Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 19
H MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 F 19 4 1 4 I € 4 I I 4 Í < FÉLAG ¦ FASTEIGNASALA Brynjar Harðarson viðskiptafræðingur Guðrún Árnadóttir löggiltur fasteignasali Karl G. Sigurbjörnsson lögfrœðingur SlGRÚN PORGRÍMSDÓTTIR rekstrarfrœðingur ¦ ..... .-...........,. . SERBYU TUNGUBAKKI 29969 189 fm fallegt raðhús á pöllum ásamt innbyggð- um bilsk. 3-4 svefnherb. Gróinn garður. Hús sem býður upp á mikla möguleika. Áhv, 2,5 millj. Verð 12,5 millj. SKRIÐUSTEKKUR 29302 Fallegt og vel staðsett 241 fm einbýli á 2. hæð- um m/ 70 fm aukaíbúð á neðri hæð og bílskúr. Einnig er mikið rými í kjallara sem er ekki inni í fm-tölu. Glæsilegur gróinn garður. Áhugavert hús. Verð 15,9 millj. HÖRPUGATA 29858 154 fm steinsteypt einbýlishús á 2 hæðum ásamt 73 fm timburhúsi. Húsið hefur verið mikið endurnýjað og gefur eignin í heild margs konar nýtingarmöguleika. Áhv. kr. 3.000.000. Verð kr. 11.900.000. SKÓGARGERÐI24486 Sérstaklega vandað og glæsilegt 256 fm einbýli m. innb. tvöf. bilskúr. Stór herbergi og vandaðar innréttingar. Frábær staðsetning. Verð 19,5 SERHÆDIR EFSTASUND 23725 111 fm rishæð ásamt bílskúr. Mikið endurnýjuð, m.a. nýtt eldhús. Góð svefnherb. Áhv. 3,7 millj. Byggsj.rík. GNOÐARVOGUR 29278 Falleg 135 fm sérhæð ásamt 35 fm bilsk. á góð- um stað. Húsið-er klætt að hluta, Sólarsvalir. Parket. Forstofuherb. með leigumoguleika. Verð 10,5 millj. HAGAMELUR 28630 107 fm stórglæsileg 4ra herb. íb. í kjallara í Vesturbæ. Ib. er öll nýtékin í gegn að innan. Nýtt merbau-parket. Nýtt baðherb. Nýtt raf- magn. Sjón er sbgu ríkari. Áhv. 5,3 millj. húsbr. Verð 8,3 mílli. S68 2800 O p i ð v irka daga 9-18 föstudaga 9-17 Suðurlandsbraut 52, við Faxafen • Sími: 568 2800 • Fax: 568 2808 ALFHOLSVEGUR - KOP 21603 113 fm sérhæð með stórum og björtum 30 fm endabílsk. með gluggum. 4 svefnherb. Parkét, teppi og nýl. dúkar. Gróinrt garður. Áhv. 3,6 millj. byggsj.+ lífsj. verð 8,9 millj. ÁLFHEIMAR 18461 Glæsileg 150 fm efri sérhæð, öll nýlega endurnýj- uð. Stór bilskúr. 5 svefnherb. 2 baðherb. Falleg og vel nýtt eign. Rækt. garður. Verð 12,9 millj. 4 - 6 HERBERGJA OFANLEITI 29397 Vönduð og falleg 5 herb. endaíbúð á 2. hæð ásamt bílskúr. 4 svefnherb., sérþvottahús, yand- aðar innréttingar og gólfefni. Suðursvalir. Áhv. 2 millj. byggsj. Mikið veðrými eftirf. húsbréf. Verð 10,9 millj. AÐALLAND 28054 111 fm mjög falleg 5 herb. íbúö á Lhæðinýlegu fjölbhúsi Vandaðar innr. Alno eldhús. Sólpallur. Parket. Marmari. Áhv. 4,5 millj. Verð 9.850 þús. FLÉTTURIMI22894 Mjög falleg fullbúin 111 fm ibúð i nýju fjölbýli ásamt stæði í opnu bílskýli. íbúðin er fullbúin með Merbau-parketi og flísalögðu baði. Glæsileg eign. Áhv. 5,6 millj. með greiðslubyrði 34 þús. pr. mán. Verð 8,7 millj. DÚFNAHÓLAR 10142 Góð 4ra herb. íbúð á þriðju hæð ásamt góðum bílskúr. Tvennar svalir. 