Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ KUBUANNALL ISLENDINGS \ ./ mk m1. , ■ M uLiuvivn asa eso. 5 BYLTINGIN lifir enn — á veggspjöldunum að minnsta kosti. Skyndikynni af landi Kastrós Það eru aðeins um 100 mílur sem skilja að hina voldugu miðstöð kapítalismans, Banda- ríkin, o g hið niðumídda og úrsérgengna kommúnistaríki, Kúbu. Glúmur Baldvinsson gerði þar stuttan stans á dög- unum og segir frá því hvemig þetta síðasta vígi heimskommúnismans í þessum hluta veraldar kom honum fyrír sjónir. AÐ ER stutt á milli hlát- urs og gráturs; á milli sólar, sands og gjálífis undir alræði dollarans og olíumengaðra öngstræta og hórlífs í heimi verðlausrar gjaldmyntar Fidels; á milli Miami Beach og Havana, reyndar rétt rúmar 100 mílur. Hin ósýnilega hönd er fjarri góðu gamni í Kúbu, hvað þá hðnd guðs. Á þessari eyju, sem er miklu minni en ísland en hýsir 11 milljón- ir manna, er það hið sýnilega hand- afl einræðis, volæðis og miðstýr- ingar sem ríkjum ræður; hönd Kastrós. Já, það eru aðeins um 100 mílur sem skilja að hina voldugu miðstöð kapítalismans og hið niðurnídda og úrsérgengna kommúnistaríki. Og um þessa 100 mílna leið hefur yfir milljón Kúbveija ferðast á spýtnabraki í leit að frelsinu. Sum- ir komust heilir í höfn fyrirheitna landsins, eiga dollara og ráða ríkj- um, en aðrir urðu sjávarguðnum að bráð eða fylgifiskum hans, hák- örlunum, eða hvoru tveggja. Sjálfur fór ég með flugvél frá Miami til Kúbu, reyndar tveimur því Bandaríkjastjórn hefur brugðið fæti fyrir beint flug á milli ríkj- anna eftir að Kastró lét skjóta nið- ur tvær litlar amerískar flugvélar í andkommúnískum erindum tveimur vikum fyrir ferðalag mitt. Mér var reyndar tjáð að Clinton bannaði mér sem námsmanni í Bandaríkjunum að fara til Kastrós, en út vildi ek og eftir stutt stopp á Bahamas flaug ég með 20 ára gamalli rússneskri breiðþotu til hinnar forboðnu eyju. Og hvað sá ég? Ég sá spánsk- ættaðar glæsihallir Havanaborgar sem mega muna fífil sinn fegurri, ég sá olíumyrkvuð öngstræti, bensínlausar Lödur, Chevroletta frá sjötta áratugnum, sem flestir hafa staðið í stað þar sem þeir voru yfirgefnir árið 1959, dollara- þyrstar hórur, tannlausa karla, óþrifna hungraða hunda, hag- fræðimenntaða leigubílstjóra, bet- landi strákgemlinga, kvenmanns- holla túrista, spánska, ítalska, kanadíska; hermenn með byssur og löggur með kylfur. Kastró var hvergi en húskarlar margir og tómthúsmenn. Ég sá engan Macdonalds, engan Subway né Planet Hollywood og engan Kana yfirleitt. í fyrstu var ég fjarveru ameríska hamborgara- kúltúrsins feginn. „Loksins laus úr prísund ofneyslu og yfirborðs- mennsku, hégóma og tilvistar- kreppu. Hér var menning og sjarmi, hugsaði ég, einhver dulúð og dýpt. En Adam var ekki lengi í Paradís. Ég viðurkenni að þremur dögum síðar þráði ég ekkert heitar en að komast heim í vestrænt ör- yggið, stöðugleikann og þægileg- heitin. Mig langaði í Big Mac. Ég kom mér fyrir á glæsilegu hóteli í miðjum gamla hluta Hav- anabörgar, Hotel Inglaterra. Og líkt og borgin sjálf var hótelið tígu- legt hið ytra, forsalurinn ríkmann- lega skreyttur vængjahurðum, voldugum málverkum, útskornum vegglistum og marmara undir flygli píanóleikarans. Eftir að ég steig upp á aðra hæð fór að halla undan fæti og gamanið kárnaði. Herbergið var þó með svölum, sem á hverri stundu virtust á förum. Heita vatnið kom aldrei og fæðið bragðaðist einna helst eins og rot- varnarefni. Og þannig er Havana, hún opn- ar þér gyllt hliðið sem er minnis- varði fornrar frægðar og spánska gullsins sem á einum tíma safnað- ist saman á hafnarbakkanum. Þeg- ar inn fyrir er komið verður lýðum ljóst að gullið er farið eða grafið og Lenín, Stalín og kameratar eru ekki lengur hér til að ala á sjálfs- blekkingunni. Havana er vitnis- burður um mistök sem reynt er að sópa undir teppi. Ekki var ég fyrr stiginn út á torg þegar mistökin helltust yfir mig, umkringdu og umvöfðu í allri sinni mynd. „Where are you from? Do you speak English? Give me a cigarette! Do you want me...?