Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ1996 B 31 lífsleiðinni og biðjum honum guðs- blessunar. Jón Guðnason. Hjartkær frændi minn, Ásgeir Siguijónsson, er látinn eftir þriggja mánaða sjúkdómslegu. Fyrir íjórum árum átti hann við erfið veikindi að stríða en náði sér nokkuð vel eftir þau og gat verið heima þangað til um miðjan mars á þessu ári að hann þurfti að leggjast inn á deild la og þaðan átti hann ekki aftur- kvæmt. Ásgeir ólst upp hjá fósturforeldr- um, þeim Snorra og Hólmfríði, til sjö ára aldurs á Erpsstöðum í Miðd- ölum, Dalasýslu. Hann minntist þeirra hjóna með virðingu og hlý- hug. Síðan flutti hann til foreldra sinna að Geirshlíð í sömu sveit og þar var hann til fermingaraldurs. Daginn eftir að frændi fermdist fór hann til vandalausra að vinna fyrir sér við algeng sveitastörf og vann við það næstu árin á ýmsum heimil- um í sveitinni og seinna við vega- vinnu. Við ræddum stundum saman um gamla daga og mig undraði hvað hann mundi allt vel. Það var fróð- legt að heyra hann segja frá þeim árum. Hann minntist líka oft á kreppuárin, árin fyrir 1940. Þá var mikið atvinnuleysi í landinu. Haust- ið 1934 fer hann til Reykjavíkur í atvinnuleit. Hann mun hafa gengið í Verkamannafélagið Dagsbrún á þrítugsafmælinu 19. nóvember það ár. Hófst nú þrautaganga verka- mannsins við höfnina eða eyrina eins og það var kailað. Eftir að hann hætti við höfnina vann hann hjá ýmsum fyrirtækjum og þar á meðal hjá Reykjavíkurborg síðustu 13 ár starfsævi sinnar. Afmæliskveðjan sem hann fékk í tilefni 75 ára afmælis síns í ljóði frá verkstjóra sínum, Jóhanni Bene- diktssyni, er sönn lýsing á frænda mínum: Heill sé þér, heiðursmaður, háttprúður, virður vel, glöggskyggn og góðviljaður, göfugt með hjartaþel, viljugur, verkahraður, vandfyllt þitt sæti tel. Lifðu í lyndi glaður. Lýsi þér Fagrahvel. Ásgeir frændi var sérstakur per- sónuleiki. Þessi hljóðláti maður sem tók lífinu með jafnaðargeði og gerði ekki kröfur til annarra en því meiri til sjálfs síns. Honum nýttist vel sú fræðsla sem hann fékk, eðlisgreind og gott minni auðveldaði honum að nýta þann fróðleik er hann afl- aði sér með lestri góðra bóka. Það var gaman að ræða við hann um væntanlegar jólabækur, oftast fór hann nærri um hvaða bækur yrðu söluhæstar. Bygging Þjóðarbók- hlöðunnar stutt frá heimili hans gladdi hann mikið, enda voru hans síðustu gönguferðir í kringum hana á góðviðrisdögum. Hjálpsemi hans var einstök og vildi hann allt fyrir alla gera. Ég þakka nafna fyrir allar stundirnar sem við áttum sam- an og þann mikla kærleika sem hann sýndi mér alla tíð. Blessuð sé minning Ásgeirs Sig- uijónssonar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ásgeir S. Víglundsson. Mig langar í örfáum orðum að minnast elskulegs föðurbróður míns, Ásgeirs Siguijónssonar, sem er látinn 91 árs að aldri. Það sem hvetur mig til þessara skrifa er þakklæti til Ásgeirs fyrir góð- mennsku hans og að koma ætíð þannig fram við mig að ég fór betri manneskja af okkar fundi. Hann kallaði fram góðu hliðarnar og sýndi mér alltaf væntumþykju og traust. Ásgeir og Guðmundur Bene- diktsson, eða Mundi Ben. eins og hann var oftast kallaður, voru hluti af tilverunni þegar ég var lítil stúlka á Hagamelnum og einnig eftir að ég giftist og fór að heiman. Þegar Ásgeir kom í heimsókn í gamla daga, eða var að passa mig, var oft gripið í spil, en hann kenndi mér að spila