Morgunblaðið - 07.09.1996, Síða 15

Morgunblaðið - 07.09.1996, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1996 15 AKUREYRI Málverka- uppboð GALLERÍ Borg heldur málverka- uppboð í Sjallanum annað kvöld, sunnudagskvöldið 8. september kl. 20.30. Boðin verða upp um 70 málverk, flest eftir þekktustu listamenn þjóð- arinnar. Þá verða boðnar upp tvær myndir eftir Kristínu Jónsdóttir, en önnur er máluð á Akureyri um 1914. Einnig verða boðin upp persnesk teppi. Uppboðsverkin verða sýnd í Mánasal Sjallans í dag, laugardag og á morgun frá kl. 14 til 18. ---------» ♦ ♦---- Kjarnalundar- dagur KJARNALUNDARDAGURINN verður haldinn á morgun, sunnudag- inn 8. september frá kl. 14 til 17 í húsi Náttúrulækningafélags Akur- eyrar, Kjarnalundi. Þar verður flóamarkaður og köku- basar, konur sýna íslenska þjóðbún- inginn og orlofshúsin við Kjarnalund verða sýnd. Einnig verða veitingar í boði og tónlist. Miklar framkvæmd- ir hafa verið við lóð Kjarnalundar í sumar, þannig að umhverfið er til mikillar prýði. ----♦ ♦ ♦---- Kristilegt fé- lag kvenna heldur fund KRISTILEGT félag kvenna, Aglow hefur vetrarstarf sitt með fundi í félagsmiðstöðinni Víðilundi næst- komandi mánudagskvöld, 9. sept- ember ki. 20. Ræðukona kvöldsins verður Sigríður Halldórsdóttir og er yfirskriftin „Faðirinn sjálfur elskar yður.“ ----» ♦ ♦---- Messur GLERÁRKIRKJA: Messa verður í kirkjunni á morgun, sunnudaginn 8. september kl. 14. HJÁLPRÆÐISHERINN: Pjöl- skyldusamkoma kl. 17 á sunnudag, fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskyld- una og eru foreldrar hvattir til að mæta og kynna sér hvað er í boði í barna- og unglingastarfi Hjálpræðis- hersins í vetur. Heimilasamband kl. 16 á mánudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bæna- samkoma í umsjá unga fólksins kl. 20.30 í dag, laugardag. Vakninga- samkoma kl. 20 á sunnudag, ræðu- maður Jóhann Pálsson, stjórnandi Valdimar Júlíusson. Bæn og lofgjörð á föstudag. Allir velkomnir. Nýr ilmur á Islandi VERO mODA Laugavegi 9S,s. 552 1444 • Kringlunni, s. 568 6244 • Akureyri, s. 462 7708 Morgunblaðið/Kristján Litið til hafs JOKULL Guðmundsson er vel þekktur á Akureyri enda nokkuð fyrirferðarmikill í miðbænum. Hann starfar sem stöðumælavörður hálfan dag- inn og þeir eru margir bæj- arbúarnir sem hafa fengið orðsendingu frá honum undir rúðuþurrkuna. En þeir eru kannski færri sem vita að Jök- ull er líka smábátasjómaður og „skipstjóri á Badda EA“, eins og hann orðar það sjálf- ur. Jökull fer reglulega og fær sér soðið en á myndinni er hann að líta til hafs og að sjálf- sögðu í fullum skrúða. HASKOLABIO HASKOLABIO ÞAKKAR ÞEIM 23.866 GESTUM SEM LOGÐU LEIÐ SINA I HÁSKÓLABÍÓ TIL AÐ SJÁ ID4. HÁSKÓLABÍÓ LEGGUR METNAÐ SINN í AÐ SÝNA BÚRVALS MYNDIR í ÚRVALS KVIKMYNDAHÚSI. VERIÐ VELKOMIN í HÁSKÓLABÍÓ WwÆkm■ J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.