Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 2
2 F MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hafnarfjörður Skrifstofuhúsnæði við Bæjarhraun TOLUVERÐ hreyfíng er nú á at- vinnuhúsnæði í Hafnarfírði. Hjá fasteignasölunni Valhúsum er nú til sölu eða leigu hentugt skrifstofu- húsnæði á 2. hæð við Bæjarhraun 10. Húsnæðið er alls 312 fermetrar og af þyí eru 212 fermetrar lausir strax. Óskað er eftir tilboðum. — Ég er þessu húsi vel kunnug- ur, þar sem ég hef fasteignasölu mína þar á 1. hæð, segir Sveinn Sigurjónsson, sölustjóri hjá Val- húsum. — Húsið er í góðu ástandi, enda vandað og vel byggt. Það er mjög vel staðsett gagnvart allri umferð og bílstæði eru hér næg. Lítið framboð — Eftirspurn er hvergi meiri eftir atvinnuhúsnæði í Firðinum en einmitt á Hraununum, sagði Sveinn ennfremur. — Framboð hefur verið þar fremur lítið og það húsnæði, sem losnar, hefur farið tiltölulega fljótt, enda er þetta orðið eitt aðal atvinnusvæðið í Firðinum. Hér eru alls konar fyrir- tæki, bæði verzlunar-, iðnaðar- og þjónustufyrirtæki. HÉR er um að ræða skrifstofuhúsnæði á 2. hæð við Bæjarhraun 10. Það er alls 312 fermetrar og af því eru 212 fermetrar lausir strax. Húsnæðið er ýmist tíl sölu eða leigu hjá fasteignasölunni Valhúsum. Óskað er eftir tilboðum. Að sögn Sveins hefur sala eða leiga á góðu húsnæði á eftirsóttum stöðum í Hafnarfirði aukizt til muna í heild. — Það hafa þegar all nokkrar fyrirspurnir borizt varðandi húsnæðið við Bæjar- hraun, þrátt fyrir það að nú stend- ur yfir aðal sumarleyfistíminn, sagði hann að lokum. — Ég geri mér því vonir um að þetta hús- næði fari fljótt. HÚSIÐ stendur við Sjávargötu 28 á Álftanesi. Ásett verð er 15,9 miuj. kr., en húsið er til sölu hjá Þingholti. Hús með frábæru útsýni á Álftanesi ALFTANES hefur mikið að- dráttarafl fyrir marga. Hjá fast- eignasölunni Þingholti er til sölu einbýlishús við Sjávargötu 28. Húsið er um 300 ferm. með bíl- skúr og lóðin rúmlega 1300 ferm. að stærð. Húsið er reist árið 1989 og er úr timbri. „Þetta hús er sérstakt fyrir það hve fallegt útsýni er frá því og hve stutt er út í náttúruna það- an," sagði Hákon Guðmundsson, sölumaður hjá Þingholti. „Innan- húss hagar þannig til að komið er inn í forstofu og úr henni í eins- konar „alrúm", sem er í reynd hol, borðstofa, stofa og garðstofa, allt í einu rými, sem er mjög stórt. Þörfinfyrir félagslegar íbúðir Eins og vani er á þessum tíma árs, hafa fréttir af tekjum og eignum hinna ýmsu einstaklinga og þjóðfélagshópa verið áberandi í fjölmiðlum, í tengslum við út- sendingu álagningarseðla. Eins og gengur og gerist eru menn mis- jafnlega ánægðir. Jafnframt fer ekki á milli mála frekar en fyrr, að aðstæður fólks eru töluvert mismunandi, svq ekki sé sterkara að orði kveðið. í þessu sambandi vekur sérstaka athygli, að þeim hefur fjölgað sem eru með nei- kvæða eignarstöðu, þ.e. skulda meira en þeir eiga. Þetta eru væg- ast sagt ógnvænlegar fréttir og mun án efa hafa áhrif á húsnæðis- málin á næstunni, því ásókn í fé- lagslega íbúðakerfið hlýtur að aukast í kjölfarið. Eigið fé ekki skilyrði í sjálfu sér er það ekki skilyrði fyrir íbúðarkaupum á hinum al- menna markaði, að kaupendur eigi ákveðið lágmark af eigin fé við kaupin. Það er þó deginum ljós- ara, að því meira eigið fé sem Markaðurinn Fólki með neikvæða eignarstöðu hefur fjölgað, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrarstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins. Ásókn í félagslega ___íbúðakerfið hlýtur að aukast í kjölfarið. kaupandi á, því auðveldari verða íbúðarkaup. Þeir sem eiga ekkert eigið fé verða hins vegar að hafa töluvert há laun til að eiga mögu- leika á að fá fyrirgreiðslu í hús- bréfakerfinu til íbúðarkaupa. Lík- legt er að launin þyrftu að vera a.m.k. tvöfalt hærri en meðallaun, og þá er verið að tala um ódýr- ustu íbúðir sem í boði eru. Félagslegar íbúðir Félagslegar íbúðir eru á vegum sveitarstjórna eða félagasamtakav I félagslega húsnæðislánakerfinu eru ýmsir möguleikar; félagslegar kaupleiguíbúðir, eignaríbúðir og Ieiguíbúðir og almennar kaup- leiguíbúðir. Hámarkslán í félags- lega húsnæðislánakerfmu vegna kaupa er 90% af verði íbúðar. Þeir sem fá úthlutað félagslegum íbúðum