Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 B 11 MANNLÍFSSTRAUMAR VERALDARVAFSTUR/£r hugurinn tengilibur milli tveggja raunveruleika? Rannsakandi innrí raunveruleiki RUDOLF Steiner, 1861-1925, er án vafa einn merkasti hugsuður þessarar aldar, enda þótt hann sé umdeildur. Það fyrra felst í því að hann mótmælti kröftuglega efnis- hyggjuheimsmynd vísindanna með kenningum sínum en notaði á hinn bóginn tímabundið guðspekihreyf- inguna til þess að koma kenningum sínum á framfæri. Steiner vann ávallt vísindalega að málefnum sínum. Og þau málefni voru mörg en þó öll innan eigin mótaðra ramma sem hann kallaði dulspeki vísindi. Takmark hans var að víkka út sjóndeildar- hring mannsins inn í innri veru- leika hans. En þann veruleika taldi hann engu að síður raunveruleg- an en ytri veruleik- ann. Hann taldi ennfremur að vísindin gæfu misvis- andi leiðbeiningu til mannsandans með vinnuðferðum sínum og efnis- hyggjutrú. Það hindraði mannkynið á þroskabraut sinni. Og á þeim 70 árum síðan hann lést höfum við því miður séð árangur þessarar efnis- hyggjutrúar snúast upp í hrylling lífsafneitunar í formi eiturlyfjanotk- unar, þjóðarmorða, ofbeldis, glæpa og annarrar almennrar hugarfars- mengunar. Allir þessir þættir eru viðteknir innan menningarinnar sem óumbreytanlegir fylgifiskar nútimalífs. Visku sína, sem birtist í mörgum bókum hans, sem eru samanlagt um ein milljón blaðsíður að lengd, fékk hann í gegnum vinnsluaðferð hugar síns, sem hann ræktaði með sér frá barnæsku. Aðferðin fólst ekki síst i hugleiðslu. En að auki var hann gæddur huglægum gáfum sem opnuðu honum greiðan aðgang að því sam hann kallaði Akasa- skjölin, en við getum kallað sameig- inlegan upplýsingabanka mann- kynsins. Þetta er að sögn raunveru- legt fyrirbæri innri veruleika þar sem allt sem er vitað eða gerst hefur, er skráð. í níu ár var Steiner félagi og seinna stjórnandi í guðspekihreyf- ingu Madame Blavatsky í Berlín. Hann sagði sig úr hreyfingunni árið 1909 og stofnaði þá mann- spekihreyfingu sína sem enn er í fullum blóma víða um heim m.a. hér á landi. Mannspekihreyfingin snertir alla þætti mannlegs lífs, m.a. kennslu, list, landbúnað, bygg- ingarlist, dans og læknisfræði. Kenningar Steiners eru ekki heim- speki heldur gagnlegar leiðir til þess að fá meira út úr lífinu í sam- ræmi við lögmál náttúrunnar. En hana sá hann sem gefanda andleg- ar orku til mannkynsins. Steiner er alger andstæða við áhrifavalda mannkynsins eins og til dæmis Sartre, sem sá lífið sem algert tilgangsleysi og þess vegna sem sorglegt fyrirbæri. Sartre sá manninn eins og flugu sem er límd föst á jarðlíffsspjaldið; „Maðurinn • er gagnslaus ástríða og allt annað er sjálfsblekking (mauvais-foi).“ En Sartre virðist ekki hafa gert sér grein fyrir því, að til þess að skynja eitthvað þarf að meðtaka það: Taka það inn í sig. Þar er þessi innri veröld einmitt. Og hugurinn er því hið sértæka fyrirbæri utan efnis- heimsins en þó með „glugga" inn í hann. Og einnig skildi hann greini- lega ekki að eigin hugur getur gert það að raunveruleika manns sem viljinn ákveður vera svo. Vísindin eru fljót að benda á að þarna sé eingöngu heilinn að störf- um. Því er gleymt að árið 1933 fann heilaskurðlæknirinn Wilder Penfield eftirfarandi: I heilaskurð- aðgerð þar sem sjúklingurinn var með fullri meðvitund kom hann við „cortex" eða „minnisstöð" heilans með veikum rafstraumi. Eins lengi og straumurinn var tengdur „upp- lifði“ sjúklingurinn bernskuminn- ingu nákvæmlega eins og hún var aftur, en var um leið fullkomlega meðvitaður um umhverfi sitt í skurðstofunni. Tvær