Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FILIPPÍA KRISTJÁNSDÓTTIR + Filippía Signr- laug Kristjáns- dóttir - Hugrún skáldkona - var fædd á Skriðu í Svarfaðardal 3. okt. 1905. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 8. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Krist- ján Tryggvi Sigur- jónsson frá Gröf og kona hans Kristín Sigfúsína Krist- jánsdóttir frá Ytra- Garðshorni, sem bjuggu síðan á Brautarhóli í Svarfaðardal. Systkini Filippíu voru Gísli Björgvin, látinn, Sig- uijón Krislján, látinn, Svanfríð- ur Guðný, Sigurður Marinó og Lilja Sólveig. Fyrri maður Filippíu var Valdimar Jónsson, f. 4. mars 1900, d. 5. febr. 1959. Síðari maður hennar er Einar Eiríksson, f. 25. ágúst 1905, og lifir hann konu sína. Börn Filippíu og Valdimars: 1) Ing- veldur Guðrún, maki Ágúst Ei- ríksson. Fósturson- ur þeirra er Þór- hallur Jón Jónsson. 2) Kristján Eyfjörð, látinn, maki Bryn- dís Helgadóttir. 3) Helgi Þröstur. Maki 1. Olöf Ásgeirsdótt- ir. Synir þeirra: a. Ásgeir Rúnar, maki Sigrún Proppé. Synir þeirra: Hugi Hrafn og Arnaldur Muni. b. Valdimar, maki Helena Jó- hannsdóttir. Börn þeirra: Helgi Már og Sigríður Ólöf. Maki 2. Guð- rún Agnarsdóttir. Börn þeira: c. Birna Huld, maki Timothy Moore. Börn þeirra: Krislján Helgi Swerford og Lilja Guð- rún Filippía. d. Agnar Sturla, maki Anna Rún Atladóttir. Son- ur þeirra: Atli Snorri. e. Krist- ján Orri, unnusta Ingibjörg Guðmundsdóttir. Útför Filippíu fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Amma kenndi mér margföldun- artöfluna, hún kenndi mér að yrkja, hún sagði mér sögur og hún kenndi mér um Guð. Ömmu tókst alla tíð að varðveita bamið í sér. Hún átti hreina bamatrú og hún átti mjög auðvelt með að ná góðu sambandi við börn. Um þetta vitna margar sögur hennar og bækur, sérstaklega ætlaðar bömum. Þó synir mínir hafi því miður ekki haft þann aðgang að langömmu sinni sem ég hefði óskað vega búsetu okkar erlendis síðustu fjögur árin, var hún okkur alltaf nálæg í sögum og ljóðum. „Hvemig var síðasta ljóðið hennar?“ var það fyrsta sem eldri sonur minn, sjö ára gamall, sagði þegar við fengum að vita að Filippía amma væri dáin. Litli bróðir hans vildi fá að vita hvað amma gæti eiginlega gert þarna uppi hjá Guði og stóri bróðir svaraði að hjá Guði gæti maður gert allt sem maðurinn hefði gert og allt sem maðurinn mundi geta gert í framtíð- inni. Það felst djúp speki í þessum barnalegu vangaveltum. Heimspeki ömmu var að sama skapi oft barns- lega einlæg og ef til vill átti hún þess vegna svona auðvelt með að tala til bama. Það var gaman að hlusta á ömmu segja frá og hrein unun að hlusta á hana í útvarpi. Sögumar hennar og ljóð öðluðust vængi þegar hún las þau sjálf og ég efast ekki um að hefði amma valið leiklistina að ævi- starfi hefði hún orðið frábær leikari. Hún naut þess að koma fram og jafnvel undir það síðasta eftir að heilsan var farin að gefa sig, gat hún ennþá heillað fólk með ræðum sínum og ljóðum. Eyjafjörður var ömmu alltaf heil- t Móðir mín, INGIBJÖRG STEINGRI'MSDÓTTIR, Þórunnarstræti 97, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, mánudaginn 17. júní. Guðný Kristjánsdóttir. t Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, HARALDURHELGASON, Öxl við Breiðholtsveg, lést í Landspítalanum 14. júní. Jóhanna Helgadóttir, Guðlaug Haraldsdóttir, Kristinn Bjarnason, Helgi Haraldsson, Elisabet Kvaran og barnabörn. Móðir mín hjartfólgin, ÞÓRUNN BERGSTEINSDÓTTIR, Grettisgötu 35b, hefur lokið jarðvist sinni. Þórhildur Ólafs. + Bróðir okkar, ÞORGRÍMUR BJARNASON frá Dalsmynni, Elliheimilinu Grund, andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. júní. Jarðarförin hefur farið fram. Systkinin. MIIMNINGAR agt vé og sérstaklega æskuheimili hennar í Svarfaðardal. Svo stórbrotn- ar voru lýsingar hennar af dalnum að ég varð hreinlega fyrir vonbrigð- um þegar ég kom norður i Svarfað- ardal í fyrsta skipti sem fullorðinn. Stórbýlin og íjallaborgirnar voru bara ósköp venjulegir íslenskir bóndabæir og fjöllin ekkert stórkost- legri en mörg önnur fjöll á Islandi. En í hennar huga var enginn staður á jarðríki sem jafnaðist á við Svarfað- ardal. En það er eitthvað við dalinn hennar ömmu sem heillar þá sem þar hafa búið því ekki er alveg laust við að aðeins örli á þessari róman- tísku dalaást hjá föður mínum og virðast einkennin aukast nokkuð með aldrinum. Þær eru ófáar sögurnar sem amma samdi um Svarfaðardal og eitt af ljóðunum hennar um dalinn hafa Svarfdælingar gert að „þjóð- söng“ sínum. Amma var sannfærð um að huidu- fóik væri jafnraunverulegt og hvert annað fólk. Fyrir því hafði hún per- sónulega reynslu. Hún sagði mér frá þessu fyrst fyrir rúmum tuttugu árum og síðan hef ég reynt með öll- um ráðum að fá hana til að segja mér frá þessari reynslu sinni. „Nei, Ásgeir minn, ég lofaði því að segja aldrei neinum frá því svo lengi sem ég lifi,“ sagði hún og þar við sat. Amma kynntist seinni manni sín- um, Einari Eiríkssyni frá Fáskrúðs- firði, á Heilsuhælinu í Hveragerði þegar hún var komin yfír sextugt, en þau eru jafnaldrar. Einar gaf ömmu nýjan lífskraft þótt ekki hafi það verið átakalaust fyrir tvo full- mótaða einstaklinga að aðlagast hvor öðrum. Við þökkum þér, Einar. Ég gat ekki verið við dánarbeð ömmu en móðir mín var þar. Það var alltaf gott samband milli móður minnar og ömmu og það breyttist ekkert þrátt fyrir að leiðir hennar og föður míns skildu fyrir meira en þrem áratugum. Ég þakka móður minni fyrir að hafa verið hjá ömmu þar til yfír lauk og veit að mamma er forsjóninni þakklát. Það er einstök gjöf sem ekki öllum hlotnast að fá að fylgja vinum síðustu sporin. Mér er hugarhægð í að hafa sagt ömmu frá því áður en hún dó að ég hefði tekið þá ákvörðun að snúa baki við efnishyggjunni og byija að hlúa að þeim andlegu fræjum sem hún sáði í árdaga lífs míns. Síðustu árin þegar við amma höf- um rætt saman hefur talið oft borist að dauðanum. Amma óttaðist ekki dauðann en hún elskaði lífið. Hún vitnaði oft í það þegar hún sat á dánarbeði Valdimars afa og spurði hann hvort hann væri ekki hræddur og hann svaraði: „Nei lítils virði væri þá trúin mín ef ég væri hrædd- ur.