Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 B 5 Kairó er mér endalaus upp- spretta nýrrar upplifun- ar og atvika. Það tekur mann meira en vetur að kynnast þessari borg með 18 millj- ónum íbúa — kannski nokkur hundruð þúsund færri og kannski nokkur hundruð þúsund fleiri. Það skiptir ekki svo ýkja miklu til eða frá. Þessi borg er fjarri því að vera falleg ásýndum og ekki er hún hreinleg, hávaðinn er óttalegur og mengunin veldur því að oft fyndist manni ekki veita af að hafa grímu fyrir vitunum. Öll hljóðin, allur gauragangurinn, öll háværa músíkin sem berst um allt, allar lyktimar — smám saman verður þetta bara hluti af mínu daglega lífi og ég hef runnið inn í það, að vísu ekki alveg án fyrirhafn- ar. Því Kairó er stór biti jafnvel þótt maður kynnist ekki nema broti af henni. Allar leiðir liggja frá Tahrir Eitt aðaltorgið í Kairó er Tahrir, við það og í grennd þess eru öll helstu hótelin sem státa af því að vera fimm stjörnu, þar eru ferða- skrifstofur og aðsetur flugfélaga, túristaverslanir með ilmvötn, teppi og papírus. Sé einhver gatan upp frá Tahir valin af handahófi mætir maður að vísu söluköllum og stöku betlurum en einkum og sér í lagi rekst maður á túrista á stuttbuxum og með peningapunginn um mittið. Mér þótti það vera mikili sigur þegar sölukallarnir hættu að kalla til mín um að koma og skoða hjá sér, ég skyldi fá allt á góðu verði og svo framvegis. Þegar ég svaraði kostakjörum þeirra á arabísku og var reyndar hvorki á stuttbuxum né með önnur einkenni ferðamanns- ins urðu augun í þeim eins stór og undirskálar og í stað þess að bjóða mér eitthvað til kaups var boðið til sætis og upp á te og ekki minnst meira á viðskipti þann daginn. Frá Tahrir-torgi sameinast göt- urnar á Talat-torgi. Þar er meðal annars gömul og fræg veitingastofa, Groppi, sem selur te og sætar kökur og þótti lengi með þeim fínni í Ka- iró þangað til menn fóru að flytja inn franska þekkingu og baka upp á franska vísu svo að nú eru bakarí meira og minna alþjóðleg. Að minnsta kosti hér og hvar. Inn á milli eru þó litlu hverfisbakarí- in með allar egypsku brauðtegund- irnar — ess — og kökur svo sætar að þáð þarf mikið til að sporðrenna einni kökusneið. Síðan kvíslast götur frá Talat- torgi og ef haldið er nógu lengi áfram og helst í rétta átt er komið að Ataba-torgi, sem er hvað þekkt- ast fyrir það að aðalpósthús Kairó er við það. Það er opið til klukkan sjö alla daga nema föstudaga og á hátíðum og það er líka eitt af fáum pósthúsum sem hefur leyfi til að senda hraðpóst. Annars er líflegasta torgið Rams- is. Þar er þvílík umferð og ærusta allan sólarhringinn og er þá mikið sagt því Kairó er ekki kyrrlát borg. Þar er aðaljárnbrautarstöðin, önnur af stærstu umferðarmiðstöðvum, ferðaskrifstofur, litlir veitingastað- ir, bestu blómabúðirnar og svo mætti lengi telja. Apótek og smábúðir á hverju strái Þegar ég kom hingað síðastliðið haust og var hætt að vera mikið á rápinu um miðbæinn nema til að fara í skólann og skoðaði meira úthverfin fannst mér eftirtektarvert að sjá að hér lifir kaupmaðurinn á horninu góðu lífi. Mér er sagt og býst við að það sé ekki fjarri lagi, að um 95% allra verslana í Kairó séu litlar búðir. Þær eru í kjöllurum í allra nýjustu hverfunum en yfir- leitt eiga þær sameiginlegt að vera varla meira en svona 20-30 fer- metrar að stærð. Það er ótrúlega mikið sem kemst fyrir þarna, enda plássið nýtt til hins