Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 B 11 Morgunblaðið/Golli ÍSLENSKA Ólympíusveitin. Frá vinstri: Gunnar Eyjólfsson, sérstakur þjálfari, Hannes Hlífar Stefánsson, Margeir Pétursson, Þröstur Þórhallsson, Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Helgi Ass Grétarsson og Agúst Sindri Karlsson, liðsstjóri. Ólympíuskákmótið verður sett í dag SKAK Jcrcvan, Armcníu ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ 15. sept.-l. október. Levon Ter-Petrosjan, forseti Armeníu, mun setja Ólympíuskák- mótið í dag, það 32. í röðinni. Fyrsta mótið fór fram árið 1924. FORSETI armenska skáksam- bandsins, Vanik Zakaijan, til- kynnti á blaðamannafundi nú í vikunni að allt væri til reiðu fyrir mótið. Fjögur stærstu hótelin í Jerevan hafa verið endurnýjuð og sömuleiðis íþrótta- og tónleikam- iðstöð borgarinnar þar sem skák- mótið fer fram. Að sögn Zakaijans hafa 126 þjóðir skráð landslið sín til keppni og þar af senda 82 einnig kvenna- lið. Hann spáir því að Rússar muni sigra, en sex til sjö þjóðir, þar á meðal gestgjafarnir, muni beijast um annað sætið. Fyrsta umferðin er á morgun, mánudag, en þær verða alls fjórtán talsins. Vegna mikils Ijölda þátttökuþjóða er teflt eftir svissnesku kerfi. I hverri sveit eru sex skákmenn, og þar af tefla fjórir í einu, en tveir hvíla. Armenar hafa löngum átt afar sterka skákmenn. Þekktastur þeirra er auðvitað sjálfur Tigran Petrosjan, sem var heimsmeistari 1963-69. Þar er mikil skákhefð og þeir hafa ekkert til sparað til að gera mótshaldið sem glæsileg- ast. Þar hefur þó verið hart á dalnum eftir mikinn jarðskjálfta í desember 1988 og fall Sovétríkj- anna, sem hafði mikla efnahags- lega upplausn í för með sér. Síðan þau féllu hafa Armenar átt í skær- um við nágranna sína í Azerbad- sjan um héraðið Nagorno Kara- bakh. Þess má geta að Gary Ka- sparov, fyrstaborðsmaður Rússa, er af armenskum ættum en alinn upp í Bakú, höfuðborg Azerbad- sjan. Rafmagn og heitt vatn hefur verið af mjög skornum skammti fyrir íbúa Jerevan undanfarin ár, en engu að síður lofa mótshaldar- ar því að gestina muni ekkert skorta í þeim efnum. Forsetakosningar verða í Armeníu meðan á mótinu stendur, þann 22. október, og eru margir frambjóðendur. Þar á meðal eru núverandi forseti og forsetaefni kommúnista, sem segir sovéttíma- bilið hafa verið blómaskeið Arm- ena og horfir til þess með söknuði. Von á róstum á þingi FIDE Þing Alþjóðaskáksambandsins FIDE verður að venju haldið í Jerevan meðan á Ólympíumótinu stendur. Starf FIDE hefur verið stormasamt og umdeilt síðustu árin. Campomanes var endurkjör- inn á sögulegu þingi í Moskvu 1994 og gaf þá kost á sér á síð- ustu stundu í trássi við lög sam- bandsins. Hann hrökklaðist frá fyrir tæpu ári og þá var Kirsan Ilumsjínov, forseti rússneska sjálf- stjórnarlýðveldisins Kalmykíu, kjörinn forseti til bráðabirgða. Hann gekk fram af mörgum þegar hann ætlaði að halda heimsmeist- araeinvígi FIDE í Bagdad. Nú verður væntanlega kosið um forseta og eru þrír valkostir í boði, þar af tveir listar. Á lista forseta- efnisins Jaime Sunye Neto, Brasil- íu, er Einar S. Einarsson sem stað- gengill forseta, en það er næst- æðsta embættið í FIDE. Á þeim lista eru auk þeirra fulltrúar Tún- is, Þýskalands, Bandaríkjanna, Rússlands, Nígeríu og Hollands. Frakkinn Bachar Kouatly féll naumlega fyrir Campomanesi í Moskvu 1994 en býður sig nú fram aftur. Hann hefur sjálfan Anatólí Karpov, FIDE heimsmeistara, sem annan mann á lista, auk þess full- trúa Spánar, E1 Salvador, Zambíu, Kína, Noregs og Líbanon. Þriðji frambjóðandinn er svo núverandi bráðabirgðaforseti, Kirsan Ilumsjínov. Hann býður ekki fram lista, en með honum í kjöri sem staðgengill forseta er Grikkinn Makroupoulos, sem var löngum nánasti samstarfsmaður Campomanesar. Líklegt er að Filippseyingurinn styðji eftirmann sinn. Það er líklegt að Ilumsjínov komi fram á þinginu með yfirlýs- ingar um að hann geti fjármagnað sameiningareinvígi Kasparovs og Karpovs og nýtt heimsmeistara- mót FIDE. Það verður síðan að koma í ljós hvort þingfulltrúar muni standast slík gylliboð. Hellisinótið Tveimur umferðum er lokið á meistaramóti Hellis sem hófst á þriðjudagskvöldið. Óvæntustu úr- slitin urðu í annarri umferð þegar Gunnar Gunnarsson, fyrrum ís- landsmeistari, lagði Andra Áss Grétarsson að velli. Staðan er þessi: 1.