þurfa því að leggja fram a.m.k. 10% af íbúðarverðinu. Þetta getur reynst þeim erfitt sem ekk- ert eiga. Sá möguleiki er þá fyrir hendi, að húsnæðismálastjórn hef- ur heimild til að veita viðbótarlán, allt að 10%, til allt að þriggja ára til þeirra sem eiga í verulegum erfiðleikum með kaup á íbúð. Þá er jafnframt heimilt að 90% lánið sé afborgunarlaust þar til viðbót- arlánið er uppgreitt, en vextir Fasteignalán Landsbréfa til allt að 25 ara Vextir af lánunum eru á bilinu 6,75 til 8,25%. Lánin henta t.d. þeim sem vilja skuldbreyta eldri lánum, kaupa stærri eignir eða vilja taka lán til framkvæmda. • Ráðgjafar Landsbréfa hf. veita allar frekari upplýsingar <, LANDSBRÉF HF. SUDURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVIK, SIMI 588 9200, BREFASIMI 588 8598 skulu þó greiðast. Þrátt fyrir þetta getur mörgum reynst erfitt að standast greiðslumat, ef laun eru lág, svo ekki sé talað um ef eignar- staðan er neikvæð. Eignar- eða Ieiguíbúðir í landinu öllu eru rúmlega 10 þúsund félagslegar íbúðir. Félags- legar eignaríbúðir eru algengast- ar, eða um 65% af heildinni. Fé- lagslegar leiguíbúðir sveitarfélaga eru hins vegar einungis rúmlega 1.000. Nokkur munur er á þessum tveimur íbúðarformum. Félagsleg- ar eignaríbúðir eru í eigu viðkom- andi íbúa en leiguíbúðirnar í eigu sveitarfélaga. Stundum er gagnrýnt hvað eignamyndun í félagslega íbúðar- kerfinu er hæg. Reyndar er hún neikvæð fyrstu árin og 10% fram- lag kaupanda er horfið eftir um áratug vegna 1% fyrningar í kerf- inu. Þessu er ekki hægt að breyta nema með því að auka greiðslu- byrðina af lánunum, þannig að þau greiðist hraðar niður. Varla yrði það til bóta. Það er jafnframt ljóst, að 1% fyrning er síst of há sé mið- að við fyrningu á íbúðum almennt. Fólk þarf því að eiga félagslegar eignaríbúðir töluvert lengi til að eiga í raun eitthvað í þeim. Hið rétt er auðvitað, að félags- legar eignaríbúðir eru eins konar leiguíbúðir á fyrstu árunum þó þær séu skilgreindar sem eignar- íbúðir. Munurinn á félagslegri eignaríbúð annars vegar og félags- legri leiguíbúð hins vegar er sá, að önnur er skráð í eigu íbúans en hin er skráð í eigu sveitarfé- lags. Annað sem er frábrugðið á milli þessara tveggja íbúðarforma er það, að leigjandinn þarf ekki að leggja fram 10% framlag við úthlutun en það þarf hinn að gera. Greiðslubyrði vegna félagslegra leiguíbúða er jafnframt lægri en vegna félagslegra eignaríbúða, þar sem vextir af lánum vegna félagslegra leiguíbúða eru 1,0% en þeir eru 2,4% vegna félagslegra eignaríbúða og lánstími vegna leiguíbúðanna er 50 ár en hann er 43 ár vegna eignaríbúða. Með hliðsjón af þeirri staðreynd, að þeim hefur fjölgað hér á landi sem eru með neikvæða eignar- stöðu, er líklegt að það sé ekki alltaf besta lausnin að úthluta við- komandi félagslegum eignaríbúð- um. Þörfin fyrir félagslegar leigu- íbúðir hlýtur að aukast. Gengið er niður þrjár tröppur í stofu og garðstofu og þaðan er útgengt út á veröndina og í garð- inn, sem er mjög stór og vel rækt- aður. Veröndin snýr í suður en líka er útgengt úr þvottahúsi á norður- hlið hússins í þann hluta garðsins sem snýr út að sjónum. Þaðan er örstutt út á sjávarkamb, sem þó tilheyrir ekki garðinum sjálfum. Mikið fuglalíf er þarna í nágrenn- inu og gott athafnasvæði fyrir börn og þá sem unna útiveru. Svefnherbergin eru öll á sér gangi. Þau skiptast í stórt hjóna- herbergi og þrjú stór barnaher- bergi. Af því að þakið er háreist hefur verið útbúið eins konar loft í herbergjunum, en þar er gott geymslu- og skápapláss. Vestan megin í húsinu er nú vinnuað- staða, en þar má auðveldlega útbúa tveggja herbergja íbúð með sér inngangi. Gólfefnin í húsinu eru parket og steinflísar og filtteppi á her- bergjum. Ásett verð er 15,9 millj. kr.. " Fasteigna- sölur í blabinu í dag Agnar Gústafsson Almenna fasteignas. ÁS Berg Bifröst Borgir Brynjólfur Jónsson Eignahöllin Eignamiðlun Eignasalan Fasteignamarkaður Fasteignamíðstöðin Fjárfestíng Fold Framtíðin Frdn Gimli Hátún Hóll Hraunhamar Húsakaup Húsvangui Kjöreign Laufás Óðal Skeifan Valhöll Þingholt bls. 4 bls. 23 10 12 11 16 14 17 15 3 16 4 21 23 22 5 12 13 20 19 24 6 8 18 23 7 9 bls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.