Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 B 29 + Kristófer Finn- bogason var fæddur í Hítardal á Mýrum 21. októ- ber 1911. Hann lést í París 20. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Finnbogi Helga- son, bóndi i Hítar- dal (1878-1951), og Sigríður Teitsdótt- ir Ijósmóðir (1883- 1951). Systkini Kristófers voru: Pétur (1910-1939), skólastjóri Glerár- skóla við Akureyri; Leifur (1913-1991), bóndi í Hítardal; Teitur (1914-1991) fram- kvæmdastjóri, Reykjavík; Björn (1916-1988) umsjónar- maður, Reykjavík; Helgi (1916- 1985) bóndi, Gerðubergi; Krist- ján (1918-1974) verksljóri, Sel- fossi; Bergþór (1920) kennari, Selfossi; Gunnar (1922) skóla- stjóri, Reykjavík; Héðinn (1923- 1985), lögfræðing- ur, Reykjavík; Kristín (1928- 1991), leikari, London og Norwich, < Eng- landi. Einn hálf- bróður átti Kristó- fer, Guðmund Finnbogason (1900-1987), járn- smið í Reykjavík. Kristófer flutti til Frakklands 1950 og bjó þar síðan. Sama ár kvæntist hann franskri konu, Simone Gauthier (1914- 1994) blaðamanni. Kristófer starfaði lengst af hjá hollenska flugfélaginu KLM í París, síð- ast sem aðalgjaldkeri félagsins þar. Hann eignaðist ekki börn. Úför Kristófers fór fram í Belvés, Dordogne í Suður- Frakklandi 24. júní. Látinn er í París föðurbróðir minn Kristófer Finnbogason, tæp- lega 85 ára gamall. Fækkar þá enn stóra bræðrahópnum úr Hítar- dal, en maður náði ekki að henda almennilega reiður á hver var hvað fyrr en komið var fram á unglings- ár. Bræðurnir voru tíu en systirin aðeins ein svo hana var auðveld- ara að þekkja. Kristófer ólst upp á fyrri hluta aldarinnar við öll al- menn sveitastörf á mannmörgu heimili foreldra sinna. Sem næ- stelsti bróðir hefur á hann verið lögð sú skylda að standa sig við bústörfin og létta undir á heimil- inu. Þrátt fyrir einangrun og fá- breytni sveitalífsins leituðu þau Hítardalssystkini sér þeirrar menntunar og þroska sem stóð ungu, félitlu fólki til boða fyrir miðja öldina. Pétur, elsti bróðirinn, sem iðkaði skáldskap og átti sér hugðarefni, sem ekki féllu beinlín- is að sveitastörfum, ruddi brautina fyrir yngri systkinin. Þegar hann lést úr berklum i Kristnesi, aðeins tæpra 29 ára að aldri, sumarið 1939, risti það djúp sár hjá systk- inum hans og foreldrum. Kristófer leitaði sér menntunar í Reykjavík og lauk prófi frá Verslunarskóla Islands 1934. Eftir það starfaði hann við tímakennslu og skrifstofustörf víða um land, en í Reykjavík frá 1940. Á árunum 1947 og ’48 dvaldi hann á megin- landinu við nám í frönsku og spænsku. Þar kynntist hann konu- efni sínu, Simone Gauthier, sem þá var að þreifa fyrir sér í blaða- mennsku fyrir bandarísk tímarit í Frakklandi. Gengu þau í hjóna- band 1950. Vegna starfa þeirra beggja ferðuðust þau hjón mikið áður en ferðalög til fjarlægra staða urðu jafn algeng og síðar. Höfðu þau ferðast um flestar álfur oftar en einu sinni. Einn var sá staður á jarðríki sem þeim þótti meira til koma en annarra, en það var á Balí og ferðir þeirra þangað urðu þeim oft að umræðuefni. Þau ferðuðust til íslands og við ættingjarnir heimsóttum