Morgunblaðið - 05.09.1996, Page 12

Morgunblaðið - 05.09.1996, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ h AKUREYRI Ferðakaupstefnan Vestnorden hefst á Akureyri í dag Ferðaþjónusta í heiminum tvöfalclast á næstu 15 árum ELLEFTA ferðakaupstefna Vest- norden; Vestnorden Travel Mart ’96, hefst í íþróttahöllinni á Akur- eyri í dag, fimmtudaginn 5. september. Ferðakaupstefnan er ætluð starfsmönnum í ferðaþjón- ustu en hún verður opin almenn- ingi frá kl. 14.30 til 17.30 á föstu- dag, 6. september og verða þá margvíslegar kynningar á ferða- möguleikum í Vestnorden-löndun- um þremur kynntir, en þau eru Island, Grænland og Færeyjar. Þátttakendur frá 22 löndum Á ferðakaupstefnunni hitta lið- lega 200 fulltrúar um 125 ferða- skrifstofa og ferðaheildsala yfir 330 manns úr ferðaþjónustu í löndunum þremur. Þetta fólk starfar hjá 246 íslenskum fyrir- tækjum, 33 færeyskum og 59 grænlenskum. Margir kaupend- anna, ferðaskrifstofur og einstakl- ingar í ferðaþjónustu taka nú þátt í kaupstefnunni í fyrsta sinn og leggja nú vaxandi áherslu á sölu ferða til þessara landa. Þátttak- endur í kaupstefnunni koma frá 22 löndum, m.a. Ástralíu, Austur- ríki, Belgíu, Japan, Tékklandi, Grikklandi, Kanada, Bandaríkjun- um, Slóveníu, Spáni, Þýskalandi, Bretlandi, Norðurlöndum sem og fjölda Evrópulanda. „Það er engin spurning að þetta er geysimikið tækifæri sem m.a. sést vel á því að sífellt fleiri selj- endur taka þátt í kaupstefnunni," sagði Magnús Oddsson ferðamála- stjóri. Hann sagði að þegar litið Morgunblaðið/Kristján HAFNFIRSKI víkingurinn hafði komið sér fyrir í sýningarbás Hafnarfjarðarbæjar en þar réðu ríkjum þeir Rögnvaldur Guð- mundsson ferðamálafulltrúi og Jóhannes Viðar Bjarnason, veit- ingamaður í Fjörukránni. Á myndinni er Jóhannes Viðar í vík- ingaskrúða en auk almennrar kynningar er bærinn að kynna víkingahátíð sem haldin verður á næsta ári. FERÐAMÁLAFRÖMUÐIR frá Færeyjum í óða önn að gera einn sýningarbásinn kláran fyrir ferðakaupstefnuna sem hefst í dag. væri til baka til þess tíma er kaup- stefnan var haldin í fyrsta sinn sæist að mikil þróun hefði átt sér stað. í upphafi hafi ferðaskrifstof- ur og þeir sem seldu gistingu og sæju um flutninga verið áberandi flestir, en á síðustu árum hefðu þeir sem selja afþreyinu af ýmsu tagi í vaxandi mæli tekið þátt. Tvöföldun í ferðaþjónustu næstu 15 árin í tengslum við kaupstefnuna var í gær haldin ráðstefna þar sem sjónum var beint að horfum í ferðamálum fram yfir næstu alda- mót en í löndunum þremur er ferðaþjónusta vaxandi atvinnu- grein. „Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein og menn eru sam- mála um að hún eigi eftir að vaxa ótrúlega hratt á næstu árum og er talið að umfang hennar í heim- inum muni tvöfaldast á næstu 15 árum,“ sagði Magnús, en benti jafnframt á að ekkert kæmi að sjálfu sér, menn gætu ekki hallað sér og beðið eftir aukningunni. íslendingar hefðu Ijárfest mikið í ferðaþjónustu og væri mikilvægt að auka arðsemina. „Við verðum að vera samkeppnishæf á öllum