Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C 201. TBL. 84.ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Refsað fyrir sölu áfengis TSJETSJENSKIR aðskilnaðar- sinnar eru teknir að framfylgja íslömskum lögum í Grosní, höf- uðstað Tsjetsjníju. A myndinni er einn af fimm mönnum, sem var í gær refsað við höfuðstöðvar lög- gæslusveita Rússa og Tsjetsjena í miðborginni. Skeggjaði maðurinn þuldi fyrst upp ákæruna og dóm- inn og barði síðan manninn með priki. Maðurinn var dæmdur fyrir að selja áfengi og honum refsað með 40 höggum á bak og fætur. Hinir mennirnir voru dæmdir fyr- ir ölvun á almannafæri. Bandaríkjaher skýtur stýriflaugum á suðurhluta íraks Clinton forseti segir settu marki náð í Irak Reuter BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, ræðir við fréttamenn í Hvíta húsinu ásamt A1 Gore varaforseta. Washington, Bagdad. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir því í gær að árásir Banda- ríkjahers á hernaðarmannvirki í suð- urhluta íraks hefðu borið tilætlaðan árangur. „Skotmörkin hafa annað- hvort verið eyðilögð eða orðið fyrir nægilegum skemmdum þannig að segja má að settu marki hafi verið náð.“ írakar sögðu að Bandaríkjamenn hefðu skotið nokkrum stýriflaugum á herstöðvar og íbúðahverfi í Bagdad síðdegis í gær en Clinton og fleiri bandarískir embættismenn sögðu það rangt. íbúar Bagdad sögðust hafa heyrt nokkrar sprengingar en vissu ekki hvað hefði valdið þeim og hleypt var af loftvarnabyssum í borginni. Clinton boðaði fréttamenn á sinn fund eftir að Bandaríkjaher hafði skotið alls 44 stýriflaugum á loft- varnastöðvar og fleiri hernaðarleg skotmörk í suðurhluta Iraks á tveim- ur dögum. Bandarískar og breskar herþotur hófu ennfremur eftirlit með nýju og stækkuðu flugbannsvæði í suður- hlutanum. Bandarískir embættis- menn sögðu að herþoturnar hefðu hrakið á brott tvær íraskar herþotur af gerðinni MiG, sem stefndu að þeim, án þess að til bardaga kæmi. Bandarísk orrustuþota hefði enn- fremur skotið á loftvarnaratsjá sem fylgdist með ferð þotunnar. Saddam kallar herliðið heim Clinton sagði aðgerðir Bandaríkja- hers hafa kennt Saddam Hussein, leiðtoga Iraks, nauðsynlega lexíu. „Þetta hefur breytt hernaðarlegu stöðunni, einkum í suðurhluta íraks, þar sem Saddam hóf innrásina í Kúveit. Hernaðarlega stendur hann verr að vígi en fyrir árásirnar. Auðvit- að getum við ekki séð fyrir hvað Saddam Hussein gerir, en hann veit núna að honum verður refsað fyrir að fara yfir það strik sem sett var í ályktunum Sameinuðu þjóðanna [eft- ir stríðið fyrir botni Persaflóa 1991].“ Forsetinn gaf fyrirmæli um árás- irnar eftir að íraskar hersveitir réð- ust á svæði Kúrda sem njóta verndar Sameinuðu þjóðanna. Clinton sagði að svo virtist sem Saddam væri að kalla hersveitirnar heim, að minnsta kosti um sinn. Hann kvað þó of snemmt að fullyrða að írakar hygð- ust hætta hernaðaraðgerðum sínum. Clinton sagði of mikið gert úr vangaveltum um að hernaðaríhlut- unin væri dýrkeypt fyrir Bandaríkja- menn því þeir hefðu valdið óánægju meðal ríkja, sem tóku þátt í stríðinu við íraka, einkum Frakka. Frakkar hafa tekið þátt í að fram- fylgja flugbanninu yfir suðurhluta Iraks en athygli vakti að franskar herþotur höfðu ekki eftirlit með nýja bannsvæðinu í gær. Málgögn írösku stjórnarinnar áréttuðu að hún myndi hunsa fiug- bannið. „Við ætlum að veija sjálf- stæði okkar með kjafti og klóm,“ sagði Babel, dagblað elsta sonar Saddams Husseins, Uday. Rússar mótmæla Árásir Bandaríkjamanna sættu harðri gagnrýni ráðamanna í ýmsum löndum. Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, telur árásimar „mjög hættu- legar“, að sögn skrifstofustjóra hans, og Jevgení Prímakov, utanríkisráð- herra Rússlands, sagði þær geta haft „hörmulegar afleiðingar“ og skapað „hættulegt fordæmi". Frakkar hvöttu til þess að viðræð- ur yrðu hafnar á ný til að tryggja að hægt yrði að framfylgja sem fyrst ályktun Sameinuðu þjóðanna um að leyfa írökum að selja olíu til að kaupa matvæli og lyf. Bandaríkjastjórn hef- ur sagt að af olíusölunni geti ekki orðið við óbreyttar aðstæður. ■ Þáttur í kosningabaráttu/22 ■ Dráp til að viðhalda ótta/23 Benjamin Netanyahu og Yasser Arafat ræðast við og takast í hendur í fyrsta sinn Lofa að beita sér saman fyrir friði helsta deilumáli sínu, sem snýst um brottflutning ísraelskra hermanna frá Hebron á Vesturbakkanum. Ákveðið var að Yitzhak Mordechai, varnarmálaráðherra Israels, ræddi það mál við Arafat á sunnudag. Þótt fundurinn hafi ekki borið mikinn árangur var litið á hann og handtak leiðtoganna sem táknrænt fyrirheit um að þeir vildu blása nýju lífi í friðarumleitanirnar. Enn deilt um Hebron Netanyahu hafði verið tregur til að ræða við Arafat, sem hann hafði lýst sem „hermdarverkamanni“. Bandaríkjastjórn lagði hins vegar fast að forsætisráðherranum að fall- ast á fundinn, en hann fer í opin- bera heimsókn til Bandaríkjanna í næstu viku. Netanyahu áréttaði á Erez á Gaza-svæðinu, Jerúsalem. Reuter. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi sjálfstjórnarsvæða Palest- ínumanna, tókust í hendur í fyrsta sinn í gær og lofuðu að beita sér saman fyrir friði. Fundurinn markar tímamót að því leyti að þetta er í fyrsta sinn sem Netanyahu viður- kennir Arafat formlega sem viðsemj- anda þremur árum eftir að palest- ínski leiðtoginn og Yitzhak Rabin, fyrrverandi forsætisráðherra ísraels, staðfestu friðarsamkomulag með sögulegu handtaki í Washington. Fundurinn stóð í klukkustund og var haldinn við mörk ísraels og Gaza-svæðisins. Hann hófst nokkuð vandræðalega því handtak leiðtog- anna var svo skammvinnt að margir Ijósmyndaranna misstu af því. Leiðtogarnir fundu enga lausn á Reuter BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, komu saman í fyrsta sinn í gær og hófu fundinn með því að takast í hendur í örskamma stund. Margir ljósmyndarar misstu af þessu sögulega andartaki og leiðtogarnir heilsuðust aftur með handabandi, en aðeins í fjórar sekúndur. Þrátt fyrir hróp og þrábænir ljósmyndara létu leiðtogarnir þar við sitja. blaðamannafundi að ísraelsstjórn myndi ekki framfylgja friðarsam- komulaginu að fullu nema Palestínu- menn stæðu við öll ákvæði þess og að öryggi ísraela og Palestínumanna á sjálfstjórnarsvæðunum yrði tryggt. Forsætisráðherrann vísaði þar einkum til 400 gyðinga sem búa meðal 100.000 araba í Hebron. Stjórn hans hefur neitað að flytja ísraelskar hersveitir úr borginni eins og kveðið er á um í friðarsamkomu- laginu og vill að samið verði á ný um það mál en því hafna Palestínu- menn. Netanyahu sagði að nefnd ísra- elskra og palestínskra embættis- manna ætti að hefja viðræður um þetta mál og fleiri deiluefni í dag. Viðbrögðin við fundinum voru blendin í Israel. Shimon Peres, fyrr- verandi forsætisráðherra, lýsti hon- um sem „siðferðilegum sigri“ fyrir þá sem hófu friðarumleitanirnar en hægrimenn í Likudflokki Netanyah- us sögðu að fundurinn hefði valdið mikilli óánægju innan flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.