Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 B 7 hring og gömlu Lödurnar og rúss- nesku mótorhjólin með hliðarvögn- unum virtust í engu afkastaminni. Öreigar sameinaðir í Kúbu Brátt tók mér að finnast vistin dýr á Inglaterra (65$ nóttin). Ég hitti fjölda fólks sem var búið og boðið að veita mér „habitacion particular“ eða svefnpláss í heima- húsi. Á næstsíðasta degi heim- sóknarinnar lét ég til leiðast að kanna málið og fékk einn „boxing champion" (margir ungir menn ganga undir því orðasambandi) til að lóðsa mig í heimahús nokkurt. Þar var hátt til lofts en rökkvað mjög því engir voru gluggarnir, allavega ekki í sjónfæri. Á móti mér tók húsfreyjan, læknirinn án sjúklinga og hagfræðingurinn, eig- inmaður hennar, án hagsældar. Enn einn hagfræðingurinn, þá vantar ekki á Kúbu, bara djobb. Þetta voru öreigar í leit að salti í grautinn sem ekki fékkst með vinnu fyrir hið opinbera. Mér var í kot vísað en borgaði gjaldið, 10 dollara fyrir næturgistingu (rétt tæp mánaðarlaun hagfræðingsins) og kúbukaffi að morgni. Báðir töldum við okkur hafa gert góð kaup. Eftir hrun Sovétríkjanna og leppríkja þeirra í Austur-Evrópu hlupu margir til og fullyrtu að nú væri kommúnisminn endanlega tröllum gefinn. Flestir spáðu því að með þessum óvæntu endalokum í austri yrði klippt á líflínuna vest- ur til Kúbu og þar með á lífdaga kommúnistastjórnarinnar. En læri- sveinninn skeggprúði, Fidel Kastró, snýr ekki svo auðveldlega baki við gamalli speki, þ.e. ævi- starfi sínu. Og hann virðist lífseig- ari en margan grunaði. Sá gamli viðheldur heilsunni með líkams- rækt, efnahaginum með túrista- dollurum og síðast en ekki síst lætur hann aldrei sjá sig á torgum á meðal fólksins; fólksins sem hann gerði byltingu fyrir. Eitt markmið hinnar kommún- ísku byltingar hefur heppnast í Kúbu. Þar hafa öreigar sameinast. Fidel lifir og heim vil ek. Höfundur er MSc í alþjóðafræðum frá London School of Economics og námsmaður í University of Miami. í BAKGRUNNINUM er hvelf- ing fyrrum ríkisþinghúss Kúbu. Þetta er mjög vel gerð eftirlíking af alríkisþinghúsi Bandaríkjanna í Washington. byggingalistarjnnar. Þetta má að stærstum hluta þakka það að Kastró lagði blátt bann við einkafj- árfestingu strax eftir byltinguna 1959. Tíminn nam staðar í Havana og eftir stendur óspjallað safn borgararkitektúrs fjögurra alda. En nú þegar Kúba berst í bökk- um við að lækna þau efnahagslegu mein sem á hana heija með túr- isma og erlendri fjárfestingu ótt- ast margir sem dást að fegurð Havana - beggja vegna Flóijda- sundsins — að hin fornu dýrmæti sem þessi gimsteinn af borg geymir vegi nú salt á brún algerr- ar eyðileggingar. FRAMHLIÐIN getur verið nógu snotur þótt viðhaldi sé ekki fyrir að fara .... en öðru máli gegnir iðulega um bakhliðina. Kaup og i • •• / kjor í kreppu Afleiðingar hruns kommúnismans i Austur-Evrópu á efnahagsmál Kúbu KÚBA stendur á krossgöt- um. Á árunum 1989 til 1993 dróst efnahags- framleiðsla Kúbveija saman um u.þ.b. 50 prósent og nær allur sá efnahagslegi ávinningur sem byltingin hafði í för með sér hvarf á þessu tímabili. Efnahagur Kúbu hefur frá upphafi byggðar byggst að meginhluta til á fram- leiðslu á sykri og annarri uppskeru til útflutnings. Fyrir 1960 beindist meginþorri þessa útflutnings til Bandaríkjanna. Eftir byltinguna færðust nær öll viðskipti Kúbu til kommúnistaríkja Austur-Evrópu. Hrun kommúnismans þar bitnaði, þar af leiðandi, illþyrmilega á öllu efnhagslífi eyjunnar. Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum var heildarþjóðarfram- leiðsla (GNP) Kúbveija 20,9 billjón- ir bandaríkjadala árið 1989, og hafði vaxið um eitt prósentustig árlega íjögur árin þar á undan. Heilsa at- vinnulífs á Kúbu var svo háð komm- únistablokkinni í austri að meira en 81 prósent af útflutningi hennar og 85 prósent af innflutningi fór um þe^sa einu leið. Með hruni kommún- ismans í þessum ríkjum minnkuðu viðskipti Kúbveija við „kommerata" sína niður í aðeins 7% af því sem áður var. Það er sama hvaða efnahagsvísi er beitt, allir benda þeir til stórkost- legs samdrátts á efnhagslífi Kúb- verja. Viðskiptabann Bandaríkj- anna, sem hrint var í framkvæmd snemma á sjöunda áratugnum, er enn í fullu gildi og það er fyrst nú þegar Kúba siglir efnhagslegan öldusjó sem það virðist koma við kaunin á þjóðinni. Reyndar hefur Bandaríkjaþing nýlega ákveðið að herða enn á viðskiptaþvingunum í garð Kúbu með setningu Helms- Burton-laganna. Markmið þeirra er m.a: „að neita hveijum þeim fram- kvæmdastjóra eða hluthafa í fyrir- tæki sem fjárfestir í eða kaupir bandarískar eignir, sem teknar voru eignarnámi af Kúbustjórn í kjölfar byltingarinnar, um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna; að banna banda- rískum fyrirtækjum að kaupa sykur frá löndum sem keypt hafa sykur frá Kúbu; að veita bandarískum þegnum, sem misstu eignir sínar í hendur stjórnarinnar í Kúbu við byltinguna, rétt til að stefna sér- hveiju fyrirtæki eða sérhveijum ein- staklingi sem hefurtekjur af þessum eignum.“ Ennfremur er í lögunum ætlast til þess að Clinton forseti beiti áhrifum Bandaríkjanna í Al- þjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum til að koma í veg fyrir aðstoð til Kúbu þaðan. Erlent fjármagn haldreipi Kastrós? Viðbrögð ríkisstjómarinnar í Ha- vana við efnahagskreppunni hafa m.a. falist í því að gefa Kúbveijum kost á að höndla dollara og kaupa vörur í sérstökum verslunum sem áður voru aðeins ætlaðar ferðamönn- um. Að auki hefur almennum borg- uram verið veitt takmarkað leyfi til að stunda eigin viðskipti. En helsta haldreipi Kastrós þessa stundina er í erlendu fjármagni. Með þetta að markmiði hefur kommúnistastjórnin gert umbætur á fjárfestingalögum í landinu til að laða að erlenda fjár- festa, sér í lagi til þátttöku í óhefð- bundnum atvinnugreinum (aðallega í ferðaþjónustunni. 1 fyrstu kváðu lögin á um að útlendingar gætu eign- ast allt að 49 prósent í innlendum fyrirtækjum en nýlega voru þau rýmkuð þannig að nú má eignarhlut- ur þeirra fara yfir 50 prósentin. Björgunaraðgerðirnar virðast eitt- hvað hafa hjálpað því efnhagur Kúbu óx um lítil 0,7 prósent árið 1994. En landið glímir enn við mjög alvar- leg vandamál hvað varðar fram- leiðslu, dreifíngu og atvinnumál. Árið 1993 óx ferðaþjónusta á Kúbu um meira en 25 prósent mið- að við árið á undan hvað varðar fjölda ferðamanna og heildartekjur. Éin og hálf milljón ferðamanna heimsótti Kúbu á árinu 1994, sem þýddi 13,4 prósent aukningu frá árinu 1993. Samkvæmt opinberum tölum í Kúbu er áætlað að tekjur vegna ferðamanna á árinu 1995 