Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 11 FRETTIR Morgunblaðið/Júlíus GUÐRÚN Margrét Pálsdóttir og Eva Alexander. Borgarráð um rekstur sjúkrahúsa Byg-gt verði á raunhæfum vænt- ingum um sparnað Islendingar styrkja barnaheimili á Indlandi í MADRAS á Indlandi rekur kona að nafni Eva Alexander heimili fyrir börn vændiskvenna, ein- stæðra foreldra og götubörn. Rekstur heimiiisins er fjármagn- aður með styrk frá ABC-hjálpar- starfi á íslandi. Eva hefur verið hér á landi í stuttri heimsókn undanfarna daga og í gær sat hún fund með stuðningsaðilum og kynnti starfsemina. Á heimilinu dvelja um 60 börn og 100 eru á biðlista eftir að kom- ast þar að. „Eins og er getum við ekki tekið við fleiri börnum því að við erum í þröngu leiguhús- næði og sárvantar land fyrir utan borgina til að byggja á. Þar gæt- um við svo ræktað hrísgijón og grænmeti og verið sjálfum okkur nóg um mat. Okkur vantar líka rútu til að koma börnunum til og frá skóla,“ segir Eva. Fjölskyldan flutti í leiguhúsnæði Eva er gift og fjögurra barna móðir. Hún hafði starfað að stjórnmálum en þegar hún varð alvarlega veik árið 1980 tók líf hennar aðra stefnu. „Eg ákallaði Jesú Krist og bað hann að gefa mér líf. Ef hann gerði það þá myndi ég þjóna honum. Eg fékk að lifa,“ segir hún. Hún opnaði heimili sitt vændis- konum og öðrum konum sem höfðu verið misnotaðar og þeim útskúfað úr samfélaginu. A end- anum gaf hún heimili sitt undir starfsemina og fjölskyldan flutti í leiguhúsnæði. Heimilið nýtur engrar opin- beiTar aðstoðar en er rekið með frjálsum framlögum vina og vel- unnara. Sökum mikillar fátæktar í landinu eru þau framlög þó stop- ul. Á heimilinu læra konurnar að sauma til þess að þær geti sjálfar framfleytt sér án þess að stunda vændi. Mikið traust Seinna fór Eva að taka að sér heimilislaus börn vændiskvenna. Hún var komin með tuttugu börn inn á heimili sitt og það var orðið þröngt um þau. Árið 1994 hitti hún í Jerúsalem íslending að nafni Ólafur Jóhannsson og hann gaf henni heimilisfang ABC- hjálparstarfs á íslandi. Hún skrif- aði samtökunum bréf og sótti um styrk til að geta leigt stærra hús- næðj og tekið við fleiri börnum. „Ég skrifaði bréfið í júní 1995 og í september sama ár kom fyrsti styrkurinn frá íslandi," segir Eva. Hún segist vera hrærð yfir því mikla trausti sem henni var sýnt með því að peningarnir voru sendir án þess að fulltrúi samtak- anna kæmi fyrst á staðinn til þess að kynna sér starfið. ABC-hjálparstarf er sam- kirkjuleg samtök sem stofnuð voru fyrir átta árum og er allt unnið í sjálfboðavinnu. Guðrún Margrét Pálsdóttir, sem er einn af stofnendunum, segir að sam- tökin stundi uppbyggingarstarf fremur en neyðarhjálp. „Mark- miðið er að veita hjálp sem ekki er hægt að taka frá mönnum aft- ur. Þannig höfum við stutt lestr- arkennslu og kostað skólagöngu barna sem annars hefðu ekki notið hennar," segir Guðrún Mar- grét. Stuðningsaðilar ABC-hjálpar- starfs eru nú um 1.500. Að sögn Guðrúnar Margrétar er hveijum og einum það í sjálfsvald sett hversu mikið hann lætur af hendi rakna. Möguleiki er á að styrkja eitt ákveðið barn með föstum framlögum eða styrkja starfið í heild sinni með lágum jafnt sem hærri upphæðum. í TRAUSTI þess að meðal annars fjárveitingar til Sjúkrahúss Reykjavíkur á næsta ári byggi ekki á óraunhæfum væntingum um sparnað samþykkir borgarráð fyrirliggjandi samkomulag milli heilbrigðis- og tryggingaráðherra, fjármálaráðherra og borgarstjóra um aðgerðir í rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítala. I samþykkt borgarráðs er lýst ánægju með að óvissu sem ríkt hefur varðandi rekstur Sjúkrahúss Reykjavíkur á þessu ári skuli hafa verið eytt. Þá segir að ekki sé síð- ur mikilvægt að náðst hafi sam- komulag við ráðuneytin um hvaða þjónustu sjúkrahúsið eigi að veita. Þær breytingar sem samkomulag- ið feli í sér geti, ef vel tekst til, VEIÐI hefur verið lítil í Smugunni upp á síðkastið. Að sögn Kristjáns Þ. Jónssonar, skipherra á varð- skipinu Óðni, eru þar 29 íslensk skip. Hann segir að þeim hafi far- ið smáfækkandi síðustu tvær vikur frá því að Óðinn lagði af stað frá Reykjavik. Óðinn kom með ýmsar sending- ar til íslensku skipanna en eftir að þær höfðu verið afhentar hefur verið lítið að gera. Kristján segir leitt til skýrari verkaskiptingar og aukinnar hagkvæmni í heilbrigðis- þjónustu. Borgarráð leggi hins vegar áherslu á að enn sé ákveðin óvissa um þær sparnaðartölur sem reiknað sé með í greinargerð með samkomulaginu að breytingar muni skila. Mikilvægt sé að hafa í huga að framkvæmd samkomu- lagsins byggist meðal annars á því að fjárveitingar til sjúkrahúss- ins á næsta ári byggi ekki á óraunhæfum væntingum um sparnað, heldur verði tryggt nauðsynlegt fjármagn á fjárlög- um til þess að veita þjónustuna sem samkomulagið gerir ráð fyrir og viðhalda því þjónustuhlutverki sem sjúkrahúsið gegnir. að gert hafi verið að sárum og smákvillum nokkurra sjómanna og farið um borð í togara til fiskmæl- inga. Ekki hefur verið ákveðið hversu lengi varðskipið verði í Smugunni, en Kristján segir það ráðast af því hversu margir ís- lenskir togarar verði þar eftir. Auk íslendinganna eru 5-6 port- úgölsk skip í Smugunni og fjöl- mörg rússnesk. Norskt varðskip er einnig stöðugt í nágrenninu. Lítil veiði í Smugnnni Mesa-ball til sfyrkfar Rúnari Júlíussyni laugardaginn 7. september kl. 10-3. Landsliðið mæfir ofi fíefur alif í bofn. Allir öefa vinnu sína. Gunnars Þórðarsonar leikur fyrir dansi. Kynningar: Porgeir Ástvaldsson og Hemmi Gunn ¥ ball verður aldrei endur rtekið! ö i af neinu til að missa Verð aðgöngímuiða aðem 0 kronur! Forsala aðgöngumiða a Hotel Islandi daglega frá kl. 13-17. Fram koma: Bubbi Morthens, Björgvin Halldórsson. BjarniArason, / SVOII Pálmi Gunnarsson, íMætið snem Engiibert Jenssen Magnús og Jóhann, Einar Júlíusson, Arí Júnsson. Pétur Kristjánsson, Þorsteinn Eggertsson. HÓTEL íjÖflND Þar að auki: Hljómar, Trúbrot Lónlí Blú Bojs, ' Sléttuúlfarnir, Brimkló, GCD, Pops, Gömiu brýnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.