Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Fjölskyldan? Fjölskyldan! er lykilorðið sem oftast heyrist um þessar mundir í ræðu og umræðum eftir Elínu Pálmadóttur stjórnmálamanna og annarra sem sækjast eftir hylli almenn- ings. Ætla að einbeita sér að því að gera allt fyrir þessa „fjöl- skyldu". Ekki fylgir sögunni hver hún er. Óneitanlega vekur forvitni hver það er sem við- komandi ætlar taka fram yfir og þá um leið hverja hann ætl- ar að hafa útundan eða ekki skifta sér af. Ef við tökum kjarnafjölskylduna eins og Hagstofan skráir hana, þá er þar um að ræða 66 þúsund fjöl- skyldur í landinu, en þeir sem ekki koma málinu eða yfirlýs- ingu ræðumanns við eru þá 75 þúsund landsmenn. Fyrir þá sem hlusta á loforðin skiptir því máli hver hún er þessi til- tekna fjölskylda með greini. Það getur orðið býsna afdrifa- ríkt fyrir stóran hluta fólksins í landinu. Kannski það sé ferðaskrif- stofu-fjölskyldan, hjón með tvö böm undir 11 ára aldri? Hún kemur oftast fyrir í auglýsing- um og orðið kallar þá vísast fram þá mynd. Skrá Hagstof- unnar er stjórnskýrsluskrá. Kjarnafjölskyldan er skatta- lega fjölskyldan, fólk í hjóna- bandi, í stað- festri sambúð og fólk með barn undir 16- ára aldri. Þar í er því t.d. fólk sem samkvæmt eigin yfirlýs- ingu sefur sam- an um lengri eða skemmri tíma, svo og einstætt for- eldri með ungt barn sitt. Sam- kvæmt nýjum lögum um hjónabönd sam- kynhneigðra vitum við að sam- kynhneigð hjón að minnsta kosti eru fjölskylda og munu fá skattalega meðferð sem slík og þá væntanlega í framhaldi þeir sem eru í sambúð. Aftur á móti eru systkini sem búa sam- an ekki fjölskylda né foreldri með uppkomnum bömum sín- um. Þau sofa ekki saman og þau em utan við „fjölskylduna“. Að vera fjölskylda gengur sem- sagt út á að sofa reglulega sam- an samkvæmt eigin yfirlýsingu um langan eða skamman tíma. Móðirin og þrír synir hennar sem búið hafa saman í áratugi em ekki fjölskylda. Ekki heldur gamli maðurinn á tíræðisaldri sem búið hefur með litla bróður sínum á níræðisaldri í hálfa öld. Eða systkinin þar sem systirin hefur hugsað um heimilið fyrir bræður sína ævilangt. Þau hafa ekki verið fjölskylda síðan þau vom lítil. Slíkt fólk er allt utan „Qölskyldunnar" sem óspart er lofað að hlynna að. Líka hópur- inn af einstæðum feðmm, sem er stærstur af þeim leita til Félagsmálastofnunar Reykja- víkur. Fyrir utan „fjölskylduna" standa semsagt 75 þúsund ein- staklingar, sem ýmist halda einir heimili, kannski áf því að aðrir eru dánir eða farnir, eða halda heimili með einhveij- um sem þeir ekki sofa hjá. Burtséð frá því hvaða fjöl- skyldu ræðumaður hefur í huga eða hvers konar fjöl- skyldu þeir sem á hlusta búa til í huganum — algengast sjálfsagt að það séu hjón með börn — þá hlýtur sá sem ætlar að láta einhvern hafa algeran forgang að, fyrir- gefið orðbragðið, gefa skít í hina. Ef svo væri ekki er óskiljanlegt af hveiju ekki er notað orðalag, sem getur náð yfir alla, svo sem að þetta eða hitt þurfi að gera fyrir landsmenn, íslend- inga eða fólkið í landinu. Kannski er það viljandi að þeir sem alltaf eru að nugga sér utan í „fjölskylduna“ tala svona óljóst um hvaða fjöl- skylda þetta sé. Ætlast