“ Við Sigrún og Hugi og Muni kveðj- um Filippíu ömmu með söknuði og þakklæti. Ég vil ljúka þessari kveðju með tilvitnun í upphafsorð ræðu sem Einar í Fíladelfíu hélt við jarðarför móðurömmu minnar fyrir nokkrum árum: „í dag erum við saman komin til að samgleðjast gamalli konu.“ Ásgeir Helgason. Hún Filippía frænka mín er farin. Lífsvilji hennar var mikill þrátt fyrir árin níutíu. En kallið varð ekki umflúið. Hún óskaði sér þess sjálf að fá að kveðja jarðlífið að sumar- lagi þegar að þvi kæmi. Og sú ósk rættist. Ég var tæpra fímm ára þegar ég kynntist henni frænku minni. Hún var þá ein föðursystkina minna bú- sett í Reykjavík, en þangað fluttu foreldrar mínir með okkur þrjár litlar systur frá Danmörku rétt eftir stríð. Við systur kunnum ekki orð í ís- lensku og ég var fremur rislág gagn- vart öðrum lengi vel. Frænka mín bjó á Grettisgötu í lítilli íbúð með bláu eldhúsi. Hún átti mann og þijú „stór“ böm sem mér þótti mikið til um að vera í frændskap við þó að ég væri dauðfeimin við þau. En ekk- ert var ég feimin við Filippíu frænku sem aukinheldur útvegaði dansk- íslensku ijölskyldunni húsnæði fyrstu mánuðina á meðan úr rættist með varanlegan stað. Svo var hún frænka hlý og skrafhreifin og hún kunni vel að segja sögur, skemmtilegar sögur og ævintýri. Alltaf fylgdi henni fersk- ur og hressilegur andblær og guli liturinn var áreiðanlega uppáhaldslit- ur hennar. Það uppgötvuðum við systur mjög snemma enda auðsætt á klæðnaði hennar og þess vegna fékk hún í okkar munni fljótlega nafnið „Gule faster“ eða Gula frænka. Ekki kallaði bróðir hennar, hann pabbi minn, hana þessu nafni, heldur skáldkonuna eða Hugrúnu, sem var höfundarnafn hennar. Milli þeirra systkina var alltaf afar gott samband á meðan bæði lifðu. Og óhætt er að fullyrða að þau systkinin öll hafa styrkt vel systkinaböndin og átt hvert annað að. Frændsemina við okkur afkomendurna hafa þau systkin ræktað grandvarlega alla tíð. Nú hefur þeim enn fækkað og þau sem eftir lifa verða okkur hinum úr fjöl- skyjdunni enn dýrmætari en áður. Ég áttaði mig fljótlega á því að Gula frænka var skáld. Hún orti ljóð og hafði gefíð út ljóðabækur. Og þegar ég var orðin læs las ég smá- sögubækur hennar „Hvað er á bak við fjallið?" og „Hver gægist á gluga?“ Þær komu út um það leyti sem ég hóf lestrarnám og ég hélt mikið upp á þær. Seinna komu ævin- týri, unglingabækur og skáldsögur og allfelstar þeirra las ég. Sagan „Ulfhildur" fannst mér mjög áhrifa- mikil og geymi hana vel, enda ferm- ingargjöf til mín frá höfundi. Síðar meir hefur mér orðið ijóst að Filippía frænka var enn bptra ljóð- skáld en sagnahöfundur. í sunnu- dagaskóla í bernsku og æsku lærði ég sálma eftir hana og söngva sem mér þykir vænna um nú en nokkru sinni. í sálmum hennar dylst engum trúarsannfæring hennar. Ég er hamingjubam, ég á himneskan arf þó að hörð reynist ævinnar braut. Þesi orð hennar voru engin skáld- skapur, heldur sannfæring hennar. Hún hefur fengið að reyna bæði súrt og sætt í lífinu, en trú hennar hefur staðið allt af sér. Á