“ Öðruvísi mér áður brá. Ekki gat ég slitið mig lausan fyrr en tíu dollurum og ellefu sígarettum síð- ar. Svo hrökklaðist ég aftur inn á griðasvæðið er ber nafn hins forna nýlenduveldis, Hotel Inglaterra, fékk mér bjór og safnaði kröftum fyrir næsta úthlaup. Kannski ég skilji nú betur hvern- ig Kananum og Bretanum leið er þeir örkuðu um götur Reykjavíkur stríðsáranna í flottum búningum með dollara og tyggjó og konur á hælunum. Þannig er það víst þegar fyrsti heimurinn sækir þann þriðja heim. Allt í einu var ég Don Juan Havana, guðs gjöf til kúbverskra kvenna... að því er virtist. En þeg- ar betur var að gáð var ég ekki einn um það, líklega gilti það sama um hveija einustu veru af karlkyni sem hér var í heimsókn. Og þá fór nú mestj ljóminn af þessu, að mér fannst. í mér sáu konurnar gang- andi dollara í leðurskóm frá Italíu og hugsanlegan flugmiða aðra leið- ina frá helvíti. Líkt og í Reykjavík er Havana full af fólki sem vonar, langar og dreymir nema hvað allt virðist miklu ijarlægara og torsótt- ara í hitasvækjunni undir olíuský- inu. Eitt kom mér, sér í lagi, spánskt fyrir sjónir, nefnilega það að á götunum hitti ég fjölda fólks sem átti það sameiginlegt að vera annaðhvort með sífellda fjörkippi í andliti eða asmaköst. Nú er ég enginn sérfræðingur um öndunar- færi né taugakerfi manna en sá grunur læðist að mér að þessir óþægindi, alltént þau síðarnefndu, hafi eitthvað með mengunina í borginni að gera. Við höfnina fyrir utan gömlu Havana spúir olíu- vinnslustöð eldi og reykmekki yfir borgina 24 klukkustundir á sólar- Hin hliðin á höfuðborg Kúbu Havana - gimsteinn byggingar- listarinnar Ég hef komið víða siðan Pearl Harbor ... en ég sakna aðeins einnar borgar. “ - Robert Red- ford sem fjárhættuspilarinn Jake Weil í kvikmyndinni Ha- vana. - AÐ ER mikil synd að flestir Bandaríkjamenn stimpli Havana sem Beirút Karíbahafsins, þunglamalegt og gleði- snautt tákn um mislukkaða póli- tíska byltingu Fídels Kastrós. Hið rétta er að Havana er ,jú, dapur- leg í bágindum sínum um sinn en hún hefur ekki glatað tíguleika sínum og aðdráttarafli. Þetta er borg sem enn skartar óviðjafnan- legri fegurð á mörgum strætunum, á torgunum og í byggingum sem byggðar voru löngu fyrir tíð Fídels Kastrós. Þrátt fyrir fátæktina og örbirgðina, hrörlegar og að hruni komnar byggingamar og flagnaða málninguna, úir enn og grúir af stórfenglegum perlum bygginga- listarinnar frá tímum landvinninga Spánveija allt fram til sjötta ára- tugar þessarar aldar er halla fór undan fæti. Á stundum minnir borgin á Flórens með sínar tignar- legu hvelfingar og töfrandi ár- bakka Feneyja. En að Havana ÞESSI nýuppgerða íbúðarbygging á breiðstrætinu Prado glóir í sólskininu. minni á Beirút? Af og frá! Hún er miklu evrópskari en svo með breið- strætin sín, stóru torgin og ótelj- andi raðir súlnaganga. Meira að segja París sjálf myndi stundum blikna í sámanburðinum. Engin borg í latnesku Ameríku skartar jafn glæsilegu safni arki- tektúrs frá 16., 17. og 18. öld. Havana hlaut nafn sitt árið 1519 og við hönnun hennar var í einu og öllu farið eftir „indíulögunum" (Law of the Indies), sem sett voru af Filigpi II Spánarkonungi árið 1573. Á grunni þess sem nú kall- ast gamla Havana var áður hin foma nýlenduborg sem með tíman- um stækkaði og dafnaði, strætun- um fjölgaði og þéttbyggðum lá- greistum byggingum sem raðað var saman á sérstaklega kerfis- bundinn hátt, svona eins og á skák- borðsreitum sem brotnir eru upp með torgum með reglulegu milli- bili. Allt skipulag borgarinnar fylgdi nákvæmum lögmálum - þess var vandlega gætt að sérhver súlnagöng og svalir lægju í beinni línu hver við aðra. Heimili vom oft byggð í kringum innanhússgarða sem í raun voru gróskumiklir einkagarðar, vanalega með drykkj- arbrannum. Með tímanum þróaðist Havana í róstusama sjávarborg með þröng- um götum, nægilega breiðum þó til að ríka fólkið gæti komist leiðar sinnar í hestvögnum og fyrir stræt- issalana að athafna sig og auglýsa varning sinn. í gegnum aldirnar sprattu hinar ýmsu tegundir arki- tektúrs upp á götum hennar - allt frá barokk og Art Noveau til már- ískra stílbrigða og Art Deco. Svo kaldhæðnislega sem það kann að hljóma var Havana fyrir tilstilli byltingarinnar þyrmt við hömlulausum vexti háhýsa út um allar heimsins trissur á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum, sem afmáðu margar aldnar perlur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.