Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ovprianrli USS, þið eruð bara að plata, þetta eru bara krókodílatár. Þið viljið ekkert fá hann Sig- hvat aftur . . . Mál Israelsmannsins Emanuel Blass Gögnum safnað til að undirbúa málsókn PÁLL A. Pálsson hæstaréttarlög- maður hefur tekið að sér mál flug- vélaverkfræðingsins Emanuel Blass frá ísrael, sem lenti ásamt eigin- konu sinni og ferðafélögum í hrakn- ingum á Vatnajökli fyrir rétt rúmu ári. Páll hefur óskað eftir því við samgönguráðuneytið að fá þau gögn sem ráðuneytið studdist við þegar það tók ákvörðun um að hafna beiðni Blass um að skipa sérstaka rannsóknarnefnd, til að fara í saumana á tildrögum þess að ferðafólkið lenti í hrakningum. Kanna viðurkenningu bótaábyrgðar Hann hefur jafnframt sent erindi til ferðaskrifstofunnar Samvinnu- ferðir-Landsýn, til að kanna hvort fyrirtækið og tryggingafélag þess viðurkenni bótaábyrgð vegna at- burðarins, en SL stóð að skipulagn- ingu ferðarinnar. Páll sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann hafi rætt við Blass og lögfræðing hans í ísrael í júlí- mánuði, og óumflýjanlegt sé að málið fari dómstólaleiðina, náist ekki samkomulag áður á milli deilu- aðila. Þáttur í undirbúningi fyrir þá málsmeðferð sé söfnun um- ræddra gagna. Páll segir að Blass og eiginkona hans hafi greinilega orðið fyrir miklu andlegu áfalli vegna atburð- anna á Vatnajökli, auk líkamlegra meiðsla. „Þau og ferðafélagar horfðust í augu við dauðann klukkustundum saman og var ekki veitt nein áfalla- hjálp eftir atburðinn, sem hefði þó verið nauðsynlegt að mínu mati,“ segir hann. Blass sendi samgönguráðuneyt- inu erindi fyrir skömmu vegna ákvörðunar um að skipa ekki rann- sóknarnefnd, þar sem hann segir m.a. að með því sé lokið bréfaskrift- um hans til ráðuneytisins en málinu verði haldið áfram á lagalegum grundvelli. Hann sé lostinn vantrú og furðu yfir ákvörðun ráðuneytis- ins. Afstaða stjórnvalda vonbrigði „Ég varð fyrir gífurlegum von- brigðum með þá afstöðu sem ís- lensk stjórnvöld hafa tekið með því að stinga slíku máli undir stól,“ segir Blass. 33 kynningarbæklingar um iðnnám gefnir út Iðnnám spennandi kostur SAMSTARFSNEFND iðnfræðslu- verkefnisins INN telur að með því að gera iðnnám að spennandi val- kosti fyrir ungt hæfileikaríkt fólk aukist líkur á að nýsköpun eflist í atvinnulífinu. INN-samstarfshópur- inn hefur gefið út 33 bæklinga um iðnnám sem dreift verður af Náms- gagnastofnun til nemenda 9. bekkjar grunnskóla. I bæklingunum kemur fram almenn starfslýsing iðngreina, námstími og hvar hægt sé að leita nánari upplýsinga um námið. Markmið iðnfræðsluverkefnisins INN, iðnaður, nemendur, nýsköpun, er að benda ungu fólki á iðn- og starfsnám sem raunhæfan kost til að afla sér hagnýtrar og góðrar menntunar, sem getur leitt til eftir- sóknarverðra starfa, segir Guðrún Þórsdóttir, fulltrúi Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur í samtarfs- nefnd INN. „Ef bæta á samkeppnisstöðu ís- lands þarf að efla menntunarstig íslensks vinnuafls, koma í veg fyrir viðvarandi atvinnuleysi og eyða for- dómum um iðnnám," segir Guðrún. Brottfall nema óvenju hátt Guðni Olgeirsson, fulltrúi menntamálaráðuneytis í samstarfs- nefndinni, segir að hlutfall ung- menna sem fara í framhaldsnám strax að loknu grunnskólanámi sé óvenjulega hátt á íslandi. „Á sama tíma er hlutfall þeirra sem aldrei ljúka námi einnig óvenju hátt hér- lendis. Unglingum hefur hingað til ekki boðist fræðsla um aðrar náms- leiðir s.s. iðn- og starfsnám," segir Guðni. í skólasóknarskýrsiu Hagstofu Islands kemur í ljós að árið 1992 hafði einstaklingum sem hófu al- mennt bóknám hér á landi ljölgað um 40% frá árinu 1980. Á sama tímabili hafði nýnemum í iðnnámi einungis fjölgað um 18%. Litlar breytingar höfðu orðið á námskrám iðnbrauta í verknámi aðrar en þær að hlutur bóknámsgreina í iðnnámi hafði aukist um 62% á tímabilinu. Þýskur bæjarstjóri í heimsókn Hreifst mjög af jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna Ulriche Höfer HÉR á landi er stödd þýsk kona, dr. Ulriche Höfer, að nafni. Hún er bæjarstjóri í Planigg, sem er ellefu þúsund manna bær í ná- grenni Múnchenr og er hún hér í vikufríi ásamt tveimur börnum sínum. Ulriche hefur mikinn áhuga á Islandi og ís- lenskri menningu og hefur komið hingað reglulega á síðastliðnum tuttugu árum, sem fararstjóri fyrir þýska ferðamenn. Hún hefur lesið sér mikið til um land og þjóð, talar góða íslensku og hefur verið að kynna Island í Suður-Þýskalandi. Morg- unblaðið náði tali