Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 30. JLINÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Bestu vín Bordeaux frá árinu 1995 liggja enn og bíða í tunnum og töluvert í að þau komi á markað. Stein- grímur Sigurgeirs- son smakkaði sig í gegn um þennan ár- gang í Bordeaux sem beðið er með eftirvænt- ingu um allan heim. Bordeaux’95 WéMfBgl ' Jj& BORDEAUX er og verður upp- haf o g endir alls þegar kem- ur að gæðavínum. Þegar vel tekst til geta engin önnur vín komið með tæmar þar sem risamir í Borde- aux hafa hælana, hvorki hvað gæði né verð varðar. A síðasta áratug lék gæfan við framleiðendur og neytendur Borde- aux-vína og hver frábær árgangur- inn á fætur öðmm leit dagsins ljós. Frá árinu 1990 er hins vegar eins og gæfan hafí snúist við. 1991, 1992 og 1993 vora allt árgangar undir meðallagi (stundum veralega) og þótt að 1994 sé að mínu mati hinn þokkalegasti árgangur á sum- um svæðum Bordeaux uppfyllir hann langt í frá ítrastu kröfur. Það era því miklar vonir bundnar við 1995-árganginn, og vissulega lofar hann mjög góðu. Arið verður kannski ekki flokkað með allra bestu árum aldarinnar en þetta er vafa- laust besta árið frá 1990 og á raun- ar margt sameiginlegt með þeim ágæta árgangi. Árið 1995 fór vel af stað og blómgaðist vínviðurinn tólf dögum fyrr en að meðaltah frá árinu 1952. Mátti sjá ýmsar samiíkingar með áranum 1994, 1982 og 1976 hvað þetta stig varðar. Mánuðimir júní, júlí og ágúst ein- kenndust af heitu veðri og fremur lítilli úrkomu. Svipar árinu mjög til 1990 hvað það varðar en sólarstund- ir voru þó töluvert færri. Þær voru alls 653 í fyrra, meðaltalið er 713, árið 1990 mældust þær 829 en 632 árið 1982. Aðstæður yfir sumarið vora hag- stæðar og þegar dró að uppskera mældist góður þroski og ákjósanlegt sykur- og sýramagn í þrúgunum Cabemet Sauvignon og Merlot (sem era uppistaða rauðra Bordeaux- vína) þótt að vissulega væra undan- tekningar á því, aðallega á ekram þar sem vínviður er ungur, þar sem of mikill vínviður hafði verið gróður- settur eða þar sem jarðvegur leyfði ekki að þrúgurnar næðu fullum þroska. Nokkuð kólnaði í september, rign- ing mældist jrfír meðallagi og dró það nokkuð úr hugsanlegum gæðum uppskerannar. Þrátt fyrir það mæld- ust gæði uppskerannar sambærileg við gæði ársins 1990. Engin stærri vandamál komu upp við víngerðina sjálfa hjá Grand Cra-framleiðendum Bordeaux-héraðsins í fyrra þó að einstaka sinnum hafí þurft að grípa inn í geijunina vegna of hás hitastigs. Líkt og oft áður eft- ir heit sumur náðu hvítu Sauvignon Blanc-þrúgumar ákjósanlegum þroska þar sem að kalkríkan jarðveg var að fínna | og lofa vínin mjög góðu varðandi hin hefðbundnu þurru Bordeaux-vín, s.s. Én- tre-deux-Mers. I Gra- ves, þar sem jarðvegurinn er frábragðinn þeim í Gir- onde, eru meiri sveiflur gæðum vínanna. Þar sem vel hefur tekist til í Graves eru hvítvínin í háum gæðaflokki, ekki síst í Pessac- Léognan, hreinn og samþjappaður ávöxtur með góðu sýrustigi. Meðal þeirra sem mér þótti mikið til koma má nefná: Smith-Haut-Lafítte, Olivier, La Louviere, Domaine de Chevalier, Ch. de France og Car- bonnieux. Rauðu Graves-vínin koma mis- jafnlega út og virðist ekki hafa tek- ist eins vel til og í Gironde og Médoc ólíkt því sem var árið 1994. Nokkur vín skera sig SSÖH •? " IP -* i þó úr hvað gæði '% varðar og ber sér- staklega að nefna Ch. de Fieuzal, Pique-Caillou og Smith-Haut-Lafítte auk Pape-Clément sem bar höfuð og herðar yfír önnur rauð Graves- vín í þessari smökkun. I Gironde-héruðunum St. Emilion og Pomerol einkennist árið 1995 af fáguðum, ekki ýkja tannískum vínum, þar sem vel hefur tekist |j að halda til haga margslungnum bragðeinkennum þessara vína. Þó að meðalgæðin séu mjög góð era hins vegar ekki mörg vín sem ná afbragðsgæðum og raunar virðast það helst vera þau fáu vín héraðsins þar sem Cabemet Sauvignon er ríkj- andi en ekki Merlot sem best hafa heppnast. Vil ég sérstaklega nefna Ch. Figeac. Cheval Blanc stendur á% 9 WW einnig vel fyrir sínu í St. Emilion. Pomerol-vínin era þó