Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ h AKUREYRI Ferðakaupstefnan Vestnorden hefst á Akureyri í dag Ferðaþjónusta í heiminum tvöfalclast á næstu 15 árum ELLEFTA ferðakaupstefna Vest- norden; Vestnorden Travel Mart ’96, hefst í íþróttahöllinni á Akur- eyri í dag, fimmtudaginn 5. september. Ferðakaupstefnan er ætluð starfsmönnum í ferðaþjón- ustu en hún verður opin almenn- ingi frá kl. 14.30 til 17.30 á föstu- dag, 6. september og verða þá margvíslegar kynningar á ferða- möguleikum í Vestnorden-löndun- um þremur kynntir, en þau eru Island, Grænland og Færeyjar. Þátttakendur frá 22 löndum Á ferðakaupstefnunni hitta lið- lega 200 fulltrúar um 125 ferða- skrifstofa og ferðaheildsala yfir 330 manns úr ferðaþjónustu í löndunum þremur. Þetta fólk starfar hjá 246 íslenskum fyrir- tækjum, 33 færeyskum og 59 grænlenskum. Margir kaupend- anna, ferðaskrifstofur og einstakl- ingar í ferðaþjónustu taka nú þátt í kaupstefnunni í fyrsta sinn og leggja nú vaxandi áherslu á sölu ferða til þessara landa. Þátttak- endur í kaupstefnunni koma frá 22 löndum, m.a. Ástralíu, Austur- ríki, Belgíu, Japan, Tékklandi, Grikklandi, Kanada, Bandaríkjun- um, Slóveníu, Spáni, Þýskalandi, Bretlandi, Norðurlöndum sem og fjölda Evrópulanda. „Það er engin spurning að þetta er geysimikið tækifæri sem m.a. sést vel á því að sífellt fleiri selj- endur taka þátt í kaupstefnunni," sagði Magnús Oddsson ferðamála- stjóri. Hann sagði að þegar litið Morgunblaðið/Kristján HAFNFIRSKI víkingurinn hafði komið sér fyrir í sýningarbás Hafnarfjarðarbæjar en þar réðu ríkjum þeir Rögnvaldur Guð- mundsson ferðamálafulltrúi og Jóhannes Viðar Bjarnason, veit- ingamaður í Fjörukránni. Á myndinni er Jóhannes Viðar í vík- ingaskrúða en auk almennrar kynningar er bærinn að kynna víkingahátíð sem haldin verður á næsta ári. FERÐAMÁLAFRÖMUÐIR frá Færeyjum í óða önn að gera einn sýningarbásinn kláran fyrir ferðakaupstefnuna sem hefst í dag. væri til baka til þess tíma er kaup- stefnan var haldin í fyrsta sinn sæist að mikil þróun hefði átt sér stað. í upphafi hafi ferðaskrifstof- ur og þeir sem seldu gistingu og sæju um flutninga verið áberandi flestir, en á síðustu árum hefðu þeir sem selja afþreyinu af ýmsu tagi í vaxandi mæli tekið þátt. Tvöföldun í ferðaþjónustu næstu 15 árin í tengslum við kaupstefnuna var í gær haldin ráðstefna þar sem sjónum var beint að horfum í ferðamálum fram yfir næstu alda- mót en í löndunum þremur er ferðaþjónusta vaxandi atvinnu- grein. „Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein og menn eru sam- mála um að hún eigi eftir að vaxa ótrúlega hratt á næstu árum og er talið að umfang hennar í heim- inum muni tvöfaldast á næstu 15 árum,“ sagði Magnús, en benti jafnframt á að ekkert kæmi að sjálfu sér, menn gætu ekki hallað sér og beðið eftir aukningunni. íslendingar hefðu Ijárfest mikið í ferðaþjónustu og væri mikilvægt að auka arðsemina. „Við verðum að vera samkeppnishæf á öllum sviðum, þetta er eins og í íþróttun- um þar sem