja á sig göngu- ferð niður í fjöru? Laugarnesbúar, ég hvet ykkur til að kynna ykkur hvað þarna fer fram. Kynning fer fram í sal Borgarskipu- lags að Borgartúni 3. 1. hæð kl. 9-16 virka daga fram til fimmtudagsins 20. júni og geta menn gert skrifleg- ar athugasemdir fram til 4. júlí. JÓN KARL ÁRNASON, Laugarnesvegi 75, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta,, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.