Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 B 21 ATVINNUA UGL ÝSINGAR BILAKRINGLAN Sölustjóri BG Bílakringlan ehf., Keflavík, auglýsir eftir sölustjóra á bílasölu þar sem seldir eru nýir og notaðir bílar. Við leitum að ábyrgum aðila sem hefur áhuga á krefjandi starfi. Skiflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist BG Bílakringl- unni ehf., Grófinni 7-8, 230 Keflavík, fyrir 25. september 1996. Frekari upplýsingar veitir Birgir í síma 421-4242 á vinnutíma og 421-1746 á kvöldin. Atvinna í boði Rafvirki óskast strax til starfa hjá Rafverki, Bolungarvík. Upplýsingar í síma 456 7373 eða 456 7477 eftir kl. 19. „Au pair“ - Flórída Óskum eftir „au pair“ stúlkum til starfa í Boca Raton í Fort Lauderdale. Nánari upplýsingar gefa Dögg eða Judy í síma 001 407 995 1098. Laus störf. Matsveinn óskast Matsveinn (karl eða kona) óskast á ferjuna Fagranes, ísafirði hiðfyrsta. Umsókn- ir sendist á skrifstofu hf. Djúpbátsins fyrir 20. sept. Allar uppl. gefur Reynir í síma 456 3155. H.F. Djúpbáturirm, Aðalstræti 1, 400 ísafirði. Hér er spennandi tækifæri!! Hefur þú áhuga á markvissri og góðri þjálfun í sölumennsku? Hefur þú bíl til umráða? Hefur þú áhuga á að auka tekjur þínar um a.m.k. 100.000 kr. á mánuði? Ef svarið er já, sendu þá nafn, kennitölu og síma á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Tækifæri - 100“. Starfsmenn á upplýsinga- tæknisviði Vegna aukinna verkefna óskum við að ráða starfsmenn í eftirtaldar stöður: Rafvirkja eða rafeindavirkja í tölvu- og síma- lagnir. Viðkomandi mun sinna bæði viðhalds- verkefnum og nýlögnum. Mikil og stór verk- efni eru framundan. Leitað er eftir traustum og ábyggilegum starfsmanni, sem hefur góða þekkingu og reynslu á þessu sviði og á auðvelt með að starfa sjálfstætt. Sölumann til þess að sjá um sölu á netbún- aði og netlausnum fyrir stofnanir og fyrir- tæki. Leitað er að áhugasömum og fram- sæknum starfsmanni á aldrinum frá 25 ára, sem hefur tölvuþekkingu, trausta framkomu og söluhæfileika. Reynsla af sölumennsku æskileg, en ekki skilyrði. Hugbúnaðarsérfræðing í Unix, NT og VMS stýrikerfum, þarf að hafa góða reynslu og kunnáttu í VMS, Unis og NT á Alpha og VAX tölvum. Leitað er eftir starfsmanni sem get- ur unnið sjálfstætt. Laun og starfskjör eru samkvæmt samkomu- lagi. Umsóknum sem tilgreina persónulegar upplýsingar, menntun og starfsreynslu, skal skila til afgreiðslu Mbl. merktum: „L - 15239“, í síðasta lagi miðvikudaginn 25. september 1996. Öllum upplýsingum verður svarað. Nánari upplýsingar veitir þjónustu- stjóri GSS, Gunnar Magnússon. GSS á Islandi er fimm ára gamalt fyrlrtœki í örum vexti sem selur og þjónustar tölvur og búnað frá: Digital Equipment Corporation, Xyplex, Garrett, Cisco, Mod Tap, Zyxel, U.S. Robotics, KEAterm, ZetaFax og fl. Fyrirtækið einbeitir sér að því að þjónusta fyrir- tæki og stofnanir. General Systems & Software á íslandi ehf. MÖRKINNI 6 • IS - 108 REYKJAVÍK • ÍSLAND SIMI: 354-1-5681900 *FAX: 354-1-5681102. Vélstjóri/vélvirki (455) óskast til annast verkstjórn, smærri viðgerðir og/eða stillingar í framleiðsludeild hjá matvælaiðnfyrirtæki í Reykjavík. Krafist er snyrtimennsku og samviskusemi. Laust strax. Rafvirki/vélvirki (459) óskast til að annast vörumóttöku, lagerstjórnun og afgreiðslu á heildsölulager hjá traustu innflutningsfyrirtæki í Reykjavík. Starfíð krefst ábyrgðar og árvekni. Laust strax. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar númeri viðkomandi starfs fyrir 19. september n.k. Hagva ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Róðningarþjónusta Rekstrarróðgjöf Skoðanakannanir ÍSLAN DSBANKI Hefur þú áhuga á á fjármagns- markaðinum? Ef svo er, hvernig væri þá að koma til starfa í Viðskiptastofu íslands- banka hf.? íslandsbanki vill ráða starfsmann á við- skiptaborð Fjárstýringar. Starfsumhverfi viðskiptaborðs Fjárstýringar er spennandi og ábyrgðarsamt. Hlutverk Fjárstýringar er m.a. að sjá um fjármögnun bankans á markaði, stýringu gengisáhættu ásamt umsjón með lausafjárstöðu bankans og vaxtaáhættu markaðsverðbréfa. Starfs- menn viðkiptaborðs eiga viðskipti við aðra banka, fyrirtæki og stofnanir á innlendum sem erlendum fjármagns- og gjaldeyrismörkuðum. Leitað er að áhugasömum og hugmyndarík- um einstaklingi til að bætast í hópinn. Há- skólamenntun í viðskiptafræði, hagfræði, verkfræði eða sambærileg menntun er skilyrði og reynsla á fjármagnsmarkaði er æskileg. Fyrir réttan starfsmann er í boði fjölbreytt og krefjandi starfsumhverfi með margvísleg- um tækifærum til faglegs og persónulegs þroska. Upplýsingar gefur Eggert Á. Sverrisson, for- stöðumaður Fjárstýringar, en umsóknum skal skila til Guðmundar Eiríkssonar, for- stöðumanns Starfsmannaþjónustu íslands- banka, Kirkjusandi, 155 Reykjavík, fyrir 27. sept. 1996. Góðir tekjumögu- leikar! Vaka-Helgafell óskar að ráða áhugasamt fólk til að vinna við ný og spennandi söluverk- efni. Góð vinnuaðstaða og góð laun í boði fyrir gott fólk. Vinsamlegast hafið samband við Sigríði Jón- asdóttur í síma 550 3000 milli kl. 9 og 13 mánu- dag og þriðjudag. VAKA-HELGAFELL Síðumúla 6 - sími 550 3000 SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA VESTFJÖRÐUM MJALLARGÖTU 1 400 ÍSAFJÖRÐUR Svæðisskrifstofan óskar eftir að ráða for- stöðumann til starfa á ísafirði. Um er að ræða stöðu forstöðumanns við tvö sambýli á ísafirði. í hvoru sambýli búa fjórir íbúar. Starfssvið forstöðumanns er meðal annars að bera ábyrgð á faglegu og rekstrarlegu starfi, ráðningar á starfsfólki og eftirfylgd og stuðningi við það, bókhald, samstarf við aðstandendur og fleira sem upp kemur í daglegu starfi heimilanna. Um er að ræða 100% starf. Leitað er eftir þroskaþjálfa eða fólki með sambærilega menntun. Reynsla eða mennt- un á sviði stjórnunar er mjög æskileg. Við bjóðum á móti skemmtilegt starfsum- hverfi, góðan starfsanda og góðan stuðning í starfi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. des. nk. Nánari upplýsingar gefur Laufey Jónsdóttir framkvæmdastjóri í síma 456-5224. Umsóknarfrestur er til 20. október 1996. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra, Mjallargötu 1, ísafirði. Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og Starfsmannafélags ríkisstofnana. Rannsóknastofa í kvennafræðum Rannsóknastofa í kvennafræðum við Há- skóla íslands óskar að ráða starfsmann. Starfið felst í daglegum rekstri stofunnar, samvinnu við aðrar háskóladeildir og sam- skiptum við innlenda og erlenda rannsókna- raðila á sviði kvennafræða. Um er að ræða verkefnabundna ráðningu í hálft starf og þarf umsækjandi að geta hafið störf sem fyrst. Háskólamenntun er nauðsynleg auk þekkingar á sviði kvennafræða. Mikilvægt er að starfs- maður geti starfað sjálfstætt og hafi góða samstarfshæfileika. Kunnátta í íslensku, ensku og einu norðurlandamáli er nauðsynleg. Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðherra. Frekari upplýsingar veitir Guðrún Ág. Guð- mundsdóttir í sima 525 4595. Umsóknarfrestur er til 27. september 1996 og skal umsóknum skilað í þríriti til starfs- mannasviðs Háskóla íslands, aðalbyggingu v/Suðurgötu, 101 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.