af Ulric- he og spurði hana meðal annars um áhuga hennar á ís- landi, en viðtalið fór að sjálfsögðu fram á íslensku. Hvers vegna fékkstu svona mik- inn áhuga á Islandi? „Það vildi svo vel til að fyrir tuttugu árum, þegar ég starfaði ásamt eiginmanni mínum sem far- arstjóri í Finnlandi, var haldinn fararstjórafundur þar í landi þar sem við hjónin kynntumst Herði Erlingssyni, sem nú rekur ferða- skrifstofu fyrir þýska ferðamenn á íslandi. Við hjónin fengum mik- inn áhuga á því að koma til js- lands og spurðum Hörð ráða. Ári síðar, eða árið 1977, fór svo að ég kom hingað fyrst sem farar- stjóri. Síðan þá hef ég komið nán- ast á hveiju sumri og hef unnið sem fararstjóri fyrir Ferðaskrif- stofu Harðar Erlingssonar. Ég varð strax mjög hrifin af íslandi, einkum vegna þess hve náttúran er víðáttumikil. í Þýska- landi eru alltaf hús, skógar eða fjöll, sem standa í vegi fyrir út- sýninu, en á íslandi er allt svo opið. Hér er líka gott að vera einn út af fyrir sig og slaka á. Til dæmis þarf maður ekki að fara langt frá Reykjavík til að komast í friðsæld náttúrunnar. Það er hins vegar ekki svo auðvelt í Þýskalandi, því þar eru bílar og fólk út um allt. Þá líkar tnér vel hve lítið er um glæpi á íslandi, en þeir eru mun fleiri í Þýska- landi. Hér þarf maður ekki að vera eins var um sig og til dæmis í nágrenni Múnchen." Hvenær hyrjaðir þú að læra ís- lensku? „Árið 1980 fór ég í háskólann i Múnchen til þess að læra ís- lensku, en eftir eitt ár kunni ég allt það sem hægt var að læra í íslensku þar. Ég brá því á það ráð að halda íslenskunni við með því að lesa íslenskar bækur og Morg- unblaðið, sem ég fékk einu sinni í viku. 1 gegnum árin hef ég svo lesið ýmis fræg verk á íslensku eins og til dæmis skáld- sögur Halldórs Laxness og Islend- ingasögurnar. Þá má ekki gleyma því að það hefur verið mjög góð æfing fyrir mig að komast til Is- lands á sumrin. Að mörgu leyti hefur mér ekki fundist erfitt að læra íslenskuna. Ástæðan er fyrst og fremst sú hve mörg orð í íslensku eru svipuð þýskum orðum, en einnig vegna þess hve málfræði þessara tungu- mála er um margt svipuð. Þrátt fyrir þetta fínnst mér íslenskan mun erfiðari, en þau tungumál sem ég hef Iært áður, eins og til dæmis enska og franska." ► Ulriche Höfer er fædd í Karlsbrunn í Suðvestur-Þýska- Iandi, 16. júní, 1946. Hún lauk menntaskólaprófi árið 1965, en þá um haustið hóf hún nám í tannlækningum við háskólann í Göttingen. Þaðan lauk hún tannlæknaprófi árið 1971. Fyrst eftir útskriftina starfaði hún við tannlækningaháskólann í Miinchen, en síðar hóf hún störf á tannlæknastofu. Eftir að hún eignaðist börn hætti hún þeim störfum. Hún hefur tekið mik- inn þátt í stjórnmálum í heimabæ sínum Planigg. Hún hefur meðal annars verið full- trúi í bæjarráði og síðastliðinn maí var hún kosin bæjarstjóri. Hún er gift Frank Höfer Iög- fræðingi og eiga þau tvö börn. Hefur þú getað lært eitthvað af íslendingum í gegnum tíðina? „Já, því það er margt á íslandi sem hefur haft mikil áhrif á líf mitt. Það helsta sem má kannski nefna er að á fyrstu árunum eftir að ég fór að venja komur mínar hingað var mikið að gerast í jafn- réttisbaráttu íslenskra kvenna og hreifst ég mjög af því. Vigdís Finn- bogadóttir var fyrst kvenna til að vera kosin forseti á íslandi og Kvennalistinn var stofnaður. Þessu var öðruvísi háttað í Bæj- aralandi, þar sem ég átti heima. Þar var hlutverk kynjanna mjög hefðbundið; karlarnir voru í áhrifastöðum þjóðfélagsins á með- an konurnar voru heima og sinntu börnunum. Þegar ég hins vegar sá hvernig þetta var á íslandi fékk ég loks kjark til að gera eitthvað í mínu heimalandi, því hvers vegna ekki þar eins og hér. Og þar með hófust í raun afskipti mín af stjórnmálum. Síðan þá hef ég gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir heimabæinn minn Planigg og í maí síðastliðnum var ég fyrst kvenna til að vera kosin bæjarstjóri þar í bæ.“ Hefur þú áhuga á að koma sem farar- stjóri til Islands, nú þegar þú ert orðin bæjarstjóri? „í fyrstu vissi ég ekki hversu tímafrekt það yrði að sinna bæjar- stjórastarfinu, en eftir að hafa sinnt því starfi í þijá mánuði hef ég ákveðið að koma hingað næsta sumar, sem fararstjóri. Það er mjög afslappandi vinna, því ég þarf bara að hugsa um það sem ég ætla að segja ferðamönnunum um ísland. Eftir þá ferð mun ég örugglega koma endurnærð aftur til Þýskalands og tilbúin til að takast á við þau verkefni sem bíða mín þar. Gott að slaka á í íslenskri náttúru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.