sviðum, þetta er eins og í íþróttun- um þar sem menn setja sér mark- mið, okkar markmið er ekki að standa jafnfætis hinum heldur framar. Ef við ætlum að ná okkar hlut í aukningunni, verðum við að setja okkur það markmið að vera betri en samkeppnislönd okkar hvað alla þætti málsins varðar," sagði Magnús. Norræna upplýsinga- skrifstofan Fjórtán vilja í starf for- stöðumanns FJÓRTÁN umsóknir bárust um starf forstöðumanns norrænu upp- lýsingaskrifstofunnar á Akureyri sem tekur til starfa um miðjan sept- ember. Fyrst um sinn er um hluta- starf eins starfsmanns, um 67% stöðu, að ræða. Þjónustusvæði skrif- stofunnar er allt Norðurland, en hún verður til húsa á Glerárgötu 26. Einn umsækjenda um stöðu for- stöðumanns óskaði nafnleyndar, en aðrir umsækjendur eru: Alic E. Zackrisson, Ákureyri, Anna Björk Bjarnadóttir, Borgarnesi, Björg Árnadóttir, Reykjahlíð, Guðmundut' Ingólfsson, Akureyri, Helene Hou- moller Pedersen, Hafnarfirði, Helga Dögg Sverrisdóttir, Dalvík, _Hös- kuldur Höskuldsson, Kristín Árna- dóttir, Magnús Már Þorvaldsson, María Jónsdóttir, Ragnheiður Ólafs- dóttir, Sigríður Dalmannsdóttir og Valgerður Hrólfsdóttir, öll frá Akur- eyri. Stjórn skrifstofunnar kemur sam- an til fundar á morgun, föstudag, og vonast Tryggvi Gíslason, formað- ur stjórnar, að þá verði hægt að ganga frá ráðningu í stöðuna. Með- al verkefna skrifstofunnar verður að kynna og efla norrænt samstarf á svæðinu, styðja norrænt starf skóla, menningarstofnana og félaga og halda tengslum við aðrar norræn- ar stofnanir og félög hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Skrifstofan verður rekin af sam- bandi norrænu félaganna með styrk frá Norrænu ráðherranefndinni, Akureyrarbæ, ríki og ýmsum öðrum stofnunum og sveitarfélögum. Verkefni forstöðumanns er að hafa umsjón með verkefnum sem Nor- ræna ráðherranefndin og Norræna félagið á íslandi fást við hvetju sinni. f I Listasafnið Þrjár sýning- ar opnaðar ÞRJÁR sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri á laugar- dag, 7. september. í austursal safnsins sýnir Einar Helgason vatnslita- og pastel- myndir, bæði frá upphafi ferils hans og nýrri verk, en sýningin er þó ekki hugsuð sem yfirlitssýn- ing. Einar er fæddur á Eskifirði 1932, hann lauk teiknikennara- námi 1952 og íþróttakennaraprófi sama ár og var þá um haustið ráðinn kennari við Barnaskólann og Gagnfræðaskólann á Akureyri þar sem hann kenndi íþróttir og myndmennt í 40 ár. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tek- ið þátt í samsýningum víða. I miðsal sýnir Listasafnið nokk- ur nýleg verk, sem það hefur eign- ast, undir yfirskriftinni „Nýleg aðföng" en það er fastur liður í sýningarstarfinu að gestir fái að fylgjast með nýrri listaverkaeign þess. Meðal annars verða sýnd verk eftir Rannveigu Jónsdóttur, Sólveigu Baldursdóttur, Gunnar Straumland, puðmund Ármann, Guðmund P. Ólafsson og japansk- ar tréristur frá 19. öld. I vestursal setja þær Edda Jóns- dóttir og Kolbrún Björgúlfsdóttir upp sérstæða leirlistasýningu en við opnun sýningarinnar