-3. Jón Garðar Viðarsson, Gunnar Gunnarsson og Jóhann Ragnarsson 2 v. 4.-5. Bjöm Þorfinnsson og Hrannar Baldursson 1 'A v. o.s.frv. Mótið fer fram í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi í Breiðholti. Skáklíf eldri borgara Margir eldri borgarar stytta sér stundir við tafl og spil. Á haust- mánuðum 1994 ákvað Bridgedeild Félags eldri borgara í Kópavogi að efna til skákmóts fyrir 60 ára og eldri. Ákveðið var að halda tvö mót á vetri. Á fyrsta mótinu sigr- aði Lárus Arnórsson með 25 vinn- inga. Alfreð Kristjánsson varð annar með 22 'A v. og Friðrik Pét- ursson þriðji með 17 v. Þeir þrír fengu verðlaun til eignar sem Fé- lagsmálastofnun Kópavogs gaf ásamt stórum og veglegum far- andbikar sem ekki vinnst til eign- ar, en sá heldur sem flesta saman- lagða vinninga fær úr mótum vetr- arins. Þátttakendur í vormóti 1995 voru 12 talsins. Lárus Arnórsson sigraði með 21 'A vinning, Alfreð Kristjánsson hlaut 19 v. og Jósef Sigurðsson 14'A v. Lárus sigraði því samanlagt í keppni vetrarins 1994-95 með 46 'A vinning alls. Haustmót 1995 hófst með þátt- töku 13 keppenda. Úrslit: 1. Lárus Arnórsson 22 'A v., 2. Guðmundur Þorláksson 19 v. 3. Alfreð Krist- jánsson 17 'A v. Á vormótinu 1996 mættu 19 manns til leiks og þá lauk loks sigurgöngu Lárusar eftir afar harða keppni. Þeir Haukur Sveinsson og Bjarni Linnet hlutu báðir 16 v. og tefldu þriggja skáka einvígi um sigurinn. Þá hafði Haukur betur, 2-1. Lárus Arnórs- son varð þriðji með 15 'A vinning. Lárus var með bestan samanlagð- an árangur síðasta vetrar, 38 vinn- inga samtals og vann farandbikar- inn öðru sinni. Haustmót 1996 hefst um næstu mánaðamót og verður nánar aug- lýst síðar. Geil er ráð fyrir að þessi skákmót verði fastur liður í starfsemi bridsdeildar FEBK framvegis. Margeir Pétursson BARNAHEIMILIÐ OS hefur laus heilsdagspláss fyrir stúlkur á aldrinum 3—5 ára. Fullt daggjald er 22.000 kr. Leikskólinn starfar eftir uppeldishugmynd sem byggist á einfaldleika, skýru og rólegu umhverfi, einbeitingu og friði. Imyndun, sköpun og skynjun barnanna sjálfra er í fyrirrúmi. Skýr og skipulögð dagskrá og aldurs- og kynjaskipting hluta úr degi, er ein leiðanna til að gefa hverju barni kost á námi og leik í jafningjahópi. Upplýsingar í síma 552 3277. Vetraropnunartími frá WP SP-FJÁRMÖGNUN HF Vegmúli 3 • 108 Reykjavík • Sími 588-7200 • Fax S88-7201 Ermaginn vandamál? KISELGEL Silicol er natturulegt bætiefni sem vinnur gegn óþægindum i maga og styrkir bandvefi líkamans og bein. Silicol verkar gegn brjótsviða, nábít, vægum magasærindum, vindgangi, uppþembu og bæði niðurgangi og harðlífi. Silicol hentar öllum! Silicol hjálpar Vinsælasta heilsuefnið i Þýskalandi, Sviþjóð og Bretlandi! Silicol er hrein náltúraofurð án hliðarverkana. Fæst í apótekum. lctt & meðfxrilcRt tæki t.i'knilc" fiillkonimiii hagstætt vcrð I’íiuir lumimnclir í RÉTTU LjOSI Ef j)ú vilt ná augitm og cyrum fólks skaltu kynna þér nýja LitePro 210 margmlðlunarvarpann frá InFocus Systems. Þú varpar upp myud- böndum og tölvugrafík mcð cin- stökum myndgæðum og inubyggðir |15L hátalurar tiyggja öflugt Itljóð. Árangurinn læturckkiáscrstanda. LitcPro 210 myndvarpinn cr tækni- lcga fullkominn cn samt afar cinfaldur og þægilcgur í notkiin. Og citt cnn - vcrðið cr ótrúlcga hagstætt. Þú gctur því óhikað nýtt þcr tæknina ogvárpað ljósi á málið - mcð vönduðu tæki frá virtum framlciðánda. RADÍÓSTOFAN'NÝHERJI SKIPHOLTI 37 - SlMI 569 7600 Alltaf skrefl ó undait InFocus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.