Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Töffari 35cm Silkítré 190cm Handmálaður pappavasi H:40 cm Bastsópur; Handunnin spænsk stytta H:35cm Bakpoki Bastkarfa með | mynd Afrískt handunni^ andlit / Bastkistur frá kr. láwMiMiiiiiliniii færðu öðruvísi gjafavörur BddshðfSa 20 -112 Reykjavík - Sfml 587 1410 Virðisaukaskattur og rekstrarafkoma bókaútgáfu AÐ UNDANFÖRNU hafa orðið nokkrar um- ræður um skýrslu sem unnin var í fjármála- ráðuneytinu og ég lagði fram á Alþingi að beiðni nokkurra alþingis- manna um áhrif álagn- ingar 14% virðisauka- skatts á íslenskar bæk- ur, blöð og tímarit. Þessi umræða hefur því miður nokkuð einkennst af lítt rökstuddum fullyrðing- um um efni og niður- stöður þessarar skýrslu. Þess vegna er nauðsyn- legt að koma á fram- færi nokkrum athuga- semdum. Virðisaukaskattur hagstæðari en söluskattur í upphafi er rétt að minna á að 14% virðisaukaskattur á bækur er mun hagstæðari kostur fyrir bóka- útgefendur en 25% söluskattur, sem lagður var á bækur fram til ársins 1990. Þetta stafar af því að sam- kvæmt virðisaukaskattskerfinu er heimilt að draga frá álögðum skatti svokallaðan innskatt, þ.e. virðis- aukaskatt sem greiddur hefur verið af ýmsum rekstrarvörum og öðrum aðföngum. Þessi frádráttur var hins vegar ekki heimill í söluskatts- kerfinu og fyrirtækin þurftu því sjálf að bera skattinn eða velta honum út í verðlagið. Auk þess er skatthlut- fallið lægra, þ.e. 14% í stað 25%. Núgildandi virðisaukaskattur er því miklu hagstæðari en gamla sölu- skattskerfið. Þetta er mjög mikil- vægt að hafa í huga þegar rætt er um skattlagningu bóka, en mörgum hættir til að líta framhjá þessu atr- iði. Víðtækar skattalækkanir fyrirtækja Þá er nauðsjmlegt að rifja það upp að álagn- ing 14% virðisauka- skatts á bækur var hluti af víðtækum skattkerf- isbreytingum þar sem undanþágum frá virðis- aukaskatti var fækkað og stofninn þar með breikkaður auk þess sem tekin var ákvörðun um að skattleggja til- teknar vörur og þjón- ustu í lægra skatthlut- falli. Ennfremur var um svipað leyti ákveðin veruleg lækkun á tekjuskatti lögaðila, úr 45% í 33%, og aðstöðugjald sem lagt var á veltu fyrirtækja var afnum- ið. Það er því í reynd marklaust að fjalla einungis um einn tiltekinn þátt þessara kerfisbreytinga því að þær tengjast og voru liður í því að bæta rekstrarumhverfi atvinnulífsins. Áhrif þessara aðgerða hafa glöggt komið fram í betri afkomu fyrirtækja að undanfömu, en það hefur aftur skilað sér í minna atvinnuleysi og auknum kaupmætti launafólks í landinu. Ekki er að efa að bóka-, blaða- og tímari- taútgáfa hefur notið góðs af þessum aðgerðum líkt og aðrar atvinnugreinar. Áhrif virðisaukaskatts vandmetin f skýrslu fjármálaráðuneytisins er ítrekað tekið fram að erfitt sé að draga víðtækar ályktanir af talnaefn- inu um áhrif virðisaukaskatts á af- komu einstakra greina. Upplýsingar úr atvinnuvegaskýrslum Þjóðhags- stofnunar gefa ekki færi á ná- kvæmri greiningu og skoðun á af- Ég tel þó nauðsynlegt á þessu stigi, segir Frið- rik Sophusson, að árétta og ítreka þau at- riði sem fram koma í skýrslu ráðuneytisins. komu einstakra fyrirtækja. Auk þess er nánast útilokað að greina sérstak- lega áhrif virðisaukaskatts frá ýms- um öðrum atriðum, svo sem áhrifum erfiðs efnahagsástands og breyting- um á rekstrarumhverfi fyrirtækja meðal annars í kjölfar þess að raun- vextir urðu jákvæðir. Þá hefur stór- aukið framboð á margvíslegu afþrey- ingarefni síðustu árin leitt til aukinn- ar og harðnandi samkeppni bóka- og tímaritaútgáfu við aðrar tegundir afþreyingar. Öll þessi atriði hafa áhrif á afkomu þessara greina. Það gefur augaleið að álagning skatts á aðila sem ekki hefur verið skattlagður áður hlýtur annaðhvort