3 svefnherb. Frábært út- sýni. Verð 7,1 millj. Laus strax. Skipti á 2ja herb. eru möguleg 3 HERBERGI BREIÐAVIK - 3JA OG 4RA HERB. Nýjar fullbúnar 3ja og 4ja herb. íbúðir á góðum stað í nýju íbúðahverfi. Skilast fullbúnar m. park- eti og vönduðum innréttingum. Tilbúnar í lok sumars. Verð frá 7 millj. til 8,3 millj. Sýningaríbúð tilbúin. Uppl. og litprentaður bæklingur á skrif- stofu. Fasteignamiðlarinn u.sínmi, iiii ¦ ii — A tolvuskjá á (kijfttofu nkkar rjctur þú i ró oi) nteði skoðað yfir 300 fasteitinir ha:ði að utan scin innaii. Þú ákvi.-ður hvcrfi. verðhugmynd oq T.tærrt Tolvan fér siðan um að liiina hair eignir sem eiga við þinar ó:;kir. ENGIHJALLI30664 Falleg og mikið endurnýjuð 78 fm 3ja herb. íbúð á 5. hæð. Merbau parket og flisalagt bað. Gott út- sýni. Áhv. 2,4 millj. Verð 6,4 millj FÍFURIMI29542 Mjög góð 100 fm 3ja herb. efri sérhæð í parhúsi. Beyki- innréttingar, parketog marmari. Fullbúin eign m. sér inngangi, sér þvhúsi og góðri geymslu. Áhv. 5 millj. húsbréf. Verð aðeins 7,9 millj. ÓÐINSGATA 30361 81 fm ibúð m. sérinng. á 1. hæð í eldra húsi í Þingholtunum. íbúðin skiptist í 2 svefnherb. og stofur. Kjörin fyrir þá sem vilja vera nálægt mið- bænum. Áhv. 4,2 millj. Verð 6,4 millj. EFSTIHJALLI 29476 91 fm björt og rúmgóð íbúð, ein á hæð, í góðu litlu fjölbýli m. frábæru útsýni. Enginn hússjóður. Verð 6,5 millj. LOGAFOLD 28999 Tæplega 100 fm glæsileg útsýnisíbúð á efstu hæð í sérstaklega vel staðsettu litlu fjölb. neðst í Logafold. Stórt eldhús. Sér þvhús. Útbyggður gluggi. S-svalir. Parket. Áhv. 4,5 millj. byggsj. Verð 8,5 millj. , A* , ,.<«..! i <m l.....il l n 11; ¦ IWIMT.M iii l Ti nnr i n - KJARRHÓLMI - KÓP. 29005 Rúmgóð og falleg 3ja herb. íb. á 3. hæð, næst neðsta stigahús í Kjarrhólma. Nýlegt parket. Sér þvhús. Frábært útsýni. Áhv. 1,7 rhilli, byggsj. Verð 6,5 millj. KEILUGRANDI28897 Falleg, rúmgóð 3ja herb. ibúð ásamt stæðh' bílsk. Nýlegt baðherb. Tvennar svalir. Vandaðar innr. Gott hús. ibúðin getur verið laus við samning. Verð 7,5 millj. SMYRLAHRAUN 25879 Mjög góð 85 fm 3ja herb. endaíb. í 4-býlum stiga- gangi i litlu fjölb. ásamt 28 fm endabílskúr. Hús og sameign nýl. tekið í gegn. Nýtt þak. Endurn. bað. Sér þvhús. Skemmtileg íbúö. Laus strax. Áhv. 3,4 millj. byggsj. Verð 7,5 millj. GNOÐARVOGUR - 7919 GÓÐ KJÖR. 89 fm góð sérhæð efst í fjórbýli. Talsvert endur- nýjuð íbúð m. suðursv. og frábæru útsýni. Góð íbúð í góðu húsi. Áhv. 1,9 millj. Verð 7,5 millj. Góð greiðslukjör í boði. VOGAHVERFI22615 Mjög björt og rúmgóð 90 fm 3ja herb. íbúð í kjall- ara í góðu þribýli. Sér inngangur. Stór herbergi. Ný gólfefni. Góður rækt. garður. Áhv. 3,2 millj. Verð aðeins 5,9 millj. Laus fljótlega. BRÆÐRAB.STÍGUR 23294 í nágrenni Háskólans. 74 fm rish. i 3-býlu eldra steinh. ib. er mikið endun., m.a. etdh. og bað. Danfoss. Góð sameign og garður. Áhv. 2,6 millj. Verð 5,7 millj. ÞINGHOLTSSTRÆT113289 94 fm falleg 3-4 herbergja íbúð á 1. hæð i fallegu steinhúsi. Innréttingar og gólfefni endurnýjuð. Áhv. kr. 2,4 millj. Verð kr.8.300.000 2 HERBERGI HAALEITISBRAUT 29778 68 fm íbúð á 1. hæð í góðu fjölbýli. Rúmgóð og björt. Uppgert eldhús og bað. Áhv. 3,2 millj. hús- br. Verð 5,9 millj. Laus strax. BÓLSTAÐARHLÍÐ 30336 Mjög falleg og björt 55 fm kjallaraíbúð i