Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Gagnleg
skoðanaskipti
Það gladdi mig
óneitanlega þegar ég
sá að Benedikt Dav-
íðsson, fyrrverandi
forseti ASÍ með
meiru, sendi mér
kveðju í Morgunblað-
inu 31. f.m. Þeir sem
skrifa í blöð þekkja
það sjálfsagt að
blaðaskrif á íslandi
eru oftast eintal
skrifenda, umræða
fer sjaldnast af stað,
þagað er þunnu hljóði
eða skammast þegar best lætur.
Engu að síður voru það nokkur
vonbrigði að Benedikt svaraði ekki
grein minni nema að litlu leyti,
en sagði rétt eins og það væru
fréttir að sumir gamlingjar væru
neikvæðir, þeim bæri að líta á
björtu hliðarnar. - Jákvæðara
hefði verið að svara málefnalega
og án aðdróttana.
Benedikt svarar tveim greinum
samtímis og segir höfunda reiða
út í ímyndaða andstæðinga, þ.e.
verkalýðsforystuna - en er hún
heilög kýr, þurfa menn að vera
andstæðingar þótt þeir gagm-ýni?
Eru allir andstæðingar sem ekki
eru jábræður? Sá er vinur er til
vamms segir.
Af langri viðkynningu veit ég
að Benedikt er mikill heiðursmað-
~Nir og má ekki vamm sitt vita sem
gæti skýrt hvers vegna hann kafar
Æ9) SILFURBÚÐIN
Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066
_______- Þar fcerðu gjöfina -_
ekki djúpt til and-
svara.
Það er ekki til þess
gert „að koma höggi
á ímyndaðan and-
stæðing“, að bent sé
á að öldruðum dugi
ekki forsjá verkalýðs-
forystunnar til þess
að verjast og að þeir
þurfi að geta treyst á
eigin samtök. Varla
getur það verið
kappsmál hennar að
hafa samtök aldraðra
undir sínum verndar-
væng um aldur og
ævi, án þess að þau
geti sjálf borið hönd fyrir höfuð
sér eða haft áhrif á gerðir þeirra
V arla getur það verið
kappsmál verkalýðsfor-
--------------------m-----
ystunnar, segir Arni
Brynjólfsson, að hafa
samtök aldraðra undir
sínum verndarvæng um
aldur og ævi, án þess
að þau geti borið hönd
fyrir höfuð sér.
samtaka er skjólið veita. Eitt er
að eldast og annað að vera ölmusu-
fólk
„Velviljuð" forysta
Það er eins með aldraða og þá
sem lægst hafa launin, báðir eiga
undir högg að sækja, aldraðir
gagnvart ríkisvaldinu, láglauna-
fólkið gagnvart verkalýðsrekend-
um. Ríkisvaldið og þar með stjórn-
málamennirnir þora helst til við
aldraða þegar sýna þarf „djörf-
ung“ í sparnaði og láglaunafólkið
má búa við það ár eftir ár að „vel-
viljuð" forysta semji fyrst um
lægstu launin, síðan fylgja alvöru-
þrungin loforði um að aðrir fái
ekki meira. Þetta er auðvitað að-
eins blekking, sem er ein aðal
ástæðan fyrir lágum launum í
landinu. Það verður fróðlegt að sjá
hvort þessi leikur verður endurtek-
inn í Hvalfjarðargöngunum í haust
- fyrri hálfleikur er búinn.
Um afnám 15% endurgreiðslu
tvísköttunarinnar ætti ekki að
þurfa að ræða frekar, ég man
ekki betur en að ráðherra hafi
sagt frá því að verkalýðsforystan
hefði hafnað þeirri lausn, sem all-
ir vissu að var sanngjörn og átti
aldrei að verða verslunarvara. Vit-
að var að stjórnvöld myndu ekki
gera hvort tveggja að halda áfram
að endurgreiða tvísköttunina og
afnema skatt af 4% greiðslum í
lífeyrissjóði. Skattleysið hefði fullt
eins getað komið á eftirlaunin.
Við vorum öll næstum sammála
í SAL um afnám tvísköttunarinn-
ar, en þar var aldrei rætt um að
fórna hagsmunum aldraðra fyrir
skattfrelsi launafólks. Umræðan
snérist fremur um það ranglæti
að lífeyrisgreiðslur skyldu rýra
tekjuti-ygginguna og ekki man ég
betur en að Benedikt skrifaði
ágæta grein um þetta.
Hagsmunaárekstrar
Enga skýringu gefur Benedikt
á því hvers vegna áhrif aldraðra
og nánast allra óbreyttra aðila að
lífeyrissjóðunum eru svo mjögtak-
mörkuð með samningi ASI og
VSI, sem gerður var í desember
í fyrra. Hvers vegna var verið að
semja um „opna“ almenna fundi
þar sem aðeins útvaldir hafa at-
kvæðisrétt? Eru þessir fundir þá
aðeins settir upp í blekkingar-
skyni? - Undir þetta skrifuðu
mætir menn, sem þóttust vera að
stíga framfaraspor.