að koma fram í verðlagningu eða afkomu hans. Dæmið er þó ekki svo einfalt í þessu tilviki, því að frá sept- ember 1990 til júní 1993 ríkti sú sérstaka staða að ekki var greiddur virðisaukaskattur af íslenskum bók- um, en heimilt var að draga frá inn- skattinn. Samanburður við þetta tímabil orkar því vægast sagt tví- mælis og eðlilegra er að bera stöð- una nú saman við ástandið þegar söluskattskerfið var við lýði. Athugasemdir Hagfræði- stofnunar Að beiðni Félags íslenskra bóka- útgefenda hefur Hagfræðistofnun Friðrik Sophusson -------------------------------------- c Háskóla íslands tekið saman álits- gerð þar sem fjallað er sérstaklega ( um einstök efnisatriði í skýrslu fjár- málaráðuneytisins. Þar kennir ýmissa grasa. Að nokkru er tekið undir þá fyrirvara sem gerðir eru í skýrslu ráðuneytisins um að varast beri að draga ályktanir af fyrirliggj- andi talnaefni, en einnig eru gerðar athugasemdir við aðra þætti, eink- um þá er lúta að aðferðafræði o.fl. Ég tel ekki ástæðu til að fjalla efn- islega um þessar athugasemdir að ( sinni, en mun óska eftir sameigin- | legum fundi fulltrúa Hagfræði- stofnunar og ráðuneytisins þar sem farið verður yfir einstök atriði máls- ins. Ég tel þó ilauðsynlegt á þessu stigi að árétta og ítreka þau atriði sem fram koma í skýrslu ráðuneytis- ins. Ekki verður fallist á að aðferða- fræðinni sé ábótavant eða að gögn hafi verið borin saman á villandi ' hátt, enda eru fullyrðingar um slíkt | ekki rökstuddar í álitsgerð Hag- fræðistofnunar. Það vekur reyndar furðu, að eftir að höfundar álits- gerðar Hagfræðistofnunar hafa í reynd tekið undir ábendingar ráðu- neytisins um að erfitt sé að draga ályktanir af fyrirliggjandi talnaefni, skuli þeir treysta sér til að fullyrða að „niðurstaða“ ráðuneytisins sé röng! Helstu niðurstöður Það liggur í augum uppi að breyt- ing á skattlagningu hlýtur að hafa áhrif á rekstrarskilyrði fyrirtækja. Varðandi álagningu virðisaukaskatts á bækur þarf þó jafnframt að hafa önnur atriði í huga. í fyrsta lagi er 14% virðisaukaskattur hagstæðari kostur en 25% söluskattur sem lagð- ur var á bækur fram til ársins 1990. í öðru lagi var álagning virðisauka- skatts á bóka-, blaða- og tímari- taútgáfu liður í víðtækum skattkerf- isbreytingum, meðal annars um- fangsmiklum skattalækkunum á fyr- irtæki, sem þessar atvinnugreinar njóta einnig góðs af. í þriðja lagi eru erfitt að meta áhrif virðisaukaskatts sérstaklega og greina þau frá öðrum atriðum, svo sem erfiðu árferði í þjóð- arbúskapnum, aukinni samkeppni um afþreyingarefni og öðru því sem hefur áhrif á rekstrarafkomu grein- arinnar. Höfundur er fjármálaráðberra. Sem almennur borgan þessa þjóð- félags vil ég bæta nokkrum athuga- semdum við þessa afar tímabæru viðbót við fyrri skrif Morgunblaðsins um þessi efni. í fyrsta lagi, - hvað verður um þessa kvótaaukningu í þorski, ef hún verður gefin núverandi kvótahöfum, eins og verið hefur? Dijúgstór hluti hans færi á hendur manna, sem virkilega þurfa á honum að halda. Útgerðarmaður, sem stundar sínar fiskveiðar og hefur 100 tonna þorskkvóta fengi 15 eða 20 tonna viðbót eða annar, sem hefur 400 tonn, fengi 60-80 tonn til við- bótar og þeim veitti svo sannarlega ekki af, enda hafa þeir ekki að neinu sjó fynr það eitt að eiga kvotann og selja hann leiguliðunum. Þéssi skipan er jafnsiðlaus nú eins og meðferð stórbænda var á leiguliðum fyrr á öldum og öldungis af sama tagi. Þess vegna á ekki einungis að heimta auðlindarleigu af þeim aukna þorskkvóta, sem nú stendur til að úthluta eins og Mbl. virðist gera ráð fyrir. Það á að bjóða allan þennan kvóta út, svo að allir geti setið við sama borð til að kaupa hann við því verði, sem hver og einn treystir sér til. Þá er hið eina