Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST Rómatík Porno For Pyros með Jerry Farrell fyrir miðju. Batnandi ÞAÐ kostar sterk bein að standast velgengni og Perry Farrell hefur fengið að kenna á því. Hann sló óforvarand- is í gegn með hljómsveitinni Jane’s Addiction fyrir margt löngu og þótti um tíma bjartasta listaspíruvon vestan hafs. Hætta ber leik er hæst stendur eru orð sem of fáir hafa að leiðarljósi, en Farrell var til fyrirmynd- ar þegar hann leysti Jane’s Addiction upp rétt þegar sveitin virtist stefna nið- urávið. Ný hljómsveit hans, Pomo For Pyros, þótti aftur á móti ekki vel heppnuð, ekki síst vegna þess að Farr- ell hafði lítinn tíma til sinna henni, hann var á kafí í rekstri Lollapaloosa, sumar- gleði Bandaríkjamanna. Nú hefur hann látið af því og leggur áherslu á Pomo For Pyros, sem sendi frá sér nýja breiðskífu, Good God’s Urge, fyrir stuttu. Fyrri skífur Porno For Pyros hafa verið rokkaðar mjög með miklum bjögun- arhljómi og hamagangi. Á plötunni nýju er aftur á móti annað upp á teningn- um, því þar er Farrell upp fullur af rómantík og trega. Fyrir vikið er tónlistin orðin það aðgengileg að lög af plötunni hafa ratað inn á vinsældalista. MGUSGUS flokkurinn hefur vakið mikla athygli í Bret- landi og nú síðast bar það við að smáskífa sveitarinnar var valin smáskífa mánaðar- ins í Muzik, sem er virtasta blað sinnar tegundar í Bret- landi. Á plötunni, sem í raun ekki eiginleg útgáfa, heldur hvítmiðaútgáfa í mjög tak- mörkuðu upplagi, er að finna ýmsar útgáfur á Chocolate, Cold Breath og Barry. Smá- skífan Polyester D:iy kemur síðan út 6. október. Síðar í óktóber verður frumsýnd í Bretlandi stuttmynd sem sækir innblástur í lagið og fer síðan í sýningar á MTV sjónvarpsstöðinni og í dreif- ingu vestan hafs á vegum Wamer Brothers. Ekkertlátá gwskunni HVERGI er þróunin og endurnýjunin eins hröð og í Bret- landi og þar spretta útgáfurnar upp eins og gorkúlur, moka frá sér meistaraverkunum í nokkur misseri og hverfa síðan jafnskjótt aftur. Sumar hvetjar halda þó velli lengur, ekki síst ef þeim er stýrt styrkri hendi, og þannig er þvi farið með Wall of Sound, sem gefið hefur út nokkrar helstu safn- skífur breskrar danstónlistar undanfarin ár og er enn að. Hljómalind hefur verið í góðu sambandi við helstu strauma í breskri danstónlist og á vegum Hljómalindar kemur hingað fríður flokkur Wall of Sound manna að skemmta í vikunni. Frumleiki Propellerheads. Gróska Mark Jones, eigandi og hugmyndafræð- ingur Wall of Sound. Wall of Sound er hálfs þriðja árs um þessar mundir, en eigandi þess og stofnandi, Mark Jones, starf- aði þá hjá dreifingarfyrir- tæki. „Ég var sífellt að fá upp í hendurnar frábær lög sem hvergi pössuðu inn á plötur hjá öðrum,“ segir Mark Jones og bætir við að á end- anum hafi hann séð sig til- neyddan til að gefa út safn- plötu með úrvali þessara laga. Sú safnplata, Give ’em enough Dope, er sögufræg sem fyrsta safnskífa sinnar tegundar, og fékk sérdeilis góðar undirtektir. „Viðtök- urnar voru einfaldlega það góðar að ekki var ástæða til annars en halda áfram, en það vakti aldrei fyrir mér að stofna eiginlega útgáfu, þetta atvikaðist bara svona.