Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 KOSNINGARNAR í RÚSSLANDI MORGUNBLAÐIÐ Reuter GENNADÍ Zjúganov, frambjóðandi kommúnista, kvaðst sigurviss þegar hann greiddi atkvæði fyr- ir framan hjörð ljósmyndara í Moskvu á sunnudag og gaf um leið í skyn að hann óttaðist að rangt yrði haft við. Hann hafnaði í öðru sæti og verður haldin önnur umferð forsetakosninganna milli hans og Borís Jeltsíns, forseta Rússlands. Gratsjov fórnað á hentugiim tíma Moskvu. Reuter. PAVEL Gratsjov, sem kallaður var „hinn ósökkvanlegi" í Rússlandi, þurfti loks að lúta í lægra haldi í gær er Borís Jeltsín forseti reyndi að treysta stöðu sína og vék honum úr embætti varnarmálaráðherra. Jeltsín sagði einhveiju sinni að Gratsjov væri hæfasti varnarmála- ráðherrann í sögu Rússlands og hann stóð með forsetanum í valdaránstil- raun harðlínukommúnista í ágúst- mánuði 1991 og í deilunum við þing- ið tveimur árum síðar, sem lyktaði með blóðbaði. Samvinnu þeirra tveggja lauk í gærmorgun er Jeltsín skýrði frá því á blaðamannafundi að hann hefði skipað Alexander Lebed, fyrrverandi hershöfðingja og forsetaframbjóð- anda, yfirmann Öryggisráðs Rúss- Iands, sem er valdamikið embætti. Þetta gerði forsetinn í þeirri von að með því fengi hann stuðningsmenn Lebeds til að kjósa sig í síðari um- ferðinni, sem Jeltsín vill að fari fram miðvikudaginn 3. júlí. „Og ég hef fleiri fréttir að færa ykkur,“ sagði forsetinn og virtist glotta við tönn er hann ávarpaði fréttamenn og skýrði þeim frá því að Gratsjov hefði verið gert að taka pokann sinn. Síðar í gær kom fram á fundi sem Alexander Lebed átti með blaða- mönnum að ótilteknir rússneskir her- foringjar hefðu reynt að koma Gratsjov til hjálpar og fá forsetann til að skipta um skoðun. Ófarir í Tsjetsjnyu Jeltsín hefur skipað forseta rúss- neska herráðsins, Míkhaíl Kolesníkov vamarmálaráðherra til bráðabirgða. Kolesníkov er 56 ára og hefur líkt og aðrir herforingjar rússneskir farið hörðum orðum um áform Atlants- hafsbandalagsins (NATO) um stækkun til austurs með aðild fyrrum leppríkja Sovétmanna í Mið- og Aust- ur-Evrópu. /aíe/fax-fréttastofan hafði eftir ónefndum háttsettum heimildar- mar.ni að Gratsjov hefði neitað að starfa undir stjórn Kolesníkovs, fyrr- um undirsáta síns. Því hafði oft verið spáð undanfar- ið að Jeltsín myndi reka Gratsjov úr embætti til að styrkja stöðu sína í kosningunum. Gratsjov, sem er 48 ára, hefur verið gerður ábyrgur fyrir mislukkaðri herferð rússneska hers- ins inn í Kákasuslýðveldið Tsjetsjníju til að brjóta á bak aftur sjálfstæðis- baráttu skæruliða þar. Þrátt fyrir gífurlega yfirburði á hemaðarsviðinu varð rússneski her- inn fyrir niðurlægingu í Tsjetsjníju FRÉTTAMENN víða að fylgdust með kosningasjónvarpi á stór- um skjá í alþjóiegu blaðamannamiðstöðinni í Moskvu á mánu- dagskvöld. A skjánum sjást andlit frambjóðenda og fylgi þeirra i hundraðshlutum fyrir neðan. Þeir eru (frá vinstri) Boris Jelts- ín og Gennadi Zjúganov í efri röð og í neðri röð Alexandir Lebed, Grígorí Javlínskí og Vladimír Zhírínovskí. og herförin mæltist strax illa fyrir í röðum almennings í Rússlandi. Rúmlega 30.000 manns hafa fallið, flestir óbreyttir borgarar. Grosní, höfuðborg Tsjetsjníju, er ijúkandi rúst eftir árásir rúss- neskra þungavopna og eignatjónið