meðvitundir hans voru í gangi í einu án þess- að blandast. Hvað varðar Steiner þá var hann ekki í nokkrum 'váfa um að yfir- borðsmeðvitund tengd umhverfi eftir Einar Þorstein ColinWilson RUDOLF STEINER The Man and His Vision An lniroduction io ihe Ufe and Ideas oí the Fonndcr of Anihroposophv okkar getur haldið okkur föngnum allt okkar líf. Það er einfaldlega of mikið að gerast til þess að við get- um kafað neitt dýpra en það. Við höldum því fram að þetta sé að lifa lífinu en tómleikinn fyllir okkur samt. Innri meðvitund þarf að rækta allt frá fæðingu ef vel á að vera, en það er þó aldrei of seint að hefjast handa. Hún er tengd guðlegum kjarna manneskjunnar, því sem gerir okkur frábrugðin dýrunum. Yfirborðsmeðvitundin er hins vegar frá dýraríkinu. Með notkun hennar eingöngu verðum við vissulega fangar jarðlífsins eins og Sartre. Steiner kallaði þennan innri veru- leika „heim hugsananna“. Ferðlag inn í hann geti leitt okkur til þekk- ingar á æðri heimum. Eða eins og Sir Edward Dyer skilgreindi í „My mind to me a kingdom is“. Steiner sá meginverkefni sitt vera að koma viðurkenningunni á æðri innri veru- leika inn í daglega meðvitund manna. Þetta skýrir ef til vill hve glaðbeittir og bjartsýnir fylgjendur Steiners eru. Hann hefur greinilega fært þeim „góðar fréttir" um tilver- una. Fréttir byggðar á greind og hagkvæmni en ekki á einhveiju, sem krefst trúar eða trúarlegs sam- þykkis án rökhyggju. Það er ekki vegna þess að öll vandamál þeirra hafi horfið eins og dögg fyrir sólu, heldur vegna þess að þeir hafa feng- ið yfirsýn yfir tilveru sína. Þeir hafa gert sér grein fyrir þeim miklu sannindum, að þeir eiga í raun höll þótt þeir hafi áður lifað í andlegu fátæktarhverfi. Steiner hafði ekki mikið álit á sálarrannsóknum. Ekki vegna þess að hann efaðist um þá staðreynd að lífið heldur áfram eftir líkams- dauðann og einnig að unnt er að hafa samband yfir þau landamæri. Honum fannst þessi samskipti ein- faldlega tímasóun. Sem dæmi getur Albert Einstein ekki frætt okkur frekar um afstæðiskenningu sína þaðan sem hann er nú. Sá skilning- ur kemur við beitingu eigin huga við töluvert álag hans. Og til þess þarf þjálfun svo að það skili okkur árangri. Einhvers staðar er sagt: „Skilingur án þjáningar er ekki varanlegur." Steiner var mikill aðdáandi Goet- he. En einmitt á síðari tímum er skilningur Goethe á tilverunni að verða meira viðurkenndur en áður var. En þrátt fyrir mjög jákvætt lífsstarf sitt fór Steiner ekki var- hluta af átroðningi öfundarmanna. Miðstöð hans í Doernach var brennd til grunna og reynt var að ráðst á hann í hóteli. Líf hans kennir okkur því margt um mannlega náttúru og traustatak mannlegrar blindu á samtíðinni. Spurningin er þessi: Mun mannkynið geta snúið af þeim villigötum? STÓRKOSTLEG VERÐLÆKKUM A METSÖLUJEPPANUM: iYTTARA 3ú. JLX - nú aáeins 1.675.000,- Kr. 50. JLX - nú aðeins 1.940.000,- hr. v 5d. VG - nú aðeins 2.390.000,- kr. HELSTI STAÐALBÚNAÐUR SUZUKIVITAIU: Drifbúnaður: Hátt og lágt drif, framdrifslokur. Öryggi: Öryggisloftpúðar fyrir ökumann og framsætisfarþega • Styrktarbitar í hurðum • Bamalæsingar • Stillanleg aðalljós úr ökumannssæti. Þægindi: Vökvastýri • Samlæsingar á hurðum • Rafstýrðir útispeglar • Upphituð framsæti • Bensínlúga opnanleg úr ökumannssæti • Þrívirk inniljós og kortaljós • Tvískipt fellanlegt aftursætisbak • Útvarp með segulbandi. Styrkur: Vitara er með sterkbyggða sjálfstæða grind, sem auk gormafjöðrunar á öllum hjólum gerir auðvelt að hækka bílinn upp. SUZUKI Afl og öryggi SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.