Morgunblaðið - 30.06.1996, Síða 30

Morgunblaðið - 30.06.1996, Síða 30
30 B SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR ASGEIR SIGURJÓNSSON + Ásgeir Sigur- jónsson var fæddur á Svínhóli í Miðdölum í Dala- sýslu 19. nóvember 1904. Hann andað- ist í Landakoti 15. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Ásgeirsdóttir, f. 1. nóvember 1878, d. 6. september 1971, og Sigurjón Jóns- son. f. 16. maí 1875, d. 20. apríl 1956. Systkini Ásgeirs voru: Guðrún Sigríður, f. 28. júlí 1901, d. 2. febrúar 1962, Jón Ágúst, f. 15. ágúst, 1902, Jó- hanna, f. 29.' júlí 1911, Þuríður, f. 3. nóvember 1912, d. 25. október 1993, Margrét, f. 27. mars 1916, d. 29. nóvem- ber 1995, Stefanía, f. 11. máí 1918, og Víglundur, f. 23. desember 1920. Ás- geir var ókvæntur og barnlaus. Útför Ásgeirs fer fram frá Fossvogs- kirkju á morgun, mánudaginn 1. júlí, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar Ásgeir fæddist voru for- eldrar hans í vinnumennsku. Þeim hafði ekki tekist að fá leigða jörð til ábúðar, því á þessum tíma var meiri eftirspurn en framboð á bú- jörðum í Suðurdölum. Ekki gátu þau Kristín og Siguijón haft dreng- inn hjá sér, þar sem þau voru í vinnumennsku. Þau komu því Ás- geiri viku gömlum í fóstur til hjón- anna Hólmfríðar Baldvinsdóttur og Snorra Þorlákssonar, bónda á Erps- stöðum. Hjá þeim var Ásgeir í sex og hálft ár. Á vordögum árið 1911 flutti hann til foreldra sinna í Geirs- hlíð. Þau tóku á leigu hálfa jörðina og bjuggu þar í 11 ár. Síðar bjuggu þau lengst af í Kirkjuskógi. Fljót- lega eftir fermingu fór Ásgeir í vinnumennsku á bæi þar í sveit og vann alla algenga sveitavinnu sum- ar og vetur. Skepnuhirðing að vetr- arlagi gat verið mjög erfið fyrir óharðnaðan ungling, ekki síst ef veður voru vond. Oft gat þetta ver- ið mjög kaldsamt, enda voru skjól- föt allt önnur í þá daga en nú á tímum. Ásgeir minntist stundum á snjóaveturinn 1920 þegar mánuð- um saman var ekki hægt að brynna nökkurri skepnu úti vegna fann- fergis og illviðra. Allt vatn var bor- ið langar leiðir í fötum, bæði handa mönnum og skepnum. Einnig var allt hey borið á bakinu úr heygarði í öll skepnuhús, hvernig sem veður og færð var. Hann sagðist þá oft hafa gengið þreyttur til hvílu á kvöldin. Eftir tvítugt var Ásgeir ekki fastráðinn vinnumaður en tók þá vinnu sem bauðst hveiju sinni, svo sem kaupavinnu, vegavinnu, skepnuhirðingu o.fl. bæði í Dölum og víðar. Um þrítugt fluttist hann til Reykjavíkur og vann á ýmsum stöðum þar sem vinnu var að fá. Það mun svo líklega hafa verið 1946 sem Ásgeir hóf störf hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur og vann hann þar samfleytt í 16 ár. Aðal- vinnan var að grafa skurði fyrir jarðstrengi víðs vegar um borgina. Svo kom ný tækni við þessa vinnu og þeir sem stritað höfðu með haka og skóflu voru látnir hætta. Þá fékk Ásgeir starf hjá Reykja- víkurborg við sorphreinsun og vann við það þar til hann hætti störfum vegna aldurs. Ég kynntist Ásgeiri mági mínum fyrst 1948. Með okkur tókst gþð vinátta, sem hélst alla tíð síðan. Ásgeir keypti sína fyrstu íbúð 1951 á Silfurteigi 3. Það var tveggja herbergja íbúð í kjallara. Hann leigði okkur hjónunum með tvo litla drengi annað herbergið og eldhúsið, en hafði hitt herbergið sjálfur og var í fæði hjá okkur. Við bjuggum þarna í rúmt ár í sátt og samlyndi, þótt þröngt væri. Ásgeir var mjög þægilegur í sambýli og barngóður. Hann seldi svo þessa íbúð á Silfurteignum eftir nokkur ár og keypti