Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fiskiskipaflotinn Erlendum yfirmönn- um fjölgar VÉLSTJÓRAFÉLAG íslands hefur kært útgerðarfélag togarans Hafrafells vegna þess að enginn lögskráður vélstjóri er um borð. Tveir útlendir menn sinna þar vél- stjórastörfum. Hálfdan Henrysson, deildarstjóri hjá Siglingamála- stofnun, segir að ásókn í að ráða erlenda yfirmenn í fastaskipa- flotanum hafi mikið aukist síðustu 2-3 vikur. Meðal annars hafi Fær- eyingar, Eistlendingar, Pólveijar og Kanadamenn verið ráðnir. Hálf- dan telur það skýrast af aukinni útgerð íslenskra skipa, ekki síst á fjarlægum miðum. Hafrafellið er með fullskipaða áhöfn að veiðum á Flæmska hattinum og tvo menntaða vél- stjóra. Sex af tíu skipveijum eru útlendingar og komu þeir um borð í stað Islendinga sem gengu af skipinu í Kanada í byijun ágúst. Annar vélstjóranna er Eistlend- ingur en hinn Lithái. Þeir voru fengnir fyrir milligöngu eist- neskrar ráðningarskrifstofu og samkvæmt mati Vélskóla íslands er menntun þeirra meira en nægi- leg fyrir vélarstærð Hafrafellsins. Matið er þó með fyrirvara vegna þess að frumrit prófskírteina hafa ekki borist. Lögbrotið það sama Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra- félags íslands, segir lögbrotið ná- kvæmlega það sama þó að í ljós hafi komið að einhveijir menn sinni störfum vélstjóra í skipinu. „Þessir menn hafa ekkert starfsleyfí. Ég viðurkenni að það er skortur á ís- lenskum vélstjórum til starfa á skipum en það afsakar ekki lög- brot. Við erum með samnorrænan vinnumarkað og aðilar að Evr- ópska efnahagssvæðinu þannig að það ætti að vera hægt að fínna löglega vélstjóra.“ Helgi sagði að ekkert erindi hefði borist til vél- stjórafélagsins varðandi mennina tvo. Morgunbiaðið/Ásdís SAGA með pabba sínum 3. HEIMA með pabba og mömmu. maí sl. Þá var hún 652 grömm. Saga fæddist eftir tæplega 28 vikna meðgöngu Eðlilegt að Tryggingastofnun marki stefnu vegna fyrirbura FORELDRAR Sögu Einarsdótt- ur, léttasta fyrirburans til að komast yfir erfiðasta hjallann á vökudeild Landspítalans, telja eðlilegt að Tryggingastofnun marki stefnu vegna fæðingaror- lofs fyrir foreldra fyrirbura. Saga fæddist eftir tæplega 28 vikna meðgöngu og vó 524 g eða rúmar tvær merkur. Þau Einar Pálsson og Árdís Bjarnþórsdóttir eru sammála um að þau hafi gengið í gegnum afar erfitt tímabil eftir að Saga fæddist enda hafi lengi vel ekki verið Ijóst hvort hún myndi lifa og hversu miklum þroska hún myndi ná. Ekki væri heldur enn endanlega hægt að segja til um hvort hún næði eðlilegum þroska. Þau sóttu um að fá lengra fæðingarorlof vegna Sögu. „Af því að Saga fæddist svona löngu fyrir tímann er ónæmiskerfi hennar viðkvæmara en hjá öðr- um börnum. Saga þarf þvi sér- stakiega mikla umönnun og auð- vitað miðast þroski hennar frem- ur við áætlaðan fæðingardag en raunverulegan fæðingardag. Við sóttum því um lengra fæðingar- orlof og komumst að því að eng- in stefna virðist vera til í málefn- um fyrirbura hjá Trygginga- stofnuninni. Okkur finnst eðli- legt að sú stefna verði mörkuð og foreldrar fyrirbura fái t.d. árs fæðingarorlof enda hvelja lækn- ar fyrirburaforeldra til að vera sem lengst heima með börnun- um,“ segir Árdís. Nauðsynlegt að bæta aðstöðu foreldra á vökudeild Einar segir að því til viðbótar sé afar nauðsynlegt að bæta að- stöðu fyrir foreldra á vökudeild- inni. „Þangað koma margir for- eldrar í heimsóknartíma og oft eru þrengslin mjög mikil. Ur þessu þarf bersýnilega að bæta. Hins vegar er starfsfólkið alveg yndislegt og vinnur raunar al- gjört kraftaverk. Við viljum