ekkert til þess að farið sé svo ná- kvæmlega út í það eða það tekið svo bókstaflega. Segi þeir þetta hártogun, þá geri þeir svo vel og útskýri hvað þeir eiga við með „fjölskyld- unni“ með ákveðnum greini, þessari einu sönnu fjölskyldu. Það skiptir einstaklingana í þessu landi nefnilega töluverðu máli hvort þeir eru skilgreindir innan fjölskyldu eða utan hennar, einkum skattalega þar sem hjón og yfirlýst sambýlis- fólk getur talið fram sameigin- lega, nýtt persónuafsláttinn eftir því sem hentar upp í 80% og hátekjumaðurinn notað ónýttan afslátt hins o.fl. Fólk getur notað skattakort maka síns, en móðir með ungling yfír 16 ára á framfæri getur ekki notað skattakort hans. í það blandast svo alls kyns félagsleg þjónusta og greiðslur samfélagsins. Einstætt for- eldri fær t.d. allt aðrar endur- greiðslur í sambandi við barna- bætur, barnabótarauka o. fl. Bætur eru svo mikið tekju- tengdar og það sameiginlegum tekjum. Barnabæturnar skifta verulegu máli eftir því hvort viðkomandi er skilgreindur fjölskylda eða utan hennar. Svo og margt fleira í velferðar- kerfinu, sem ekki er rúm til að tíunda hér. Ef valda- eða áhrifamann- eskja lofar að beita sér sér- staklega fyrir þá sem eru „inni“, eins og unga fólkið seg- ir, umfram þá sem eru þá úti, þá getur það haft verulega áhrif til mismununar einstakl- inganna. Hvað þá ef lofað er stuðningi til að bæta enn á hann. Kannski eru menn orðn- ir svo samdauna mismunun- inni, sem virðist heldur fara vaxandi en hitt, að þeim er alveg sama ef hægt er að krækja í einhvern stóran hóp sem býst þá við að fá meiri fyrirgreiðslu en aðrir. Það er víst margt skrýtið í kýrhausnum — og öllum haus- um ef út í það farið. Manni býður þó alltaf í grun í þessu sem öðrum efnum, að sá sem ekki getur látið skoðun sína og hugsun í ljós svo skilmerki- lega að meðaljóninn skilji um hvað málið snýst sé annað- hvort ekkert um það að hún skiljist eða viti ékki vel hvað hann er að hugsa eða meina — sé með öðrum orðum óttalegur moðhaus. Og hvernig verður þá framkvæmdin? MAIMNLÍFSSTRAUMAR ÞfÓÐLÍFSÞANKAR /Er einlœgni alltafheppilegf Vissa er betrí en óvissa EINLÆGNI er lykilatriði í mannleg- um samskiptum. Ef fólk nær að tala saman í einlægni er hægt að leysa flest öll mál. Þau leysast kannski ekki á þann veg sem báðir vilja - en þau leysast. Ef þetta er svona ein- falt af hveiju talar fólk þá ekki allt- af saman í einlægni og leysir öll mál? Það er hins vegar önnur saga. Að vera einlægur er ekki alltaf auðvelt og til þess liggja marg- '. Otti, feimni, reiði víslega ástæður. eða slægð geta einlægni. Börn komið í veg fyrir eru einlæg fyrst framan af en þegar vitið vex minnkar oft einlægnin. Upp- komið fólk er margt hvert hrætt við að gefa þann höggstað á sér sem því finnst einlægn- in vera. Þeir ein- lægu þykja barna- legir og þegar verst gegnir „naive“. Ég held að það sé ástæðulaust að óttast einlægnina. Þvert á móti held ég að hún bæti mjög samskipti manna. Ef fólk veit hvað að því snýr verður því rórra. Fátt er verra að búa við en óvissu. Það er ekki bara n eftir Guórúnu Guðlougsdóttur í einkalífinu sem einlægnin skiptir máli. Oft sér maður í lesendabréfum fólk kvarta yfir skorti á