Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 14
14 F MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 Bjartsýni ríkjandiá fasteigna- markaðnum Eftirspurn eftir fasteignum er nú mikil og umsvif á markaðnum eftir því. Hér fjall- ar Magnús Sigurðsson um markaðinn í viðtali við tvo kunna fasteignasala og verðbréfasala. • «? J: .- ¦ ¦¦¦ 1: __ 'VJÉ? " _____________s£F'^^l*?--F ; """*•¦ '¦x*-~' -""¦ -'¦ - ' .L::_: **-_, ¦• ., "^ _<**¦ "x_^__ f^-^"" " *\ _ „'£ ' -''•¦' *¦ £ ,<- -¦_. . *^ - _T,rh.,r~"" *3 & -^-A_4-_J_r^:^H 'iií 35__*' - • Z**^~ m :¦-£&&* { ¦^TTÍ: 'ísíp - _-»_, •» T r ¦ ^,_ 3 - »^5 '" ****^^_ -^áíírr^ ( 1 ______*_____ BBÍ"^'"* ^^ii_H ^"->Vi: j^ "j^^ ['--. !__ ¦ ""«^* _É_a__.¦'» "^f' •«_? _ «* ^_>jC____5^ífi^ « i í heild hafa langtímalán lánastofnana haft mikil áhrif á fasteignamarkaðinn. Þessi lán eru mikið notuð til þess að endurfjármagna skammtímalán vegna íbúðarkaupa eða þá að greiða upp óhagstæð lán, en vextir hafa lækkað. _ f ÞAÐ er mjög bjart yfír fast- eignamarkaðnum um þessar mundir. Eftir- spurn er góð og viðskipti lífleg. Þannig komst Jón Guðmunds- son, formaður Félags fasteignasala, að orði í viðtali við Morgunblaðið. Þetta hefur gerzt með aukinni at- vinnu og bjartari horfum á efna- hagssviðinu. Byggingariðnaðurinn hefur tekið vel við sér. Mikil eftir- spurn er eftir nýsmíði og hefur hún farið vaxandi á undanförnum vik- um. Að sögn Jóns Guðmundssonar hafa stærri eignir verið að seljast og talsverð hreyfing er einnig á atvinnuhúsnæði. Þetta er ekki hvað sízt að þakka fasteignalánum til lengri tíma, sem nú eru í boði og hafa haft í för með sér breytt við- horf á markaðnum. Fasteignaverð hefur samt staðið í stað til þessa, en með aukinni eftirspurn er ekki ólíklegt, að verð fari eitthvað hækk- andi. Miðbærinn eftirsóttur Litil breyting virðist vera milli einstakra hverfa frá því sem var. — Þó hefur eftirspurn stöðugt verið að vaxa eftir íbúðarhúsnæði nálægt miðborginni og í mörgum tilvikum er sár vöntun á eignum á þeim svæð- um, sagði Jón. — Sala á öllum gerð- um af atvinnuhúsnæði hefur verið lífleg að undanförnu og það allt upp í mjög dýrt húsnæði. Laugarvegur- inn heldur velli og eftirspurn verzl- unareigenda eftir plássum þar hefur farið vaxandi. Húsnæði, sem þar kemur í sölu eða leigu, hefur farið fljótt og fjöldi fyrirspyrjenda er alltaf um það hús- • • Félag EIGNAHOLLM FASTEIGNASALA 552-4111 jlfasteignasala HverfÍSgata 76 - 4.hæð Felag If| fasleignasai 2ja herb. Pósthússtræti - glæsiíbúð Frakkastígur - miðbær. Giæsit. 3-4 herb. íb. sem sr hæð og ris. Ib. er öll uppgerö, Nýtt parket á gótfum. Áhv. byggsj. 3,6 mifi}. Verð 7,6millj. Grensásvegur Mjög góð 72 fm íb. á 2. haeð i góðu fjölb. í nágrenni Grensásdeildar. Mögul. er að fá eignina með nýju parketi. Áhv. 4fi millj. Verð 6,5 millj. Ath. góð grkj. Vorum að fá i sölu 75 fm glæsilega íb. á 3. hæð í þessu eftirsótta lyftuhúsi. Parket og granit-flfsar á gólfum, góðar innr. Mögul. á bílstæði. Ahw. 3,0 millj. Verð 7,9 millj. Bergstaðastræti - miób. Util snotur íb. með sérinng. i miðbæ Reykjavikur. Parket, ný eldh.innr. Mögul. á baðstofulofti. Nýtt þak. Áhv. 1,2 millj. Verð 4,2 millj. Flyðrugrandi - KR-ingar Glæsil. stór ib. á fráb. stað í Vesturbæ. Parket, sérsm. ekJh.innr. Gott skápa- pláss. Suðursv. Útsýni. Sameiginl. sána- bað j húsinu. Áhv. 3fi míllj. Verð 6,5 millj. Mánagata - Ódýr ib. sem kemur skemmtil. á óvart. Nýtist mjög vel. Áhv. 1,9 millj. Verð 3,2 millj. Njálsgata - miðbær Mjög skemmtil. og snotur íb. Ný gólfefni og fallegar innr. Verð 3,8 millj. 