Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Af þeim viðburðum, sem nú eru
að taka við, ber hæst sýn-
. inguna Pieasso og Mið-
jarðarhafslöndin, á Louisiana, sem
verður opnuð 20. september og
stendur til 19. janúar 1997. Einnig
má nefna sýningu á myndum
Munchs af hinum vinnandi manni
í Verkamannasafninu, impressjón-
istunum á Ordrup-setrinuog Boreal-
is í Örkinni.
Rýnirinn kom nokkuð seint á
vettvang að þessu sinni enda varð
hann endurtekið að fresta för, að
auki hefur greinum seinkað, í báð-
um tilvikum vegna ófyrirsjáanlegra
atvika. Miðað við markverða við-
burði á vettvanginum telst honum
svo til að hann hefði þurft að fara
allt að 6 sinnum utan til að gera
öllum sýningunum eðlileg skil, þ.e.
mæta í upphafi þeirra og afgreiða
þær án tafar.
Rétt telst þó að geta þeirra fram-
kvæmda sem náðist að skoða því
hér skiptir máli fyrir okkur að vera
með á nótunum en eðlilegra hefði
verið að skrifa sérgreinar um þær
merkustu. Ávinningur er dijúgur
að hafa fengið yfirsýn yfir þær,
viðað að sér safni heimilda og geta
vikið að þeim síðar í vettvangsskrif-
um. Danir hafa gert sér far um að
rækta alla aldurshópa og kynna
myndlist á breiðum grundvelli þó
maður sakni þess hve þeir hafa lít-
ið sinnt millikynslóðinni svonefndu,
brautryðjendum á fyrri hluta og
eftir miðbik aldarinnar, og sett upp
eina mikla framkvæmd í stíl við
Köbke- og Bendz-sýningarnar sem
vöktu svo mikla athygli. En það eru
nú sérkenni norðursins og listhátíða
í höfuðborgum Norðurlanda að
rækta útlandið meira en það sem í
beinu sjónmáli er, útlendum finnst
áhugaverðast og kemur frá öllum
heimshornum til að forvitnast um.
Hins vegar er yfrið nóg af hvers
konar gjörningum „framvarða-
sveitafólksins", sem alls staðar má
rekast á í Evrópu og telst til alþjóð-
legra trúarbragða í núlistum um
þessar mundir og við höfum verið
rækilega minnt á hér á landi á
næstliðnum árum. Markar helst þá
stefnu að frumleikinn sé hópefli og
í ætt við önnur lögmál markaðsþjóð-
félagsins þar sem gengið skal út
frá sömu forsendunum í grundvall-
aratriðum, og þeim hugmynda-
fræðilegum. Sumir nefna þetta
framlag listarinnar til að eyða
landamærum Evrópu, jafnvel alls
heimsins, skapa samfélagslega list
án landamæra og þjóðlegra ein-
kenna, en gerist á sama tíma og
sterk vakning er á hinn vænginn,
einkum vegna þess að minni þjóð-
irnar finna fyrir því hve áhrif hinna
stóru eru yfirþyrmandi. Hafa það á
tilfinningunni að þetta sé ný aðferð
hinna stóru til að valta yfir þær
minni.
Ekki þurfa áhangendur þessara
viðhorfa að kvarta yfir að þau hafi
verið afrækt á menningarári því svo
til allar aðalsýningastofnanir borg-
arinnar hafa gert þeim rækileg skil
að ógleymdri risasýningunni „Art-
genda“ í Kjöthöllinni gömlu við
Halmtorvet. Svo rækileg að útilok-
að er að endurtaka leikinn þar sem
aðsóknin mun þá væntanlega verða
hálfu minni, ef marka má reynsluna
af líkum framkvæmdum. Þetta er
fremd og sigur sýningarstjóranna,
heimspeki og hugmyndafræði yfir
fagurfræðinni því nú er allt leyfi-
legt gefi þeir grænt ljós og ekki
horft í kostnaðinn né skemmdir sem
kunna að verða á sýningarsölunum.
Hver krókur og kimi
undirlagður
Stórsýningin Now-Here á Louis-
iana var eldraun nýs framkvæmda-
stjóra safnsins, Svíans Lars Nittve,
sem tók við af stofnandanum Knut
W. Jensen, sem hefur verið leiðandi
áhrifavaldur frá upphafí og komið
staðnum á landakort heimslistar-
innar.
Þetta er stærsta framkvæmd
safnsins frá upphafi og hver krókur
og kimi undirlagður og var ósjaldan
sem maður væri í nýju safni því
einstakir salir voru stúkaðir af og
hólfaðir upp á nýtt, stundum á
mjög hugvitsamlegan hátt. Ekkert
Listaveisla
Yfir sumarmánuðina
hefur verið ofgnótt list-
viðburða af öllu tagi í
menningarborginni við
sundið og hvað mynd-
listarsýningar snertir er
flestum lokið, mörgum
lýkur 8. september en
öðrum eitthvað seinna.
---ai-----
Bragi Asgeirsson fjall-
ar um listaveisluna í
Kaupmannahöfn.