íbúð í Eskihlíð 16. Árið 1963 seldi hann íbúðina í Eski- hlíðinni og keypti þriggja herbergja íbúð á Víðimel 21 og bjó þar til æviloka. Fyrstu árin leigði hann út frá sér hluta íbúðarinnar. Ásgeir var sérstakt prúðmenni og orðheldinn með afbrigðum. Hann var mikið snyrtimenni, alltaf hreinn og þokkalegur til fara, jafnvel þó hann væri í moldarvinnu. Hjá hon- um höfðu allir hlutir sinn ákveðna stað. Eftir notkun var hver hlutur látinn þar sem hann átti að vera, svo aldrei þurfti að leita að neinu. Ásgeir var mjög stundvís, bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum og ætlaðist til þess sama af þeim, sem hann hafði samskipti við. Hann var hlédrægur og hógvær að eðlisfari. Hann hafði samúð með þeim sem voru minnimáttar og greiddi oft götu þeirra. Ásgeir hafði yndi af lestri góðra bóka og las mikið með- an heilsan leyfði. Hann var gæddur sérstöku minni, sem var svo til óbil- að, þar til hann fór í sjúkrahús í mars sl. Við hjónin minnumst þess sérstaklega í heimsóknum okkar til hans, þegar rifjað var upp ýmislegt úr Dölum, hversu ótrúlega Ásgeir mundi allt í smáatriðum. Nú kveðj- um við góðan og vandaðan dreng, sem alls staðar kom sér vel meðal samferðafólks. Að endingu þökkum við hjónin Ásgeiri samfylgdina á HJONA- BANDS- SKÓLINN SÍMI: 562-9911 Opiö hugleiðslukvöld kl. 20.30. Leidd hugleiðsla af Kristínu Þor- steinsdóttur í Sjálfeflissalnum, Nýbýlavegi 30, Kópavogi, (geng- ið inn Dalbrekkumegin). Aðgangseyrir. 350 kr. Allir velkomnir. Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. fcimlijcílp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16. Mikill almennur söngur. Samhjálparkórinn tekur lagið. Barnagæsla. Samhjálparvinir vitna um reynslu sína af trú. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. Rauðarárstíg 26, Reykjavik, símar 561 6400,897 4608 Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altaris- ganga öll sunnudagskvöld. Prestur: Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. KROSSINN Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Barnagæsla er meðan á sam- komunni stendur. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. e**urinn\ KrisliS samfélag Samkoma í Góðtemplarahúsinu, Suðurgötu 7, Hafnarfirði, í dag kl. 20.00. Jón Þór Eyjólfsson predikar. Allir velkomnir. Hverfisgötu 105,1. hæð, sími 562 8866 Sameiginleg samkoma með Styrk ungafólksins í kvöld í Veginum, Smiðjuvegi 5, Kópa- vogi. 40 manna hópur frá USA kemur ásamt Richard Perinchief verða með predikun, dans og drama. Láttu sjá þig. Almenn samkoma í Beiðholtskirkju kl. 20.00. Lofgjörf og fyrirbænir. Andi Guðs starfar enn í dag. Allir velkomnir. ^ Hjálpræóis- herínn Kirkjustræti 2 Kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma. Umsjón: Áslaug Haugland og Gils Guðmundsson. Allir hjartanlega velkomnir. Grensásvegi 8 Samkoma kl. 11. Gail Perinchief prédikar. Sjónvarpsútsending á OMEGA kl. 16.30. Ath. Kennsla á miðvikudag kl. 20. Ailir hjartanlega velkomn- ir til okkarl Tjaldsamkoma verður kl. 20.00 í Suðurhlíðaskóla, Fossvogi. 40 manna hopur frá USA ásamt Richard Perinchief verður með predikun, dans og drama. Einnig stórtónleikar kl. 11.00 á hafnar- svæði í miðbæ Reykjavíkur. Láttu sjá þig ef þú þorir! auglýsingar v VEGURINN J Krístið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Kvöldsamkoma kl. 20.00. Richard Perinehief predikar. Allir veikomnir. Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28 Samkoma fellur niður vegna Al- menna mótsins i Vatnaskógi. Mannræktin, Sogavegi 108, (fyrir ofan Garðsapótek), sími 588 2722. Skyggnilýsing Lesið í spil Þriðjudagskvöldið 2. júlí kl. 20.30 á Sogavegi 108 fyrir ofan Garðsapótek. Einnig verður les- ið úr dýraspilum (Medicine cards) o.fl. Aðgangseyrir kr. 1.000. Uppl. í síma 588 2722. Ingibjörg Þengilsdóttir, miðill, Jón Jóhann, seiðmaður. Frá Sálarrannsóknarfélagi íslands Lokað verður hjá félaginu frá 1. júlí til 28. ágúst vegna sumar- leyfa. Þórunn Maggý Guðmundsdóttir, sími 552 9400, Bjarni Kristjáns- son, simi 421 1873 og Simon Bacon sími 552 4273, bjóða þeim sem þess óska að hafa samband við sig vegna fyrir- bæna eða einkafunda á meðan á sumarlokun stendur. Kærar kveðjur SRSl. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Lofgjörðarhópur Fíiadelfíu leiðir söng. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Barnagæsla fyrir börn undir grunnskólaaldri. Láttu sjá þig, þú ert innilega velkominn! Ath. breyttan samkomutíma. Dagskrá vikunnar framundan: Miðvikudagur: Lofgjörð, bæn og biblíulestur kl. 20.00. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Dagsferðir Ferðafélagsins: Sunnudagur 30. júní: 1) Kl. 08.00 Þórsmörk - dags- ferð. Verð kr. 2.700. 2) Kl. 10.30 Reykjavegur 5. ferð. Gengið frá Kaldárseli í Bláfjöll. Verð kr. 1.000. 3) Kl. 13.00 „Rauðuflög - Nesjavellir,'' fjöiskylduganga. Verð kr. 1.000. Miðvikudagur 3. júli kl. 08.00: Þórsmörk - dagsferð. Kynnið ykk- ur hagstætt verð á sumarleyfi í Þórsmörk. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin, og Mörkinni 6. Helgarferðir 5.-7. júli: 1 )Landmannalaugar - Hrafn- tinnusker - Torfajökull, skíða- og gönguferð. Gist í Laugum og Hrafntinnnuskeri. 2) Landmannalaugar - Veiði- vötn. Gist í Landmannalaugum. 3) Þórsmörk - Langidalur. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.í. Ferðafélag íslands. FERÐAFELAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Ferðist um ísland í sumar Fjölbreyttar sumarleyfisferðir 1. Nátturuskoðunarferð á Snæfellsnes 5.-7. júli (3 dagar). Hnappadalur, Hítardalur og Löngufjörur. 2. „Vatnaleiðin" Hreðavatn - Hítarvatn 5.-7. júlí (3 dagar). Bakpokaferð um Langavatnsdal og Hítardal í Hnappadal. Göngutjöd. 3. Stiklað um Þingeyjarsýslur 13.-18. júlí. Fjölbreytt öku- og skoðunarferð. Sprengisandur, Mývantssveit, Jökulsárgljúfur, Slétta, Skagafjörður, Hveravell- ir. Gist í húsum. 4. Kerlingarfjöll - Gullfoss 12.-16. júlí Gönguferð á slóðum nýju árbókarinnar um svæðið milli Hvitár og Þjórsár. 5. Hornstrandir: Ystu strandir norðan Djúps 18.-27. júlf. Gist í góðum húsum í Hlöðuvík og Rekavík. Auðveld Hornstranda- ferð. 6. Hornstrandaganga frá Hesteyri í Reykjafjörð 18.-27. júlí. Spennandi bakpokaferð. Aukaferð í Norðurförð á Ströndum 12.-15. júlí. Brottför föstud. kl. 18.00 og komið til baka á mánudagskvöldinu. Stytt útgáfa af ferðaáætlun sólstöðu- ferðarinnar. Gist í húsi F.f. Bjoðum einnig upp á rútuferð í ísafjörð miövikudaginn 3. júlí og til baka fimmtudag 4. júlí frá isafirði. Gönguferðir miili Landmanna- lauga og Þórsmerkur eru byrj- aðar, 5 og 6 daga ferðir í allt sumar. Kynnið ykkur möguleik- ana. Undirbúningsfundir fyrir ferð- irnar eru öll mánudagskvöld kl. 20.00 í Mörkinni 6 (risi). Munið árbókina 1996, Ofan Hreppafjalla. Árgjaldið er 3.300 kr. og árbókin er innifaiin. 500 kr. aukajald fyrir inn- bundna bók. Ferðaféiag íslands. Sumarleyfisferðir 8.