Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
m.- fíMHv: -**Wm
FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 29
LISTIR
LEIKARAEFNIN átta: Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Hreinsson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfa-
son, Hildigunnur Þráinsdóttir, Inga María Valdimarsdóttir, Katla Þorgeirsdóttir og Þrúður
Vilhjálmsdóttir.
Súrrealistinn Matta
á Kjarvalsstöðum
Hádegis-
tónleikar
í Hallgríms-
kirkju
ORGANISTI Hallgrímskirkju,
Hörður Áskelsson, leikur á orgelið
í Hallgrímskirkju í hádeginu,
fimmtuaginn 5. september, kl.
12-12.30.
Á efnisskrá Harðar eru fjögur
verk frá barokktímabilinu. Hann
byijar á að leika Trumpel Volunt-
ary eftir Bretann Jerimiah Clarke.
Þá leikur hann Prelúdíu í e-moll
eftir norðurþýska tónskáldið Niko-
laus Bruhns og að síðustu leikur
hann tvö verk eftir Johann Sebast-
ian Bach: Ermbarm’dich mein, o
Herre Gott og Takkötu og fúgú í
d-moll.
SÝNING á málverkum og skúlptúr-
um eftir súrrealistann Matta sem ber
yfirskrftina „...Matta og svo fram-
vegis...“, verður opnuð á Kjarvals-
stöðum á laugardag.
Roberto Matta fæddist í Chile árið
1911. Eftir að hafa stundað nám í
arkitektúr fluttist hann til Evrópu
árið 1930 þar sem hann komst með-
al annars í kynni við myndlistar-
manninn Margritte, auk þess sem
hann fékk vinnu á teiknistofu Le
Corbusier. En það er ekki fyrr en
árið 1937 að Matta byijar að mála.
Myndir hans vekja athygli og er
hann óspart hvattur af listamönnum
á borð við Dalí, Picassó og André
Breton, sem tekur hann inn í súrreal-
istahópinn það sama ár.
Matta dvaldi í Bandaríkjunum alla
seinni heimsstyrjöldina og tók þátt í
starfssemi landflótta súrrealista frá
Evrópu.
Árið 1948 var hann rekinn úr súr-
realistahópnum. Hann fluttist þá aft-
ur til Evrópu þar sem hann tók virk-
an þátt í andófi gegn „mannskemm-
andi iðnaðarsamfélagi samtímans“.
í lok 6. áratugarins kynntist hann
Erró og unnu þeir saman nokkrar
seríur þar sem þeir skiptast á um
að teikna upp myndbyggingar og
fígúrur. Víst er að Matta hafði mikil
áhrif á listsköpun Errós á þessum
tíma, segir í kynningu Kjarvalsstaða.
Á sýningunni á Kjarvalsstöðum
hefur sýningarstjórinn Alain Sayag
safnvörður við Pompidousafnið í Par-
ís, valið í samráði við Matta málverk
og skúlptúra frá síðstliðnum 10
árum. Öll verkin eru í eigu lista-
mannsins.
Ný leikgerð
eftir verkum
Biichners
ÞRJÁR leiksýningar eru á dag-
skrá Nemendaleikhúss Leiklist-
arskóla Islands, þar á meðal
leikgerð sérstaklega unnin fyrir
nemendaleikhúsið. Þetta starfs-
ár er fjórða og síðasta ár átta
nemenda sem hófu nám við skól-
ann haustið 1993 og munu þeir
ljúka leikaranámi í maí á næsta
ári.
Fyrsta frumsýningin verður
um miðjan október. Um er að
ræða nýja leikgerð unna fyrir
hópinn sem er byggð á tveimur
verkum þýska leikritaskáldsins
Georgs Biichners „Wojtsek., og
„Leonce og lena“. Leonce og
Lena hefur aldrei komið fyrir
augu íslenskra leikhúsgesta fyrr
og síðast var Vojtsek sýndur í
Þjóðleikhúsinu fyrir 20 árum.
Leikstjóri verksins er Hávar
Sigurjónsson og hefur hann
jafnframt gert hina nýju leik-
gerð úr þýðingu Þorsteins Þor-
steinssonar. Axel Hallkell er
hönnuður leikmyndar og bún-
inga og ljósahönnuður er Egill
Ingibergsson.
Nemendaleikhúsið hyggur
svo á samstarf við Hafnar-
fjarðarleikhúsið Hermóð og
Háðvör með frumflutningi á
nýju verki eftir Árna Ibsen í
leiksljórn Hilmars Jónssonar.
Kolbrún Halldórsdóttir mun
leikstýra síðasta verkinu en enn
þá er ekki hægt að gera opin-
bert hvaða verk verður fyrir
valinu.
Leikaraefnin átta eru: Atli
Rafn Sigurðarson, Baldur
Hreinsson, Gunnar Hansson,
Halldór Gylfason, Hildigunnur
Þráinsdóttir, Inga María Valdi-
marsdóttir, Katla Þorgeirsdóttir
og Þrúður Vilhjálmsdóttir.
ANNA S. Gunnlaugsdóttir við
eitt verka sinna
Guð er kona
ANNA Sigríður Gunnlaugsdóttir
myndlistarmaður opnaði nýlega
sýningu í einum af þremur sölum
Billedværkstedet í Brovst á Norður-
Jótlandi. Sýningin sem er sjöunda
einkasýning Önnu ber yfirskriftina
Guð er kona.
Myndlist nam Anna í málaradeild
Myndlista- og handíðaskólans og
einnig grafíska hönnun við sama
skóla. Hún nam að auki við Ecole
nationale des Beaux-Arts í París.
Biblíuminni
Verkin á sýningu Önnu eru 26
og öll unnin á síðastliðnu ári. Sýn-
ingin hefur verið vel sótt og hlotið
góða dóma. Danskir gagnrýnendur
segja verk Önnu mjög forvitnileg
og nota um þau orð eins og tjáning-
arrík og kraftmikil. Hún er sögð
túlka upp á nýtt þekkt Biblíuminni
og setja hinn krossfesta í gervi
konu.
Sjálf talar hún um að gera Guðs-
fyrirmyndina milda og kærleiksríka
en fyrst og fremst sterka konu og
ekki refsiglaðan og hefndarþyrstan
karlmannaguð.
Sýningu Önnu lýkur 8. septem-
ber.
Geturðu gert betri bflakaup?
BALENO
Gerðu samanburð...
og taktu síðan ákvörðun.
86 hestafla 16 ventla vél • vökvastýri • veltistýri • samlæsingar •
rafdrifnar rúðuvindur • rafstýrðir útispeglar • útvarp/segulband
með 4 hátölurum • upphituð framsæti • öryggisloftpúðar fyrir
ökumann og farþega í framsæti • styrktarbitar í hurðum • samlitir
stuðarar.
Allt þetta og margt fleira í rúmgóðum og
vönduðum 4ra dyra fólksbíl fyrir aðeins:
1.265.000,- kr.
SUZUKI
• Afl og öryggi •
fl5%
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17, 108 Reykjavík.
Sími 568 51 00.
$
SUZUKI