þau í Frakklandi. „Ég brúka ekki télé- vision,“ sagði Kristófer við mig þegar ég spurði hann í fyrravor hvort hann horfði mikið á sjón- varp. Þetta þótti mér lýsa vel þeim tímum sem hann hafði' lifað á. Hann hvarf frá íslandi meðan ís- lenskan var enn dönskuskotin og menn brúkuðu orðið að „brúka“ og nýrðið „sjónvarp“ var ekki til í orðaforða hans, þó hann skildi hvað það þýddi. Útvarp og dag- blöð nægðu honum til að fylgjast með því sem var að gerast í ver- öldinni. í París voru í kunningjahópi þeirra Simone ýmsir myndlistar- menn, sem þá þegar voru orðnir þekktir eða áttu eftir að verða það. Má þar nefna Picasso, Miró, Chagall og Braque, en verk þeirra skreyttu veggi íbúðar þeirra við Rue de Babylone í París. Einnig munu þau hafa verið kunnug Bert- hold Brecht. Trúlegast hefur til þessa kunningsskapar stofnast í gegnum störf Simone að blaða- mennsku, en hún var lengi frétta- ritari tímaritanna Look og Venture í Frakklandi. Þeim hjónum, Kristó- fer og Simone, varð ekki barna auðið. Útför Kristófers fór fram í bæn- um Belvés, þar sem þau hjón áttu sumarhús og var Kristófer lagður þar til hinstu hvíldar hjá eiginkonu sinni, Simone, í útfararreit fjöl- skyldu hennar þar. Bolli Héðinsson. KRISTOFER FINNBOGASON R AD A UGL YSINGAR «3 Útboð Stoðveggir, gas og sorpgeymsla ásamt járnsmíði utan- og innan- húss, skyggni og handrið. Kópavogsbær óskar hér með eftir tilboðum í stoðveggi, gas og sorpgeymslu ásamt járnsmíði utan- og innanhúss, skyggni og handrið vegna nýbyggingar Verknámshúss við Menntaskólann í Kópavogi. Verklok 1. október 1996. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistof- unni Hamraborg, Hamraborg 10, Kópavogi 3. hæð, gegn kr. 5.000 skilatryggingu frá og með miðvikudeginum 3. júlí 1996. Tilboð verða opnuð á Verkfræðistofunni Hamraborg, Hamraborg 10, 3., hæð mánu- daginn 15. júlí 1996 kl. 14.00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. X /|~y Verkfræðistofan Hamraborg I/ m~~m Hamraborg 10 , 200 Kópavogur V M.JL Sími: 554 2200. Fax: 564 2277 FLUGLEIÐIR Flugleiðir - ræstiútboð Flugleiðir hf. óska hér með eftir tilboðum í ræstingu á skrifstofuhúsnæði sínu í Reykja- vík. Um er að ræða aðalskrifstofu Flugleiða hf. ásamt fjórum minni skrifstofum, alls u.þ.b. 5.100 fm. Verktíminn hefst 1. nóvember 1996. Sala útboðsgagna hefst mánudaginn 1. júlí á aðalskrifstofu Flugleiða hf. við Reykjavíkur- flugvöll, 101 Reykjavík. Söluverð útboðsgagna er kr. 5.000. Tilboðum, ásamt tilboðstryggingu, skal skila á aðalskrifstofu Flugleiða hf. fyrir kl. 12.00 þriðjudaginn 16. júlí 1996. Tilboðin verða opnuð í Þingsal 6, Hótel Loft- leiðum, Reykjavíkurflugvelli, sama dag kl. 15.