gifurlegt. Herförin til Tsjetsjníju reyndist Jeltsín dýrkeypt. Hún spillti ímynd hans á Vesturlöndum, skaðaði samskipti Rússa við ríki múslima, fæidi fjöl- marga lýðræðissinna frá stuðningi við forsetann í kosning- unum á sunnudag og skildi eftir blóð- uga und á suðurlandamærunum. í innsta kjarna Pavel Gratsjov átti sæti í Örygg- isráðinu, sem er hin raunvemlega valdamiðstöð í Rússlandi og líkist að ýmsu leyti stjórnmálanefndinni (Politburo) í valdatíð kommúnista. Hann heyrði beint undir forsetann en gaf ekki forsætisráðherranum, Víktor Tsjernomyrdín, skýrslu um ástandið á hveijum tíma. Gratsjov komst í heimsfréttirnar skömmu fyrir forsetakjörið er hann sagði, að herinn styddi Jeltsín. Þetta þótti minniháttar hneyksli og vatn á myllu þeirra sem vænt höfðu for- setann og aðstoðarmenn hans um skipulögð kosningasvik. Alls kostaði Tsjetsjníju-stríðið fjóra ráðherra embætt- ið en Gratsjov hélt ávallt sínu. Talið var að þannig væri Jeltsín að launa stuðninginn í ágúst 1991 og október 1993. Fijálslyndir menn töldu Gratsjov einn helsta leiðtoga harð- línuaflanna innan Kremlarmúra. Hann tók við embætti varn- armálaráðherra í maí- mánuði 1992 en þá ríkti algjört skelfingar- ástand innan hersins. Fjárskortur var mikill og margvíslegur vandi hlaust af fyrirvaralitlum brottflutn- ingi hersveita frá fyrrum sovétlýð- veldum og leppríkjum kommúnista í Mið- og Austur-Evrópu. Baráttu- þrekið innan hersins var ekkert og algengt var að ungir menn hunds- uðu herkvaðningu. Gratsjov tilheyrir þeim hópi rússneskra hershöfðingja sem van- treystir stjórnmálamönnunum. Hann tók enda þátt í innrás Sovét- manna í Afganistan sem lauk með niðurlægingu eftir tíu ára baráttu við frelsissveitir múhameðstrúar- manna. Gratsjov var yfirmaður í fallhlífardeildum hersins í Afganist- an 1981-1983 og síðan aftur frá 1985-1987. Fyrir afrek sín í Afgan- istan var Gratsjov sæmdur heiðurs- merki Hetju Sovétríkjanna, sem var hið æðsta sem veitt var í heimsveldi kommúnismans. Pavel Gratsjov Naumur sigur Jeltsíns Moskvu. Reuter. ÞEGAR búið var að telja rúmlega níutíu og níu prósent atkvæða í forsetakosningunum í Rússlandi í gær, alls um 74,3 milljónir at- kvæða, hafði Borís Jeltsín, forseti, fengið 35,06 af hundraði, og helsti keppinautur hans, Gennadí Zjúg- anov, frambjóðandi kommúnista, hafði hlotið 31,96 prósent. Mesta athygli hefur þó vakið það fylgi sem Alexander Lebed, fyrrver- andi hershöfðingi, hlaut, alls 14,70 prósent atkvæða. Grígorí Javlínskí, leiðtogi Jabloko-flokksins fékk 7,41% og leiðtogi þjóðernissinna, Vladímír Zhírínovskí, fékk 5,76%. Aðrir fengu innan við eitt prósent atkvæða og er þar á meðal fyrrum Sovétleiðtogi, Míkhaíl Gorbatsjov, sem fékk 0,5 af hundraði. Yfirkjörstjórn í Rússlandi birti þessar tölur með fyrirvara í gær, en endanleg niðurstaða og opinber úrslit kosninganna munu væntan- lega liggja fyrir í dag. Eftirlitsmenn ánægðir Kjörsókn var 69 af hundraði, en alls voru um 105 milljónir manna á kjörskrá. Engar tölur hafa borist frá Tsjetsjníju-héraði, þar sem kjör- fundi var frestað um þijá daga. Rúmlega ein milljón kjósenda, eða 1,54%, völdu þann kost, sem gefinn var í kosningunum, að greiða at- kvæði gegn öllum frambjóðendum. Um 500 eftirlitsmenn á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fylgdust