Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ VAR frekar áin en dalurinn sem togaði mig aftur heim,“ segir Pétur Steingrímsson þar sem við sitjum í stofunni í Laxárnesi. Pétur er fæddur 1929 og uppalinn á bökkum Laxár, í Nesi í Aðald- al. Nokkur ár lagðist hann í víking úr Aðaldalnum og dvaldi víða um land. Pétur er plötusmiður að mennt og vann með- al annars í sjö ár í Kísiliðjunni við Mývatn, smíðaði stálskip í Stálvík í Garðabæ og Slippstöðinni á Akureyri, var eitt sumar í smiðju Síldarverksmiðjanna á Raufarhöfn. Eann hefur búið ásamt konu sinni, Önnu Maríu Aradóttur, í Laxár- nesi frá 1978. Fyrir landi Ness eru margir gjöfulir veiðistaðir og fisk- arnir sem þar una gjarnan stórir. Faðir Péturs, Steingrím- ur Baldvinsson, var bóndi, kennari og fylgdarmaður er- lendra veiðimanna auk þess að renna sjálfur fyrir iax þeg- ar tækifæri gafst. Veiðimennskan er Pétri því í bióð bor- in. Móðir Péturs, Sigríður Pétursdóttir, var ættuð úr Vopna- firði. Pétur á þijár systur, tvær þeirra búa í Aðaldal og ein að hluta. Jóhanna systir hans rekur veiðihúsið í Ár- nesi og er því einnig viðloðandi laxveiðina með beinum hætti. Gaf Mariufiskínn „Ég var ungur þegar ég byrjaði að veiða á stöng, faðir minn kenndi mér að veiða,“ segir Pétur og fær sér í vör- ina. Honum er ljúft að rifja upp átökin við fyrsta laxinn sem hann veiddi. Það var í Grástraumnum og Pétur langt innan við fermingu. „Við vorum á engjum þarna suður frá. Það þótti skylt að taka stöngina með í heyskapinn. Ég var svolítið byijað- ur að læra handtökin við flugustöngina og fékk að kasta nokkur köst. Það tók hjá mér 18 punda lax og ég náði honum með góðri aðstoð föður míns. Þetta var skemmtileg- ur Maríufiskur. Ég beit nú ekki af honum veiðiuggann en gaf gamalli konu fiskinn. Það gerir sama gagn. Ég hef dregið lax á hveiju sumri síðan, nema eitt ár sem ég fékk engan lax og reyndi þó,“ segir Pétur. Hann man ekki ártal- ið þetta aflaleysisár en segir ekki mjög langt um liðið. Sá effirminnilegasti og sá st œrsti „Eftirminnilegasti laxinn sem ég hef veitt er nú ekki sá stærsti, sem ég hef fengið, þótt svo ætti kannski að vera,“ segir Pétur. „Ég fékk þennan eftirminnilegasta, 16 punda hrygnu, hér norður í Eyrarhyl. Þetta var á bændadögum, sem þá var úthlutað að sumrinu, og ég var einn að veiða seinnipart dags. Ég sé þarna lax og reyni við hann flugu eftir flugu. Hann elti hjá mér, en það var engin leið að ná honum. Seinast fer ég í fluguboxið og gref upp Sweep númer 16, laxaflugu hnýtta á silungsöngul. Þá kom hann alveg ákveðið. Meðan ég var að þreyta hrygnuna elti hængurinn hana hveija einustu rennu sem hún tók. Þegar ég var kominn með fiskinn að landi var ég fljótur að losa úr honum og sleppa til að þau gætu lokið sínu hlutverki. Þetta var fyrsti laxinn sem ég sleppti, þess vegna man ég eftir honum. Þetta var svipuð tilfinning og að gefa góða jólagjöf," segir Pétur. Stærsti laxinn sem Pétur hefur veitt var 33 pund. „Slík- an höfðingja fá menn ekki nema einu sinni á ævinni," seg- ir Pétur og fær sér vel í vörina meðan hann rifjar upp viður- eignjna við stórlaxinn. „Ég var bara smápolli að veiða með föður mínum af báti á Vitaðsgjafa. Við köstuðum sinn á hvort borð, hann aust- ur að eyjunni og ég vestur að landinu. Svo tók þessi höfð- BLACK Doctor. Höf- undur Jomes Wright, um 1845. PÉTUR meó veióimanni á Presthyl. ingi á Black Doctor 3/0, einkrækju minnir mig. Ég var tvo og hálfan tíma