Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.08.1996, Blaðsíða 8
tr 8 C ÞRIDJUDAGUR 27. ÁGÚST 1996 MORGUNBLADIÐ Er sama hvað keypt er? Lagnafréttir Ekki er allt sem sýnist, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í pistli sínum þar sem - hann ræðir mun á gæðum efnis í hita- og neysluvatnskerfí húsa. Segir hann að hyggja þurfí að fleiru en útliti í þessum efnum. VIÐ val á hreinlætistækjum er það líklega útlitið sem skiptir höfuðmáli en að fleiru þarf að hyggja. Sá sem byggir sér hús eða kaup- ir íbúð í blokk lætur sig í flest- um tilfellum litlu varða hvaða efni er notað í hita- og neysluvatnskerfið að ekki sé talað um frárennsliskerf- ið. Eru ekki öll þessi hné og té eins og eru ekki allar þessar pípur eins? Vissulega líkist þetta allt hvert öðru, rennilokar eru líkir hver öðrum, sama máli gegnir um hitamæla, þrýstimæla, öryggisloka og margt fleira. En ekki er allt sem sýnist. Gæðamunur kann að vera um- talsverður, en það er sjónarmið sem alltof fáir láta sig varða. Það sem ræður úrslitum er oftar en ekki krónutalan, tengi sem kostar 30 kr. er frekar keypt heldur en tengi sem kostar 35 kr. þó gæðamunur sé miklu meiri en verðmunur. Gæði lítils metin Auðvitað er það ekki á færi hvers og eins að meta gæði þeirrar vöru sem hann kaupir en því miður eru gæði stundum bókstaflega hundsuð af þeim sem eiga að vita betur. Innflutningsstjóri í stóru fyrir- tæki, sem flytur inn hverskonar lagnaefni, var átalinn af fagmanni fyrir að oft á tíðum hefðu þeir til sölu efni sem ekki stæðist lágmarks gæðakröfur. Svar hans var mjög svo athyglisvert: okkar stærstu við- skiptavinir, sem eru stórbyggjend- ur, krefjast þess að við bjóðum lagnaefni á eins lágu verði og mögulegt er, það er sjónarmiðið sem ræður því að við bjóðum ekki gæðavöru. Rétt er að taka fram að þetta er ekki algilt, margir stórbyggjend- ur leggja metnað sinn í að velja gæðavöru. En því verður ekki á móti mælt að þeir sem virða gæði lítils ráða oftar en ekki ferðinni, það eru þeir sem ráða hvaða vara er á boðstólum og þá er ekki að Q0 , LAUFAS Fasteignasala Suðurlandsbraut 12 sím.5334111 bax 533-1115 Opið virka daga frá kl. 9 -18 2ja herbergja * Auk þessara eigna höfum við fjölda annarra á söluskrá okkar. H Hríngið og fáið upplýsingar. |f SAMTENGD SÖLUSKRÁ . dfa ASBYRGI EIGNASALAN LAUFAS Fasteignasala »5331115 Eignaskiptayfiriýsingar Laufás ávallt í fararbroddi - NÝ ÞJÓNUSTA Er til eignaskiptayfirlýsing um húsið þ'itt? Frá 1. júní 1996 þarf iöggildingu til að gera eignaskiptayfirlýsingar, en þeim þarf að þinglýsa fyrir næstu áramót. Við á Laufási höfum slík réttindi og tökum að okkur gerð eignaskiptayfirlýsinga. HVERFISGATA NYTT Ertu handlaginn? Ef svo er þá er þessi fyrir þig. l'búðin er á fyrstu hæð í steinhúsi og er 67 fm. Miklar endur- bætur hafa átt sér stað en er ólokið. Hér er því