Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ1996 21 ERLENT Karpov með unna biðskák SKAK Ilcimsmcistaracin- vígi FIDE ELISTA, RÚSSLANDI Höfuðborg sjálfstjómarlýðveldis- ins Kalmykiu. 6. júni - 14. júlí. Karpov á alla möguleika á að kom- ast þremur vinningum yfir í FIDE- heimsmeistaraeinvíginu við Gata Kamsky. Hann átti peði meira og unnið tafl þegar sjöunda skákin fór í bið í gær. KAMSKY beitti kóngsind- verskri vörn með svörtu, sem er fremur djörf. Karpov kom honum á óvart í byijuninni með því að leika hvassari leik í þeim níunda, en hánn gerði í einvígjum sínum gegn Kasparov. Kamsky virtist óviðbúinn og fékk slæma stöðu. Karpov gat tryggt sér vinning strax í 35. leik en slakaði þá á klónni. Kamsky hefði átt að geta varist en í tímahraki Karpovs lék hann gróflega af sér og tapaði. Sjöunda einvígisskákin: Hvítt: Anatólí Karpov Svart: Gata Kamsky Kóngsindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - Bg7 4. e4 - d6 5. Rf3 - 0-0 6. Be2 - e5 7. 0-0 - Rc6 8. d5 - Re7 9. b4 - Rh5 10. Hel - h6 11. Rd2 - Rf4 12. Bfl - a5 Aður hefur hér verið leikið strax 12. — f5 13. bxa5 — Hxa5 14. Rb3 — Ha8 15. c5 — f5 16. cxd6 cxd6 17. Rd2 - g5 18. Hbl - g4 19. Db3 — fxe4 20. Rdxe4 — Kh8 21. Be3 - Rf5 22. Bb6 - De7 23. Db4 - Hf7 24. a4 - Bf8 25. Be3 - Rh5 26. Hbcl - Rf6 27. Bb6 - h5 28. Rxf6 - Dxf6 29. Re4 - Dg6 30. a5 - Rg7 31. Bb5 - Bf5 32. Rg3 - Bc8 33. Hc3 - h4 34. Bd3 - Rf5? Hér gat Karpov tryggt sér sigur með laglegum leik: 35. Hxc8! — Hxc8 36. De4 og vinn- ur tvo menn fyrir hrók. 35. Rxf5? - Bxf5 36. Bxf5 - Dxf5 37. Hc4 - Hg7 38. Dbl - Dh5 39. Ddl - h3 40. Hee4 - hxg2 41. Hxg4 - Hh7 42. h4 - Be7 43. f3 - Hg8 44. Bf2 - Hhg7 45. De2 - Bd8 46. Bel - Df7 47. Dd3 - Dh5 48. De4 - Dh6 49. Df5 - Bxa5! 50. Hxg7 Bb6+ 51. Kg2 — Dxg7+? Kamsky hefur náð að rétta úr kútnum, en leikur hér af sér skákinni. Nauðsynlegt var að drepa til baka með hrók. 52. Hg4 - De7 53. Dh5+ Dh7 54. Hxg8+ Kxg8 55. De8+ — Kg7 56. De7+ - Kh8 57. Dxd6 Hér fór skákin í bið. Með peð yfir og betri stöðu blasir sigur við Karpov. Margeir Pétursson. Viðskiptastríði við Bandaríkin afstýrt Kínveijar vilja leið- togafund Peking. Reuter. LJÓST þykir, að kínverskum stjórn- völdum er umhugað að bæta sam- skiptin við Bandaríkin og í gær lýstu þau yfir, að þau hefðu áhuga á, að ráðamenn ríkjanna hittust til að tryggja góða sambúð stórveldanna við Kyrrahaf. Kom þessi yfirlýsing aðeins nokkrum klukkustundum eftir að afstýrt var viðskiptastríði milli ríkjanna vegna margvíslegra brota kínverskra framleiðenda á lögum um höfundar- og eignarrétt. „Við viljum eiga góð og eðlileg samskipti við Bandaríkin og það myndi greiða fyrir því ef leiðtogar ríkjanna hittust,“ sagði Shen Guof- ang, talsmaður kínverska utanríkis- ráðuneytisins, en Jiang Zemin, for- seti Kína, hefur lengi haft áhuga á að fara í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna. Stirð sambúð og deil- ur ríkjanna hafa hingað til komið í veg fyrir það. Gagnkvæmir hagsmunir Með samningunum, sem náðust á mánudag, var komið í veg fyrir millj- arða dollara viðskiptastríð, sem hefði ekki síður skaðað viðskiptahagsmuni Bandaríkjamanna í Kína en Kínveija í Bandaríkjunum. Bættust þeir árekstrar ofan á ögranir Kínveija við Tævan, sem ollu því, að Bandaríkja- menn sendu flotadeiid til eyjarinnar. Shen sagði á fréttamannafundin- um, að Bandaríkjamenn hefðu lýst áhuga á að aðstoða Kína við að fá aðild að WTO, Heimsviðskiptastofn- uninni, og kvaðst hann vona, að þeir stæðu við það. Kínveijar hafa krafist þess að fá aðgang að WTO sem þró- unarríki en Bandaríkjamenn hafa lagt áherslu á, að vegna stærðar efnahagslífsins geri þeir það sem þróað ríki. Kúariðudeila Breta og ESB Ekkiút- fhitningur til þriðju ríkja FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins ætlar að leggjast gegn því að útflutningur á bresku nauta- kjöti til ríkja utan ESB verði leyfð- ur, samkvæmt heimildum í Bruss- el. „Utflutningur til þriðju ríkja verður leyfður samhliða því sem útflutningur til aðildarríkja verður leyfður í áföngum," sagði embættis- maður. Bretar hafa kært útflutnings- bannið til Evrópudómstólsins og vilja fá bráðabirgðaúrskurð um að banninu verði aflétt. Málflutningur hefst í dag og herma heimildir að framkvæmdastjórnin hafi ekki vilj- að veikja stöðu sína með því að taka undir kröfu Breta um að út- flutningur til þriðju ríkja verði leyfður. Að auki óttist önnur aðild- arríki að breskt nautakjöt gæti þar með komist bakdyramegin inn í ESB. Þá létu sum aðildarríki í ljós áhyggjur af því að það gæti vakið upp siðferðilegar spurningar að heimila útflutning til þriðjaheims- Reuter. LEIÐTOGAR Beneluxríkjanna, Jacques Poos, forsætisbáðherra Lúxemborgar, Wim Kok, forsætisráðherra Hollands, og Jean- Luc Dehaene, forsætisráðherra Belgíu, ræddu leiðtogafundinn í Flórens í næstu viku á fundi í Haag í gær. A blaðamanna- fundi sagði Kok að stefna Breta hefði haft „stórskaðleg" áhrif á evrópska hagsmuni. ríkja en banna kjötið í Evrópusam- bandinu af heilbrigðisástæðum. Bretar liafa á síðustu vikum stöðvað nær allar ákvarðanir á vett- vangi ESB til að mótmæla útflutn- ingsbanninu. I gær samþykktu þeir hins vegar sanminga um efnahags- leg og pólitísk samskipti við Chile og Úzbekistan. Þar með er tryggt að Eduardo Frei, forseti Chile, og Islam Karimov, forseti Úzbekistan, geti komið á leiðtogafund Evrópu- sambandsins í næstu viku til að undirrita sanmingana. Hvernig bíl mundir þú fá þér ef þú ynnir rúmlega "■■np miMjóinir i Víkingalottóinu? LÓTTt Til mikils að vinna! A lla m ið vikudaga fyrir kl. 16.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.