að ná honum um borð. Ég var einn með stöngina allan tím- ann, en pabbi aðstoðaði mig með góðum ráð- leggingum og fleiru. Ég hefði ekki náð honum einn — ekki þá. Stöngin var gömul heimasmíð- uð hambusstöng með vírlykkjum og hjólið bundið á með vír. Það datt af meðan ég var að þreyta laxinn.' Þetta var að haustlagi og fiskurinn orðinn _______ leginn, alveg rauð- ur. Þetta hefur verið fallegur lax þegar hann kom um sumarið. Það kemur ennþá éinn og einn svona, en þeir nást ekki á þessar einhendur sem menn erú með í dag. Menn getá ekki haldið svona stórum fiski með þannig verkfær- um. Það dregst allt í botni og laxinn urgar tauminn í sundur.“ Pétur notar mest 15 feta langa stöng en á líka 14 og 12 feta. Hann segir að allir „þess- ir gömlu“ sem alist hafa upp á bökkum Laxár séu með langar stangir. Með þeim sé hægt að kasta langt í hvaða veðri sem er. Svo sé allt annað að þreyta lax á langa tvíhendu en minni stöng. Vinir ■ hópi veióimanna Útlendingar koma nú í Laxá 7. júlí og verða við yeiðar 7 vikuri íslendingar veiða í ánni á undan og eftir útlendu veiðimönnunum. Að sögn Péturs veiðast á útlendingatímanum að meðaltali um 350 laxar eða fiskur á hveija stöng á dag. í Nesi eru Ijórir fylgdarmenn sem sjá um sjö stengur. Pétur var 15 eða 16 ára þegar hann fór að grípa í að vera fylgdarmaður og leysti þá föður sinn af. Síðan var hann í þessu starfi af og til þar til árið 1973 að fylgdarmennskan varð að föstu starfi á hveiju ári. Pétur fylgir sjaldan fleirum en tveimur veiðimönnum. Sá hluti Laxár sem tilheyrir Nesi er um 1 km langur og á því svæði eru fjórar stengur. Síðan eru þtjár stengur annars staðar í ánni sem þeir í Nesi sjá um. Veiðidagurinn hefst kl. 7 að morgni en yfirleitt er ekki byijað að veiða fyrr en átta til hálfníu. Sumir veiðimennirn- ir eru við aldur og nenna ekki að rífa sig upp. Yfirleitt eru fylgdarmennirnir mættir í veiðihúsið kl. hálfátta að morgni. Veiðimennirnir ráða því hvað þeir eru iðnir við laxinn en veitt er til kl. 13. Þá tekur við hvíldartími til kl. 16 þegar seinni törnin hefst og stendur hún til kl. 22. Yfirleitt er seinna hollið staðið alveg, þótt morgunhollið geti verið breytilegt. Morgunblaðið/RAX ANNA Maria og Pétur framan vió Laxárnes. ■ Sjá síðu 16. r I forystu til framtíðar /þau 110 ár sem Landsbankinn hefnr starfað hefur markmíð hans verið að veita fi'amsiekna, þtegilega þjónustu sem gerir viðskiptavinum kleifi að ná árangri t fjármálum sínum. Þjónusta bankans hefur þróast með viðskiptavinum - fyrir viðskipta- vinina. Margar nýjungar síðustu ára hafa verið taknilegs eðlis sem flýta fyrir afgreiðslu og leyfa bankaviðskipti að heiman, frá vinnustað eða utan venjulegs afgyeiðslutíma. Bankinn leggur áherslu á góða persónulega þjónustu og með stofnun Vörðunnar hafði Landsbankinn forgöngu um heildarþjónustu i jjámiálum fjölskyldunnar. verjum Á afmælisári Landsbankans kynnir bankinn nýjung í hverjum mánuði. Sérþjónusta bankans aðstoðar þig við bankaviðskipti utan venjulegs afgreiðslutíma, stuðlar að betri yfirsýn og auðveldar áætlanagerð auk þess sem hún eykur persónulega þjónustu og ráðgjöf. Meðal nýjunga fyrri hluta árs eru Einkabókhald, Einkabanki, úttektarþjónusta á bensínstöövum og stóraukin þjónusta í Flugstöð Leifs Eiríkssonar - að ógleymdu Afmælisbréfinu. Kynntu þér nýjungar hvers mánaðar í þínu útibúi. Landsbanki Islands Banki allra landsmanna mánuði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.