Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 AÐSEIMDAR GREIINIAR MORGUNBLAÐIÐ Lögð áhersla á hópvinnu við þróun leiðakerfis SVR Á MYNDINNI eru frá vinstri: Kristján Kjartansson, vagnsljóri, Þórhallur Halldórsson, deildarstjóri, Baldur Guðmundsson, varð- stjóri, Lilja Olafsdóttir, forstjóri, Jóhannes Sigurðsson, forstöðu- maður þjónustusviðs, Þórhallur Guðlaugsson, forstöðumaður markaðs- og þróunarsviðs, Þórarinn Söebech, vagnstjóri, og Hörð- ur Gíslason, forstöðumaður fjármála- og starfsmannasviðs. LEIÐAKERFI SVR tók gildi 15. ágúst sl. Undirbúningur og þró- un tillagna hafði þá staðið yfir í rúm tvö ár en það var snemma árs 1994 sem danska ráðgj af afyrirtækinu Anders Nyvig A/S var "íalið það verkefni að gera úttekt á leiðakerfi SVR. Vinna ráðgjaf- anna fólst fyrst og fremst í því að greina þágildandi leiðakerfi og leggja fram grunnt- illögur að breytingum á því. Þar voru hafðar að leiðarljósi þær breytingar sem orðið hafa á ferða- munstri í borginni sl. ár. Snemma vors 1995 lögðu ráðgjafarnir fram tillögur og var strax ákveðið að mynda sérstakan starfshóp hjá SVR sem hefði það hlutverk að útfæra tillögurnar í endanlegt _ horf. ' Hópvinna/teymisvinna Frá því í maí 1995 hafa starfað hópar sem hver um sig gegndi ákveðnu hlutverki í undirbúnings- vinnunni. Tekin var sú stefna að leggja áherslu á hópvinnu, þar sem slík vinnubrögð hafa ótvíræða kosti. Skipulag vinnunnar var með þeim hætti að um var að ræða verkefnisstjórn, framkvæmdahóp og svo smærri vinnuhópa sem ®ttiinu að afmörkuðum verkefnum, tengdum undirbúningi verksins. Yfir hveijum vinnuhóp var hóp- stjóri en hlutverk hans var að stjórna vinnu hópsins, boða til funda, halda fund- argerðir, tryggja þátttöku hópmeðlima og sjá til þess að tíma- setningar stæðust. Verkefnisstjórn gegndi því hlutverki að hafa yfirumsjón með verkefninu og fara yfir öll stefnu- markandi mál. Má þar nefna endanlega lagningu leiða, stefnu í tímasetningum o.s.frv. Verkefnis- stjórn er samsett af einstaklingum með mikla en ólíka reynslu. Þar áttu sæti forstjóri, allir forstöðumenn, deildarstjóri, varðstjóri og vagnstjórar. Til gam- ans má geta þess að samanlögð Leiðakerfið á, segir •• Þórhallur Orn Guð- laugsson, að spegla ferðaþarfir almennings. reynsla verkefnisstjórnar af akstri strætisvagna er u.þ.b. 100 ár. Framkvæmdahópur gegndi því hlutverki að sjá til þess að einstak- ir verkliðir yrðu framkvæmdir. Fór yfir vinnu undirhópa, skilgreindi verkefni og vísaði þeim til nánari úrvinnslu. Lagði jafnframt mat á hvort nauðsynlegt væri að taka ákveðin mál fyrir í verkefnisstjórn. Myndaður var vinnuhópur til að leggja mat á ýmis aksturstæknileg atriði, s.s. vegalengdir, tímasetn- ingar, hindranir í gatnakerfí o.þ.h. Allar leiðir voru eknar og gerðar tillögur að breytingum á aksturs- leið þar sem þess þurfti með. Allar leiðir voru tímamældar og einnig var vegalengd þeirra mæld. Reynsla starfshópsins af akstri reyndist ómetanleg í þessu verk- efni. Leggja þurfti mat á þær fram- kvæmdir sem gera þurfti í gatna- kerfinu vegna breytinganna. Mikil og náin samvinna var höfð við gatnamálastjóra vegna þessara verkefna. Áætlaður var fjöldi nýrra viðkomustaða ásamt þeim fjölda sem myndi leggjast niður. Til gam- ans má geta þess að alls eru tæp- lega 500 viðkomustaðir í leiðakerfi SVR. Lagt var mat á nauðsynlegan útbúnað viðkomustaða og við þá, s.s. útskot og merkingar. Vinnu- hópurinn sá jafnframt um flutning og endurmerkingar viðkomustaða við gildistöku leiðakerfisins en alls þurfti að skipta út tæplega 1.000 leiðaspjöldum daginn