Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ m.- fíMHv: -**Wm FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 29 LISTIR LEIKARAEFNIN átta: Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Hreinsson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfa- son, Hildigunnur Þráinsdóttir, Inga María Valdimarsdóttir, Katla Þorgeirsdóttir og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Súrrealistinn Matta á Kjarvalsstöðum Hádegis- tónleikar í Hallgríms- kirkju ORGANISTI Hallgrímskirkju, Hörður Áskelsson, leikur á orgelið í Hallgrímskirkju í hádeginu, fimmtuaginn 5. september, kl. 12-12.30. Á efnisskrá Harðar eru fjögur verk frá barokktímabilinu. Hann byijar á að leika Trumpel Volunt- ary eftir Bretann Jerimiah Clarke. Þá leikur hann Prelúdíu í e-moll eftir norðurþýska tónskáldið Niko- laus Bruhns og að síðustu leikur hann tvö verk eftir Johann Sebast- ian Bach: Ermbarm’dich mein, o Herre Gott og Takkötu og fúgú í d-moll. SÝNING á málverkum og skúlptúr- um eftir súrrealistann Matta sem ber yfirskrftina „...Matta og svo fram- vegis...“, verður opnuð á Kjarvals- stöðum á laugardag. Roberto Matta fæddist í Chile árið 1911. Eftir að hafa stundað nám í arkitektúr fluttist hann til Evrópu árið 1930 þar sem hann komst með- al annars í kynni við myndlistar- manninn Margritte, auk þess sem hann fékk vinnu á teiknistofu Le Corbusier. En það er ekki fyrr en árið 1937 að Matta byijar að mála. Myndir hans vekja athygli og er hann óspart hvattur af listamönnum á borð við Dalí, Picassó og André Breton, sem tekur hann inn í súrreal- istahópinn það sama ár. Matta dvaldi í Bandaríkjunum alla seinni heimsstyrjöldina og tók þátt í starfssemi landflótta súrrealista frá Evrópu. Árið 1948 var hann rekinn úr súr- realistahópnum. Hann fluttist þá aft- ur til Evrópu þar sem hann tók virk- an þátt í andófi gegn „mannskemm- andi iðnaðarsamfélagi samtímans“. í lok 6. áratugarins kynntist hann Erró og unnu þeir saman nokkrar seríur þar sem þeir skiptast á um að teikna upp myndbyggingar og fígúrur. Víst er að Matta hafði mikil áhrif á listsköpun Errós á þessum tíma, segir í kynningu Kjarvalsstaða. Á sýningunni á Kjarvalsstöðum hefur sýningarstjórinn Alain Sayag safnvörður við Pompidousafnið í Par- ís, valið í samráði við Matta málverk og skúlptúra frá síðstliðnum 10 árum. Öll verkin eru í eigu lista- mannsins. Ný leikgerð eftir verkum Biichners ÞRJÁR leiksýningar eru á dag- skrá Nemendaleikhúss Leiklist- arskóla Islands, þar á meðal leikgerð sérstaklega unnin fyrir nemendaleikhúsið. Þetta starfs- ár er fjórða og síðasta ár átta nemenda sem hófu nám við skól- ann haustið 1993 og munu þeir ljúka leikaranámi í maí á næsta ári. Fyrsta frumsýningin verður um miðjan október. Um er að ræða nýja leikgerð unna fyrir hópinn sem er byggð á tveimur verkum þýska leikritaskáldsins Georgs Biichners „Wojtsek., og „Leonce og lena“. Leonce og Lena hefur aldrei komið fyrir augu íslenskra leikhúsgesta fyrr og síðast var Vojtsek sýndur í Þjóðleikhúsinu fyrir 20 árum. Leikstjóri verksins er Hávar Sigurjónsson og hefur hann jafnframt gert hina nýju leik- gerð úr þýðingu Þorsteins Þor- steinssonar. Axel Hallkell er hönnuður leikmyndar og bún- inga og ljósahönnuður er Egill Ingibergsson. Nemendaleikhúsið hyggur svo á samstarf við Hafnar- fjarðarleikhúsið Hermóð og Háðvör með frumflutningi á nýju verki eftir Árna Ibsen í leiksljórn Hilmars Jónssonar. Kolbrún Halldórsdóttir mun leikstýra síðasta verkinu en enn þá er ekki hægt að gera opin- bert hvaða verk verður fyrir valinu. Leikaraefnin átta eru: Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Hreinsson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Hildigunnur Þráinsdóttir, Inga María Valdi- marsdóttir, Katla Þorgeirsdóttir og Þrúður Vilhjálmsdóttir. ANNA S. Gunnlaugsdóttir við eitt verka sinna Guð er kona ANNA Sigríður Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður opnaði nýlega sýningu í einum af þremur sölum Billedværkstedet í Brovst á Norður- Jótlandi. Sýningin sem er sjöunda einkasýning Önnu ber yfirskriftina Guð er kona. Myndlist nam Anna í málaradeild Myndlista- og handíðaskólans og einnig grafíska hönnun við sama skóla. Hún nam að auki við Ecole nationale des Beaux-Arts í París. Biblíuminni Verkin á sýningu Önnu eru 26 og öll unnin á síðastliðnu ári. Sýn- ingin hefur verið vel sótt og hlotið góða dóma. Danskir gagnrýnendur segja verk Önnu mjög forvitnileg og nota um þau orð eins og tjáning- arrík og kraftmikil. Hún er sögð túlka upp á nýtt þekkt Biblíuminni og setja hinn krossfesta í gervi konu. Sjálf talar hún um að gera Guðs- fyrirmyndina milda og kærleiksríka en fyrst og fremst sterka konu og ekki refsiglaðan og hefndarþyrstan karlmannaguð. Sýningu Önnu lýkur 8. septem- ber. Geturðu gert betri bflakaup? BALENO Gerðu samanburð... og taktu síðan ákvörðun. 86 hestafla 16 ventla vél • vökvastýri • veltistýri • samlæsingar • rafdrifnar rúðuvindur • rafstýrðir útispeglar • útvarp/segulband með 4 hátölurum • upphituð framsæti • öryggisloftpúðar fyrir ökumann og farþega í framsæti • styrktarbitar í hurðum • samlitir stuðarar. Allt þetta og margt fleira í rúmgóðum og vönduðum 4ra dyra fólksbíl fyrir aðeins: 1.265.000,- kr. SUZUKI • Afl og öryggi • fl5% SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. $ SUZUKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.