Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
+
FORSAGA málsins er sú, að
Guðmundur Gústafsson,
mágur Vífils, starfaði um
nokkurra ára skeið í
síldarverksmiðjunni á Vopnafirði.
Það mun hafa verið á árunum
1957-66. Á þeim árum fór fjöl-
skyldan því alloft til veiða austur
á Vopnafjörð, en einkum í Hofsá.
Selá var þá leigð Akureyringum.
Hún var aðeins laxgeng rúma sex
kílómetra, upp að Selárfossi, og
veidd með þremur stöngum á dag.
Veiðin sveiflaðist mjög þá eins og
nú, fór niður í 50-60 laxa þegar
illa áraði og upp í rúma 400 fiska
við allra bestu skilyrði til lands
og sjávar.
Árið 1968 rann leigutímabil
Akureyringanna út og áin var
boðin út. Það kom aðeins eitt til-
boð í ána, frá Veiðiklúbbnum
Streng sem hafði verið með Laxá
í Leirársveit á leigu og misst hana.
„Strengur var stofnaður af 16
aðilum árið 1958 og tilboðið í Selá
byggðist á reynslu fjölskyldu
minnar og Strengsmanna af veið-
um í Vopnafirði. Áður höfðu faðir
minn og tengdafaðir fengið ána
ofan Selárfoss til leigu til tíu ára
gegn því að gera laxastiga og
rækta svæðið upp. Við veiddum í
Hofsá, en sáum í hendi okkar að
Selá hafði ýmsa góða kosti. Það
stóð aldrei til að halda áfram venju
samkvæmt í Selá, Strengur keypti
strax jörðina Hvammsgerði, inn-
réttaði þar sveitabýli sem veiði-
hús. Þá er einnig rekið veiðihús
að Leifsstöðum fyrir efra veiði-
svæði árinnar," segir Vífill.
Óðs manns æði
Vífill glottir er hann rifjar upp
liðna athafnadaga á bökkum Sel-
ár. Hann segir það hafa verið út-
breidda skoðun að það hefði verið
„óðs manns æði“ að leggja svo
mikla fjármuni í að rækta upp
Selá þar sem áin væri köld og auk
þess full af urriða sem myndi
skjótt raða í sig öllum laxaseiðum.
„Það höfðu ýmsir aðilar skoðað
ána með ræktun í huga, en allir
horfið frá aðgerðum, m.a. af þess-
um sökum. Menn létu það ekkert
á sig fá, stóluðu algerlega á tilfinn-
ingar sínar, þetta gamla góða ís-
lenska eðli, keyptu eyðijarðir efra
með ánni og lögðu í ofanálag út
í talsverða vegagerð með ánni.
Ég gerði síðan teikningu að laxa-
stiga í Selárfoss sem faðir minn
og tengdafaðir sáu um að gera,“
segir Vífill.
Stigagerðin stóð yfir í þijú ár.
Þar var mikil sprengivinna, enda
sex metra hár stigi og menn létu
ána um að hreinsa til á veturna.
Þetta voru árin 1965-67 ogtveim-
ur árum áður var byijað að sleppa
gönguseiðum fyrir ofan fossinn.
Seiðin voru frá eldisstöð við Keld-
ur í eigu Odds Ólafssonar, Snorra
Hallgrímssonar og Kristins Guð-
brandssonar, og voru af stofnum
Stóru-Laxár í Hreppum og Vatns-
dalsár, sem eru einhvetjir mestu
stórlaxastofnar landsins. Alls var
3-10 þúsund seiðum sleppt á
hveiju ári um fimm ára skeið og
var grunnurinn þannig lagður að
laxastofni ofan Selárfoss.
Fjórföldun...
Stórhugurinn sem fylgdi fram-
kvæmdunum úr hlaði hefur heldur
betur skilað sér og ljóst að það
var ekki óðs manns æði að fylgja
tilfinningum sínum í þessu tilviki.