-11. júlí Aðalvík Ferðin hefst á (safirði. Siglt með Fagranesinu í Vestur-Aðalvík og þar dvalið í tjöldum allan tímann. Gengið á Darra, Ritinn, Straums- nesfjall, í Rekavík og að Hest- eyri. Verð kr. 9.600/10.500. 8. -15. júlí Aðalvík - Horn- vik Ferðin hefst á ísafirði. Siglt með Fagranesinu í Vestu-Aðalvík. Gengið með farangur á milli vika og gist í tjöldum. Frábært ferða- svæði. Fararstjóri Jón Björns- son. Verð kr. 11.800/12.900. 9. -14. júlí Landmannalaug- ar - Rauðibotn Ekið í Landmannalaugar og gengið í Hattver. Á öðrum degi gengið yfir Torfajökul og i Strúts- laug. Þriðja dag er farið suður með Hólmsárlóni og í gíginn Rauðabotn. Tjaldferð um eitt stærsta líparit- og hrafntinnu- svæði landsins. Verð kr. 9.700/10.600. 9.-14.júlíEldgjá- Rauðibotn, trússferð Gengið frá Ófærufossi suðvest- ur eftir hinni hrikalega fögru eldsprungu í gíginn Rauðabotn. Skoðunarferð í Hólmsárlón og Strútslaugar. Ákaflega fagurt landsvæði. Gist í tjöldum. Verð kr. 14.700/15.800. 9.-12. júlí Bifröst - Hítar- vatn Ekið að Bifröst, gengið að Vikra- vatni og tjaldað. Farið um Langa- vatn, Háleiksvatn og Gínanda- klif. Gengið með farangur og gist í tjöldum. Ferðin endar í Hítardal. Verð 7.300/8.100. 15.-18. júlíHornvík Ferðin hefst á ísafirði. Bæki- stöðvaferð í Hornvik en gengið verður að Hornbjargsvita, um Almenninga, á Horngnípu og Hælavíkurbjarg. Verð kr. 11.800/12.900. 15.-22. júlí Hornvík - Reykjafjörður Ferðin hefst á ísafirði. Gengið á fjórum dögum til Reykjafjarðar. Dvalið tvo daga í Reykjafirði þar sem er sundlaug og góð tjaldað- staða. Farið í dagsferðir á Drangajökul og Geirólfsgnúp. Flogið til (safjarðar. Verð kr. 12.900/14.300. 18.-22. júlí Reykjafjörður Ferðin hefst á Isafirði. I Reykja- firði er góð tjaldaðstaða og sundlaug. Farið í dagsferðir á Drangajökul og Geirólfsgnúp. Flogið til Isafjarðar. Verð kr. 15.800/16.900. Útivist. Dagsferð 30. júní kl. 10.30 Reykjavegurinn, 5. áfangi, Kaldársel - Bláfjöll. Dagsferð 7. júli kl. 09.00 Fjalla- syrpan, 5. áfangi, Hekla. Helgarferðir 5.-7. júlí 1. Kl. 20.00 Mýrdalsjökull. Gist í húsi á Emstrum og gegnið á skíðum yfir Mýrdalsjökul. I Bása á sunnudag. Verð 8.400/9.100. 2. Kl. 20.00 Básar í Goðalandi. Það er alltaf jafn gaman í Þórs- mörkinni og nágrenni. Verð 4.900/4.300, tjaldgisting. 3. Kl. 20.00 Lakagígar, ferð um stórkostlegt svæði, austan Skaftár, í fylgd heimamanna. Helgarferðir 6.-7. júlí 1. Kl. 08.00 Jurtum safnað í Þjórsárdal. Fræðst um lækningajurtir og matjurtir í fallegu umhverfi. Laugardagur 6. júlí Kl. 09.00 Fimmvörðuháls frá Básum. Ferð fyrir alla sem vilja ganga niður af hálsi i Bása og njóta stórbrotins útsýnis. Uppselt i helgarferðir á Fimmvörðuháls. Miðar óskast sóttir eigi síðar en á þriðjudag. > Landmannaiaugar - Básar 3.-7. júlí Kl. 08.00 Sjaldan eöa aldrei hef- ur leiðin komið jafn vel undan vetri og nú. Það er ógleymanlegt að ganga leiðina rétt eftir sumar- sólstöður í magnaðri birtu. Nokkur sæti laus vegna forfalla. Verð 12.700/13.900. Fararstjóri Árni Jóhannsson. Vatnajökulsferð 5.-13. júlí Örfá sæti laus í þessa einstöku ferð þar sem gengið er þvert yfir jökulinn. Undirbúnings- og kynningarfundur þriðjud. 2. júli kl. 18.00. Fararstjóri Jósef Hólmjárn. Jeppadeild 2. júlí kl. 20.30 Almennur fundur á Hallveigarstíg 1. Fariðyfirferð- ir sumarsins 6.-7. Gróðursetn- ingar- og skemmtiferð á Hauka- dalsheiði. Útivist auglýsir eftir sjálfboða- liðum tll skálavörslu í Fimm- vörðuskála. Netslóð: http://wwww.centrum.is/utlvist Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.