Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.06.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1996 23 Leikrit um Papa ritað á Islandi ÍRSKA leikritaskáldið Brian Fitzgibbon, sem búsett er hér á iandi, hefur ritað einþáttung um Papana, írsku munkana sem sagðir eru hafa sest að á íslandi áður en Hrafna-Flóki fann landið. Brian skrifaði leikritið síðastlið- inn vetur samhliða því að stunda nám í íslensku við Háskóla íslands. „Áhugi minn á Pöpunum er einkum tilkomin vegna þess að mér finnst mikill leyndardómur umvefja sögu þeirra og komu þeirra hingað til lands. Einnig finn ég til samkennd- ar með þeim þar sem ég er íri á íslandi, þó aðstæður séu aðrar nú en voru þegar þeir héldu í för sína út í óvissuna," sagði Brian í sam- tali við Morgunblaðið. írska þjóðleikhúsið „The Abbey Theatre" hefur sýnt mikinn áhuga á að setja leikritið upp og skýrist það síðar á þessu ári hvort af verð- ur. Tónlistarútibú í grunnskólunum TÓNLISTARSKÓLI Kópavogs hefur sett upp útibú fyrir forskóla- kennslu í tveimur grunnskólum. Þetta samstarf er enn í mótun en gert er ráð fyrir að það aukist næsta haust. Lokið er 33ja starfsári Tónlist- arskólans. Þrír nemendur luku prófi á 8. stigi í vor en það voru þau Bjarney Halldórsdóttir í píanó- leik, Tyrfingur Þórarinsson í gítar- leik og Takako Inaba Jónsson í einsöng. Takako hélt söngtónleika í Tónleikasal skólans fyrir fullu húsi áheyrenda og voru þeir hluti af 8. stigs prófí hennar. Haldnir voru flölmargir tónleik- ar innan skólans sem utan. Á liðnu ári buðu bæjaryfirvöld í Kópavogi tónlistarskólanum að taka þátt í vinabæjamóti norrænna tónlistar- nema sem fram fór í Norrköping í Svíþjóð. Þijár stúlkur voru valdar til þátttöku. og komu þær víða fram. Tónlistarskólinn hefur komið á fót tötvutónlistarhljóðveri sem ber heitið Tónver Tónlistarskóla Kópa- vogs. í lok apríl stóð tónverið fyrir tónleikum þar sem frumflutt var raf- og tölvutónlist eftir nemendur. Þá voru verk nemenda í tónverinu flutt í samvinnu við Guðna Franz- son á listahátíð ungs fólks sem fram fór í Tjamarbíói í Reykjavík sl. haust undir yfirskriftinni „Ung- list 95“. Einnig veitti tónverið að- stoð við tónsmíðaþátt nemenda 12-18 ára fyrir sýninguna Ný öld - norræn framtíðarsýn. Nýjar bækur • ÚT er komin Áftaness saga, - Bessastaðahreppur - fortíð og sagnir eftir Onnu Ólafsdóttur Björnsson, sagnfræðing. Um er að ræða söguna frá land- námi til vorra daga og er þetta í fyrsta sinn sem þessi saga er skráð. Segja má að verkið skiptist í þijá hluta; Frá landnámi til 1800, nítj- ándu öldina og tuttugustu öldina með upphafi þéttbýlis. Saga byggðar á Álftanesi er tví- þætt; annars vegar er hún dæmigerð saga byggðarlags við sjávarsíðuna og hins vegar saga sem á sér enga hliðstæðu á íslandi. Segja má að landinu hafí verið stjórnað um aldir frá Álftanesi og þar hefur verið að- setur forseta íslands frá stofnun lýðveldisins. Á Álftanesi stóð skólamenning með miklum blóma fyrri hluta síð- ustu aldar. í Bessastaðaskóla bergðu Fjölnismenn með Jónas Hallgríms- son í fararbroddi af menntabikarn- um og þar kenndu snillingar eins og Sveinbjörn Egilsson og Björn Gunnlaugsson. Forðum átti Snorri Sturluson Bessastaði og á seinni tím- um hafa menn eins og sá einræni Grímur Thomsen og sá félagslyndi Skúli Thoroddsen búið á Bessastöð- um. Á nítjándu öld var líka mikið blómaskeið sjósóknar á Álftanesi og menn komu alla leið norðan úr Húnaþingi og Skagafirði til að stunda sjó með Álftnesingum. Á tuttugustu öld var nokkuð öflugur landbúnaður fyrri hluta ald- arinnar en á síðari hluta aldarinnar hefur vaxandi þéttbýli með blómlegu mannlífi sett svip sinn á hin fornu tún ogengjar. Bókina prýðir mikill fjöldi mynda sem snerta þessa sérstæðu átthaga- sögu um svæði sem jafnframt hefur haft svo mikil áhrif á íslandssöguna. Bókin er 312 bls. að stærð og útgef- andi er Þjóðsaga ehf. Morgunblaðið/Jón Svavarson „PÍANÓSNILLINGURINN Evgeny Kissin átti þá æsku, er gerði hann að undrabarni, og huldukonan kallaði hann til sín og bað hann kveða sér ljóð sín.