Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ1996 43 AÐSENDAR GREINAR Um feijubryggju og Djúpveg ÞAÐ hlýtur því að vera sjálfsögð krafa, að nú verði, án tafar, stigið það skref, sem dregist hefir úr hömlu óhæfilega lengi; að verkið verði boðið út. Það mun ekki standa á tilboðum. Fjárhæðin sem er fyrir hendi, 43 milljónir, munu, sam- kvæmt mínum heimild- um, rúmlega nægja fyrir kostnaði, og ég hef fyrir satt, að endur- skoðuð útboðslýsing liggi á borðinu, snöggt- um aðgengilegri og ódýrari en sú sem kom fram upphaflega. Jónassonar, þáverandi framkvæmdastjóra Djúpbátsins, tókst hon- um að ná þessum vild- arkjörum við kaup Fagranessins, sem hef- ir reynst prýðilega, ekki aðeins til áætlunar- ferða um Djúpið, heldur einnig til margskonar annarra vöru- og fólks- flutninga, þ. á m. sí- vaxandi straumi ferða- manna, innlendra sem erlendra, norður í Jök- ulfirði og á Hornstrand- ir. Spara má drjúgan skilding Sigurlaug Bjarnadóttir En ferjubryggjurnar eru aðeins önnur hliðin á málinu sem heild. Hinsvegar rekstur Djúpbátins, bíl- feijunnar Fagraness, sem rekin er af Djúpbátnum hf. og hefir reynst hið hið mesta happaskip. Það var keypt fyrir fimm árum frá Noregi, þá 15 ára gamalt, á 25 millj. kr. Til samanburðar má nefna, að Breiðafjarðarferjan, svipuð að stærð, sem byggð var fyrir Baldur hf. í Stykkishólmi um svipað leyti, kostaði samkv. mínum heimildum 400 millj. króna. Fyrir mikla ár- vekni og dugnað Kristjáns heitins Að sjálfsögðu breytist dæmið nokkuð með tilkomu jarðganga yfir á Vesturfirðina, en enginn vafi er á, að Fagranesið muni í framtíðinni hafa nægum verkefnum að sinna, ekki síst þegar margumræddar feijubryggjur komast í gagnið. Reynir Ingason, núverandi fram- kvæmdastjóri Djúpbátsins, tjáir mér, að Djúpbáturinn hafi að undanförnu misst af nokkrum stórum verkefn- um, vegna þess, að þá aðstöðu hefir vantað. En umferðin að Djúpi fer vaxandi. Þannig hefir Fagranesið það sem af er þessu sumri flutt fleiri bíla á milli Arngerðareyrar og ísa- fjarðar en allt sumarið í fyrra. Ætli það gæti ekki gagnast Djúp- veginum okkar, á meðan hann verð- ur í uppbyggingu næstu árin, að létta mætti af honum nokkru af umferðinni þ. á m. þungaflutning- um, a.m.k. á þeim árstímum þegar vegir eru hvað viðkvæmastir í leys- ingum og aurbleytu? Einnig mætti spara dijúgan skilding í snjómokstri og vegheflun með notkun feijunnar. Höfum við ekki öll upplifað, á ferð um íslenska vegi, kæfandi ryk- og malarmökk á uppbyggðum vegum sem eru hálfeyðilagðir af umferðar- þunga, áður en varanlegt slitlag er komið á? Þar ijúka tugmiljónir út í buskann. Hitt er ljóst, að gamla bryggjan á Arngerðareyri er, að áliti þeirra er gerst þekkja, alls ófull- Umferð um Djúpið fer sívaxandi, segir Sigurlaug Bjarnadótt- ir, sem hér fjallar um ferjubryggju og sam- göngur vestra. nægjandi og áhættusöm, enda alls ekki byggð fyrir feijuflutninga í upphafi. Fagranesið getur flutt tvo vöruflutningabíla að viðbættum 10 fólksbílum. Öryggisþátturinn mikilvægur Þá er enn ógetið þess þáttar máls- ins sem ekki má gleymast; öryggis- málin. Þegar slys eða óhöpp ber að höndum, segjum á