átti að minna á gamla innvolsið en
hluti gjörningsins var að skilið var
eftir opið horn í kjallara þar sem
sást inn í málverkageymsluna og
hluta eldri verka, eins og það væri
úrelt góss. Minnti framkvæmdin
sterklega á áttunda áratuginn sem
hunangspumpa Joesphs Beauys
áréttaði rækilega en mikið ósköp
var hún annars þreytuleg.
Sagt var að Knut W. Jensen
hafi ekki viljað koma nálægt fram-
kvæmdinni en hann bar það víst til
baka. Hins vegar mun fjöldi lista-
manna ekki hafa látið sjá sig frekar
en á aðrar líkar framkvæmdir og á
það allt eins við yngri kynslóðir sem
leita. annarra gilda í listinni.
Eg var mættur á staðinn snemma
á mánudegi til að fá ró og næði til
GÁMUR Þorvaldar Þórarinssonar.
VIÐBYGGING Glyptoteksins þykir afreksverk, er í senn frábær
arkitektúr og fyrirmyndar safnbygging, auk þess sem loftræsting-
in er einstök.
að skoða en það virtust fleiri hafa
verið í sömu hugrenningum því
mikil aðsókn var að safninu langt
fram eftir degi. Má fólkið mikið til
hafa komið fyrir forvitni sakir því
þetta er ólíkt öllu sem þar hefur
sést áður og hressileg uppstokkun
í eitt skipti þótt sumum muni hafa
fundist helgi staðarins misboðið,
ekki síst vegna þess að hávaði og
óhljóð fýlgdu sumum athöfnunum
svo gólfið nötraði. Óneitanlega
hafði þetta stundum meiri svip af
þungarokkstilburðum á skemmti-
stöðum en myndlist og þá stutt í
spilakassana og tölvuleikina.
Fátt af því sem vissi að sjón-
reynslu kom mér á óvart, auk þess
sem sumt var beinlínis útþvældar
tuggur. Furðulegt þótti mér að sjá
mann nokkurn dansa eftir ákveðn-
um takti á risaskjá, fyrst í sund-
skýlu einni fata, sem hann þó fór
úr að lokum og dillaði sér á alla
vegu. Þetta minnti mig sterklega á
svipaðan gjörning í Ásmundarsal
fyrir u.þ.b. 10-15 árum og þó ungi
maðurinn sem framkvæmdi hann
væri í öllum fötum, hneyksluðust
sumir á því að ég skyldi skrifa um
þetta „fáfengilega flipp“, en dreng-
urinn virðist einfaldlega ekki fædd-
ur _á réttum tíma né réttum stað.
í barnaklúbbnum, deild fyrir at-
hafnasama listamenn af yngstu
kynslóð, og afþreyingarhorni, var
áhugaverð og vel unnin innsetning
eftir Hörpu Björnsdóttur er dijúga
athygli vakti.
Þetta er sagt mesta úrval alþjóð-
legrar samtímalistar í borginni en
mér virðist nú sitthvað fleira vera
að gerast í samtímanum en þarna
gat að líta.
Klifrað milli gáma
Onnur risaframkvæmd er við
höfnina í nágrenni Löngulínu og
markar 96 gáma frá jafn mörgum
hafnarborgum. Áður hefur verið
sagt frá henni hér í blaðinu svo ég
fer fljótt yfir sögu. Það var svo al-
veg rétt sem ungu, íslensku lista-
konurnar sögðu mér í Tívolí kvöldið
áður að skoðun sýningarinnar væri
líkust íjallgöngu. Gámunum er rað-
að hveijum yfir annan svo þeir
mynda tvær til þrjár hæðir og skipt-
ast í níu deildir og er hver og ein
tengd saman með brúm, pöllum og
götuðum stálstigum sem gerir að-
komuna nokkuð hráa, auk þess að
þetta telst ekki upp á það besta
fyrir skóbúnað kvenfólksins sem
átti sumt erfitt með að fóta sig.
Þrátt fyrir frumlegan gjörning og
góða auglýsingu höfðu einungis
30.000 manns komið á staðinn 1.
ágúst og voru það mönnum mikil
vonbrigði.
Fyrir mitt leyti hafði ég jafn
mikið gagn af klifrinu á milli gáma-
þorpanna níu og Now-Here fram-
kvæmdinni og hér stóðu Norður-
löndin sig vel að mínu mati. Gámur
Þorvaldar Þorsteinssonar var t.d.
hinn áhugaverðasti, Tróndur Patur-
son var með mjög snjalla og jarð-
bundna hugmynd sem tengdist salt-
fiski og undirdjúpunum og Bjarne
Melgard frá Bergen var með eina
best unnu og innihaldsríkustu inn-
setninguna. Þá voru það fjarlægar
og frumstæðar þjóðir sem helst
sköpuðu viðbrögð hjá skoðendum
þessa kvöldstund.
Staðsetningin er hin frumlegasta
ÖRKIN í Ishöj.
INNSETNING Hörpu Björnsdóttur í Barnaklúbbnum, Louisiana.