sanngjarna, - markaðslögmálið, látið ráða því, hver fær og hver ekki. Leiguliðunum gefst færi á að brjótast út úr ánauð sinni, - hver eftir sinni getu og kaupa sér kvóta á skaplegra verði frá almenn- ingi, en þeim býðst frá stórútgerð- inni. Og stórútgerðirnar verða ekki fítaðar með kvóta, sem þær mundu einungis nýta til sölu og þar með til að auka hagnað sinn út á fyrirhöfn og kostnað annarra manna. En í öðru lagi er meira blóð í kúnni. Fréttir hafa verið fluttar af því, að engin hlutabréf á verðbréfa- mörkuðum hafi hækkað annað eins og bréf stóru útgerðarfélaganna. Það á að bjóða allan þennan kvóta út, segir Jón Sigurðsson, svo að allir geti setið við sama borð til að kaupa hann við því verði, sem hver og einn treystir sér til. Hvers vegna skyldi það vera? Það er vegna þess, að menn sjá fyrir væntanlega ókeypis úthlutun kvóta til þessara félaga, sem nemur tugum og hundruðum milljóna króna í hlut hvers eftir aðstæðum. Útgerðarmenn hafa í viðskiptum sín í milli verðlagt þennan viðbótarkvóta einhvers stað- ar á bilinu 15-20 milljarða í sölu, eða í námunda við 3 milljarða í ár- lega leigu. Það er því ekkert að undra, að svo höfðinglegar gjafir hækki hlutabréf kvótaeigendanna. Það er vel, að útgerðir, sem vel eru reknar hafi góðan hagnað. Það er hins vegar æði fölsk afkoma, ef hún byggist á gjöfum frá þjóðinni, - eig- anda auðlindarinnar, sem síðan eru seldar leiguliðum til að búa hagnaðinn til. Þessi hagnaður á ekki heima hjá þessum útgerðum, heldur hjá þjóð- inni. Þess vegna á að bjóða út kvótann. Það er svo nöturleg og kaldhæðn- isleg hlið á þessu máli, að á þessum sömu vikum, sem verið er að gera því skóna að gefa útgerðunum millj- arða verðmæti án endurgjalds með tuga þúsunda tonna af þorskkvóta, sem leiðir til 50% verðhækkana hlutabréfa i útgerðarfyrirtækjum á fáeinum mánuðum, er verið að af- greiða frumvarp í þinginu, sem færir söluhagnað og arð af þessum sömu hlutabréfum úr 42-47% skatti í 10%. Verðmæti í eigu þjóðarinnar allrar eru notuð til að hækka verðmæti verðbréfaeignar manna og jafn- framt, að verðmætishækkunin verði skattlítil. Það er ekki að undra, að launþegar með sín 42% í jaðarskatt, sem í reynd er yfir 60% fyrir þá flesta, finni sig hlunnfarna. En meginatriðið, sem hér er lögð áhersla á, er auðlindarleigan. Útboð viðbótarþorsksins, sem nú gefst færi á er lausn, sem almenningur í land- inu getur sætt sig við, ef marka má skoðanakannanir. Stjórnmálamenn, sem vilja fremur sinna sérhagsmun- um stórútgerðanna, taka mikla áhættu og eiga vonandi eftir að súpa seyðið af framferði sínu, þegar and- staðan gegn stefnunni, sem þjónar fyrst og fremst sægreifunum, hefur fundið sér farveg. Höfundur er lögfræðingur. í þágu almennings, eða sérhagsmuna MORGUNBLAÐIÐ hefur í Reykjavíkurbréfi 2. júní birt pistil um úthlutun viðbótarþorsk- kvótans, sem nú er ráð- gerður. Þar er lögð þung og réttmæt áhersla á, að af þessum viðbótarkvóta eigi að taka gjald, sem væri upphaf að almennri auðlindarleigu til eig- enda auðlindarinnar frá þeim, sem nýta hana. Krafan um þetta er sanngirnis- og réttlæti- skrafa, sem skoðanak- annanir hafa sýnt, að næstum tveir af hverj- um þremur kjósendum styðja. Jón Sigurðsson öðru að hverfa með sín atvinnutæki. Verulegur hluti kvót- ans færi hins vegar á hendur stórútgerða og raunar fleiri aðila, sem sjá sér bestan hag í að veiða þennan þorsk alls ekki, heldur selja hann dýrum dómum smáút- vegsmönnum, sem eru eins og leiguliðar þess- ara lénsherra, - hafa sáralítið upp úr að þræla í þeirra þágu. Á yfirstandandi fiskveið- iári hefur það verið að gerast í stórum stíl, að eigendur kvótans hafa verið að fá fullt verð þorsksins úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.