Djúpveginum að vetrarlagi, um hina stijálu byggð með miklar vegalengdir milli byggðra bóla, er það ómetanlegt, raunar bráðnauðsynlegt, að á svæð- inu sé traust skip, sem geti brugðist við til hjálpar. I fersku minni eru náttúruhamfarirnar, snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri á sl. ári, þar sem 34 manneskjur fórust. Að því er Súðavík varðar gegndi Fagranes- ið þar miklu hlutverki. Það var fyrsta farartækið sem kom með mannskap og tæki á staðinn i vitlausu veðri og varð síðan stjórnstöð í hjálpar- störfum. Dugmikill skipstjóri, Hjalti Hjaltason, með trausta og samhenta áhöfn, þótti þar tefla á tæpasta vað, er mikið lá við á neyðarstund. En Fagranesið var eina skipið sem gat athafnað sig við þessar háskalegu aðstæður. Þarna kom berlega í ljós, þegar hver mínúta var dýrmæt, að útskipun tækja á ísafirði hefði geng- ið mun fljótar fyrir sig ef feiju- bryggjan hefði verið komin. Svo var því miður ekki — og er ekki enn! Það var sömuleiðis ljóst, að hefði feijubryggja verið til staðar á Arn- gerðareyri hefðu björgunarsveitir frá Reykjavíkursvæðinu og norðan úr Skagafirði, sem voru að velkjast dögum saman á skipum á hæga- gangi í stormi og stórsjó, getað kom- ið landleiðina, um Steingímsfjarðar- heiði til Arngerðareyrar og Fagra- nesið sótt mannskapinn þangað. Öfugþróun - öfugmæli Með tilliti til alls þessa er það dálítið hlálegt, að núverandi sveita- stjóri í Súðavík, Ágúst Björnsson, skuli nú verða til þess, í bréfi, dags. 10.4. sl., til samgönguráðherra, Halldórs Blöndal, að beina til hans, í nafni hreppsnefndar, „öflugum mótmælum gegn þeirri ákvörðun, að ráðist verði í uppbyggingu á feijubryggjum við ísafjarðardjúp".^- Seinna í bréfinu talar sveitarstjór- inn um þá ákvörðun sem „öfugþró- un“ sem orðið geti til þess, „að byggðin við ísafjarðardjúp leggist af á næstu örfáum árum.“ Aðeins eitt orð — ÖFUGMÆLI — nægir sem svar við þessari staðhæfingu og raunar flestu öðru í þessu bréfi sveitarstjórans, sem er í senn furðu- leg og dapurleg lesning, ber vott um hróplega þröngsýni og skiln- ingsleysi á eðli málsins. Því miður! — því sjálfsagt vill sveitarstjórinn sínu fólki vel. Hitt finnst mér þó öllu alvarlegra, að umrætt bréf vat ekki lagt fyrir hreppsnefndarfund fyrr en viku eftir að það var sent til ráðherra. Á þeim fundi lét þó einn hreppsnefndarmanna, Salvar Baldursson, bóka, að hann teldi, „að eðlilegt hefði verið að kynna bréfið í sveitarstjórn Súðavíkurhrepps, áður en það var sent út.“ — Nema hvað! Margt fleira býr mér í hug varð- andi málefni Djúpsins og þeirra byggða annarra á Islandi sem þessa stundina virðast stefna í auðn. Sum- part vegna hraðfleygra breytinga - nýrra tíma, sumpart vegna skamm- sýni og skilningsleysis stjórnvalda. Samt er það von mín og trú, að ný heildarsýn, samstaða, kjarkur ogT**' dugnaður fólksins, megi duga til nýrrar sóknar og sigra. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. • • 011 rök standa til að afnema skattfrelsi forsetans, maka hans og handhafa forsetavalds ALLIR forsetafram- bjóðendur hafa nú lýst yfir að þeir telji að for- seti íslands og maki hans eigi að greiða skatta af sínum launum eins og aðrir í þjóðfélag- inu. Óeðlileg meðferð málsins á Alþingi Meirihluti allsheijar- nefndar skipaður full- trúum ríkisstjórnarinn- ar, kom í veg fyrir að Alþingi tæki afstöðu til slíkra lagabreytinga á kjörum forsetans. Lagafrumvarp þar að lútandi frá nokkrum þingmönnum hafði þó í marga mánuði legið fyrir Alþingi, án þess að það hlyti eðli- lega skoðun og umfjöllun í allsher- jarnefnd fyrr en á lokadögum þingsins. Rétti tíminn til breytinga Minnihluti allsheijarnefndar sem fjallaði um málið og skipaður var fulltrúum stjórnarandstöðunnar lagði mikla áherslu á að málið yrði afgreitt. í fyrsta lagi vegna þess að óeðlilegt er að launakjör forsetans og maka felist að verulegu leyti í skattfríðindum og eðlilegt að laun hans og fríðindi sæti almennum regl- Jóhanna Sigurðardóttir um skattalaga, sem er í samræmi við það að allir skuli jafnir fyrir lögum. Þannig var það skoðun minnihlutans að launakerfi ríkisins eigi að vera gagnsætt og eigi það að gilda um æðsta embættismann þjóðarinnar sem aðra. I öðru lagi var nauð- synlegt að breyta þessu ákvæði nú, því óheimilt er að breyta því nema við upphaf á kjörtíma- bili forsetans. Rétti tíminn til að gera þess- ar breytingar var því nú, í aðdraganda for- setakosninga. Benda má einnig á aðra ástæðu sem styður það að af- nema skattfrelsi forseta Islands, að handhafar forsetavalds, þ.e. forsæt- isráðherra, forseti Alþingis og for- seti Hæstaréttar njóta einnig þessara skattfríðindi þann tíma sem þeir fara með forsetavald í fjarveru forseta Islands. Þannig njóta handhafar for- setvalds nú samanlagt jafnra launa og laun forseta eru þann tíma sem þeir fara með forsetavald. Þessi laun þeirra eru skattfrjáls með sama hætti og laun forseta Islands. Þetta er al- deilis fráleitt og knýr enn frekar á um að afnema skattfrelsi forseta Is- lands. Aumkunarverðast í röksemdum meirihlut- ans var að rétt væri að vísa málinu til ríkis- stjórnarinnar, segir Jó- hanna Sigurðardóttir, og fela henni að kanna málið betur. Rökleysa meirihlutans En meirihluti allsheijamefndar, sem skipaður var stjórnarliðum, var ekki á sama máli og minnihlutinn. Þannig fékkst málið ekki rætt eða athugað í nefndinni fyrr en á loka- dögum þingsins, og ekki afgreitt úr nefndinni nema fyrir mikinn þrýsting minnihlutans. Meirihlutinn hafnaði því að mæla með samþykkt frum- varpsins. Hann var heldur ekki fáan- legur til að afnema a.m.k. skattfrelsi beinna skatta forsetans, og ekki einu sinni að afnema bara skattfrelsi maka forsetans. Rök meirihlutans voru að margar hliðar væru á málinu sem þyrfti að skoða, m.a. varðandi afnám skatt- frelsis af ýmsum hlunnindum sem forsetinn nýtur. Taldi meirihlutinn einnig að gera mætti ráð fyrir að bein laun forset- ans yrðu hækkuð ef skattfrelsi yrði afnumið. í kjölfar þess að laun for- setans yrðu hækkuð leiddi það síðan hugsanlega til hækkunar launa ann- arra embættismanna. Rök meiri- hlutans standast ekki. í fyrsta lagi var málið ekkert flókið og afar ein- falt mál að afnema a.m.k. skatt- frelsi beinna launa forsetans og maka hans. í öðru lagi stenst það ekki að þótt laun forseta íslands