hafi numið einni billjón dollara sam- anborið við 850 milljónir á árinu 1994. Ríkisstjórnin leitar nú logandi ljósi að erlendu fjármagni og tækni til að geta tekið við auknum fjölda ferðamanna til eyjunnar og því eru umtalsverð tækifæri til staðar fyrir þau erlendu fyrirtæki sem geta afl- að vöru og þjónustu fyrir þennan ört vaxandi iðnað. Ferðaþjónustan er nú í farar- broddi þeirra atvinnugreina sem afla Kúbu gjaldeyristekna. Eins og áður sagði voru tekjurnar 850 millj- ónir dollara árið 1994 eða 40 pró- sent af heildargjaldeyristekjum Kúbu. Samkvæmt opinberum tölum kom sykurframleiðsla í öðru sæti (38 prósent), þá nikkel (10 prósent) og lækningalyf og líftæknifram- leiðsla (5 prósent). Það sem ekki kemur fram á opinbera listanum eru peningasendingar kúbverskra fjöl- skyldna erlendis en þær skipa í raun þriðja eða annað sæti listans. Sam- kvæmt ýmsum áætlunum námu þessar sendingar allt frá 200 til 500 milljónum dollara. Fjölmargir spá falli Kastrós í náinni framtíð og m.a. með slíkar væntingar í huga hafa margir er- lendir fjárfestar beint sjónum sínum til Kúbu með viðskipti í huga. Fram að þessu hafa erlendir fjárfestar í Kúbu aðallega komið frá Kanada, Mexíkó, Spáni og Frakklandi en einnig frá Bretlandi, Þýskalandi og Hollandi. Og það er ýmislegt sem laðar þá að. Kúba er stærsta eyjan í Karíbahafinu og íbúar þar eru óvenju vel menntaðir, jafnvel á evr- ópskan mælikvarða. Eyjan er ná- lægt Bandaríkjunum, sem býður stóran og fjársterkan útflutnings- markað. Þar er mikil þörf á almenn- um neysluvörum og uppbygging hnignandi efnahagskerfis er aðkall- andi. Að auki má gera ráð fyrir, þegar dagar Kastrós á eyjunni eru taldir og þíða hefur komist á í sam- skiptum Bandaríkjanna og Kúbu, að ferðaþjónusta, námugröftur og byggingariðnaður muni verða afar fýsilegt fyrir erlenda fjárfesta. En eins og fram hefur komið eru vandamálin mörg í Kúbu. Segja má að landið sameini alla þá verstu þætti er einkenna vanþróuð og sós- íalísk þjóðfélög. í samanburði við hin fyrrum sósíalísku ríki í Austur- Evrópu má með nokkurri vissu segja að Kúba hafi rekið lestina hvað efnahagsþáttinn varðar. Kúba er t.d. langtum fátækust ef tekið er mið af þjóðartekjum á mann. Þar af leiðandi má búast við því að allir þeir erfiðleikar sem fylgt hafa til-- raunum til umbóta í átt til markaðs- kerfis í gömlu kommúnistaríkjunum í austri muni standa Kúbu enn sterk- ar fyrir þrifum. Þrátt fyrir að stjórn Kúbu hafi gert ýmsar tilslakanir undanfarið til að laða að erlent fjármagn, verð- ur að geta þess að kúbverski Komm- únistaflokkurinn neitar, að minnsta kosti opinberlega, að falla frá að- ferðum marxískrar hugmyndafræði. Kommúnistastjórnin treystir enn á miðstýrðan áætlunarbúskap þrátt fyrir hin augljósu vandræði sem hún hefur ratað í. Fidel Kastró hefur ítrekað staðfest að grundvallaratriði byltingarinnar, félagslegur jöfnuður og réttlát dreif- ing gæða, séu enn í fullu gildi. Þetta hljómar eins og hvert annað gjálfur þegar hliðsjón er höfð af þeim nötur- legu skilyrðum sem Kúbveijar þurfa að búa við í dag - harðræði, skort og hömlur - sem eiga sér engin for- dæmi í Kúbu frá valdatöku Kastrós eða í gervallri sögu eyjunnar. Blað allra landsmanna! - kjarm malsms!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.