Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUA UGL YSINGA R Snæfellsbær Lausar stöður kennara og leikskólakennara Við Grunnskólann á Hellissandi eru lausar stöður við almenna kennslu yngri barna, íþróttakennslu og handmennt (smíðar og hannyrðir). Upplýsingar veitir skólastjóri í s. 436 6618 eða 436 6771 og formaður skólanefndar í s. 436 6708. Við Grunnskólann í Ólafsvík eru lausar stöð- ur við almenna kennslu yngri barna, mynd- mennt, tónmennt og sérkennslu við sérdeild. Tónmenntakennslan er hálft starf með möguleika á hálfu starfi við Tónlistarskóla Ólafsvíkur. Upplýsingar veitir skólastjóri í s. 436 1150 eða 436 1293 og aðst. skólastjóri í s. 436 1251. Staða forstöðumanns leikskólans Krílakots í Ólafsvík er laus til umsóknar. Leitað er að dugmiklum leikskólakennara til að stýra dag- legu sem og faglegu starfi leikskólans. Staða forstöðumanns leikskólans Kríubóls á Hellissandi er laus til umsóknar. Leitað er að dugmiklum leikskólakennara til að stýra daglegu sem og faglegu starfi leikskólans. Upplýsingar veitir bæjarritari í síma 436 6900. Snæfellsbær er nýtt sveitarfélag á vestanverðu Snæfellsnesi, mynd- að við sameiningu Ólafsvíkur, Neshrepps u. Ennis, Staðarsveitar og Breiðuvíkurhr. (búar eru um 1850 og fjarlægð frá Reykjavík 230 km. Stórbrotin náttúrufegurð Snæfellsness með Snæfellsjökul í há- sæti ásamt góðu mannlífi gera Snæfellsbæ að skemmtilegum stað til að búa og starfa í. Snæfellsbær mun sjá um að útvega húsnæði og boðið er upp á húsnæðisfríðindi og flutningsstyrk. Viðskiptafræðing- ur/krefjandi starf Stórt þjónustufyrirtæki í nágrenni Reykjavík- ur hefur falið mér að leita að starfsmanni til starfa sem náinn samstarfsmaður fram- kvæmdastjóra. Starfsvið viðkomandi er mjög fjölbreytt og krefjandi, m.a. við ýmsa útreikninga, úttekta á ýmsum rekstrareiningum og áætlanagerð ásamt fundarritun funda framkvæmdastjórn- ar o.s.frv. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi, sem hefur viðskiptafræðimenntun og/eða aðra sambærilega menntun, ásamt því að geta unnið sjálfstætt og skipulega, sé nákvæmur og geti aðlagast hópi metnaðarfullra ein- staklinga m.ö.o. að eiga gott með öll mann- leg samskipti. Þá þarf viðkomandi að geta unnið undir álagi og hafa gott vald á notkun tölvu, góða íslensku- og enskukunnáttu ásamt góðri bókhaldsþekkingu. í boði er starf sem gefur mikia möguleika fyrir framsækinn aðila, ágæt laun, góða vinnuaðstöðu og spennandi og krefjandi viðfangsefni/verkefni. Allar nánari upplýsingar um starf þetta veiti ég á skrifstofu minni. Umsóknir, er tilgreini allar persónulegar upp- lýsingar, menntun og fyrri störf, ásamt mynd af umsækjanda, óskast mér sendar fyrir 10. júlí nk. Teitur Lárusson, atvinnumiðlun og ráðgjöf - starfsmannastjórnun, Austurstræti 12-14 (4. hæð), sími 562 4550, 101 Reykjavík. hAskúunn A AKUREYRI Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður við Háskólann á Akureyri - starfsvettvang- ur er aðallega við rekstrardeild: Staða lektors íiðnrekstrarfræði Staða lektors í rekstrarf ræði - gæðastjórnun Staða lektors í rekstrarfræði - stjórnun. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar, rannsóknir, kennslustörf, stjórnunarstörf, svo og náms- feril sinn og önnur störf. Með umsóknum skulu send eintök af þeim vísindalegu ritum, sem umsækjendur vilja láta taka tillit til. Einnig er nauðsynlegt að í umsókn komi fram, hvaða verkefnum umsækjendur hafa unnið að, hverju þeir eru að sinna og hver eru áform þeirra, ef til ráðningar kemur. Ennfremur er ætlast til þess að umsækjend- ur láti fylgja nöfn og heimilisföng minnst tveggja aðila, sem leita má til um meðmæli. Sæki umsækjandi um tvær eða fleiri stöður við Háskólann á Akureyri á sama tíma, skal hann láta fullnægjandi gögn fylgja báðum/öll- um umsóknum. Upplýsingar um störfin gefur forstöðumaður rekstrardeildar eða rektor háskólans í síma 463 0900. Umsóknir skulu hafa borist Háskólanum á Akureyri fyrir 1. ágúst 1996. Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til 10. júlí. Umsóknir sendist á bæjarskrifstofu Snæfellsbæjar, Snæfellsási 2, 360 Snæfellsbæ. Leikskólar Reykjavíkurborgar óska ráða eftirtalið starfsfólk í neðan- greinda leikskóla: Múlaborg v/Ármúla Leikskólakennara með deildarstjórn. Þroskaþjálfa (frá 1. septemþer nk.). Matráð (frá 1. september nk.). Upplýsingar gefur Ragnheiður Gróa Haf- steinsdóttir, leikskólastjóri, í síma 568 5154. Kvarnarborg v/Árkvörn Leikskólakennara (frá 15. ágúst). Upplýsingar gefur Sigrún Baldursdóttir, leikskólastjóri, í síma 567 3199. Laugaborg v/Leirulæk Leikskólakennara (50% starf eftir hádegi). Aðstoðarmann í eldhús. Upplýsingar gefa Sigrún Baldursdóttir og Margrét Sigurðardóttir, leikskólastjórar, í síma 553 1325. Seljaborg v/Tungusel Leikskólakennara. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 557 6680. Sæborg v/Starhaga Aðstoðarmann í eldhús (75% staða). Upplýsingar gefur Þuríður Anna Pálsdóttir, leikskólastjóri, í síma 562 3664. Tjarnarborg v/Tjarnargötu Leikskólakennara. Upplýsingar gefur Inga Rósa Joensen, leikskólastjóri, í síma 551 5798. Ösp v/lðufell Þroskaþjálfa í stuðningsstarf. Upplýsingar gefur Kristín Sæmundsdóttir, leikskólastjóri, í síma 557 6989. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277. NOPUS Nordiska utbildingsprogrammet för utvecling av social service Nordic education Programme for Social Service Deveiopement Aðjúnkt við NOPUS (Norrænu kennsluáætlunina um félagsþjónustu) NOPUS er samnorræn framhaldsmenntun á háskólastigi fyrir fólk í lykilhlutverkum innan félagslega geirans. Stofnunin er miðstöð þar sem unnið er að því að auka færni og stuðla að þróun hugmynda, svo og að skiptast á reynslu á sviði félagsmála. NOPUS heyrir undir Norræna ráðherranefndina og starfar sem sjálfstæð eining í Gautaborg. Starf aðjúnkts felur í sér kennslu við stofnun- ina í Gautaborg, auk þess að leiðþeina nem- endum, skipuleggja og stjórna námskeiðum, málþingum og ráðstefnum og að sjá um til- tekin atriði á sviði upplýsinga og stjórnunar. í samvinnu við rektor skal aðjúnktinn einnig stuðla að þróun og samhæfingu kennslu og rannsókna við stofnunina. Samkvæmt nán- ara samkomulagi er honum heimilt að nota hluta vinnutímans til eigin rannsókna. Starfið krefst háskólaprófs á sviði félagsvís- inda og kennslureynslu á háskólastigi. Þess er krafist að umsækjandi geti tjáð sig munn- lega og skriflega á dönsku, norsku eða sænsku og ensku. Teljist umsækjendur jafn- hæfir er kunnátta í finnsku talin umsækjanda til tekna. Reynsla af norrænu samstarfi er kostur. Laun eru samkvæmt samkomulagi. Ráðningartími er 4 ár og hægt að fram- lengja hann um önnur 4 ár hið mesta. Stað- an er veitt frá hausti 1996. Umsóknir með fylgigögnum sendist fyrir föstudaginn 23. ágúst 1996 til NOPUS, Box 12047, S-402 41 Göteborg. Nánari upplýsingar veitir Gunvor Brett schneider, settur rektor, í síma 0046 31 69 39 91. Skrifstofa NOPUS er lok- uð vegna sumarleyfa frá 3. júlí til 5. ágúst. Félagsmálastjóra og kennara vantar á Seyðisfjörð Félagsmálastjóri er starfsmaður félagsmála- ráðs og er m.a. ráðgjafi um félagsþjónustu í kaupstaðnum. Laun eru samkvæmt launataxta Félags opin- þerra starfsmanna á Austurlandi (FOSA). Menntun í félagsráðgjöf eða önnur uppeldis- menntun æskileg. Starfshlutfall 50%. Til greina kemur að félagsmálastjóri starfi einnig sem kennari við Seyðisfjarðarskóla í hálfu starfi. Seyðisfjarðarskóla vantar kennara í eftirtaldar stöður: Almenn kennsla og íþróttakennsla eða almenn kennsla, heil staða. Almenn kennsla, hálf staða. Ennfremur er ein staða laus vegna forfalla frá 1. ágúst til áramóta. Aðalkennslu- grein: Danska. Seyðisfjarðarskóli er einsetinn grunnskóli með um 140 nemendur og 18 starfsmenn. Við leitum að áhugasömum kennurum sem eru tilbúnir að starfa með okkur að því að gera góðan skóla enn betri. Umsóknarfrestur er til 15. júlí 1996. Við útvegum gott, ódýrt húsnæði og greiðum flutningsstyrk. Á Seyðisfirði er talsvert íþrótta- og félagslíf, leikskóli, tónlistarskóli og sundhöll er á staðnum auk öflugrar heilsugæslu. Nánari upplýsingar veita bæjarstjóri í vinnu- síma 472 1303 og heimasíma 472 1293, skólastjóri í síma 472 1172 og 472 1351 og formaður skólanefndar í síma 472 1301 og 472 1260. Bæjarstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.