trúarvissu henn- ar var aldrei neinn bilbug að finna. Og í henni fólst vissan um eilíft líf. Ég minnist þess að sumardag einn fyrir um þremur áratugum hitti ég hana óvænt í miðbænum. Þá stóðu yfir tjaldsamkomur á Skólavörðuhæð sem ýmis trúfélög innan kirkjunnar efndu til. Einhveijar raddir höfðu heyrst um að ósæmandi væri þetta „samkrull" mismunandi félaga. Filippíu fannst þetta óþörf smámuna- semi og í spjalli okkar sagði hún áköf: „Að það skuli láta svona fólk- ið. Eins og við verðum ekki öll sam- an í himnaríki!" Síðustu tíu árin bjó hún ásamt eiginmanni sínum í Seljahiíð. Þangað var gott að koma, sama hlýjan mætti mér þar - og okkur hjónum - eins og fyrir áratugum þegar lítil, feimin tæplega fimm ára stúlka fluttist til íslands og kunni ekki málið. í slíkri hlýju dafnar og vex væntumþykja. Filippíu frænku mun ég minnast sem dugmikillar konu sem aldrei lét bugast, en líka skemmtilegrar, lífs- glaðrar frænku sem alltaf gat séð eitthvað spaugilegt við hlutina. Fyrir fáum árum sagði hún mér glettin á svip að hún væri að þroska listræna þáttinn sem hún hefði ekki vitað að hún ætti til. Hún vann þá leirmyndir í Seljahlíð og málaði myndir á dúka. Þó að heilsa Filippíu væri orðin mjög tæp síðustu mánuðina og vikurnar var hugurinn skýr og ferskur. Þegar hún var spurð fyrir skemmstu - þá sársjúk - hvort hún treysti sér til að semja hátíðarljóð vegna tíu ára afmælis Seljahlíðar brást hún fljótt við og texti hennar var sunginn á afmælishátíðinni sólarhring fyrir andlátið. Helgi og Guðrún, Inga og Ágúst og þið öll hin sem næst standið. Guð styrki ykkur öll. Filippía er farin, en við sem eftir stöndum eigum perlur frá henni. Þær perlur getur enginn tekið frá okkur, hvorki þessa né aðrar: Ég vil ljóða’ um Drottin meðan lifi, lofsyng Guði meðan ég er til og með lofsöng líka héðan fara loks er endar jarðneskt tímabil. Ég vil þakkir Guði þúsund færa þakka fyrir líf og hveija gjöf. Þann vill Drottinn aga, sem hann elskar, eilíf sólin ljómar bak við gröf. Rúna Gísladóttir. • Fleiri minningargreinar um Filipplu Krislj&nsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. + Móðir okkar, STEINUNN SNORRADÓTTIR, Hjálmholti 4, Reykjavík, lést á hjúkrunardeild Vífilstaðaspítala 16. júní. Berta Bragadóttir, Helgi Bragason, Halldór S. Bragason. + Faðir okkar, EINAR ÖRN BJÖRNSSON, Mýnesi, Eiðaþinghá, lést 17. júní í Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað. Arnljótur Einarsson, Sigríður Laufey Einarsdóttir, Björn Einarsson, Áskell Gunnar Einarsson, Úlfur Einarsson, Guðjón Einarsson. + Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, wmÉÉJ. VILBORG GUÐMUNDSDÓTTIR, I Hamrahlfð 11, lést að morgni 16. júní í Sjúkrahúsi m Reykjavíkur. Fyrir hönd annarra vanda- 'f' p m manna, f $ y'r 1 -ili 4 jlSj Halldór Guðjónsson, Hildur Halldórsdóttir, Sesselja Halldórsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir. 1 -t1 — Krossar á Seiði I viSarlit og móloSir. Mismunandi mynsfur, vönduð vinna. Síml SS3 59339 og 583 8738
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.