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess kunna að óska. WTJÓNASKOÐUNARSTÖÐ Smiðjuvegi 2 - 200 Kópavogur Sími 567-0700 - Símsvari 587-3400 - Telefax 567-0477 Tilboð óskast í bifreiðar sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Bifreiðarnar verða til sýnis á Smiðjuvegi 2, Kópavogi, mánudaginn 1. júlí 1996, kl. 8-16. Tilboðum sé skilað samdægurs. Vátryggingafélag íslands hf. - Tjónaskoðunarstöð - Opinber stofnun Við leitum að ca 300 fm skrifstofuhúsnæði til leigu í miðborg Reykjavíkur fyrir opinbera stofnun. Möguleiki á langtíma leigusamningi fyrir gott húsnæði. Ahugasamir hafi samband við skrifstofu okk- ar fyrir 5. júlí í síma 511 1600. L n EIGULISTINN LEIGUMIÐLUN Skipholti 50b, 105 Reykjavík, sími 511 1600. Atvinnuhúsnæði óskast 140-200 m2 atvinnuhúsnæði á götuhæð óskast á stór-Reykjavíkursvæðinu. Má þarfnast standsetningar. Tilboð, með upplýsingum um staðsetningu, stærð og verð, sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 10. júní, merkt: „List - 1109“. Til leigu Skrifstofuhúsnæði til leigu í Skipholti.stærð 47 fm. Upplýsingar í síma 515 5516 frá kl. 10-17. Hársnyrtistofa til leigu Hársnyrtistofa, ca. 50 km. frá Reykjavík, er til leigu. Stofan er í fullum rekstri og í ódýru leiguhúsnæði. Ef þú ert sniðug(ur) og hefur áhuga á að starfa sjálfstætt, þá er þetta alveg tilvalið tækifæri. Mjög góðir tekjumöguleikar fyirr duglegt fólk. Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á afgreiðslu Mbl., merkt: „H - 4296“, fyrir mið- vikudag 3. júlí. Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Miðbraut 11 í Búðar- dal, fimmtudaginn 4. júlí 1996 kl. 14, á eftirfarandi eignum: Vantar þig atvinnuhúsnæði til leigu? 1. Ca 450 fm skrifstofu- og lagerhúsnæði. Góð aðkoma. Næg bílastæði. 2. Ca 350 fm skrifstofuhúsnæði miðsvæðis og ca 200 fm skrifstofuhúsnæði á sama stað. Rúmgott og bjart húsnæði. Fallegt útsýni. 3. Ca 85 fm hús á tveimur hæðum. Vel stað- sett hús með sál í miðbænum. 4. Ca 800 fm húsnæði. Góð lofthæð. Tilval- ið fyrir félagasamtök, listagallerí, líkams- ræktaraðstöðu, skrifstofur eða skildan rekstur. Mjög hagstæð leiga. Næg bílastæði. Langtímaleiga í boði fyrir trausta aðila. Upplýsingar veitir Karl í síma 552 0160, milli kl. 13 og 18, heimasíma 553 9373 og farsíma 852 0160. Skriflegar umsóknir sendist í pósthólf 1100, 121 Reykjavík. Kirkjuhvoll sf. Dalbraut 2 í Búðardal (hótelálma - suðausturhluti, auðkenndur 0201), þinglýst eign Steinþóru Jóhannsdóttur, gerðarbeiðandi Rósar Aðalsteinsson. Sunnubraut 11 í Búöardal, þinglýst eign Svavars Garðarssonar, gerð- arbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, sýslumaðurinn ( Búðardal, Vátryggingafélag islands og Dalabyggð. Jörðin Hrappsey á Breiöafirði, þinglýst eign Bergsveins Gestssonar og Gests Más Gunnarssonar, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn í Stykk- ishólmi. Búðardal, 27. júni 1996. Sýslumaðurínn í Búðardal, Ölafur Stefán Sigurðsson. . V SJALFSTÆÐISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Sumarferð Varðar Hin árlega Varðarferð verður farin laugardaginn 13. júli naestkom- andi. Að þessu sinni verður farið í Landmannalaugar. Brottför verður frá Valhöll v/Háaleitisbraut kl. 08.00. Vanir fararstjór- ar verða með í för. Nánari ferðatilhögun auglýst síðar. Frá 15. maí til 15. ágúst verður skrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Háa- leitisbraut 1, Reykjavík, opin frá kl. 08.00-16.00. Vörður - Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.