með fram- gangi kosninganna. I yfirlýsingu frá stofnuninni í gær segir, að kjör- fundir hafi „yfirleitt farið óhindrað og drengilega" fram. Þó er nefnt, að fregnir hafi bor- ist um, að sumir frambjóðenda hefðu fengið óeðlilega greiðan að- gang að ríkisfjölmiðlum. Kann þar að vera átt við Jeltsín forseta, en kosningabaráttu hans voru gerð nákvæm skil í ríkisfjölmiðlum. Önnur umferð forsetakosning- anna fer fram í næsta mánuði, og hefur Jeltsín lagt til að miðvikudag- urinn 3. júlí verði kjördagur. Það getur hins vegar orðið þrautin þyngri fyrir forsetann að fá þingið til þess að samþykkja þennan dag, þar eð stuðningsmenn Zjúganovs í kommúnistaflokknum hafa flest sæti á þinginu. Kosið verði á virkum degi Hefð er fyrir því að kosningar í Rússlandi séu haldnar á sunnudög- um, og samkvæmt lögum má ekki halda aðra umferð forsetakosning- anna á virkum degi. Jeltsín hefur þvi lagt til að 3. júlí verði gerður að almennum frídegi. Jeltsín leggur áherslu á að kosið verði í miðri viku. Hann nýtur mests stuðnings meðal fólks í borgum, fékk þannig yfir helming atkvæða í Moskvu og Pétursborg og er við- búið að þeir kjósendur myndu vilja eyða helginni úti á landi fremur en mæta til kjörfundar. Gorbatsjov boðar stofnun sljórn- málaflokks MÍKHAÍL Gorbatsjov, fyrrum Sov- étforseti, hlaut einungis tæplega eitt prósent atkvæða í forsetakosn- ingunum á sunriudag. Gorbatsjov sagði á sunnudag að hann myndi hvorki greiða Borís Jeltsín né Gennadí Zjúganov atkvæði sitt í síðari umferð kosninganna. „Ég mun strika yfir nöfn þeirra beggja og hvet aðra kjósendur til að gera slíkt hið sama þannig að hægt verði að halda nýjar kosning- ar,“ sagði Gorbatsjov. Sovétleiðtoginn fyrrverandi, sem fór með völd árin 1985-1991, sagði meginmarkmið sitt vera að stofna „öflugan stjórnarandstöðuflokk“ að loknum kosningunum. „Ég hef þegar hafið undirbúning. Helsta verkefnið verður að safna saman ungu liði atvinnumanna og bola frá þeim er hugsa einungis um sjálfa sig og hvernig hægt sé að standa vörð um eigin hagsmuni." Engin yfirlýsing frá Javlínskí Fijálslyndi hagfræðingurinn Grígorí Javlínskí, er lenti í fjórða sæti í kosningunum með 7,41% at- kvæða, vildi ekki lýsa yfir stuðningi við Jeltsín í viðtali við Interfax- fréttastofuna. í kosningabaráttunni gagnrýndi Javlínskí forsetann harðlega og segja sérfræðingar að það muni reynast honum erfitt að snúa við blaðinu og lýsa yfir stuðningi við Jeltsín vegna þess. Talsmenn Jabloko-flokksins, flokks Javlínskís, sögðu að það yrði ákveðið á flokksþingi á laugardag. Vladímír Lúkín, einn leiðtoga Jabloko, sagðist ekki vilja útiloka að það yrði gert. „Það verður að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir sigur kommúnista,“ sagði hann við Interfax. Zhírinovskí „skellihlæjandi“ Þjóðernissinninn Vladímír Zhír- ínovskí, sem lenti í fimmta sæti með rétt tæp sex prósent atkvæða, hefur enn ekki komið fram opinber- lega eftir kosningarnar. „Hann er skellihlæjandi," sagði talsmaður hans, Víktor Fílatov, er hann var spurður um úrslit kosning- anna. „Hvers vegna? Vegna þess að hann er í góðu skapi ... Væni minn, það er allt í fína lagi hjá okkur, allt í besta lagi,“ bætti hann við og skellti símanum á viðmæl- andann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.