einlægni í samskiptum við opinberar stofnanir. Starfsfólkið virðist þá ekki einlægt heldur gefur loðin svör eða dregur viðskiptavini sína á asnaeyrunum, segir þeim endalaust að „koma eftir helgi“ o.s.frv. Þetta getur tekið á taugarnar ekki síst ef fólk er í at- vinnuieit og fær aidrei nein svör sem neitt er byggjandi á, því er hvorki sagt af eða á. Ég hef tekið eftir því að fólk trúir því sem það finnur að er sagt í ein- lægni, hversu ótrúlegt sem það kann að virðast, hins vegar trúir fólk illa því sem mælt er af tvöfeldni, jafnvel þótt það hljómi mjög trúverðuglega. Þetta er af því að eitthvað inni í okkur skynjar mjög vel hvort okkur er sýnd einlægni eða ekki. Ég veit ekki hvað það er sem skynjar muninn á þessu tvennu, en sá munur er sann- arlega fyrir hendi og hann lætur ekki að sér hæða. Það þarf ekki að vera að fólk hafi illt í hyggju sem ekki er einlægt. Miklu oftar getur fólk ekki verið ein- lægt af því að eitthvað hamlar því, svo sem tortryggni og ótti. Því miður eru svo ekki allir einlægninnar verð- ir og á það rekur fólk _sig og vill læra af þeirri reynslu. Ég er ekki viss um að rétt sé að draga þennan lærdóm af reynslunni. Á sama hátt og við höfum í dómskerfinu tilhneig- ingu til þess að láta frekar þá seku sleppa en refsa þeim saklausu, þann- ig ættu þeir sem ekki eru einlægninn- ar verðir ekki að fá að eyðileggja fyrir öllum hinum. Það eru ekki að- eins þeir sem einlægnin er sýnd sem græða, hinir sem sýna einlægnina græða ekki minna. Það er gott að þurfa ekki að vera sífellt að fóðra alla hluti fyrir sér og öðrum heldur geta talað beint út. Fyrir þann sem hlustar er slíkt tal miklu betra, þá er hægt að taka afstöðu til málsat- vika án þess að vita með sjálfum sér að myndin sé öll skekkt og niðurstað- an Jjví óáreiðanleg í meira lagi. Ég er á þeirri skoðun að það sé oftast farsælt að segja fólki eins og er. Það kann að vera að því líki ekki það sem sagt er, en það veit þó að minnsta kosti vissu sína og getur bruðist við í samræmi við það. Fáein orð, mælt í afdráttarlausri einlægni, eru meira verð en löng ræða sem samanstendur aðeins af loðnu og lítt á byggjandi tali. Þetta ættu þeir að hafa í huga sem skipta vð margt fólk, sem og er þetta gullvæg regla í öllum nánari samskiptum. Einlægn- in gæti komið í veg fyrir margan harmleikinn og einnig minniháttar sársauka. En ekkert er þó algilt í þessum heimi. Fyrir kemur að ein- lægnin er augljóslega of þungbær. Aðeins í slíkum tilvikum virðist ein- lægnin ekki af hinu góða - og kannski er hún það samt, oftar en maður heldur. TÆKNIÆr að verða til nýgerð veðurfars í borgum nútímans? Um veðurfar í borgum MÖKKUR yfir borgurn er langt í frá að vera bara mengun í vei\ju- legum skilningi, heldur myndar borgin sitt staðbundna loftslag. ALLIR kannast við að stórborgir heimsins valda mengun innan marka sjálfra sín. Kunnust er efna- mengun frá bílum og reykur og sót frá upphitun húsa og frá verksmiðj- um. Núorðið ber æ meir á annarri gerð af áhrifum lífsstrits okkar inn- an stórborganna. Það er loftslags- breyting, þannig að verulega getur farið að muna á hita og úrkomu innan borgar og skammt utan henn- ar. Það er hins vegar afar háð