Í stað rúmlega 6 kílómetra langr-
ar laxveiðiár er nú 30 kílómetra
langt veiðisvæði sem nær að svo-
kölluðum Efrifossi. „Segja má að
laxveiðin hafi aukist í sama hlut-
falli, hún hefur þre- til fjórfald-
ast. Efra svæðið var komið í full-
an gang sumrin 1974-1975.
Fyrsta sumarið eftir að stiginn
var opnaður veiddust 10 laxar þar
fyrir ofan. Næsta sumar voru
þeir svo 30 og þar næst 100 lax-
ar. Veiðin á svæðinu hefur vaxið
jafnt og þétt og nú er svo komið
að 60-65% af veiðinni í Selá veið-
SELÁRFOSS. í baksýn sér í laxastigann. Morgunblaðið/Rafn Hafnfjörð
Morgunblaðið/Rafn Hafnfjörð
EFRIFOSS. Efstu stöðvar laxins í Selá, 30 kílómetra frá sjó.
Morgunblaðið/gg
FEÐGARNIR Þorsteinn Þorgeirsson, t.v. og Helgi Þorsteinsson,
á Ytri-Nýpum. Þorsteinn var formaður Veiðifélags Selár frá
upphafi þar til Helgi sonur hans tók við fyrir fáum árum.
Þegar ekið er um Vopnafjörð liggur leiðin
yfír afskaplega fallega og vatnsmikla berg-
vatnsá, Selá. Rétt neðan þjóðvegar er veiði-
húsið Hvammsgerði og ef heppnin er með
ferðamönnum geta þeir séð laxveiðimenn
kljást við spræka og silfraða lónbúana. Það
eru ekki mörg ár síðan Selá var ekki annað
en annars eða þriðja flokks laxveiðiá, en
stórhuga menn komu þar að og laxræktar-
sagan er kyngimögnuð. Guðmundur
Guðjónsson ræddi við Vífíl Oddsson verk-
fræðing sem þekkir alla þræði sögunnar.
ast fyrir ofan Selárfoss," segir
Vífill. Hvað eru menn að tala um
mikla veiði?
„Áður en stiginn kom til skjal-
anna var meðalveiði einhvers stað-
ar á bilinu 150 til 200 laxar á
sumri. Síðustu 20 árin hefur með-
alveiðin hins vegar verið 820 laxar
og síðustu 10 árin er meðalveiðin
rúmlega 1.000 laxar. Á umræddu
2Ö ára tímabili er ljóst að köld ár
1980-84 höfðu mikil áhrif í að
draga niður meðalveiði. Áin er nú
ein allra vinsælasta og eftirsótt-
asta laxveiðiá landsins. Og ein af
þeim vatnsmestu. Hún rennur og
um þannig land að hún er víða
mjög krefjandi og erfið. Sonur
minn þurfti að leggjast til sunds
til að bjarga 20 punda laxi sem
hafði fest línuna um stein í sum-
ar. Ég mæli nú ekki með slíkum
aðferðum, en þannig er Selá. Lax-
inn er sá stærsti úr ánni í sumar
og oft fá menn þann stóra í ánni,“
segir Vífill.
Nú er kominn til skjalanna
sterkur Selárstofn sem gefur af
sér mikinn afrakstur á hveiju
sumri þó svo að áin sé á mörkum
hins byggilega laxaheims. Land-
eigendurnir hjálpa til með því að
sleppa seiðum. Menn eru hættir
með gönguseiði, en sleppa nú milli
15 og 20 þúsund sumaröldum seið-
um á hveiju ári, til skiptis fyrir
ofan Efrifoss, til að nýta ónýtt
seiðabeitarsvæði, eða á neðra
svæði.
Með vaxandi áhuga landsmanna
á stangaveiði hefur margt stórvirk-
ið verið unnið við fiskrækt í gegn
um árin. Selá í Vopnafirði er dæmi
um verkefni sem gekk fullkomlega
upp. Selársagan er kannski ekki
einsdæmi, en því miður eru dæmin
allt of mörg þar sem fiskræktin
hefur ekki gengið upp.