gott tækifæri fyrir fram- kvæmdamanninn. Sérinngangur. HRAUNBÆR V. 7,9 M. Björt og vel umgengin, 4ra herbergja 106 fm endaíbúð á 2. hæð. Þvottahús og geymsla inn af eldhúsi. Suðursvalir. Hús- ið er í mjög góðu ástandi, nýklætt að utan og sameign er mjög góð. Lækkað verð SELTJARNARN. V.14,9M. Afar vinalegt ca 170 fm einbýlishús ásamt tvöföldum bílskúr. Þetta er vönduð og góð eign. Húsið fékk verðlaun fyrir vandaðar endur- bætur. Tvær stofur og 3 svefnher- bergi. Sauna. Gróðurhús. Frábær garður. Áhvílandi 7 millj. BREKKUBYGGÐ NYTT Séríbúð, ca 60 fm, á jarðhæð (tvfbýl- ishúsi. íbúðin skiptist í forstofu, stofu, svefnherbergi, eldhús, snyrti- herbergi, þvottahús og sérgeymslu. (búðin er laus. Áhvílandi 2,9 m. KARFAVOGUR NYTT Notaleg ca 76 fm hæð ásamt ca 30 fm bílskúr í góðu, vel ræktuðu um- hverfi. Stutt í skóla og alla þjónustu. f (búðinni er gott eldhús, rúmgóð stofa og herbergi eru stór. Áhvílandi ca 4,5 m. SELJABRAUT V. 9,0 M. Tveggja hæða íbúð, ca 170 fm, ásamt stæði i bílskýli. Stofa og fimm svefnherbergi. Suðursvalir á hvorri hæð. Mjög stórt aukarými yfir íbúð- inni. Áhvílandi ca 4,2 m. i hagstæð- um lánum. VINDAS ÚTSYNI BOLSTAÐARHLIÐ V. 5,9 M. Tæplega 65 fm íbúð á 1. hæð. Hús- ið er með nýju þaki og miklar endur- bætur standa yfir utanhúss. 23ja fm bílskúr fylgir. Ákveðin sala. GRETTISGATA V. 5,7 M. Mikið endurnýjuð, 2ja herbergja 59 fm íbúð, á 2. hæð í þríbýlishúsi. Parket og flísar á gólfum. Nýleg eldhúsinnrétting. Óinnréttað ris yfir allri íbúðinni. Áhvi- landi 2,5 m. HRAUNBÆR V. 4,7 M. I þessu rótgróna hverfi er til sölu 58 fm íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Vestursvalir. Aðgengi fyrir hjólastól. Geymsla í íbúð- inni. Verð 4,7 m. SKÓGARÁS V. 5,6 M. Sérstaklega rúmgóð 65 fm íbúð með ver- önd framan við stofu. Ibúðin er öll nýmál- uð. Sérhiti. Laus strax. Áhvilandi 2,7 m. i hagstæðum lánum. Glæsilegt útsýni til suðurs. Tæplega 80 fm, mjög fallég íbúð, á þriðju hæð. 2 svefnherbergi, eldhús, stofa og bað. Park- et á gólfum. Mikið skápapláss. Bilskýli. Sameign í sérflokki. Snjóbræðsla í gang- stígum. Áhvílandi 2,2 m. Hagstaeð lán. ÁLFTAMÝRI V. 6,0 M. ÁSGARÐUR m. bílsk. V. 6,6 M. BARÓNSSTÍGUR V. 5,8 M. KLEPPSVEGUR V. 7,2 M. 4ra herbergja og stærri* BARMAHLIÐ BREIÐVANGUR HJALLABRAUT HRÍSRIMI KLEPPSVEGUR LINDASMÁRI SÓLHEIMAR Sérhæðir V. 6,8 M. V. 9,4 M. 9,4 M. 9.8 M. 6,7 M. 8,4 M. 7.9 M. VATNSENDI PARADIS Nýtt einbýlishús á einni hæð, 180 fm að stærð ásamt 50 fm bílskúr. Ca 6.000 fm lóð. Húsið skiptist f 4 svefnherbergi, sjónvarpshol, eldhús, 2 baðherbergi, gestasnyrtingu, búr og þvottahús. Möguleiki á tveimur ítaúðum í húsinu. Húsið stendur á bakka Elliðavatns. Frábært útsýni yfir vatnið, til Heiðmerkur og fjall- anna handan hennar. Einstök nátt- úruperla. EIRIKSGATA V. 9,8 M. Hæð ásamt hlutdeild í óinnréttuðu risi og kjallara. 