góðu þrí- býli. Sérinng. Parket og nýl. bað. Getur verið laus fljótlega. Áhv. 1 millj. byggsj. Verð 4,7 millj. FROSTAFOLD 29260 Glæsileg 2ja herb. ibúð i mjög góðu, litlu fjölbýli. Vandaðar innr. Stutt í þjónustukjarna. Áhv. 3,5 millj. byggsj. Verð 5,6 millj. BERJARIM112343 60 fm gullfalleg 2ja herb. íbúð á 1. hæð í nýju fjöl- býli. Sér þvhús. Allar innr. og gólfefni í stil. Hvítt/mahogny og merbau. Verð 5.950 þús. kr. REYKÁS 22710 69 fm falleg 2ja herb. ib. á 1. hæð í litlu fjölbýli. Útsýnisvalir. Parket. Rísalagt baðherb. Sér- þvottahús í ib. Áhv. 3,3 millj. byggjs. Verð 6,0 millj. GRANDAVEGUR 8695 Mjög falleg 50 fm 2ja herb. ibúð á 1. hæð. Engar tröppur við inngang en sólríkar suðursvalir. Park- et og flísar. Laus nú þegar.lyklar á skrifstofu. Verð 5,5 millj. REYKÁS 29312 70 fm falleg 2ja herb. íb. á jarðhæð í litlu fjölbýli. Vandaðar innr. Nýtt eldhús. Flisalagt bað. Sólver- önd. Áhv. hagstæð lán 4 millj. Verð 6,4 millj. EFSTIHJALU 24214 70 fm 2ja herb. íb. á 2. og efstu hæð i mjbg góðu húsi. Útsýni. Parket. Góð sameign. Áhv. 3,3 millj. í hagst. lánum. Verð 5,9 millj. ÁLFASKEIÐ - HF. 28035 Rúmlega 53 fm björt og vel skipulögð íb. m. stór- um suðursv. í góðu nýviðg. fjölb. Snyrtileg sam- eign og góður garður. Verð 4,5 millj. MÝRARGATA - HF. 22625 87 fm 2-3ja herb. íbúð með sérinngangi. Jarð- hæð, niðurgrafin öðrum megin. Endurnýjuð gólf- efni. Útbyggður gluggi i stofu. Útsýni út á sjó. Bíl- skúrsréttui. Áhv. 2,4 millj. byggsj. Verð 6,5 millj. Æ Hveheitt á vatnið að vera? Lagnafréttir Flestir gleyma viðhaldi og eftirliti á sjálfvirkum blöndunartækjum, segir Signrður Grétar Guð- mundsson. Þessi annars ágætu tæki þarf að yfir- fara ekki sjaldnar en annað hvert ár. Heita vatnið sem kemur úr iðrum fósturjarðarinnar og streymir úr krönum flestra landsmanna er mismunandi heitt eftir landshlut- um. Á höfuðborgarsvæðinu er það víðast hvar 70-75 gráður en sum- staðar er það yfir 90 gráður. Það liggur í augum uppi að því fylgir umtalsverð slysahætta að hleypa svo heitu vatni, yfir 80 gráður, inn í hýbýli manna. Þó ekki hafi orðið mörg slys af völdum heits kranavatns er sú spurning að verða áleitnari hvort ekki þurfi að takmarka hitann, er ekki ráð að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofaní? Á Norðurlöndum er það regla að heitt kranavatn skuli ekki vera heitara en 65 gráður en vissulega er einfaldara að stýra því þar. Þar er ekki um jarðhita að ræða, allt heitt vatn er upphitað kalt vatn og að sjálfsögðu er engin ástæða til að eyða orku í að hita það upp fyrir 65 gráður til að kæla það síðan aftur, því yfirleitt notum við ekki vatnið heitara en 30-40 gráður. Er brýn þörf á takmörkun hita? Það má ef til vill segja að sam- kvæmt reynslunni sé hún það ekki en hættan er fyrir hendi og það ættu að vera nægileg rök fyrir því að takmarka hitann á vatninu, í það minnsta er rétt að vekja at- hygli á hættunni. En hvað er þá til ráða? Á að setja enn eina reglu- gerðina og hafa vit fyrir fólki? Það yrði vissulega vel þegið af ýmsum embættismönnum og stofnunum og ekki ólíklegt að