ítrasta, vörur hanga í lofti og þetta er einkar heimilislegt. Þarna má fá allar helstu nauðsynjar, mjólk, jógúrt, kaffi, brauð, þvotta- duft og flestir eru með frysti og selja frosinn egypskan fisk og þó einkum kjötvörur. Leiðbeiningar eru þó aðeins á arabísku svo þegar ég var að malla Árölti um Kairó í Kairó í Egyptalandi búa um 18 milljónir manna. Þar eru smáverslanir á hveiju strái og veitingastaðir af öllu tagi. Jóhanna Kristjóns- dóttir er orðin hagvön í Kairó eftir veturlanga dvöl. GÖTUMYND frá Khorba. fá sér vatnspípu að reykja á eitt pund. Eða slá í spil. Á svona stöðum get ég setið heilu klukkutímana yfir einu glasi af te. Fyrr í vetur var ég á rápinu í grennd við Níl og sá þá stórt skilti sem á stóð „Wiel coffee Huse“. Ég hugsaði með mér að þarna væri hægt að fá tertur og alls konar nammi og ákvað að líta inn í húsa- garðinn, en þá var þetta bara ekta egypsk testofa með vatnspípum og fínum köllum og ekki einasta súkku- laðikala. Veitingastaðir eru um allt, egypskir, kínverskir, líbanskir, ind- verskir, grískir, ítalskir, Kentucky Fried, Pizza Hut, Pizza Inn, Mac- Donald’s og allt það. Nokkrir góðir hér í Heliopolis eru líka litlir egypsk- ir staðir þar sem maður getur valið sér sjávarrétti, salat, brauð og seven up fyrir 12 pund (240 kr.) eða feng- ið sér góðan kjúkling með alls kon- ar meðlæti, sumu heldur skrítnu á bragðið, fyrir 15 pund eða svo. Langbestu staðirnir, sem ég hef þó snætt á í vetur, eru kínversku staðimir tveir sem Magnús íslend- ingur Magnússon rekur, annan úti í Maadi og hinn á flugvallarhótelinu Novotel. Til að athuga hvort ég væri alvar- lega heilaþvegin af því hann er líka íslendingur fór ég á fleiri kínverska staði og samanburðurinn var óum- deilanlega Magnúsi og hans fólki í hag. Maður getur sannarlega verið stoltur af landa sínum. En umfram allt er það fólkið Ágæt leið til að kynnast Kairó og útborgum hennar þegar miðborginni sleppir, og hefur þó náttúrulega að- eins verið tæpt á örfáu, er að taka sporvagnana hingað og þangað. Þeir þetta í byrjun varð ég að fara eftir brjóstvitinu, ekki skildi ég hvað stóð á umbúðunum. Sumir staðir eru forframaðri en aðrir og hafa myndast litlar kringl- ur, þar eru sams konar vörur seldar í svona 3-4 búðum og þar e'r venju- lega ávaxtamarkaður og stundum slátrarabúðin og úti fyrir eru hljóð- látir hænsnfuglar og kvíðafullar kindur sem bíða örlaga sinna. Þá er stundum rafvirkjabúð í þessari kringlu, rakari og oft strau- stofa. Það virðist sumsé vera lítið um straujárn á heimilum því þessir strauningamenn hafa nóg að gera og vanda sig mikið við verkið. Annað sem ég hjó eftir voru öll apótekin. Þau eru við hvert fótmál. Apótekararnir eru yfirleitt sæmi- lega mælandi á ensku og þeir hafa meira frelsi til iyijagjafa en íslensk- ir kollegar þeirra höfðu þegar ég vissi síðast. Menn eru ekki ein- lægt að fara til læknis- ins, enda er það rán- dýrt og því gefur apó- tekarinn ráð sam- kvæmt lýsingu við- skiptavinar. Lyf svo sem höfuðverkjatöflur eru hræbilleg og vítam- ín fæst hér á gjafverði. Aftur á móti eru inn- fluttar snyrtivörur sem seldar eru líka í apótek- inu dýrar á egypskan mælikvarða. STRÁKUR á gangstétt. í fínni hverfunum eru stórverslanir Auðvitað eru hér stór- verslanir, svo miklar að umfangi og úrvali að allar kringlur blikna við hlið þeirra. Þær eru þó einkum í fínni hverfun- um, úti í Zamalek þar sem sendiráð- in eru flest, í