Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson FRAMKVÆMDIR við verksmiðjuhúsið hófust fyrir um tveimur mánuðum en jarðvinna í Helguvík hófst sl. haust. Bræðsla í Helgnvík hefst um áramótin BYGGING nýrrar verksmiðju SR- mjöls í Helguvík á Suðurnesjum er í fullum gangi enda er gert ráð fyr- ir því að starfsemi hennar hefjist um næstu áramót. Kostnaður við byggingu nýju verksmiðjunnar er áætlaður upp á 700 milljónir króna. Þar af nemur kostnaður vegna loft- þurrkara, sem er hluti mengunar- vamabúnaðar, um 200 milljónum króna. Framkvæmdirnar eru fjár- magnaðar með erlendum lánum og eigin fé fyrirtækisins. Þórður Jónsson, framkvæmda- stjóri SR-mjöls, sagði í samtali við Verið að framkvæmdir gengju eftir áætlun, en illmögulegt væri að vera á undan áætlun þegar verið væri að ryðja í burtu allt að tuttugu metra háum klettum, sem stæðu í veginum. Byggingafyrirtækið Húsagerðin hf. í Reykjanesbæ sér um að byggja húsið og hefur staðið sig með sóma við það, að sögn Þórðar. Reiknað er með að verksmiðjan muni geta brætt 700 til 800 tonn af loðnu á sólarhring og má þar með segja að hún sé um það bil hálfdrættingur á við stærstu loðnubræðslu landsins sem staðsett er á Siglufirði. Keyra þarf á fullum afköstum Forsvarsmenn SR-mjöls reikna ekki með því að verksmiðjan verði í gangi nema á meðan vetrarloðnan veiðist og þurfi hún að vera keyrð á fullum afköstum yfir háloðnuver- tíðina til þess að fjárhagsdæmið gangi upp. „Við erum búnir að reikna og reikna, en auðvitað eru fyrirfram gefin dæmi alltaf unnin út frá ein- hverjum ímynduðum forsendum og byggja á líkum. Allt það sem við kemur loðnu og loðnuvinnslu er ákaf- lega breytilegt. Taka þarf tillit til fjöl- margra þátta, m.a. þess hvort loðnan muni yfírleitt veiðast og hvort heims- markaðsverð á mjöli og lýsi komi til með að verða skaplegt eður ei.“ Þórður segir að tilkoma slíkrar verksmiðju muni koma til með að hafa margþætt áhrif á nágrenni sitt í atvinnulegu tilliti með auknum skipakomum og reiknað er með að starfsmannafjöldi hennar verði á bil- inu 20-30 manns á meðan bræðsla er í gangi. „Við vonumst til að þau skip, sem leggja yfirleitt upp hjá SR-mjöli, muni einnig leggja upp hjá nýju verksmiðjunni einnig. Við töldum, áður en af stað var farið, að það væru líkur til þess að við gætum fengið hráefni í þessa verk- smiðju og að þetta myndi bæta stöðu þeirra skipa, sem eru yfirleitt í við- skiptum við SR vegna þess að aðrar SR-verksmiðjur liggja mjög langt frá suðvesturhorni landsins," segir Þórður, en aðrar verksmiðjur SR eru á Siglufirði, Reyðarfirði, Seyðisfirði og Raufarhöfn. Besti og hagstæðasti mengunarvarnabúnaðurinn Sams konar loftmengunarvama- búnaði verður komið fyrir í nýju verk- smiðjunni og notaður hefur verið á Seyðisfirði, í Grindavík, Eskifirði og nú síðast á Norðfirði, en verksmiðjur á öllum þessum stöðum hafa nýlega farið í gegnum enduruppbyggingu og sá búnaður settur í þær sem tal- inn er að sé bæði bestur og fjárhags- lega hagstæðastur, að sögn Þórðar. „Endurbyggingar á þessum stöðum byijuðu fyrir fímm árum á Seyðis- firði og síðan hafa menn út frá reynsl- unni þar verið tilbúnir að kaupa sams konar búnað á hina staðina." Morgunblaðið/Árni Sæberg Nviu skipi fagnað HJÓNIN Ármann Ármannsson og Sjöfn Haraldsdóttir fögnuðu heimkomu nýs skips í eigu þeirra, Helgu RE 49, nú í vik- unni. Þau buðu gestum um borð upp