flytur Guðni Franzson tónverk sem hann hefur samið sérstaklega fyrir leir- verk þeirra. Þær Edda og Kogga hafa báðar haldið fjölda einkasýninga og tek- ið þátt í samsýningum bæði á Is- landi og í útlöndum. Morgunblaðið/Kristján Tjaldsvæðið Mun fleiri gistinætur í ár GISTINÆTUR á tjaldsvæðinu á Akureyri voru mun fleiri í júní, júlí og ágúst í sumar en á sama tímabili í fyrra. Frá 3. júní til og með 3. september sl. voru skráðar um 19.000 gistinætur á tjaldsvæð- inu en sl. sumar voru gistinæturn- ar um 17.400 talsins. Stefán Gunnarsson, tjaldvörður á Akureyri, segir að mesta aukn- ingin nú sé um verslunarmanna- helgina en einnig megi greina fjölgun í júní og júlí í ár, miðað við sama tíma í fyrra. „Við erum sæmilega sáttir við sumarið og reksturinn gekk nokkuð vel. Við fengum að vísu ágæta lexíu um verslunarmannahelgina í ár, en menn koma til með að læra af þeirri reynslu," segir Stefán. Tjaldsvæðið á Akureyri tekur um 7-800 manns, eða um 350 tjöld. Tjaldsvæðið er enn opið en Stefán segir að stefnt sé að lokun um Morgunblaðið/Kristján GISTINÆTUR á tjaldsvæðinu Húsabrekku voru um 3.800 talsins í sumar, sem er svipaður fjöldi gistinátta og sl. sumar. næstu helgi, sem er svipaður tími og á síðasta ári. Gistinætur á tjaldsvæðinu Húsabrekku austan Akureyrar urðu um 3.800 taisins í sumar, sem er svipaður fjöldi gistinátta og á síðasta ári. Sigurbjörg Þorsteins- dóttir, rekstraraðili Ijaldsvæðis- ins, segir að aukning hafi orðið í júní og júlí í ár en ágúst sé held- ur lakari en ágúst í fyrra. Heldur færri útlendingar komu á tjald- svæðið í hópum í ár að sögn Sigur- bjargar, en svokölluð lausatraffík var svipuð milli ára. Sigurbjörg segist nokkuð sátt við sumarið í heildina enda nýtingin svipuð og í fyrrasumar. I Húsabrekku er rúm fyrir um 150 tjöld í einu og þar verður opið út þessa viku. Nýtt malbik á aðalgötur bæjarins SÍÐUSTU daga hafa starfs- menn Akureyrarbæjar staðið í ströngu við að leggja nýtt malbik á helstu götur bæjarins eins og Hörgárbraut, Glerár- götu, Hlíðarbraut og Þing- vallastræti. Gunnar Jóhannes- son verkfræðingur hjá Akur- eyrarbæ sagði óumflýjanlegt að ráðast í þessi verkefni, að fræsa upp göturnar og leggja síðan nýtt yfirlag á þær. Göt- urnar kæmu gjarnan með djúpum hjólförum undan vetri sem ekki væri ákjósanlegt. Þessum framkvæmdum lauk í gær, miðvikudag, en þá eiga starfsmennirnir aðeins eftir að endurbyggja Smáragötu áður en malbikunarvélunum verður lagt fyrir veturinn. Smáragata liggur sunnan við Akureyrarvöll og hefur lengi verið í hópi örfárra malar- gatna í bæjarfélaginu. Þó svo að þeir sem sækja íþróttavöll- inn kætist í kjölfar þess að gatan verður malbikuð taldi Gunnar óvíst að svo yrði um fornleifafræðinga. „Við ótt- uðumst það mest að ef við réðumst ekki í þetta verkefni í ár yrði gatan friðuð og sett á náttúruminjaskrá,“ sagði Gunnar en hann taldi að senn færu að nálgast fimmtíu ár frá því gatan var gerð og lítið verið gert fyrir hana síðan. r r. -L

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.