það verði gert fyrr en síðar, það verð- ur að hafa vit fyrir „pöbulnum". Það er hægt að fara mismun- andi leiðir til að ná því marki að heita vatnið úr krönunum sé ekki sú slysahætta eins og ætla má að það sé í dag. Sú staðreynd, að ekki hafa orð- ið umtalsverð slys af heitu krana- vatni, er mjög líklega vegna þess að húseigendur hafa nú þegar sett upp hjá sér öryggistæki sem ábyggilega hafa komið í veg fyrir slys. Þetta er sjálfvirka blöndunar- tækið sem er nú næstum orðið sjálfsagður hlutur í steypiböðum og við baðker, en slysáhættan er einmitt mest þegar farið er í bað, sérstaklega er börnum hætta búin. Sjálfvirku blöndunartækin eru einföld tæki og í raun má segja að þau séu ódýr miðað við nota- gildi, hvort sem miðað er við þæg- indi eða öryggi. Það er ekki staður né stund til að fara út í langar tæknilegar útskýringar, en í stuttu máli er sjálfvirka blöndunartækið byggt á náttúrulögmálinu að loft, vokvar og föst efni þenjast út við hækkandi hita og dragast saman við lækkandi. Á þessu byggjast sjálfvirku_ ofnkranarnir sem stjórna hita í íbúðinni einnig og á þessu byggist vatnslásinn í bíln- um. En gallinn við aukna notkun á sjálfvirkum blöndunartækjum er sá að flestir gleyma viðhaldi og eftirliti, þessi annars ágætu tæki þarf að yfirfara ekki sjaldnar en annað hvert ár. Hitaveituvatnið er víðast hvar þannig á landinu að ýmis efni í því falla út og setj- ast á viðkvæma hluti í tækjunum og einstreymislokar verða óþéttir. Það getur orsakað millirennsli, oftast þannig að heitt vatn kemst yfir í kalt vatn. Því miður er tækjunum oft kennt um en sökin er ekki hjá þeim heldur hjá eigendunum sem ekki hugsa um eftirlit og viðhald og ekki síður hjá fagmönnunum Sjálfvirkt blöndunartæki er ómetanlegt öryggistæki. sem ekki gera húseigendum ljóst að viðhalds er þörf. Fleiri úrræði Einföld leið til að lækka hita vatnsins er að setja einfalt og til- tölulega ódýrt blöndunartæki á inntak heita vatnsins, tæki sem blandar köldu vatni saman við það heita og lækkar þannig hitann t.d. um 10-15 gráður. En þá kemur nýtt til sögunnar, kalda vatnið er súrefnisríkt og það kann að hafa neikvæð áhrif á lagn- irnar ef þær eru úr galvaniseruðu stáli. Hinsvegar er hér um lítið magn að ræða svo ekki eru mikil líkindi á tæringu en hana er ekki hægt að útiloka. Róttækasta leiðin og sú dýrasta er að setja millihitara á heita neysluvatnið við inntak, þá er hita- veituvatnið notað til að hita upp kalt neysluvatn, hitaveituvatnið fer þá aldrei lengra en inn í inn- taksklefann, nema það sem fer á ofnakerfið, og margir eru ánægðir að losna við það úr krönunum. En nú er eins gott að huga að því úr hvaða efni lagnirnar eru, galvaniseruð stálrör eru ekki æski- leg vegna hættu á tæringu því nú er eingöngu notað súrefnisríkt vatn sem heitt vatn. Þetta á ekki að koma í veg fyr- ir þessa lausn í nýjum byggingum því til er úrvalsefni til notkunar í lagnir fyrir upphitað kalt, súrefn- isríkt vatn. Þá er sjálfsagt að nota annað- hvort plaströr eða rör úr ryðfríu stáli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.