Þá þarf að skýra hvers vegna,
hvað eftir annað og nú síðast í
framangreindum samningi, skuli
réttindi ekkna vera rýrð og verð-
trygging gerð hæpnari þegar hún
nú tengist verðlagi en ekki kaupi.
Ég veit að þessu verður svarað
með því að útlán séu bundin sömu
viðmiðun, en óþarfi er að taka það
fram að sömu aðilar ákveða verð-
tryggingarviðmiðun lífeyris og útl-
ána.
Hagsmunir lántakenda og eftir-
launafólks fara ekki alltaf saman,
greiðandi aðilar að lífeyrissjóðun-
um vilja fá löng lán, lága vexti
og helst enga verðtryggingu. Þetta
er andstætt hagsmunum lífeyris-
þega sem ættu að fá hækkuð eftir-
laun þegar sjóðir eflast. Um það
hefur þó aldrei verið rætt, en hvor-
ir hagsmunirnir vega þyngra?
Auðvitað er það æskilegt að
samtök aldraðra eigi gott sam-
starf við verkalýðsfélögin, rétt eins
og við önnur samtök í landinu, en
það getur varla talist óvinafagnað-
ur þótt því sé haldið fram að sam-
tök aldraðra þurfi að geta staðið
ein, sem jafningi annarra hags-
munasamtaka.
Aldraðir eiga
líkarétt
Árni Brynjólfsson
STEINAR WAAGE
r
SKÓVERSLUN
LOUIS NORMAN
ítölsk tíska og gæði
12781
kr. 7.495
36-42
svart
Tegund:
Verð:
Stærðir:
Litir:
Lungamjúkt skinn
Tegund: 82750
Verð: kr. 7.995
Stærðir: 36-42
Litir: svart, brúnt
Lungamjúkt skinn
5% staðgreiðsluafsláttur • Póstsendutn samdægurs
KRINGLUNNI 8-12 STEINAR WAAGE DOMUS MEDICA
SÍMI 568 9212 SKÓVERSLUN SlMI 551 8519
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Barnaljósmyndir • Fermingarmyndir
Brúðkaupsmyndir • Stúdentumyndir
l.augavcgi 24 101 Reýkjavík
Sími 552 0624
Kolsvart
áhvítu
BJÖRN Jónasson fyrrverandi for-
stjóri Svarts á hvítu hf. og einn
helsti stuðningsmaður Ólafs
Ragnars Grímssonar um langt
skeið skrifar lítið en um margt
athyglisvert bréf til blaðsins í byij-
un þessa mánaðar. Tilefni skrifa
hans er grein sem undirritaður
skrifaði ásamt félaga sínum í þetta
sama blað skömmu
áður, og fjallaði um
ýmsar gjörðir ÓRG.
Sú grein var rituð
vegna vægast sagt
hæpinna og Jítilfjör-
legra svara ÓRG og
stuðningsmanna
hans við rökstuddum
ásökunum sem for-
setaframbj óðandinn
ÓRG hafði fengið á
sig.
Það sem mesta at-
hygli vekur í greinar-
korni Björns er, að
hann segir að íjár-
málaráðuneytið hafi
oft fellt niður „heilu
skuldirnar af fyrir-
tækjum og dráttarvexti hjá öðrum,
og það var ekki bundið við einn
fjármálaráðherra frekar en ann-
Mestu máli skiptir, segir
Haraldur Johannes-
sen, að fyrirtækið Svart
á hvítu fékk silki-
hanskameðferð hjá
ÓRG fjármálaráðherra.
an,“ eins og hann orðar það. Það
má ráða bæði af samhenginu og
grein sem Björn skrifaði í júlí síð-
astliðnum að hann á við sölu-
skattsskuldir. Hér eru töluvert al-
varlegar ásakanir á ferðinni á
hendur ótilgreindum fyrrverandi
fjármálaráðherrum. Hafi þeir gert
það sem Björn sakar þá um hefur
það verið skýlaust brot á lögum,
enda hafa þeir enga heimild haft
til að fella niður „heilu skuldirnar“
hjá fyrirtækjum. Ég hygg að það
sé nauðsynlegt að Björn upplýsi
hveijir þessir meintu lögbijótar
eru og færi rök fyrir þessari full-
yrðingu sinni svo ekki liggi allir
fyrrverandi fjármálaráðherrar
undir grun, þ.á m. nýkjörinn for-
seti.