menn setja sér mark- mið, okkar markmið er ekki að standa jafnfætis hinum heldur framar. Ef við ætlum að ná okkar hlut í aukningunni, verðum við að setja okkur það markmið að vera betri en samkeppnislönd okkar hvað alla þætti málsins varðar," sagði Magnús. Norræna upplýsinga- skrifstofan Fjórtán vilja í starf for- stöðumanns FJÓRTÁN umsóknir bárust um starf forstöðumanns norrænu upp- lýsingaskrifstofunnar á Akureyri sem tekur til starfa um miðjan sept- ember. Fyrst um sinn er um hluta- starf eins starfsmanns, um 67% stöðu, að ræða. Þjónustusvæði skrif- stofunnar er allt Norðurland, en hún verður til húsa á Glerárgötu 26. Einn umsækjenda um stöðu for- stöðumanns óskaði nafnleyndar, en aðrir umsækjendur eru: Alic E. Zackrisson, Ákureyri, Anna Björk Bjarnadóttir, Borgarnesi, Björg Árnadóttir, Reykjahlíð, Guðmundut' Ingólfsson, Akureyri, Helene Hou- moller Pedersen, Hafnarfirði, Helga Dögg Sverrisdóttir, Dalvík, _Hös- kuldur Höskuldsson, Kristín Árna- dóttir, Magnús Már Þorvaldsson, María Jónsdóttir, Ragnheiður Ólafs- dóttir, Sigríður Dalmannsdóttir og Valgerður Hrólfsdóttir, öll frá Akur- eyri. Stjórn skrifstofunnar kemur sam- an til fundar á morgun, föstudag, og vonast Tryggvi Gíslason, formað- ur stjórnar, að þá verði hægt að ganga frá ráðningu í stöðuna. Með- al verkefna skrifstofunnar verður að kynna og efla norrænt samstarf á svæðinu, styðja norrænt starf skóla, menningarstofnana og félaga og halda tengslum við aðrar norræn- ar stofnanir og félög hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Skrifstofan verður rekin af sam- bandi norrænu félaganna með styrk frá Norrænu ráðherranefndinni, Akureyrarbæ, ríki og ýmsum öðrum stofnunum og sveitarfélögum. Verkefni forstöðumanns er að hafa umsjón með verkefnum sem Nor- ræna ráðherranefndin og Norræna félagið á íslandi fást við hvetju sinni. f I Listasafnið Þrjár sýning- ar opnaðar ÞRJÁR sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri á laugar- dag, 7. september. í austursal safnsins sýnir Einar Helgason vatnslita- og pastel- myndir, bæði frá upphafi ferils hans og nýrri verk, en sýningin er þó ekki hugsuð sem yfirlitssýn- ing. Einar er fæddur á Eskifirði 1932, hann lauk teiknikennara- námi 1952 og íþróttakennaraprófi sama ár og var þá um haustið ráðinn kennari við Barnaskólann og Gagnfræðaskólann á Akureyri þar sem hann kenndi íþróttir og myndmennt í 40 ár. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tek- ið þátt í samsýningum víða. I miðsal sýnir Listasafnið nokk- ur nýleg verk, sem það hefur eign- ast, undir yfirskriftinni „Nýleg aðföng" en það er fastur liður í sýningarstarfinu að gestir fái að fylgjast með nýrri listaverkaeign þess. Meðal annars verða sýnd verk eftir Rannveigu Jónsdóttur, Sólveigu Baldursdóttur, Gunnar Straumland, puðmund Ármann, Guðmund P. Ólafsson og japansk- ar tréristur frá 19. öld. I vestursal setja þær Edda Jóns- dóttir og Kolbrún Björgúlfsdóttir upp sérstæða leirlistasýningu en við opnun sýningarinnar flytur Guðni