á veitingar og tii að skoða skipið, sem er allt hið glæsileg- asta. Sjöfn, sem er listmálari, á heiðurinn af litavali um borð og vakti það verk hennar verðskuld- aða athygli. Mikil áherzla er lögð á aðbúnað áhafnar og eru klef- arnir allir búnir hljómflutnings- tækjum, sjónvarpi og síma. Þá er líkamsræktarsalur og gufubað um borð. Fjölmiðlar utan Bandaríkjanna um aðgerðir gegn írökum > Árásir þáttur í kosn- ingabaráttu Clintons London, New York, Salt Lake City. Reuter, The Daily Telegraph. Reuter INDVERSKIR múslimar og stuðningsmenn Saddams Husseins í írak hrópa slagorð gegn Bandaríkjunum og brenna brúðu- mynd af Clinton forseta í Nýju Delhí í gær. FJÖLMIÐLAR víða um heim sögðu í gær að kosningabaráttan í Banda- ríkjunum væri veigamikil ástæða þess að ákveðið var að gera flug- skeytaárásir á írak. Bill Clinton forseti vissi að almenningur styddi að jafnaði forseta sem ætti í hernað- arátökum og lítil hætta væri á manntjóni í röðum Bandaríkja- manna. Skoðanakönnun sem gerð var fyrir ABC-sjónvarpsstöðina og birt var á þriðjudag sýndi að 79% bandarískra kjósenda styddu árás- ina sem gerð var þá um morguninn en nær jafnmargir töldu að aðgerð- iynar myndu ekki duga til að fá íraka til að hlíta vopnahlésskilmál- um. Forsetaefni repúblikana, Bob Dole, gagnrýndi í fyrstu stefnu Clintons í málefnum íraks og sagði hann „veikan" forseta. Fullyrt er að Robert Pelletreu aðstoðarutan- ríkisráðherra hafi undanfarnar vik- ur verið búinn að reyna að vara menn árangurslaust við hættunni sem stafaði af klofningnum meðal Kúrda sem gaf Saddam Hussein átylluna fyrir hernaðaríhlutun á griðasvæði Kúrda. Dole ræddi íraksmálin í síma við Clinton á þriðjudagsmorgun og hét þá að reyna ekki að koma höggi á forsetann vegna þeirra. „í málum af þessu tagi hugsar ekkert okkar sem repúblikanar eða demókratar heldur sem Bandaríkjamenn," sagði Dole, sem er stríðshetja úr síðari heimsstyijöld, í ræðu er hann flutti á fundi með uppgjafahermönnum í Utah. Hann sagði liðsmenn herafla Bandaríkjamanna í Miðausturlönd- um vera „stríðsmenn frelsisins“ og hann styddi þá hiklaust og án skil- yrða. Saddam væri „útlagi, harð- stjóri, slátrari" og ekki yrði liðið að hann gripi oftar til hernaðarað- gerða í Miðausturlöndum. Newt Gingrich, leiðtogi repúblik- ana í fulltrúadeildinni, sagði það valda áhyggjum að helstu banda- menn Bandaríkjanna skyldu ekki styðja aðgerðirnar eins og reyndin var í Persaflóastríðinu. Staða Clintons í kosningabarátt- unni er traust, könnun sem Gallup- stofnunin gerði rétt fyrir flug- skeytaárásina gaf til kynna að hann væri með 21 prósentustig fram, yfir Dole. Þrátt fyrir þetta tekur forsetinn varla þá áhættu sem fylg- ir umfangsmiklum hemaði með þátttöku landhers. Lausnin virðist hafa orðið sú að refsa Saddam með því að eyðiieggja nokkur valin hern- aðarskotmörk og auðmýkja hann með því að stækka flugbannssvæð- ið. Ljóst er að meðan eingöngu er beitt flugskeytum verður varla um mannfall að ræða hjá Bandaríkja- mönnum. Getur Clinton því sýnt kjósendum að hann sé harður í horn að taka án þess að óttast að niðurstaðan verði sú að skömmu fyrir kosningar sýni sjónvarpsstöðv- arnar frá lendingu flugvéla með lík- poka bandarískra hermanna sem fallið hafi í fjarlægu landi. Á hinn bóginn gætu írakar reynt að svara fyrir sig með hermdarverkum og segja heimildarmenn að alríkislög- reglan bandaríska, FBI, sé