fyrir breyt- ingamar. Sérstakur hópur vann að upp- setningu tímataflna ásamt ákvörð- un brottfarartíma frá endastöð. Hér var mjög mikilvægt verkefni á ferðinni en segja má að leiða- kerfi samanstandi af tveimur meg- inþáttum, þ.e. hvert er ekið og svo hvenær er ekið. Lagt var mat á kosti og galla mismunandi út- færslna og gerð tillaga til fram- kvæmdahóps. I þessum vinnuhóp varð t.d. til sú áhersla að hnika til öllum brottfarartímum með það í huga að auka sveigjanleika kerf- isins og gefa fólki kost á tíðari ferðum milli staða. Unnið var sérstaklega að endur- skoðun upplýsingaefnis. Með upp- lýsingaefni er átt við leiðaspjöld á biðstöðvum, leiðakort og leiðabók. Segja má að algjör bylting hafi átt sér stað í þessum þáttum. Leiðabók er nú öll skýrari og skil- merkilegri, birtir m.a. teikningu af hverri leið ásamt tímatöflu. Leiðaspjöldum á biðstöðvum var einnig breytt töluvert. Þau einföld- uð, letur stækkað og dregið úr magni upplýsinga. Leiðakort SVR má nú finna í símaskránni. Einnig eru aðgengilegar upplýsingar í Textavarpinu og á heimasíðu Þórhallur Örn Guðlaugsson Markvissar æfingar fyrir karla á öllum al • Kvöldtímar • Fitumælingar • Ráðgjöf um matarræói • Æfingar i CYBEX tækjun Kennari: Skráning hafin í síma Reykjavíkurborgar á Internetinu. Mikilvægt var að búa starfsmenn sem best undir breytingarnar. Því var myndaður starfshópur sem sá um innri kynningu breytinganna. Tryggt var að allir starfsmenn fengju nauðsynlegar upplýsingar, haldin voru námskeið og ýmsu efni dreift til starfsmanna. Kynn- ingu á breytingunum var skipt í tvo meginþætti: 1. Hverfafundir og fundir með hagsm unaaðilum. Haldnir voru þrír hverfafundir og voru þeir ágætlega sóttir. Margar ábendingar komu fram og verður reynt að taka tillit til þeirra eins og frekast er unnt. Jafnframt voru haldnir nokkrir fundir með ýmsum hagsmunaaðilum. 2. Almenn kynning. Gerð var kynningaráætlun sem hafði það að meginmarkmiði að vekja athygli á breytingunum og að upplýsa í hveiju þær væru fólgnar. Segja má að vel hafi tekist til við kynningu á breytingunum og má nánast fullyrða að þær hafi ekki farið fram hjá nokkrum manni. Mikilvægt var að sjá til þess að leiðakerfið hefði nauðsynlegan mannafla og tæki til ráðstöfunar. Myndaður var hópur sem lagði mat á vagnaþörf og gerði tillögu að niðurröðun þeirra á leiðir. Einn- ig þurfti að fara yfir mönnun kerf- isins og í þeim tilvikum þar sem færa þurfti menn til, var það gert í eins mikilli sátt við þá og frek- ast var unnt. Hvað er framundan? Á næstu vikum verður safnað gögnum um virkni nýja kerfisins. Ljóst er að upp koma ýmsir agnú- ar sem sníða þarf af og því er markviss upplýsingaöflun nauð- synleg. Nokkuð hefur borist af ábendingum frá viðskiptavinum og verður farið yfir þær á næstu vikum. Leiðakerfishópurinn mun því starfa áfram, en ráðgert er að þær breytingar og lagfæringar sem gerðar verða, komi til fram- kvæmda næsta vor. Það er trú okkar hjá SVR að þær breytingar sem tóku gildi 15. ágúst sl. séu spor í rétta átt. Lögð er áhersla á að leiðakerfið endurspegli ferða- þarfir almennings eins og þær eru á hveijum tíma. Það er okkur einn- ig ljóst að þjónusta SVR er ekki fullkomin frekar en önnur mann- anna verk. Því eru allar ábending- ar vel þegnar. Góða ferð með strætó. Höfundur er forstöðumaður markaðs- ogþróunarsviðs SVR. Ki’ftchen/lticfl Draumavél heimilanna! 5 gerðir Margir litir Fæst um land allt. 50 ára frábær reynsla. Einar Farestveit & Co. hf. Ðorgartúni 28 W 562 2901 og 562 2900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.