Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 1
MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • KÝBÝLI • FRÉTTIR ^^^¦:;; ^^^|::: : ^^^B i ¦" ^^^H ^^^B : ¦¦¦¦ ¦¦¦¦ ; Prentsmiðja Morgunblaðsins Blað F artæki S JÁLFVIRKU blöndunartækin eru einföld og raunar ódýr mið- að við notagildi, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættin- um Lagnafréttir. Flestir gleyma hins vegar að halda þeim við og þegar bilun verður, kenna þeir tækjunum um. /19 ? Viðhald og viðgerðir ÞAÐ er dýrt að fresta viðhaldi. Þeim mun lengur, sem viðgerð- ir eru dregnar á langinn, þeim mun dýrari verða þær. Þetta kemur fram í grein eftir Eyjólf Bjarnason, verkfræðing hjá Samtökum iðnaðarins, um við- gerðir utanhúss. / 22 ? iur markaður BJARTSÝNI einkennir fasteignamarkaðinn um þessar mundir og er það þakkað aukinni atvinnu og bjartari horfum á efnahags- sviðinu. Mikil eftirspurn er eft- ir nýsmíði og hefur hún farið vaxandi á undanförnum vik- um. Þetta kemur fram í viðtöl- um við fasteignasala hér í biaðinu í dag, þar sem fjallað er um fasteignamarkaðinn. Stærri eignir hafa verið að seljast og talsverð hreyfing er einnig á atvinnuhúsnæði. Lítil breyting virðist vera milli borgarhverfa frá því sem var, Vaxandi eftirspurn eftir nýjum íbúðum VERÐ á íbúðum í fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu fór hækkandi í maí og er það vísbending um, að verðið sé að minnsta kosti hætt að lækka. Það komst lægst í apríl sl. og hafði þá farið lækkandi hægt og síg- andi frá því í marz 1994, þegar það komst hæst. Teikningin hér til hliðar sýnir verðþróunina frá 1993 og er þar byggt á tölum úr kaupsamningum hjá Fasteignamati ríkisins fram til maíloka í ár. Verðgildið 100 er frá árinu 1990. Þessar tölur segja hins vegar lít- ið um verðbreytingar í einstökum stærðarflokkum af íbúðum, en verð er yfirleitt hlutfallslega hærra á minni íbúðum en þeim stærri. Þar að auki er íbúðir mjög misjafnar að allri ger ð og mj ög misj afnt, hve mik- ið er í þær borið, en það ræður að sjálfsögðu miklu um verð þeirra. Sum hverfi eru líka eftirsóttari en önnur og það hefur einnig áhrif á íbúðarverð. Nýjar íbúðir hafa lækkað í verði á undanförnum árum. Samkeppnin á nýbyggingamarkaðnum hefur verið hörð og því hafa byggingarað- ilarnir lagt sig fram við að halda verðinu á íbúðum sínum niðri og sníða þær sem mest að þörfum markaðarins. Á þessu ári hafa umsvif í smíði nýrra íbúða verið mun meiri en í fyrra. Því veldur meiri eftirspurn eftir nýjum íbúðum en var. Með meiri eftirspurn má gera ráð fyrir, að verð fari hækkandi, ef eitthvað er. Verðbreytingar á fasteigna- markaði gerast þó hægt að jafnaði. Að sögn fasteignasala ríkir nú meiri bjartsýni á fasteignamark- aðnum en áður. Þessu veldur aukin atvinna og bjartari horfur í efha- hagslífinu. Auknir lánamöguleikar í húsbréfakerfinu við fyrstu íbúðar- kaup hafa líka leitt til meiri hreyf- ingar á minni íbúðum, en það hefur svo keðjuverkandi áhrif á sölu á stærri íbúðum. en eftirspurn eftir íbúðarhús- næði nálægt miðborginni hef- ur þó aukizt sér í lagi. Mikil ásókn hefur verið i íbúðarhiisnæði í Kópavog-.sdal vegna góðrar legu svæðisins og gert ráð fyrir mikilli eftir- spurn eftir atvinnuhúsnæði þar, en hin hraða þétting byggðar í Smára- og Fífu- hvammslandi kallar á mikla uppbyggingu fyrir verzlun og þjónustu. í Hafnarfirði er Iftið til af óseldum íbúðum í fjölbýlislnis- um en nokkuð óselt af par- og raðhúsum í Setbergslandi. Langtímalán frá verðbréfa- fyrirtækjum og lánastofnunum hafa orðið til þess að liðka nýög fyrir kaupum á stórum eignum. Lánin eru mikið notuð til þess að endurfjármagna skammt ímaliíii vegna húsnæð- iskaupa eða þá að greiða upp öhagstæð lán, vegna þess að vextir hafa lækkað. /14 ? Skandia býðurþér sveigjanleg lánskjör efþú þarft að skuld- breyta eða stœkka viðþig Fyrir hverja eru Fasteignalán Skandia? fösteignalán Skandia eru fyrir alla á stór- Reykjavíkursvæðinu sem eru að kaupa sér fasteign og: Vilja kaupa stórar eignir en fá ekki nægilega hátt lán í húsbréfakerfinu. • Þá sem vilja breyta óhagstæðum eldri eða styttri lánum. • Þá sem eiga lítið veðsettar, auðseljanlegar eignir, en vilja lán til annarra jjárfestinga. Kostir Fasteignalána Skandia • Lánstími allt að 25 ár. • Hagstæð vaxtakjör. • Minni greiðslubyrði. • Stuttur svartími á umsókn. Dcemi um mánaðarlegar ajborganir af1.000.000 kr. Fasteignaláni Skandia* M-xtirC/.) 10 ár 15 ár 25 ár 7,0 11.600 9.000 7.100 7,5 11.900 9.300 7.400 8,0 12.100 9.500 7.700 Miöað er við jafngrciöslulán. *Auk vcrðbóta Sendu inn umsökn eðafáðu nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum Skandia. Skandia FJÁRFESTINGAFÉLAGIB SKANDIA HF,, LAUGAVEGI 17Q 10S REYKJAVlK, SÍMI 56 1B 70D, FAX 55 26 177

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.