Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sig. Jóns. ÓLAFUR Guðmundsson, annar framkvæmdastjóra hlaupsins, og Kristín Gunnarsdóttir, einn af starfsmönnum, merkja rás- mark Brúarhlaupsins á Ölfusárbrú. Fullkomin tímataka í Brúarhlaupinu 7. sept. Stærsti íþróttavið- burður á Suðurlandi Selfossi - Fullkomin tímataka verð- ur í Brúarhlaupi Selfoss sem fram fer á laugardag, 7. september. Bún- aður frá Reykjavíkurmaraþoninu verður settur upp í markinu og tími keppenda færður strax inn á tölvur sem skila tímunum mjög fljótt frá sér eftir hlaupið. Skráning í hlaupið hófst síðastliðinn föstudag og er greinilegt að verulegur áhugi er fyr- ir hlaupinu. Þennan áhuga má einn- ig merkja á því að margir undirbúa sig nú undir hlaupið á iaugardaginn me_ð því að hreyfa sig. í þessari viku geta keppendur skráð sig í Kjarnanum í KÁ síðdeg- is fimmtudaginn 5. september og eftir hádegi föstudaginn 6. septem- ber. A höfuðborgarsvæðinu er unnt að skrá sig á skrifstofu UMFÍ í Fellsmúla 26. Afhending númera verður í Tryggvaskála laugardaginn 7. sept. frá klukkan 10 um morgun- inn til 13. Brúarhlaupið er orðinn stærsti viðburður í almennings- íþróttum á Suðurlandi, en í fyrra tóku 1.100 manns þátt og nú er stefnt að því að þátttakendur verði 1.500. Hlaupaleiðin tilbúin Hlaupa- og hjólaleiðin hefur verið merkt og geta þeir sem vilja, mátað þrek sitt við leiðina með því að fara hana, frá Ölfusárbrú og fylgja bláum örvum á hlaupaleiðinni austur Aust- urveginn, um Langholt, Fossheiði, Gagnheiði og Eyraveg á Tryggva- torg. Boðið er upp á 10 km hjólreið- ar, 2,5 km, 5 km og 10 km hlaup og 21 km hálfmaraþon. Helgað heilbrigðu líferni Verndari hlaupsins er Ingibjörg Páimadóttir heilbrigðisráðherra enda er hlaupið helgað heilbrigðu líferni fólks. Einkunnarorð þess eru: Betra líf án tóbaks, en tóbakið er stærsti skaðvaldur heilsu manna og mikilvægt að stemma stigu við út- breiðslu þess. Þá er lögð á það áhersla að þátttaka í hlaupinu er lóð á metaskálar þeirra sem vilja stuðla að auknu heilbrigði almennings á Islandi með hollri hreyfíngu. Það er því hlaupið til heilbrigðara lífs á Selfossi á laugardag. Mikill áhugi er fyrir því hjá þeim sem beijast gegn reykingum, að sem flest fyrir- tæki á Suðurlandi verði reyklaus á næsta ári. Allir aldursflokkar Hlaupið er fyrir fólk í öllum ald- urshópum sem vill gera sér glaðan og heilbrigðan dag með því að ganga, skokka, hlaupa eða hjóla á Selfossi 7. september. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir FJÖLMENNI var í Víðirhólskirkju þegar séra Örn Friðriksson predikaði þar í árlegri messu. Egilsstöðum - Messað var í Víðir- prestur á Skútustöðum í Mý- hólskirkju á Fjöllum á laugar- vatnssveit. dag, en þar er einungis messað Víðirhólskirkja er lítil og var einu sinni á ári nú orðið. Prestur byggð 1926. Altaristaflan er frá var sr. Örn Friðriksson, þjónandi 1674 og er ótrúlega vel farin. í Fjallahreppi er búið á tveimur bæjum. íbúar hreppsins, sem búa þar allan ársins hring, eru þrír að tölu. Fjallahreppur var nýverið sameinaður Öxarfjarðarhreppi. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Festi málað Grindavík - Félagsheimilið Festi í Grindavík er í huga margra samnefnari fyrir sveitaböll á árum áður. Festi var málað nú nýlega og ákveð- ið var að mála húsið í litum UMFG. Líklega munu margir sem sækja bæinn heim reka upp stór augu þegar þeir líta lita- dýrðina augum. ^Aaga vikUf}/f -kjarni málsins! Fjölmenni við útför Hólmfríðar ÚTFÖR Hólmfríðar ísfeldsdóttur á Helluvaði var gerð frá Skútustaða- kirkju föstudaginn 30. ágúst að viðstöddu fjölmenni. Sóknarprest- urinn séra Örn Friðriksson flutti útfararræðu og jarðsöng. Kór kirkjunnar söng, organisti var Jón Árni Sigfússon. Einsöng Baldvin Kr. Baidvinsson, einleikur á fiðlu Hlíf Siguijónsdóttir, undirleikari Sólveig Anna Jónsdóttir. Hólmfríður var fædd á Kálfa- strönd 16. júlí 1907, foreldrar hennar voru Elín Halldórsdóttir og ísfeld Einarsson. Hólmfríður gift- ist Jónasi Sigurgeirssyni á Heltu- vaði 1929 og þau hófu þar búskap og hefur heimili þeirra verið þar alla tíð. Þau eignuðust 5 börn sem öll eru á lífi. Morgunblaðiö/Stofán Ólafsson VERÐLAUNAHAFAR ásamt Hrönn Pálsdóttur, formanni umhverfisnefndar, og Sturlaugi Þorsteinssyni, bæjarstjóra. U mhverfisverðlaun Homafjarðar veitt Höfn - Umhverfisnefnd Horna- fjarðar verðlaunaði fyrir skömmu einstaklinga og fyrir- tæki fyrir fagra garða og snyrti- legt umhverfi. Lagði Hrönn Páls- dóttir, formaður umhverfis- nefndar, áherslu á að verðlaunin væru veitt til að hvetja til bættr- ar umgengni í sveitarfélaginu. Hjónin Elínborg Pálsdóttir og Benedikt Þorsteinsson fengu verðlaun fyrir garðinn sinn sem þau hafa af eljusemi ræktað í harðri baráttu við sjávarseltuna á Ránarslóðinni. Hjónin Hildur Gústafsdóttir og Björn Eymunds- son fengu verðlaun fyrir garð- og skógrækt. Hafa þau ásamt nágrönnum sínum ræktað veg- Iegan skóg umhverfis híbýli sín skammt frá Höfn. Fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækið Skinney fékk verðlaun fyrir snyrtilegt umhverfi sem fyrirtækið hefur lagt metnað sinn í. Veittu þau Guðrún Ingólfsdóttir, Ingólfur Ásgrímsson og Birgir Sigurðsson verðlaununum móttöku. Grunnskóli Skútustaðahrepps Nýtt íþróttahús um áramót Mývatnssveit. Grunnskóli Skútu- staðahrepps í Reykjahlíð var settur mánudaginn 2. september. Hólmfríður Guðmundsdóttir skóla- stjóri flutti skólasetningarræðu og kom víða við. Hún bauð alla nemend- ur, bæði nýja og eldri, velkomna í skóiann, ennfremur kennara, þá sem kennt hafa áður og einnig þá sem nú eru að hefja þar störf, svo og annað starfslið skólans. Nemendur í vetur verða 73 og kennarar ásamt skólastjóra 10. Nemendum í 10. bekk verður kennt í skólanum í vetur, en svo hefur ekki verið undanfarin ár. Gert er ráð fyrir að taka í notkun nýtt og glæsilegt íþróttahús um næstu ára- mót. Við lok skólasetningar var sungið; Fjalladrottning móðir mín og Blessuð sértu sveitin mín. Fjöl- menm var: i I I I ) ) í i i i í i 1' I i > I í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.