nú sann- færð um að íraksstjóm hafi staðið að baki sprengjutilræðinu í World Trade Center fyrir nokkmm ámm. Leysir ekki vandann Dagblaðið Joong-Ang Ilbo í Suð- ur-Kóreu sagði í leiðara í gær að ákvörðun Clintons um árás væri fremur þáttur í bandarískum innan- landsstjórnmálum en málefnum ír- aks og túlkaði blaðið viðhorf margra blaða og fjölmiðla víða um heim. Frankfurter Allgemeine Zeit- ung í Þýskalandi sagði Clinton hafa óttast að repúblikanar sökuðu hann um ráðleysi ef hann brygðist ekki hart við ögmnum íraka og Magyar Hirlap í Ungveijalandi spáði því að gengi forsetans í könnunum myndi enn vænkast. Aðrir bentu á að árás- irnar myndu ekki leysa sjálfan vandann. „Það er nú orðið ljóst að ekki verður hægt að fá menn á borð við Saddam til að sjá að sér með því að granda brúm þeirra, fjarskipta- stöðvum eða flugvöllum ef menn eru jafnframt hræddir við að láta sverfa til stáls, hvað sem það kost- ar,“ sagði í leiðara þýska blaðsins Siiddeutsche Zeitung. Vinstriblaðið Guardian í Bretlandi sagði að Sadd- am hefði litið á það sem veikleika- merki af hálfu Vesturveldanna ef ekkert hefði verið gert. Þótt víða væri tekið undir þá staðhæfíngu bandarískra ráða- manna að hættulegt væri að leyfa Saddam að færa sig upp á skaftið og hundsa vopnahlésskilmála og samþykktir Sameinuðu þjóðanna var einnig gagnrýnt að Bandaríkja- menn skyldu taka þessa ákvörðun upp á eigin spýtur og án þess að ráðfæra sig við helstu bandamenn sína. Bretar og Þjóðveijar studdu að vísu árásirnar opinberlega að minnsta kosti, en ráðamenn Frakka og ítala létu óánægju sína í ljós. Ráðamenn Arabaþjóða ýmist for- dæmdu árásina eða neituðu að tjá sig. Deila Saxlands við ESB um niðurgreiðslur Málamiðlun náð Brussel. Reutcr. KAREL van Miert, sem fer með samkeppnismál í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins (ESB), tilkynnti í gær, að framkvæmda- stjórnin hefði fallizt á málamiðlun í deilunni um niðurgreiðslur til Volkswagen-bílaverksmiðjanna, sem framkvæmdastjórnin hefur átt í við stjórnvöld í Bonn og Dresden. Samkvæmt málamiðlunarsam- komulaginu mun þýzka stjórnin í Bonn frysta samsvarandi upphæð og stjórn þýzka sambandslandsins Saxlands hafði greitt Volkswagen í fjárfestingarniðurgreiðslur um- fram það sem leyft hafði verið. Volkswagen hyggst byggja tvær nýjar bílaverksmiðjur í Saxlandi, og þar sem mikil þörf er á iðnaðar- uppbyggingu í þeim héröðum sem áður tilheyrðu Austur-Þýzkalandi til að takast megi að jafna lífskjör í Austur- og Vesturhluta Þýzka- lands, samþykkti ESB niður- greiðslu þessarar fjárfestingar að upphæð 540 milljónum marka. Saxlandsstjórn hafði áætlað niður- greiðslur upp á 780 milljónir marka og greitt Volkswagen 91 milljón mörkum meira en framkvæmda- stjórn ESB hafði leyft. Van Miert hafði hótað, að framkvæmda- stjórnin myndi fara fram á það við Evrópudómstóllinn, að lögbann yrði sett á umframniðurgreiðslurn- ar. Volkswagen hins vegar hafði hótað að hætta við að byggja í Saxlandi og fjárfesta frekar annars staðar, ef verksmiðjurnar yrðu af niðurgreiðslunum. Umrædda upphæð, 91 milljón marka, nærri 4,1 milljarð íslenzkra króna, sem stjórnin í Bonn hafði ætlað að greiða Volkswagen sem hluta þeirra heildarniðurgreiðslna, sem framkvæmdastjórnin hafði heiinilað, hefur hún nú fallizt á að frysta. \ \ I \ \ \ \ I í I I i f I I I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.