“ Jones segir að sem stend- ur séu átta eða níu hljóm- sveitir eða listamenn samn- ingsbundnir fyrirtækinu, allt frá hljómsveitum í plötu- snúða, en hingað til lands er væntanleg hljómsveitin Propellerheads, sem margir spá að muni leysa Chemical Broth- ers af hólmi, plötusnúðurinn Theo Keating og Mark Jones sjálf- ur sem hyggst þeyta plötum á Islandi, „nokkuð sem ég geri ör- sjaldan", segir hann glaðhlakka- legur og bætir við að velflestir lista- menn merkisins séu grænir af öf- und yfir að fá ekki að fara til íslands, en menn séu uppteknir um allan heim og frekari heim- sóknir verði að bíða. Mark Jones segist hafa hönd í bagga með öllum útgáfum, en meginreglan sé þó að tón- listarmennirnir ráði sér sjálfir í hljóðverinu. „Það eina sem þeir vilja gera er að semja og taka upp tónlist og því brennur á mér að ráða ferðinni í útgáfunni, leggja á ráðin og taka ákvarðanir um smáskífur og þess háttar,“ segir Jones og bætir við að hann þurfi ekki að skipta sér af því sem fari fram í hljóð- verinu, það skorti ekkert á í frum- leika og sköpun- argleði hjá þeim sem iðja á vegum Wall of Sound. Mark Jones segir ekkert lát á grósk- unni í breskri dans- tónlist frá því hann hóf útgáfustarf. „Aðal danstónlist- arinnar er að þar verða menn sífellt að heyra eitthvað nýtt og því er þró- unin svo ör ólíkt poppi og rokki þar sem menn vilja heyra það sama sí og æ.“ Wall of Sound liðar, plötusnúð- arnir Theo Keating og Mark Jones og hljómsveitin Prop- ellerheads, troða þrívegis upp hér á landi í vikunni, á miðvikudag skemmta þeir á skólaballi, á föstudag verður mikil gleði í Fellahelli og laugardag leika þeir félagar í Ingólfs- kaffi. eftir Árno Matthíosson Barði segir að á plöt- unni sé tvistrokk, .Tónlistin er unnin á tölvur," segir Barði. „Við tókum upp laglínur sem leiknar voru með hefðbundnum hljóð- færum og unnum þær síðan með hljóðsmala. Lögin eru tvö og eftir út á sjötommu kostnaðar- ins vegna. „Síðan hentar mjög vel að gefa þetta út á plötu, þetta er tónlist sem hljómar betur á vínyl. Megnið af því sem gefíð er út í dag er leiðinlegt og hallærislegt," segir Henrik ákveðinn, og okk- ar tónlist er ekkert kjaft- æði.“ Þeir félagar hafa tekið Ekkert kjaftæði SJÖTOMMUÚTGÁFA heldur áfram af fullum krafti og væntanlegt er enn innlegg í þá útgáfu; sjötomma fra dúettnum The Bang Gang. Dúettinn skipa þeir Henrik Baldvin Björnsson og Barði Jó- hannsson, en Barði hefur víða komið við í íslensku rokklífí. okkur,“ segir Barði „og við erum að smala saman í hljómsveit til tónleika- halds.“ Enn sem komið er er lagasafnið aðeins þessi tvö lög, en margir grunnar í vinnslu. Platan er framleidd í Tékklandi, umslagið prentað hér á landi, en Barði segir þá félaga gefa sér nafnið The Bang Gang og segjast hafa val- ið þetta heiti „vegna þess að það er svo flott“, en lögin á plötunni heita líka „flottum nöfnum“, Listen Baby og On the Road. Þess má geta að í smíðum er myndband við fyrra lagið. HARÐA hríð að safnplöturöðinni kunnu Now gerir ís- lensk röð álíka, Pottþétt. Sú hefur unnið sér sess í íslensk- um útgáfuheimi, plöturnar selst vel, og fyrir skemmstu kom út fímmta platan í Pottþétt-röðinni, tvöföld að vanda. APottþétt 5 er að finna 38 lög úr ýmsum áttum, allt frá harðsoðnu danspoppi og rappi í létt sumarpopp. Islensk lög eru tvö á plöt- unni, annað með SSSól, Það eru álfar inní þér, og hitt með Birni Jörundi Friðbjömssyni og Magréti Vilhjálmsdóttur, Á sama tíma að ári, en lagið er eftir Björn. Einvalalið er- lendra poppara kemur við sögu í þeim 36 lögum sem ótalin eru og má nefna Pulp, Suede, Spice Girls, Robbie Williams, The Cardigans, Kula Shaker, Jim Carrey, Manic Street Preachers, Ash, Primitive Radio Gods, Skunk Anansie, vöðvapeðið Peter Andre, Louise, Cypress Hill Underworld, Busta Rhymes, The Presidents of the United States of America, Mark Morrison og Bone Thugs-N- Harmony.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.