2 stofur, 2 svefnher- bergi, hol, eldhús og bað. 13 metra langur bilskúr. ALFTAMYRI NYTT Mjög falleg og sérstaklega vel um gengin 100 fm ibúð á 3. hæð. Parket. Suðursvalir. Fataherbergi inn af hjóna- herbergi. Búr inn af eldhúsi. Þetta er toppíbúð á þessum góða stað. Bíl- skúr. Húsið er nýviðgert að utan. HRAUNTEIGUR V. 8,4 M. Reisuleg 5 herbergja ca 105 fm. risíbúð á þriðju hæð ásamt hana- bjálka. Parket á gólfum, nýlegt gler og nýleg eldhúsinnrétting. Glæsilegt útsýni. Bflskúrsréttur. Áhvilandi 2,3. Gömlu lánin. ÁLFHÓLSVEGUR V. 9,2 M. ÁLFTAHÓLAR EYJABAKKI SKIPASUND SLÉTTUVEGUR VÍKURÁS ÞANGBAKKI V. 5,5 M. V. 5,2 M. V. 4,5 M. V. 7,95 M. V. 3,5 M. V. 5,5 M. 3ja herbergja * Lækkað verð HRÍSRIMI V. 6,9. Mjög falleg 75 fm íbúð á 3. hæö í fjölbýlishúsi. Glæsilegar viðarinnrétt-ingar. Parket á gólfum. Frábært út-sýni. Stæði í velbúnu bílhýsi. Skipti á ódýrari eigrt koma tll greina. BERGSTAÐASTRÆTI V. 7,9 M. (búð á efstu hæð í þessu góða hver- fi. Stórar stofur. Viðgerðum á húsinu er að Ijúka. Snyrtileg sameign. AUSTURBRUN BARMAHLÍÐ GRÆNAHLÍÐ MÁVAHLÍÐ MÁVAHLÍÐ NÝBÝLAVEGUR V. 10,2 M. V. 8,9 M. V. 10,5 M. V. 7,4 M. V. 8,4 M. V. 10,5 M. BLIKAHOLAR BÍLSKÚR Ibúð í toppstandi. 4ra herbergja 100 fm íbúð á efstu hæð í lítilli blokk. Frábært út- sýni til vesturs. Góð sameign. Bílskúr fylgir. Þetta er mjög góð íbúð og í húsi sem búið er að gera við að utan. Raðhús - Einbýli * TUNGUVEGUR V. 7,9 M. Eitt af þessum litlu vinalegu raðhúsum. Þetta hús stendur í efstu röðinni, hæst á Réttarholtinu. Þess vegna er útsýnið frá- bært. Það skiptist í stofu og 3 svefnher- bergi. Fjórða svefnherbergið getur verið í kjallara. Hugsanlegt að leyfl fáist til að byggja bllskúr. Vantar eignir. Nú er mikil sala. Við erum á götuhæð við Suðutfandsbraut, eina fjötförnustu götu í Reykjavík. Hjá okk- ur er ávallt míkll umferð vfðskiptavina í leit að fasteignum. Stórir sýningargluggar. VERSLUN V. LAUGAVEG Gjafavöruverslun á besta stað við Laugaveg. Eigin innflutningur. Góður húsaleigu- samningur. Nánari upplýsingar á skrifstofunnl. , MOSFELLSDALUR V. 10,0 M. Æsustaðir í Mosfellsdal, ca 120 fm ein- býlishús ásamt ca 5.000 fm eignarlandi í Mosfellsdal. Húsið stendur á góðum út- sýnisstað og skiptist þannig: Stofa, 3 svefnherbergi, bað, gestasnyrting, for- stofa, eldhús og þvottahús. ÁLFHÓLSVEGUR V. 15,0 M. FLJÓTASEL V. 13,9 M. GRENIBYGGÐ V. 13,2 M. HJALLASEL V. 14,0 M. LAUFSKÖGAR V. 7,9 M. LEIÐHAMRAR V. 13,5 M. OTRATEIGUR V. 11,8 M. SOGAVEGUR V. 13,9 M. SOGAVEGUR V. 13,8 M. SÆBÓLSBRAUT V. 15,9 M. Nýbyggingar * FJALLALIND V. 9,5 M. Endaraðhús á einni hæð ásamt inn- byggðum bílskúr. Samtals ca 173 fm. Óvenjulegur byggingarstíll. Húsið af- hendist fullbúið að utan, einangrað, múr- húðað og með varanlegu steinuðu yfir- borðslagi úr skeljamulningi. BERJARIMI V. 8,5 M. VÆTTABORGIR V. 11,060 Þ. Byggingarlóð * FELLSÁS V. 2,0 M. Eignarlóð á fallegum útsýnisstað við Fellsás í Mosfellsbæ. SKÓGARÁS V. 1,5 M. 760 fm byggingarlóð undir einbýlishús. Lögbýli * KLÖPP REYKHOLTSDAL Ibúðarhús sem er ca 100 fm og gróður- hús með áfastri skemmu ca 300 fm með hitalögnum við gólf. Ræktuð lóð. 120 minútulitrar af heitu vatni. Staður sem býður upp á ýmsa möguleika s.s. ferða- mannaiðnað, lífrœna rœktun o. fl. o. fl. Áhvílandi 2,5 í hagst. lánum. Verð 10,5 m. 9 9 9 9 9 9 9 undra að almennur kaupandi velji það sama, láti eingöngu krónu- töluna ráða. Annað gildir um sýnilega hluti, eða hvað? Það er oft fróðlegt að fylgjast með því þegar eigandi nýbyggingar fer að velja sér sýnilegu hlutina, salernið, handlaugina, baðkerið og blöndunartækin. Hvað sjónarmið ráða þá? Útlitið ræður mestu og verðið talsverðu en líklega hugsa alltof fáir um gæði þeirra tækja sem þeir kaupa, er ekki klósett bara klósett? Enganveginn, ekki frekar en bíll er bara bíll, og það þarf að taka tillit til fleiri þátta en hér hafa ver- ið nefndir, útlits, verðs og gæða. Það er nú einu sinni svo um öll mannanna verk að þau endast ekki eilíflega, vandaðasta framleiðsla þarfnast viðhalds og þjónustu. Þess vegna er ekki lítils virði að staldra við þegar tæki eru valin og spyrja; af hverjum er ég að kaupa? Það hefur því miður komið of oft fyrir að eitthvert gorkúlufyrirtæki er sett á laggirnar, selur um stund ýmis tæki á allgóðu verði, jafnvel sæmileg tæki, en eftir nokkur ár þegar stund viðhalds og þjónustu rennur upp er fyrirtækið hvergi fmnanlegt og hvar á þá að fá vara- hluti? í hvað ástandi varan er afhent getur skipt máli. Húseigandi sem var að endurnýja hús sitt fór í leið- angur til að kaupa salerni og í einni verslun átti hann kost á tveimur gerðum sem voru mjög álíka en verðmunur var eitt þúsund krónur. Aðvitað valdi hann það ódýarara, fékk það afhent í pakkningum og hélt með það heim. Hann gerði sér ekki grein fyrir því að það dýrara var samansett en það ódýrara ekki, búnaðinn í kassann átti eftir að setja á sinn stað og tengja saman, kassann átti eftir að festa á salern- isskálina. Það kostaði umtalsverða vinnu pípulagningamanns að setja þetta saman svo líklega hefur ávinningur- inn af innkaupunum rokið út í veð- ur og vind og vel það. Það eru vissulega til innflytjend- ur og seljendur sem kappkosta að hafa aðeins gæðavöru á boðstólum en þeim er ekki umbunað af kaup- endum sem skyldi. ' Meðan svo er að kaupendur hafa ekki uppi gæðakröfur vantar hvat- ann, neytendur geta ráðið ferðinni ef þeir vilja, en þá verða þeir að vakna og standa saman. Hversdags- legur hátíðleiki SUMIR búa svo vel að eiga glæsi- leg húsgögn en vilja láta þau falla vel inn í hversdagslegra umhverfi. Þá er kjörið að veb'a áklæðið með tilliti til slíkra við- horfa. I i I I i • s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.