3ia herb. Barðavogur - rishæð Rúmg. íb. í brib. á góðum og rólegum staö. Áhv. byggsj. 3,5 millj. Verð 7,5 millj. Vindás - bílskýli Stórglæsil. fb. á 1. hæð i nýi. flolb. Parket Giæsit. innr. Frábaer eign sem vert er að skoða strax f dag. Áhv. 3,5 millj.byggsj.Verð7,3nnlfi}, 4ra herb. Tómasarhagi - rishæð Frábær eign á besta stað f Vesturbænum, með glæsil. útsýni yfir SkerjafjörÐinn og 18 fm sólrfkum suöursv. Sjón er sögu rik- ari. Verð 8,3 millj. Sérbýli Garðabær - Hagaflöt Gott ca 120 fm einb. á einum besta stað á Flötunum með ca 45 fm bílsk. Nýtt parket á holi og stofum. Stór og fallegur garður. Hiti í plani. Verð 11,9 millj. Mosf ellsbær - Grundartangi Utið og notalegt raðhús 75 fm. 2 svefn- herto. Merbau-parket. Sólrfk suðurverðnd. Skipti óskast gjaman á stærri eign með bílsk. Áhv. 3,5 millj. Verð 7,9 millj. Hátún - sérhæð Alveg einstök, björt og falleg sérhæð á þessum eftirsótta stað. Parket á öllum gótfum. Ca 40 fm skúr sem býður upp á ýmsa mögul. Ahv. húsbr. 4,8 millj. Verð 7,4millj. Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Helga Leifsdóttir, hdl., Valdís Viðarsdóttir, sölum. næði, sem losnar. Fermetrinn í góðu verzlunarhúsnæði við Laugaveg hefur verið að seljast á bilinu 100.000-150.000 kr. og mjög góðar útborganir eru í boði. Ákveðin tengsl eru ávallt á milli leigu og söluverðs og því má ætla, að leiga á þessu svæði fari líka hækkandi. Seljahverfið er á uppleið. Með bættum samgöngum er það hætt að vera jaðarsvæði og margir líta hýrum augum til breikkunar á Reykjanesbrautinni, sem ætti að verða til þess að fjarlægðir minnki enn. Það verður til þess, að hverfi, sem áður voru talin vera í útjaðri, færast nær í tíma og rúmi. Eftir- spurn eftir húsnæði þar ætti því að aukast og verð að hækka, ef eitt- hvað er. Mikil ásókn hefur verið í íbúðar- húsnæði í Kópavogsdal vegna góðr- ar legu svæðisins og hefur dalurinn þótt einn af betri kostum höfuðborg- arsvæðisins um 1-2 ára skeið. At- vinnuhúsnæði þar á eflaust eftir að verða mjög eftirsótt, en hin hraða þétting byggðar í Smára- og Fífu- hvammslandi kallar á mikla upp- byggingu þar fyrir verzlun og þjón- ustu. Þau hverfi í Grafarvogi, sem eru lengst í burtu, hafa hins vegar átt í vök að verjast gagnvart þessum nýju hverfum í Kópavogi. Að sögn Jóns Guðmundssonar heldur Vesturbærinn alltaf sínu. Hjá fasteignasölu hans, Fasteignamark- aðnum, er nú til sölu efri sérhæð að Tómasarhaga 26 og er hún 155 ferm. að stærð. í henni eru tvær samliggjandi stofur með teppi á gólfum og svalir og ennfremur 2-3 svefnherbergi í svefnálmu. Eldhúsið er með borðkrók, en sér þvottahús er í kjallara. Hæðinni fylgir einstaklingsíbúð í kjallara, sem er nær 40 ferm. og er hún með sérinngangi. Þar er stofa með eldhúsaðstöðu fyrir utan bað- herbergi, þar sem tengt er fyrir þvottavél og ennfremur fataher- bergi. Hæðin ásamt íbúðinni í kjall- ara seljast í einu lagi og er ásett verð 15,5 millj. kr. — Þetta