Mohandisen og sums staðar í Giza. Það eru öll merki fáan- leg hér en það þarf að borga fyrir þau eins og annars staðar. Nýjasta stórverslunin var opnuð fyrir síðustu jól og er í World Trade Center sem er skammt frá Nílarfljóti. Þangað fór ég einn daginn þegar ég var að leita að stórbúðum og sá að þar var allt að hafa nema viðskiptavinina og það sem ég hafði séð á mörkuðunum var að minnsta kosti fimmfalt dýrara þarna. í þess- ar verslanir leita þó ungmenni sem eru að fara að gifta sig og útlend- ingar versla töluvert. Aðrar stórverslanir eru eins og Hagkaup var og Bónus er núna, t.d. Omar Effendi sem selur allt Frá vinstri: í GRENND við Mugaamma, ljóta sovéska arfleiðfð Nasserstímans. mögulegt, leggur lítið upp úr ytri glæsileika og þaðan af síður þjjón- ustu en er þó með heil ósköp af öllu, allt frá bómullargarni upp í heimilistæki. Kirkjur og moskur en hvar eru bókabúðirnar? Það verður ekki lengi rölt um Kairó áður en maður kemur að moskunum, sumar stórkostlegar og tignarlegar og heimsfrægar og svo minni hverfismoskur. Það má einnig víða sjá fagrar kirkjur, enda eru um 5-7% Egypta kristnir — koptar — en það er ein elsta kirkja heims og sögð stofnuð af guðspjallamann- inum Markúsi. Hér í grennd við þar sem ég á heima er ákaflega indæl kirkja, ég fer þangað stundum og sit þar bara ein með sjálfri mér en hef ekki far- KAIRÓ fyrir fótum mínum. Myndin tekin úr Kairó-turni. fara ekki hratt' yfir en það er líka ágætt, þá hefur maður góð- an tíma til að virða allt fyrir sér sem ber fyrir augu. Hvað sem öllu öðru líður hér í Kairó eru það hvorki mosk- ur, píramídar, Citad- el né litlu búðirnar sem eru mest áber- andi. Það eru þessar 18 milljónir manna. Karlar klæddir gallabia-serknum og með sinn höfuðbúnað eða í gallabuxum og skyrtu upp á vest- rænan máta, eldri konumar þéttholda og klæddar á ýmsa vegu, tískudrósir í glæsikjólum sveifla sér inn á milli en flestar eru í litríkum síðserkjum, sumar svartklæddar og langflestar nema þær allra nýtískulegustu með ýmsar gerðir af slæðum um höfuðið. Þær eru venjulega með eitt eða tvö eða þijú börn með sér og stund- um bera þær körfu á höfðinu, fulla af ávöxtum, brauði eða grænmeti. Svo skjótast krakkarnir alls stað- ar, sum hafa áreiðanlega ekki farið í bað lengi og þaðan af síður fengið fötin sín þvegin. Kannski hafa sum ekki fengið ærlega máltíð lengi en þau virðast samt kát og glöð. Það er líklega það sem mér finnst hvað mest töfrandi við þessa borg og fólkið sem í henni býr. Þrátt fyrir margan vanda og alls konar erfíðleika sem milljónir glíma við eru íbúarnir einhvern veginn svo glaðir. GLÆSILEGAR stórverslan- ir sem hafa allt nema við- skiptavini. ið þar í guðsþjónustu. Aftur á móti hef ég ekki fundið mikið af almennilegum bókabúðum í þessari stóru borg. Á götum úti breiða blaðasalar úr sér, selja ný blöð frá öllum löndum, sín eigin blöð og bækur, en bókabúðir í þeirri merkingu, sem ég legg í það heiti, eru tiltölulega fáar. Það er mjög góð bókabúð í Amer- ican University og vitanlega hljóta þær að vera fleiri en miðað við höfðatölu eru þær sárafáar. Testofur og veitingastaðir Litlar hefðbundnar egypskar te- stofur heilla mig upp úr skónum. Þar er setið á hörðum stólum, við lítil járnborð og það er sag á gólfum og þar sitja þeir sætu karlamir mín- ir og skeggræða um heimsins mál og önnur sem á þeim brenna. Og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.