yrðu hækkuð vegna afnám skatt- frelsis þeirra, sem ég tel ekki sjálf- gefið, þá væru engin rök fyrir því að laun annarra embættismanna hækkuðu í kjölfarið. Einfaldlega vegna þess að ef Kjaradómi þætti efni standa til þess að hækka laun forseta íslands vegna afnáms á skattfrelsi þeirra, þá væri rökin væntanlega þau að hann hefði í kjör- um sínum notið skattfrelsis sem verið væri að bæta með launahækk- un. Engin slík rök ættu við um aðra embættismenn. Málflutningur sera veikir stöðu löggjafarvaldsins Aumkunarverðast í röksemdum meirihlutans var þó sú skoðun hans, að rétt væri að vísa máiinu til ríkis- stjórnarinnar og fela henni að kanna Fllac Löggiltka Bifrlioasala I 3 málið betur, og undirbúa frumvarp um málið, ef raunhæft þykir, sagði í áliti meirihlutans. - Ef raunhæft þykir að mati hvers? Ekki löggjafar- valdsins nei, heldur framkvæmda- valdsins. Svona málflutningur veikír"* stöðu löggjafarvaldsins. Þetta sýnir vel veikleika löggjaf- arvaldsins gagnvart framkvæmda- valdinu. Afhveiju var löggjafarvaldið ófært um að taka afstöðu til málsins í atkvæðagreiðslu? Afhveiju gat lög- gjafarvaldið sjálft ekki kannað það sem skoða þurfti betur að mati meiri- hlutans? Nægur var tíminn. Afhveiju átti ríkisstjórnin en ekki Alþingi að taka afstöðu til þess hvort rétt væri að afnema skattfrelsi forseta ís- lands? Hluti ríkisstjómarinnar er líka vanhæfur til þess, þar sem forsætis- ráðherra sem einn af handhöfum forsetavalds, er undanþeginn skatti af þeim launum sem liann sérstak- lega fær þegar hann gegnir starfi sem einn af handhöfum forsetavalds. Þannig var ekki heil brú í röksemdum meirihlutans, aðeins óskiljanleg und- anfærsla, sem erfitt er að skilja hveiju þjónar. Eftir situr þá, að bæði forseti ís- lands og það sem verra er maki hans verða áfram undanþegin öllum opinberum gjöldum og sköttum. Handhafar forsetavalds, sem er frá- leitt, hafa þá einnig áfram skatt- frelsi af þeim launum, sem þeir fá fyrir að gegna störfum handhafa forsetavalds. Ekki er hægt að breyta þessu fyrr en í fyrsta lagi að fjórum árum liðnum, og e.t.v. ekki fyrr en að mörgum árum liðnum, því and- stæðingar málsins finna sér sjálf- f sagt þá ástæðu að ekki sé hæg^^ að hreyfa málinu, fyrr enn sá for- seti sem senn tekur við lætur af embætti. Höfundur er þingmaður. BÍLATORG FUNAHÖFÐA I S: 587-7777 Fi.lag: Lóc.cin ra Bii ri iuasala Toyota Garina E 2000 GLI árg. '93, vínrauður sjálfskiptur, ekinn 46.000 km. Verö 1.490.000. Skipti. MMC Pajero V 6 árg. '90, rauður, álfelgur, 31" dekk, ek. 95 þús. km. Verð 1.350.000. Skipti. Renault 19 RT árg. ‘94, blásans., sjálf- skiptur ekinn 38 þús. km. Verð 1.250.000. Skipti. Mercedes Benz 300D árg. ‘87, silfur- grár, sjálfskiptur vel útbúinn blll. Tilbúinn í leiguakstur. Verð 1.980.000. Chevrolet 2500 Extended Cab Silverado árg. ‘93, blásans., 6.2 diesel, 35“ dekk, álfelgur, 5 manna, gullfallegur bíll, ekinn 41 þús. km. Verð 2.750.000. Suzuki Sidekick JLXi árg. ‘95, hvítur, álfelgur, ABS, rafm. í rúðum, ekinn 6 þús. km. Verð 1.900.000. VANTAR ALLAR GERÐIR AF BILUM - UTVEGUM BILALAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.