Björn telur einnig, að Svart á
hvítu hafi að mörgu leyti þurft að
sæta verri meðferð hjá fjármála-
ráðuneytinu en mörg önnur fyrir-
tæki. Þetta er í ætt við þau sjónar-
mið sem ÓRG og stuðningsmenn
hans hafa áður haldið fram um
að ekki hafi verið um óeðlilega
málsmeðferð að ræða. Ég minnist
þess þó að vísu ekki að þeir hafi
gerst svo djarfir hingað til að halda
því beinlínis fram að fjármálaráð-
herra ÓRG hafi veitt Svörtu á
hvítu verri meðferð en almennt
var venja. Mér er nær að ætla að
fá dæmi séu um að fjármálaráð-
herra hafi hyglað fyrirtækjum á
einhvern sambærilegan máta og í
máli Svarts á hvítu. Eina dæmið
sem mér dettur í hug að komist
þar nærri er meðferð fjármálaráð-
herrans ÓRG á skattskuld Tímans
og Nútímans hf., en þau fyrirtæki
gáfu út blað framsóknarmanna
sem þá voru með ÓRG í rík-
isstjórn. í því tilviki voru sam-
kvæmt ákvörðun fjármálaráðherra
felldir niður 2/3 hlutar skuldar
fyrirtækisins við hið opinbera, en
þar var um að ræða dráttarvexti
af launaskatti og öðrum opinber-
um gjöldum. Um þetta má lesa í
skýrslu frá Ríkisendurskoðun frá
því í maí 1989. Önnur dæmi held
ég að mönnum séu almennt ekki
kunn. í umræðum á Alþingi frá
þessum tíma kemur raunar fram
þegar vísað er í skýrslu, sem lögð
var fram á Alþingi
vegna fyrirspurnar
Kjartans Jóhannsson-
ar, þar sem tilgreind
eru 127 dæmi um
samninga við skuldu-
nauta á árunum
1980-87, að í engu
slíku tilviki sé getið
um að skuld hafi verið
felld niður. „Það er
um það að ræða að
skuldir hafi verið
greiddar með skulda-
bréfum með mismun-
andi veðum og
skuldabréfum til mis-
munandi langs tíma,
en ekki í einu einasta
tilviki í þessu þing-
skjali er getið um að skuld hafi
verið felld niður.“ (Alþt. 1988-89,
B, 7047)
Björn fjallar einnig í bréfi sínu
um ábyrgðir vegna skulda og for-
gang krafna og gætir þar mis-
skilnings um nokkur atriði. Um
þetta mætti rita langt mál en ég
ætla ekki að þreyta lesendur með
því að fara í smáatriðum út í slíkt
enda þjónar það ekki tilgangi.
Þess í stað mun ég fara yfir aðal-
atriði málsins. Mestu máli skiptir
að fyrirtækið Svart á hvítu fékk
silkihanskameðferð hjá ÓRG fjár-
málaráðherra. Hún fólst í því að
tekið var skuldabréf, útgefið af
Islenska gagnagrunninum hf.,
sem skil á tæplega 24 milljóna
króna söluskattsskuld Svarts á
hvítu. Skuldabréfið var með veði
í tveimur ófullgerðum gagna-
grunnum sem síðar seldust á upp-
boði fyrir 100 þúsund krónur og
hlýtur það að segja töluvert um
það hversu tryggt veðið var. Þegar
Svart á hvítu fór í gjaldþrotameð-
ferð gerði ríkið kröfu um að fá
fyrrnefnda skuld greidda, en þá
kom í ljós að með samningi fjár-
málaráðherra og fyrirtækisins
hafði ábyrgð fyrirtækisins á
greiðslu fyrrnefndrar skattskuldar
fallið niður og var kröfu ríkisins
vísað frá. Með gjörningi fjármála-
ráðherra hafði ríkið með öðrum
orðum tapað kröfunni á hendur
Svörtu á hvítu. Hins vegar er ekki
ljóst hversu mikið tap ríkisins
verðut', því samkvæmt upplýsing-
um Hlutafélagaskrár er þrotabú
fyrirtækisins enn í skiptameðferð.
Hitt er svo aftur ljóst að aðgerðir
ÓRG losuðu forsvarsmenn Svarts
á hvítu hf. undan refsiábyrgð sem
þeir hefðu hugsanlega þurft að
sæta lögum samkvæmt fyrir að
hafa ekki skilað ríkissjóði þeim
söluskatti sem fyrirtækið inn-
heimti af viðskiptamönnum sínum.
Dæmi um slíka refsiábyrgð sem
menn hafa þurft að sæta er þekkt
úr nýlegum dómi yfir kunnum at-
hafnamanni.
Það má því öllum vera ljóst að
meðferð ÓRG á Svörtu á hvítu á
sínum tíma var óeðlileg. Hann
hyglaði fyrirtækinu og forsvars-
mönnum þess. Einfaldar stað-
reyndir breytast ekki þótt stuðn-
ingsmenn ÖRG reyni nú að láta
líta svo út sem allt hafi verið í
stakasta lagi.
Höfundur cr háskólancmi.
Haraldur
Johannessen