Franzson tónverk sem hann hefur samið sérstaklega fyrir leir- verk þeirra. Þær Edda og Kogga hafa báðar haldið fjölda einkasýninga og tek- ið þátt í samsýningum bæði á Is- landi og í útlöndum. Morgunblaðið/Kristján Tjaldsvæðið Mun fleiri gistinætur í ár GISTINÆTUR á tjaldsvæðinu á Akureyri voru mun fleiri í júní, júlí og ágúst í sumar en á sama tímabili í fyrra. Frá 3. júní til og með 3. september sl. voru skráðar um 19.000 gistinætur á tjaldsvæð- inu en sl. sumar voru gistinæturn- ar um 17.400 talsins. Stefán Gunnarsson, tjaldvörður á Akureyri, segir að mesta aukn- ingin nú sé um verslunarmanna- helgina en einnig megi greina fjölgun í júní og júlí í ár, miðað við sama tíma í fyrra. „Við erum sæmilega sáttir við sumarið og reksturinn gekk nokkuð vel. Við fengum að vísu ágæta lexíu um verslunarmannahelgina í ár, en menn koma til með að læra af þeirri reynslu," segir Stefán. Tjaldsvæðið á Akureyri tekur um 7-800 manns, eða um 350 tjöld. Tjaldsvæðið er enn opið en Stefán segir að stefnt sé að lokun um Morgunblaðið/Kristján GISTINÆTUR á tjaldsvæðinu Húsabrekku voru um 3.800 talsins í sumar, sem er svipaður fjöldi gistinátta og sl. sumar. næstu helgi, sem er svipaður tími og á síðasta ári. Gistinætur á tjaldsvæðinu Húsabrekku austan Akureyrar urðu um 3.800 taisins í sumar, sem er svipaður fjöldi gistinátta og á síðasta ári. Sigurbjörg Þorsteins- dóttir, rekstraraðili Ijaldsvæðis- ins, segir að aukning hafi orðið í júní og júlí í ár en ágúst sé held- ur lakari en ágúst í fyrra. Heldur færri útlendingar komu á tjald- svæðið í hópum í ár að sögn Sigur- bjargar, en svokölluð lausatraffík var svipuð milli ára. Sigurbjörg segist nokkuð sátt við sumarið í heildina enda nýtingin svipuð og í fyrrasumar. I Húsabrekku er rúm fyrir um 150 tjöld í einu og þar verður opið út þessa viku. Nýtt malbik á aðalgötur bæjarins SÍÐUSTU daga hafa starfs- menn Akureyrarbæjar staðið í ströngu við að leggja nýtt malbik á helstu götur bæjarins eins og Hörgárbraut, Glerár- götu, Hlíðarbraut og Þing- vallastræti. Gunnar Jóhannes- son verkfræðingur hjá Akur- eyrarbæ sagði óumflýjanlegt að ráðast í þessi verkefni, að fræsa upp göturnar og leggja síðan nýtt yfirlag á þær. Göt- urnar kæmu gjarnan með djúpum hjólförum undan vetri sem ekki væri ákjósanlegt. Þessum framkvæmdum lauk í gær, miðvikudag, en þá eiga starfsmennirnir aðeins eftir að endurbyggja Smáragötu áður en malbikunarvélunum verður lagt fyrir veturinn. Smáragata liggur sunnan við Akureyrarvöll og hefur lengi verið í hópi örfárra malar- gatna í bæjarfélaginu. Þó svo að þeir sem sækja íþróttavöll- inn kætist í kjölfar þess að gatan verður malbikuð taldi Gunnar óvíst að svo yrði um fornleifafræðinga. „Við ótt- uðumst það mest að ef við réðumst ekki í þetta verkefni í ár yrði gatan friðuð og sett á náttúruminjaskrá,“ sagði Gunnar en hann taldi að senn færu að nálgast fimmtíu ár frá því gatan var gerð og lítið verið gert fyrir hana síðan. r r. -L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.