uppáhaldsspilið í þá daga, Maijas, ásamt öðrum spilum. Á seinni árum og þegar heilsa hans leyfði var oft gripið í spil þegar fjöl- skyldan kom saman á jólum á Hagamelnum eða þrettándanum í Hafnarfirði og þá farið í spurninga- leiki, ungir sem aldnir. Þá var ekki komið að tómum kofunum hjá Ás- geiri. Hann var manna fróðastur um marga hluti og vissi oft svörin, þegar unga menntaða fólkið stóð á gati. Hann var víðlesinn og hafði afskaplega gaman af lestri góðra bóka, ævisögum og þjóðlegum fróð- MINNINGAR leik og fylgdist vel með þjóðmálum sem öðru. Ásgeir hefði haft alla burði til að ganga menntaveginn ef efni og aðstæður hefðu leyft. Honum fannst mikils um vert að unga fólkið menntaði sig og læsi bækur. í vetur sem leið bað hann Fríðu dóttur mína að geyma vel fyrir sig bók sem hann hafði fengið í jólagjöf sem ungur drengur frá fósturforeldrum sínum og var hon- um greinilega ekki sama hvar bók- in lenti, því minningin um þau var honum svo kær. Ég minnist liðinna ára með þakk- læti og þess að hafa verið svo gæfu- söm að verða aðnjótandi svo mikill- ar hjartahlýju og manngæsku eins og hann frændi minn átti til, bæði handa mér og öðrum. Það eru for- réttindi að eiga samleið sem slíku fólki. Hann var sannkallaður heið- ursmaður, samviskusamur og ná- kvæmur í því sem hann tók sér fyrir hendur. Ásgeir var einstaklega gjafmildur og hugsaði frekar um aðra en sjálfan sig, enda fylgdist hann vel með systkinabörnum sín- um og bar hag þeirra og velfarnað fyrir brjósti. Það var því ánægjulegt fyrir systkini, systkinabörnin og fjölskyldur þeirra að fá tækifæri til að heiðra hann á níræðisafmælinu með því að halda honum veislu og kunni hann vel að meta það. í af- mælinu voru sungin ættjarðarlög að hætti Dalamanna og tók Ásgeir meira að segja undir í söngnum. Hann var mjög söngelskur og tók oft lagið í góðra vina hópi hér á árum áður, enda hafði hann góða söngrödd. Eg, Heiðar og Fríða Kristín þökk- um honum samfylgdina og geymum minninguna um góðan dreng í hjarta okkar. Stefanía Víglundsdóttir. Ég ætla í fáum orðum að minn- ast móðurbróður míns, Ásgeirs Sig- uijónssonar, sem lést 15. júní síð- astliðinn 91 árs að aldri. Geiri frændi, eins og hann var kallaður innan fjölskyldu minnar, var á margan hátt einstakur mað- ur. Hann kvæntist ekki og var barnslaus. Hann var mjög hógvær maður, vel lesinn, nægjusamur, ein- staklega barngóður og sérstakt snyrtimenni svo um var talað. Fyrstu kynni mín af Geira frænda var þegar ég var barn og hann kom stundum á sunnudögum í hádegis- mat. Þá hafði hann alltaf tíma til að spila og spjalla. Stundum held ég að honum hafi fundist ég dálítið áköf í spilamennskunni, allavega miðað við Stefaníu frænku mína sem var á rólegri nótunum. Mér finnst hann að mörgu leyti hafa komið í staðinn fyrir móðurafa minn sem lést þegar ég var 5 ára og man því lítið eftir. Ég mun seint gleyma öllum páskaeggjunum, af- mælis- og jólagjöfunum frá honum og Gunnu heitinni systur hans. Einn fastur punktur í sambandi okkar hin síðari ár var þegar ég kom til hans fyrir jólin og skrifaði nokkur jólakort fyrir hann. Ég varð alltaf að hringja áður til að láta hann vita klukkan hvað ég kæmi og þegar ég nálgaðist húsið hans þá sá ég yfirleitt fíngert andlitið í eldhúsglugganum. Alltaf tilbúinn að taka á móti mér. Nákvæmnin hjá honum var alveg einstök. Stuttu áður en Geiri kvaddi þenn- an heim kom ég til hans á spítalann og hann sagði við mig þegar ég var að fara „þakka þér fyrir allt“ og ég sá það í augunum á honum að hann var að kveðja mig áður en + Haraldur Helgason fæddist á Stritlu i Biskupstungum 29. nóvember 1924. Hann lést í Reykjavík 14. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 26. júní. Alltaf er maður óviðbúinn frétt- um af andláti góðs vinar. Okkur systkinin langar til að minnast Halla í örfáum orðum. Alltaf var jafn gaman að koma til Halla og Jóhönnu frænku þegar við komum til Reykavíkur. Halli vann hjá Flug- félaginu á sendiferðabíl þegar við vorum börn og var hann alltaf tilbú- inn að leyfa okkur að fara með í sendibílinn þegar hann fór í vinnuna og voru það alltaf skemmtilegar ferðir, því Halli hafði frá svo mörgu að segja og var spaugsamur og glettinn. Oft komu þau Halli og fjölskylda austur til okkar á sumrin þegar við bjuggum á írafossi og var þá oft glatt á hjalla. Þær eru ófáar tjald- útilegurnar sem við fórum í saman hann færi í annan heim. Mér finnst ég alls ekki hafa gert mikið fyrir hann þótt ég einstaka sinnum hafi farið í heimsókn til hans, en hann var alltaf svo þakklátur fyrir það sem fyrir hann var gert. Fyrir einu og hálfu ári, þegar hann átti 90 ára afmæli, tókum við okkur saman, ég og Stefanía frænka mín, og ræddum við hann um það hvort hann hefði ekki gam- an af því ef við héldum upp á afmæl- ið hans. Fyrst var hann svolítið hik- andi, honum fannst þetta svo mikil fyrirhöfn, en eftir nokkrar umræður þá féllst hann á þetta. Síðan var talað við marga í ættinni og allir lögðu sitt af mörkum til að gera honum glaðan dag. Það var mikið sungið og hafði hann gaman af. Hann var mjög ánægður og þakk- látur með þetta uppátæki okkar. Með þessum fáu orðum kveð ég nú elskulegan frænda minn með virðingu og þökk og votta eftirlif- andi systkinum hans og öðrum að- standendum samúð mína. Blessuð sé minning hans. Ósk Guðrún Hilmarsdóttir. og síðasta ferð okkar með Halla og Jóhönnu var farin á ættarmót á Núpi í Dýrafirði 1990. Við lögðum af stað á fímmtudegi og vorum á Núpi um helgina, héldum síðan áfram um Vestfirðina og vorum komin heim aftur á miðvikudegin- um. Þessi ferð er alveg ógleymanleg og skemmtum við okkur öll mjög vel. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Fjölskyldu Halla eru þetta þung- bærir tímar, en eftir lifir minning um vænan mann. Hans mun verða sárt saknað. Við vottum Jóhönnu, börnum, tengdabörnum og barna- börnum dýpstu samúð okkar. Bless- uð sé minning Haralds Helgasonar. Ingibjörg, Helgi og Ragna Jóna. HARALDUR HELGASON r I forystu til framtíðar Landsbanki Islands hefur starfað við blið einstaklinga og fyrirtækja í 110 ár. Hann hefur verið undirstaða á leið þjóðarinnar til nútímaþjóðfélags og veitt góðunt málum lið - ekki einungis i uppbyggingu öflugs atvinnulífs um land allt heldur eintiig með stuðningi við félagasamtök oggóð málefii. hundraoogtíuára Styrkjum þjóðlífið Landsbanki íslands er banki fólksins, sterkur banki í eigu landsmanna sjálfra og styrkur fyrir íslenskt þjóðlíf. Sá styrkur felst ekki einungis í traustri þjónustu viö heimili og atvinnulíf heldur einnig í uppbyggingu mannlífs þar sem listir, sköpunargleði og heilsusamlegt líf eru lykilatriði. Hann hefur styrkt mennta- og menningarstofnanir, námsfólk, listafólk, íþróttafólk og margvíslega góðgerðarstarfsemi. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.