skila kæru þakklæti til þess alls,“ seg- ir hann og bætir við „til allra sem komu við sögu/Sögu“. Atli Dagbjartsson, yfirlæknir á Barnaspitala Hringsins, stað- festi að Saga væri léttasti fyrir- burinn til að komast yfir erfið- asta hjallann á Landspítalanum frá upphafi. „Hér hefur væntan- lega skipt máli að Saga hefur ekki nærst nægilega vel í móður- kviði. Þegar svo er þroskast lungu og önnur líffæri oft hrað- ar en ella. Að minnsta kosti var ferill Sögu áfallalaus hér. Framfarirnar hafa verið ágæt- ar hingað til. Hins vegar er ekki hægt að fullyrða að svona börn hafi sloppið við meirihátt- ar áföll fyrr en um tveggja ára aldur. Endanlega er ekki hægt að segja fyrir um þroskaferil fyrr en skólaaldri er náð,“ sagði hann. Almennt um lífsmöguleika- mörk fyrirbura sagði hann að þau væru um 24 vikna með- göngu. Síðan ykjust lífsmögu- leikarnir dag frá degi. Eftir 28 vikna meðgöngu væru möguleik- ar barns orðnir um 80% til þess að lifa og þroskast. Læknafélag íslands lýsir eindregnum stuðningi við kjarabaráttu heimilislækna Opinberri stefnu um fag- leg mál hafnað óbreyttri A AUKAAÐALFUNDI Læknafé- lags íslands í gær var stefnuyfírlýs- ingu heilbrigðisráðuneytisins um aðgerðir til að efla heilsugæsluþjón- ustu, sem kynnt var í júlí sl., hafn- að í óbreyttri mynd. Jafnframt voru vinnubrögð sem viðhöfð voru við mörkun stefnuyfirlýsingarinnar fordæmd þar sem ekkert formlegt samráð hafi verið haft við heildar- samtök lækna. Samþykkt var á fundinum að félagsmenn, samtök eða samninga- nefndir innan Læknafélagsins skuli ekki gera samkomulag við heil- brigðisyfirvöld um veigamiklar skipulagsbreytingar í heilbrigðis- þjónustu sem varða aðra lækna nema með samþykki stjórnar eða aðalfundar Læknafélagins. Enginn átakafundur Aukaaðalfundurinn varð ekki sá átakafundur sem ýmsir læknar töldu stefna í vegna ágreinings um fagleg málefni og verkaskiptingu í heilbrigðiskerfinu. Á fundinum var lýst eindregnum stuðningi við kröf- ur heimilislækna um bætt launakjör og í ályktun fundarins var stjóm og samninganefnd LÍ studd í því að leiða samningana til lykta með það að markmiði að leiðrétta grunn- laun heilsugæslulækna. Katrín Fjeldsted, formaður Fé- lags íslenskra heimilislækna, segir að fyrir fundinn hafi menn ekki vitað hvort þar yrðu átök sem leiddu til klofnings eða hvort menn ætluðu að sýna samstöðu. „Við erum afar ánægð með eindregna stuðningsyf- irlýsingu fundarins," sagði Katrín eftir fundinn í gær. „Stjórnvöld hafa hugsanlega vonast eftir veik- ari læknasamtökum en niðurstaðan varð sú að þau eru sterkari en áður og náðu saman um mikilvæg mál.“ Aðspurð segir Katrín það ekki vera skipbrot að stefnuyfirlýsingu stjórnvalda, sem Félag íslenskra heimilislækna hafi stutt í sumar, hafi verið hafnað. „í rauninni höfum við átt von á því að ræða þyrfti frekar um nokkur atriði í stefnuyfir- lýsingu ráðuneytisins," sagði Katr- ín. „Það að ályktunin er orðuð þann- ig að yfirlýsingunni sé hafnað „í óbreyttri mynd“ segir okkur að menn eru sáttir við ýmislegt í stefn- unni. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að segja að þeir sem væru andsnúnir yfirlýsingunni i óbreyttri mynd geti þó fellt sig við 18-19 atriði af 21.