“ Það ótrúlega TONLIST Háskólabíó PÍANÓTÓNLEIKAR Píanósnillingurinn Evgeny Kissin flutti d-moll Sjakonnuna eftir J.S. Bach, Tunglskinssónötuna eftir Beet- hoven, f-moll fantasíuna, op.49, eftir Chopin og Paganíni-tilbrigðin, eftir Brahms. Laugardagurinn 15. júní 1996. ÞAÐ ótrúlega er oft satt en trúlega ósatt, á sama hátt og draumur snýst upp í veruleika og veruleikinn fær svipmót þess tilbúna. Margir læra að leika á hljóðfæri, ná góðri leikni og sýna af sér töluvert listfengi. En hvað skeður þegar allt sem er erfitt verður leikandi létt í hendi og það með þeim hraða, sem full- orðnum er óyfirstíganlegur en verð- ur barni leikur einn. C.E. Seashore hefur rannsakað nokkra tónlistar- menn og komist að því, að hreyfíng- ar og andsvör píanóleikara í flutn- ingi erfiðra tónverka, séu hraðari og flóknari en við nokkra aðra mannlega athöfn. Hæfileikinn til að hugsa hratt gegnir þarna stóru hlutverki og því gerist það iðulega, þegar fara saman hraðvirkir hæfi- leikar, snemmhafin þjálfun og vax- andi líkamlegur og andlegur þroski, að útkoman verður undrabarn. Það hefur hins vegar oftlega komið í ljós, að viðkomandi undrabarn, hef- ur skort listfengi og hljóðfæraleik- urinn orðið aðeins leikur, sem full- orðinn leggur af sem barnabrek. „Skáld er ei, en huldukonan kall- ar“ kvað Jónas Hallgrímsson og þessu kalli þarf hver sá að svara, er ætlar sér sæti í salarkynnum listagyðjanna. Píanósnillingurinn Evgeny Kissin átti þá æsku, er gerði hann að undrabarni og huldu- konan kallaði hann til sín og bað hann kveða sér ljóð sín. Því er mál hans gætt dýpri skilningi en leik- tækni einni og þó hann sé mest upptekinn af þeirri tónlist, sem samkvæmt röðunartækni skilgrein- ingameistara er nefnd vera róman- tísk, á hann svo margt að gefa, sem mun verða honum gott veganesti á langri leið hans til að nema ný lönd á víðernum listarinnar. Sjakonnan í d-moll eftir J.S. Bach er ekki rómantísk tónsmíð en umritun hennar er rómantísk sýn á liðinn tíma, gerð af Busoni, sér- kennilegum snillingi er reyndi einn- ig að finna sér leið eftir óræðum villistigum framtíðarinnar. Verkið var glæsilega flutt og hreint ótrú- legt hversu skýrt þetta erfiða verk var mótað af hinum unga píanósnill- ingi. Annað verkið á efnisskránni var Tunglskinssónatan eftir Beet- hoven og í fyrsta kaflanum, sem margir rómantískir listamenn of- túlka, náði Kinnin að leika mjög fallega og á látlausan máta. Það sama einkenndi annan þáttinn en það var í lokaþættinum, sem Kissin sleppti sér á flug og var leikur hans glæsilegur og á stundum of glæsi- legur. Tíminn mun gefa leik Kissin meiri dýpt og yfirvinna óþol æsku- mannsins, þó vel færi á með Kissin og Beethoven í lokakaflanaum, sem ber yfirskriftina „hratt og órólega“. F-moll fantasían op. 49, stendur ein og sér meðal verka Chopins en er meistaraverk, glæsilegt og eitt af vinsælustu stærri píanóverkum meistarans. Verkið krefst styrkrar tækni og margbreytilegrar tónmót- unar og var öllu vel til haga haldið í leik Kissin. Lokaverk tónleikanna voru Paganini-tilbrigðin eftir Brahms og þar leikur Brahms með tæknikunnáttu sína og var ótrúlegt hversu Kissin lék sér að þessu erf- iða verki. Evgeny Kissin er sannkallaður snillingur, ræður yfir ótrúlegri tækni, spannar í leik sínum yfir allt styrkleikasviðið, túlkar margt mjög fallega og af næmum skilingi á formskipan, svo að horfa má til bjartrar framtíðar með þessum unga snillingi. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.