er góð eign á góðum stað, sagði Jón Guð- mundsson að lokum. Lítið óselt af nýjum íbúðum í Firðinum Fasteignamarkaðurinn í Hafnar- fírði er að mörgu leyti frábrugðinn því, sem gerist í Reykjavík. í Firðin- um er t. d. lítið til af óseldum nýjum íbúðum í fjölbýlishúsum, en þar er hins vegar til þó nokkuð óselt af par- og raðhúsum í Setbergslandi. I heild er verð á íbúðarhúsnæði þar mjög sambærilegt við það, sem ger- ist í Reykjavík og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Magnúsar Emilssonar, fasteignasala hjá Hraunhamri í Hafnarfirði, hefur salan gengið vel í sumar og júlímánuður verið óvenjugóður, miðað við að það er hásumar. Góð hreyfing hefur verið á notuðu húsnæði og framboð og eftirspurn eru í jafnvægi. Verð er svipað og verið hefur og kvaðst Magnús ekki sjá neina hækkun framundan. Morgunblaðið/Ásdfs VESTURBÆRINN er vinsæll eins og áður. Hjá Fasteignamark- aðnum er nú til sölu efri sérhæð að Tómasarhaga 26 og er hún 155 ferm. að stærð. Hæðinni fylgir einstaklingsíbúð í kjallara, sem er nær 40 ferm. og er hún með sérinngangi. Hæðin og íbúð- in seljast í einu lagi og ásett verð er 15,5 milh\ kr. HJÁ Hraunhamri eru til sölu nýjar íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum við Suðurbraut í Hafnarfirði. íbúðirnar eru ýmist 2ja eða 3ja herb. Tveggja herb. íbúðirnar eru um 78 ferm. og kosta 6.350.000 kr. fullbúnar án gólfefna en þriggja herb. íbúðirnar rúmir 94 ferm. og kosta 7.290.000 kr. án gólfefna. — Það er lítið til hér af nýjum íbúðum í fjölbýlishúsum, sagði Magnús. — Hjá Hraunharnri höfum við þó til sölu fáeinar nýjar íbúðir við Háholt og Klapparholt auk nýrra íbúða við Suðurbraut, sem bygg- ingafyrirtækið Sigurður og Júlíus hafa byggt. Það sem einkennir þær, eru gæði miðað við verð. íbúðirnar eru í tveimur fjölbýlishúsum, sem í eru 26 íbúðir og eru 12 þeirra óseld- ar. Ibúðirnar eru ýmist 2ja eða 3ja herb. og verð þeirra að sjálfsögðu mismunandi eftir stærð. Tveggja herb. íbúðirnar eru um 78 ferm. og kosta 6.350.000 kr. fullbúnar án gólfefna en þriggja herb. íbúðirnar rúmir 94 ferm. og kosta 7.290.000 kr. án gólfefna. Húsin eru hönnuð af Ársæli Vign- issyni arkitekt. Þau standa hlið við hlið og eru all áberandi í umhverfi sínu. Því veldur m. a. liturinn, en húsin eru tvílit. Þau eru blágræn á neðstu hæð en rauðbrún þar fyrir ofan. Þakið er hvítt og klætt báru- stáli. F^órar íbúðir eru á hverri hæð í báðum húsunum nema á neðstu hæð í því stærra, en þar eru þær þrjár. Húsin eru steypt upp á hefðbund- inn hátt, en klædd að utan með svokölluðu Steni, sem er varanleg klæðning og mikil og góð reynsla er komin á. Aðkoma að húsunum báðum er frá frá Suðurbraut, en meðfram henni er búið að setja upp hljóðmön norðanvert við húsin til þess að draga úr umferðarhávaða, þannig að íbúarnir eiga ekki að verða fyrir truflun af völdum bíla- umferðar. Gott útsýni er frá efri hæðum húsanna en allar eru íbúðirnar með svölum nema neðstu hæðirnar. Þær hafa aftur á móti sérlóð fyrir sig sunnanvert við húsin og er útgengt út á hana úr íbúðunum. Athygli vekur mjög sérstæður horngluggi í eldhúsi hverrar íbúðar. Þessi gluggi gefur eldhúsinu skemmtilegan svip og eykur útsýnið. € € 4 4 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.