“ Ekki áfall fyrir ráðuneytið Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneyt- isstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, tel- ur ályktun Læknafélagsins síður en svo vera áfall fyrir ráðuneytið. „Þessi stefnuyfirlýsing er fyrst og fremst rammasamkomulag um fyr- irkomulag heilsugæsluþjónustunn- ar til framtíðar. í yfirlýsingunni kemur víða fram að reiknað sé með samráði við heildarsamtök lækna. Ég á því von á að innan skamms hefjist ítarlegar viðræður við Læknafélagið um endanlega út- færslu stefnuyfírlýsingarinnar," segir Davíð. Katrín kveðst vera vongóð um að ná megi sameiginlegri lendingu um aðgerðir til að efla heilsugæslu. Hún telur tillögur um valfijálst stýrikerfi eiga talsverða möguleika og segir hún að tillögurnar verði ekki útfærðar nema í samstarfi við heildarsamtök lækna. Hún segir ályktun um að félagsmenn LÍ geri ekki samkomulag við stjórnvöld nema með samþykki Læknafélags- ins þess vegna í megindráttum eðli- lega. í raun hafi þessa ekki verið gætt nægilega vel í gegnum árin. Til að mynda hafi tilvísanakerfi verið fellt niður árið 1985 með samningi sérfræðinga og Trygg- ingastofnunar. Á fundinum var samþykkt álykt- un um að það sé stefna Læknafé- lagsins að sjúklingar geti ætíð leitað til þess læknis sem þeir sjálfír kjósa án þess að tryggingaréttur skerðist. Katrín segir þetta vera ítrekun á fyrri stefnu Læknafélagsins. Hún segir þessa yfírlýsingu ekki ganga gegn meginmarkmiðum tillagna um valfrjálst stýrikerfí þar sem almenn- ingi gefíst kostur á að velja með formlegum hætti hvort þeir standi innan eða utan valfrjáls stýrikerfís. Framtíðarþróun heilbrigðismála Nefndinni verði falið að leysa deiluna SVAVAR Gestsson alþingismaður hefur tilkynnt að hann muni ekki sækja frekari fundi nefndar um stefnumótun í heilbrigðismálum á meðan deila fjármálaráðuneytisins við heilsugæslulækna stendur yfír. Hefur hann óskað eftir því við heil- brigðisráðherra að nefndinni verði falið að beita sér fyrir að leysa deijuna. í bréfí þingmannsins til heilbrigð- isráðherra kemur fram að hann telji heilbrigðisráðunetytið vera of veikt við hliðina á fjármálaráðu- neytinu. Deilan við heilsugæslu- lækna geri almenna vinnu að stefnumótun að engu og óskar hann eftir við ráðherra að nefndin um stefnumótun taki til við að sinna sérstaklega deilu fjármálaráðuneyt- isins við heilsugæslulækna. Þá segir, „Það er úrslitaatriði fyrir framþróun heilbrigðismála á íslandi að deilan leysist, ella er veruleg hætta á því að félagsleg heilsugæsla hrynji til grunna. Þar með yrði tekinn upp einkarekstur á grunnþáttum sem gæti í senn orðið lakari fyrir sjúklinga og dýrari fyr- ir þjóðarbúið í heild, eins og dæmin sanna frá þeim löndum sem lengst hafa gengið í því að einkavæða heilbrigðisþjónustu sína.“ ♦ » ♦ Kvennaathvarf Skjólstæðing- ar aldrei fleiri á einu sumri FLEIRI konur leituðu til Kvennaat- hvarfsins yfir sumarmánuðina júní, júlí og ágúst en áður í sögu at- hvarfsins. Samkvæmt upplýsingum frá Kvennaathvarfinu leituðu 117 konur þangað í sumar, en á sama tímabili í fyrra leituðu 63 konur þangað. Þetta svarar til 86% aukn- ingar. Reynsla Kvennaathvarfsins hef- ur hingað til sýnt að aðsókn minnk- ar á sumrin. í fréttatilkynningu frá Samtökum um kvennaathvarf segir að engin ein skýring sé á þessari aukningu. Rúmlega 20 læknar til Norður- landanna Á ÞRIÐJA tug heimilislækna hefur tekið ákvörðun um að flytja, að minnsta kosti tíma- bundið, úr landi og hefja störf á sínu sviði á Norðurlöndunum, að sögn Katrínar Fjeldsted, formanns Félags íslenskra heimilislækna. Katrín segir að eftir því sem hún komist næst hafi 28 heimil- islæknar þegar fengið atvinnu- tilboð að utan. Flestir eru þeg- ar farnir af landi brott og áætl- ar hún að um 20 læknar hafí þegar hafíð störf ytra. Flestir heimilislæknanna fara til Noregs eða Svíþjóðar. Þá hefur einn læknir ákveðið að taka starfi á Grænlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.