mörg góð, ekki síst Clinet, Vieux-Chateau- Certan og Gazin. Conseillante, sem bar af árið 1994, nær ekki sömu hæðum í þetta skipti. Oðra fremur er 1995 hins vegar Médoc-árgangur og unnendur vína frá Margaux, Pauillac, St-Éstephe og St. Julien eiga því gott í vændum. Muscadet HVÍTVÍN frá Muscadet-héraðinu eru með sígildustu sjávarrétta- vínum Frakklands. Þau hafa hins vegar átt undir högg að sækja í samkeppninni á síðustu árum vegna nokkurra lélegra árganga í röð en miklar vonir eru bundn- ar við árganginn 1995 auk þess sem ýmsar breytingar hafa verið gerðar á reglum til að ýta undir sérstöðu héraðsins, m.a. með nýrri flösku fyrir „sur lie“-vínin, sem sett eru beint á flösku án þess að botnfallið sé síað frá. Jean-Emest Sauvion, frá Sauvion & Fils, sem þekktastir eru hér á landi fyrir Chateau de Cléray, segir samdráttinn ekki hafa snert sitt fyrirtæki að ráði en í Loire-dalnum öllum verði menn nú varir við meiri pantanir en undanfarin þijú ár. 1989-90 hafi verið góðir árgangar, 1991 slæmur, 1992 mjög slæmur, 1993 og 94 ágætir en með 1995 væri loks kominn framúrskarandi ár- gangur. A meðan allt gekk í hag- inn hækkaði verð ört og náði hámarki árið 1990. Er vínviður- inn fraus í apríl 1991 dróst fram- boðið á vínunum verulega saman og segir Sauvion að margir hafi þá fallið í þá gildru að selja allt sem til var, líka rusl. Þetta hafi leitt til verðlækkana og gert marga neytendur fráhverfa Muscadet. „Muscadet-vínin verða að ein- kennast £if ferskleika og stærsta vandamál okkar er skortur á sýru. Vínin okkar eiga að vera skralþurr, með nær 0% af eftir- sykri, en á sama tíma er sýrustig- ið lægra en í Chardonnay-vínum. Ef of heitt er í veðri er því hætta á að vínin verði flöt og of bragðsterk. Vandinn er að ná góðu jafnvægi á milli bragðsins og mýktarinn- ar.“ Muscadet-vínin eru framleidd úr þrúgunni Melon de Bourgogne og skiptist héraðið í nokkra undir- flokka. Venjuleg Muscadet-vín, Muscadet-vín, þar sem svæði er skil- greint, og sur lie- vín. Til að efla gæði vínanna hef- Margaux-vínin eru mjög heild- stæð að gæðum og vafalítið þau bestu frá 1990. Cabernet-þrúgurn- ar hafa náð miklum þroska og er niðurstaðan massamikil vín sem taka í og sýna mikla dýpt. Ef nefna á einhver sem heilluðu sérstaklega má nefna Dauzac, Durfort-Vivens, Giscours og Palmer. Risarnir koma hins vegar frá Pauillac, St. Julien og St. Éstep- he. Gífurleg. vín, með frá- bærri bragðsamþjöpp- un. Hörð og tannísk vín sem ættu að eiga langt líf fyrir höndum. Sígild vin de garde, vín til geymslu. Af premi- er grand cru-ví n- unum undan- skild- um, sem era í sér- flokki, g || stóð kannski einna helst Léo- ville-Poy- ferre upp úr ásamt Pichon-Comt- esse de La- lande. Loksins hefur líka flest gengið upp í Sauternes. Engin vín Bördeaux eru jafnviðkvæm fyrir duttlung- um náttúrunn- ar og eðalsætu hvítvínin þaðan og á undanförn- um áram hafa vínræktendur orðið að horfa upp á hveija upp- skerana á fætur annarri þar sem veðurfar hefur spillt víninu. Nú er hins vegar annað upp á teningn- um og því geta unn- endur þessara vína átt von á jafnt bestu Sauter- nes-vínunum frá 1990 sem og veralegum verðhækkunum. Flest Sauternes-vínin einkennd- ust af hreinni eðalsætu og tæru bragði, algjörlega lausu við þau hvimleiðu myglueinkenni er spillt hafa fyrir síðustu ár- göngum. Rieussec ber af en önnur á borð við Rayne- Vigneau, Suduiraut og Sig- alas-Rabaud eru ekki síð- ur fyrsta flokks. Raunar * -♦siíS' svekkti ekkert vínanna frá i :■«&;!? Sautemes og Barsac að þessu sinni. ur reglum nú verið breytt á þann hátt. að nýju svæði hefur verið bætt við (Cote de Grand-Lieu) og ein- ungis vínum frá til- teknum svæðum er leyft að nota skilgrein- inguna surlie, Þá hafa reglur , um leyfilegt uppskerumagn á hektara verið hertar verulega. f Sauvion segist vona að þetta muni efla traust neytenda á Muscadet á ný. „Neytendum var boðið upp á lélegan Muscadet á háu verði og þeir sneru því baki við héraðinu. Nú sjáum við þá koma aftur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.