heild- arveðrinu, þ.e.a.s. utan borgar, hvort myndast staðbundið veður. Þetta fer einkum eftir því hvort vindur er nógu sterkur til að feykja burt því lofti sem borgin nær að móta. Ef heildarúrkoma yfir ár er orðin 10-20% meiri innan borgar en utan, og hitastig sveiflast á milli þess að vera 1-7 gráðum hærra, er réttlætanlegt að tala um að maðurinn hafí valdið sérstöku stað- bundnu loftslagi innan borga. að er á ýmsa mismunandi vegu að borgir ná að mynda stað- bundið veðurfar. í fyrsta lagi er yfirborð þeirra dekkra en ella vegna víðáttumikils malbiks og mann- virkja. Allir vita að dökkt yfírborð sogar til sín geisl- unarorku. Þetta eitt getur valdið hátt í tíu stiga hitaaukningu í hitabylgju og er mest áberandi þegar sólarhitun er mikil. Hvað þetta varðar má segja að gráu sé þætt ofan á svart, valdi hitabylgja t.d. í evrópskri borg 28 stiga hita úti á landi. Hitunin kemur iíka fram þegar kólnar vegna utanaðkomandi áhrifa. Hús eru í sjálfu sér hitagildrur vegna gróður- húsahrifa sinna og einnig á anhan veg: Af venjulegu yfirborði geislar jörðin varma upp í himinhvolfið að nóttu, en húsin mynda einnig hita- gildru í þeim skilningi að varma- geislunin kastast fram og aftur á milli veggja þeirra í stað þess að fara upp. I öðru lagi verður varma- myndun vegna orkueyðslu manna, þ.e. hitunar húsa, aksturs bíla og í iðnframleiðslu. Þessi hitun er afar háð veðufari utan borgarinnar, en ef kyrrt er má ætla að hitunin nemi broti úr gráðu jafnvel hér í lítilli 160 þúsunda manna borg með dreifðri byggð. Það sem gerist er ekki orkueyðsla, heldur má segja að sú orka sem er tekin, t.d. frá Sogi og Þjórsá, valdi því að árnar streymi til sjávar ívið kaldari en ella, en í staðinn sé heitara á þétt- býlissvæðum íslands. Ekkert hefur glatast. Orkan hefur verið flutt til. Ekki má gleyma hitaveitum, en orkuver Hitaveitu Reykjavíkur eru stærstu einstöku orkuvirki á land- inu. Starfsemi sem þessi veldur því að jarðvatn streymir upp ívið kald- ara en ella á virkjunarsvæðum, en frá þéttbýlinu streymir heitara vatn. í þriðja lagi breytast vindar á tvennan hátt. Uppstreymi yfir borg- um vegna hitunar veldur að vindur getur orðið verulegur frá borgar- mörkum inn yfir miðju borgar, sé ekki hvasst að öðru leyti. Einnig veldur háreist byggð því að skýlla er í heild í borgum en úti á landi, en þetta er ekki einhlítt. Hin nei- kvæðu áhrif hárra bygginga á vind þekkja Islendingar vel. Byggingar geta valdið því að sviptivindar hrað- streymnari loftlaga ná niður til jarð- ar, sbr. vindþotur í blokkahverfum austurbyggða Reykjavíkur. í fjórða lagi verður téð úrkomuaukning á þann veg að uppstreyminu yfir borginni fylgir kæling loftsins, sem aftur verður til að raki þess þéttist sem regn eða snær. Mengun, svo sem sót og reykeindir, verður enn til að örva rakaþéttingu. Allt þetta þarf að hafa í huga við skipulagningu borga. Víðáttu- mikil græn svæði draga vitaskuld úr öllum þessum áhrifum. Ekkert virðist þó eins heilnæmt borgarum- hverfinu eins og tré, mörg og stór tré. Þau auka rakastigið, sem er alltaf af hinu góða. Þau soga í sig mengun í ótrúlegu magni og þau skýla. eftir Egil Egilsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.